Vísir - 26.05.1955, Blaðsíða 8
YÍSEB er óðýrasta blaSiS eg þó þaS fjöl-
breyttastiu — Hringið f sima 166® mg
gerist áskrifendur.
Þeir, sem gerast kaupendur VtSIS eftír
16. bvers mánaðar, fá blaðið ókeypit til
mánaðamóta. — Sími 1666.
Fimmtudaginn 26. maí 1955
Mariner dró King Sol
síðasta spölinn í sjó fram.
Stutt viðtai við skipherrann á eftirlitsskipfnu
Eins og kunnugt er, náðist
enski togarinn „King SoI“, sem
strandaði á Meðallandsfjöru í
vetur, á flot s.l. mánudags-
morgun. '
Hafði h.f. Hamar unnið að
björgunarstarfinu um nokkurt
skéið, en undir lokin aðstoðaði
eftirlitsskipið „Mariner“ og
kippti skipinu loks á flot.
Fréttamaður Vísis skrapp í
gær um borð í „Mariner“, þar
sem skipið lá við Ægisgarð og
ræddi sem snöggvast við t
Eance skipherra.
Skipherrann sagði, að skipið
hefði náðzt á flot á tveim flóð-
um og hefði tekið þrjár klukku-
stundir að kippa því í sjó fram.
Þeir Hamarsmenn höfðu áður
unnið mikið og gott starf, en
atvikin höguðu því svo til, að
„Mariner" gát rekið smiðs-
höggið á verkið. Alls dró eftir-
litsskipið togarann um 250
metra vegalengd yfir þrjú
sandrif. Á föstudag lá við, að
takast mætti að koma skipinu
á flot, en þá brast dráttartaug-
in, en klukkan 6.55 að morgni
mánudags, var „King Sol“ loks
kominn á flot.
Ekki er skipið talið mikið
skemmt, en það lak með skrúf-
unni, og varð að stöðva vél
togarans og taka til við að
þétta skipið er það flaut úti
íyrir sandinum, en síðan dró
„Mariner“ það til Reykjavíkur,
eins og skýrt hefur verið frá.
Erfiðast við þessa aðstoð
sagði skipherrann hafa verið
að koma kaðli úr „Mariner“,
sem lá úti fyrir, um borð í
togarann. Fyrst var farið með
mjóan kaðal, og þurfti þá að
sækja gegnum brimið, en síðan
var sterk stáltaug dregin um
borð í togarann. Togaði „Mar-
iner“ síðan í hann af öllu afli,
unz hann flaut.
Sagði skipherra það hafa
verið ánægjulega tilfinning að
sjá hið strandaða skip fljóta á
nýjan leik.
„King Sol“ mun fá bráða-
birgðaviðgerð hér, en fullnað-
arviðgerð í Englandi. Skipið er
486 brúttólestir, smíðað árið
1936 í Selby.
Rance skipherra kvaðst
leggja á það áherzlu, að ekki
hefði verið um björgun að
ræða af hálfu „Mariners“ held-
ur sjálfsagða aðstoð, enda væri
skip hans til aðstoðar og eftir-
lits hér við land.
—★—
Ætvinnuleysi. í Bandaríkj-
umim er minnkandi. I fyrra
var tala atvinnuleysingja 3.3
milljónir, en mun á þessu
ári komast niður í 2.7 millj.
Tveggja daga hátíðahöld á BSöndu-
r © r
ess a
Þessa myndarlegu pylsu sendu
Þjóðverjar nýlega á kjötmetis-
sýningu 1 Chicago. — Pylsan
vegur 125 kg. og tók alls 3
mánuði að fullgera liana.
Garðyrkjufélag íslands
75 ára í dag.
Hyggst koma upp grasgarði í Reykjavík.
Garðyrkjufélag íslands er 70 Hið íslenzka garðyrkjufélag, en
ára í dag, en það var stofnað 26.
maí 1885.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Schierbeck þáverandi
hmdlæknir, en hann var mikill
áhugamaður um garðrækt og
gróðrarstarf, og gróðursetti hann
trén, sem nú prýða ganda
kirkjugarðinn við Aðalstræti og
Kirkjustræti. Á stofnfundinum
mættu auk Schierbecks Pétur Pét
ursson biskup, Magnús Stejilien-
sen assesor, Theodór Jónsson bæj
arfógeli, Árni Thorsteinson lánd-í
fógeti, Sigurður Melsted forstöðu-j
maður prestaskólans, Þórarinn
Böðvarsson prófastur i GörðumJ
Halldór Friðriksson yfirkennari,
Steingrímur Thorsteinson skáld,
Björn Jónsson ritstjóri og Hall-
grímur Sveinsson síðar biskup.
Nokkrir fleiri höfðu ritað sig
fyrirfram sem stofnendur, m. a.
Grímur Thomsen.
Félagið nefndist upphaflega
Nýir menn yfir landher
og flota Bandaríkjanna.
— útnsfning TayEors vekur mesta athygli.
breytti um nafn 1940 og heitir
síðan Garðyrkjufélag íslands. Ár-
ið 1895 hóf félagið útgáfu á Garð-
yrkjuritinu og gaf það út til 1901.
Siðan lá útgáfan niðri um hríð,
eða til 1920 en þá kom það út að
nýju óslitið til 1934, en þá féll
útgáfan enn niður til 1938, en
síðan hefur ritið komið út á
hverju ári, nema 1940 er Mat-
jurtabókin kom út í staðinn og
1951 er Gróðurhúsabókin kom út.
Þetta gamla menningárfélag
hefur unnið mikið og merkilegt
starf, og vinnur það nú að því
að koma upp grasgarði í Reykja-
vik. Félagið hefur gengist fyrir
mörgum garðyrkjusýningum og
átt lilutdeild að öðrum. Síðasta
sýningin var lialdin 1952, og í
ráði er að koma upp myndarlegri
garðyrkjusýningu í sambandi við
landbúnaðarsýninguna 1957.
í tilefni afmælisins liefur verið
gefiðút myndarlegt Garðyrkjurit,
en ritstjóri þess er Ingólfur Da-
víðsson, og er saga félagsins rak-
in í því. í kvöld gengst félagið
fyrir útvarpskvöldvöku. Forniað-
ur félagsins er nú E. B. Maim-
quist.
Frá fréttaritara Vísis —
á Blönduósi.
Dagana 21. og 22. maí var
75 ára afmælis Kvennaskólans
á Blönduósi minnzt með veg-
legum hátíðaíiöldum.
Til hatíðarinnar var boðið
öllum nemendum sem í skólann
höfðu gengið, svo og kennslu-
konum, sem við hann höfðu
starfað. Ennfremur var boðið
landbúnaðarráðherra, fulltrúa
fræðslumálastjóra, þingmanni
kjördæmisins, sýslunefnd Aust-
ur-Húnavatnssýslu og nokkrum
öðrum héraðSmönnum.
Hátíðin hófst með opnun
handavinnusýningar í barna-
skólanum klukkan 1 á laugar-
daginn. Um kvöldið var sam-
kvæmi í samkomuhúsi kaup-
túnsins. Meðal skemmtiatriða
þar var sýning á kennslustund
í baðstofunni á Undirfelli vet-
urinn 1879. Sýndir voru enn-
fremur kvenbúningar innlendir
og erlendir frá 1880 og með
breytingum sem á þeim hafa
orðið til 1923. Nemendur sýndu
þjóðdansa og sungu.
Á sunnudaginn hófst hátíðin
á ný kl. 2 e.h. með guðsþjón-
ustu í Kvennaskólanum, Séra
Þorsteinn B. Gíslason í Stein-
nesi þjónaði. Síðan voru ræðu-
höld og tveir kórar sungu. Þessi
þáttur hátíðarinnai' stóð til kl.
6, en þá var setzt að borðum í
leikfimishúsi barnaskólans og
fleiri stofum. Voru þá einnig
ræðuhöld og söngur. Um kvöld-
ið var almennt kynningarmót
nemenda, eldri og yngri. Mótið
sótti fjöldi eldri nemenda víðs-
vegar af landinu. Nær 500
manns sóttu hátíðina, en auk
þess kom mikill fjöldi fólks á
sýninguna báða dagana. Veður
var mjög gott báða hátíðardag-
Tilkynnt hefur verið, að Kirk
ílotaforingi hafi verið skipaður
yfirmaður foringjaráðs Banda-
ríkjaflota og tekur hann við af
Carnay.
Radford flotaforihgi verSur á-
fram næstu tvö ár yfirmáður
hins sameinaða foringjaráðs
Bandarikjanna, og Twining hers-
höfðingi yfirmaður íoringjaráðs
flughersins, en eins og áður hef-
ur verið gptið hefur Maxwell II.
Taylor verið skipaður yfirmaður
foringjaráðs landliersins og tók
hann við af Ridgway.
Langsamlega mesta athygli í
®ambandi við tilkynningar Eis-
enhowers forseta um skipan þess
ara manna í embætti, vekur sú,
sem íjallar um Taylor. Fyrirrenn-
ari hans, sem var mr.ður ojiin-
skár og djarfmæltur, lenti oft i
deilum við forsetann, enda á
gagnstæðri skoðun um hlutverk
landhérsins, sem hann vildt cfla
sem mest, en Éisenhowcr miðaði
sínar tillögur við eflingu flug-
hersins og að til kjarnorkustyrj-
aldar kynni að koma. Taylor er
sönin skoðunar og Bidgway um
það, að hlutverk landhers „sé eins
mikilvægt og það hefur alltaf ver
ið. Hann er talinn hafa alla kosti
Ridgways til að bera — og auk
þess meiri samningálipurð, og
því líklegri til að koma málum
landhersins frám en Ridjrwáyi —
Tito vildi ekki fá
Molotov.
Það hefir valcið nokkra at-
hygli, að Molotov, utanríkis-
ráðherra Ráðstjórnarríkjanna,
er ekki í hinni fjölmennu rúss-
nesku sendinefnd, sem nú er að
koma til Belgrad.
Samkvæmt fregnum frá Bel-
grað hefir hlerast, að Tito for-
seti hafi tekið það skýrt fram,
að hann vildi ekki Molotov
þangað, því að hann kennir
honum aðallega um deilurnar,
sem leiddu til þess, að samband-
inu milli Júgóslavíu og Komin.
formríkjanna var slitið 1948.
Tveir kafbátar
hér á laugardag.
Herskip þriggja þjóða úr At-
lantshafsbandalaginu verða hér
um helgina í sambandi við kaf-
bátaaefimgar á Norður-Atlants-
hafi.
Er hér um að ræða tvo kafbáta,
hollenzkan, sem heitir „Walrus",
bandariskan, sem ncfnist „Cay-
alla“ og kafbáta-aðstoðarskipið
brezka „Adamant". Kafbátarnir
niunu leggjast að bryggju á laug-
ardagir.n, en ekki verður almenn-
ingi leyft að fara um borð i þá.
Áður hefur vcrið.sagt frá „Ad-
amant“, sem et' 12 þúsund lesta
skip, en alnienningi gefst kostur
á að fara um borð í það og skoða
það síðdegis á laugardag. Það
mun liggja á ytri höfninni, en séð
verður fyrir bátsferðum.
Kafbátaæfingar þær, sem fram
eiga að í'ara á Norðiu’-Atlantshafi
nefnast „Fishplay“, og er þeim
stjórnað af Fa'wkes flotaforingja,
sem er enskur, en liann hefur að-
albækistöð sína i Pitreavie í Skot
landi. Flötaforinginn kemur hing-
að loftleiðis á morgun.
ana. Tjaldbúðum hafði verið
komið upp til öryggis en fólk
gat mikið verið úti við vegna
! þess hve veðurblíðan var mikil.
Á sýningunni voru alls um
j 860 munir, alls konar kven-
1 fatnaður, peysuföt, upphlutur,
| vefnaður margs konar, værðar-
| voðir, rekkjuvoðir, veggtjöld,
j og ennfremur var sýndur rjöl-
breyttur útsaumur.
Skólanum bárust margar
góðar gjafir í tilefni afmælis-
ins. Sú stærsta var 11 þúsund
krónur frá Ungmennasambandi
Austur-Húnavatnssýslu, og 10
þús. krónur frá Kvenfélaga-
sambandi sömu sýslu. Enn-
fremur fékk skólinn málverk
eftir Kjarval og fjölmargax'
aðrar gjafir.
Stytta af sr. Frið-
rik afhjúpuð.
í fyrrakvöld var komið upp
styttu af sr. Friðrik Friðrikssyni
við Amtmannsstíg og Lækjargötu.
Var hafizt handa um að safna
fé til styttunnar fyrir nokkru, en
Sigurjóni Ólafssyni myndhöggv-
ara var falið verkið. Er slyttan
af sr. Friðrik sitjandi, og leg'gur
hann hægri hönd á öxl titils
drengs. Sr. Friðrik varð 87 ára
í gær, og hafði hann óskað þcss,
að engin viðhöfn yrði við af-
lijúpun styttunnar.
Byggingarefni unnið
úr nýrri námu.
Farið er að taka byggingarefni
í landi Álfsness á Kjalarnesi, og
eru þar notaðar fullkomnar vél-
ar.
Er sala byggingarefnis þessa
að hefjast og fer fram i verzlun-
inni Skúlaskeiði við Skúlagötu, en
framleiðsla þess fer fram með
véhini, sem smiðaðar eru í véla-
verkstæði Sigurðar Sveinbjörns-
sonar. Hafa þær reynzt ágætlega,
enda verkstæðið vel búið og
vinna unnin af vandvirkni.
Fyrirtæki þetta heitir h.f. Álfs-
nesmöl, og er verðlag hjá þvi
þetta: Sandur kr. 3 tunnan, pússn
ingasandur kr. 5, veggjamöl kr. 7,
og loftmöí kr. 9. Er þetta miðað
við afgreiðslu á framleiðslustað,
en síðar mun efnið verða fiutt
nær bænum, að Elliðaám.
Iíigendur hins nýja fyrirtækis
eru Tómas Tómasson bygginga-
meistari og Sveinn Sveinsson
bifreiðarstjóri.
0 SambúS íraks og Egypta-
lands fer síversnandi.
Egyptar saka írak um
stuðning við leynifélags-
skapinn „Frjálst Egypta-
land“, er rekur leynilega út-
varpsstarfsemi, en stjórnin í
Irak segir cgypzku stjórnina
stand að baki útvarpsstarf-
semi, sem kölluð er „Rödd
hins frjálsa íraks“.