Vísir - 12.08.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 12.08.1955, Blaðsíða 4
vtsia Föstudaginn 12. ágúst 1955. jg dagblad ' VV’J V‘. Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. j jj ’ V’ Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstoíur: Ingólfsstræti 3. AfgraiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1680 (fimnQ linur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIS H.T. Lausasaia 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ráðstefnan í Cenf. "jr/"jaTfflorkumálafundurinn í Genf hefur nú staðið í nokkra •*-*- daga, og bendir ýmislegt til þess, að hann muni bera góð- san árangur á mörgum sviðum. Ekki er gert ráð fyrir, að þar verði geröar neinar ályktanir, enda ekki til þess ætlazt, heldur -er fundinum fyrst og fremst stefnt saman til þess að þjóðirnar geti skipzt á upplýsingum á þessu sviði, fræðst urn aðferðir við kjarnorkuvinnsluna og þar fram eftir götunum. Og auk þess eru á fundinum fulltrúar ýmissa þjóða, sem hafa engar ■upplýsingar að veita í þessum efnum, en koma til þess að fræð- ast og skapa sér skoðanir á því, hvernig málum þessum sé Taunverulega komið, en erfitt hefur verið að átta sig á þvi vegna leyndarinnar. Þótí þær sé ekki veitendur, að því er ikj arnorkumálin snertir, varða þau þær eins og aðrar, því að ef illa fer, kjamorkustríð brýzt út, eru þær allar „á sama báti'1. Þótt hingað berist ekki þegar í stað mjög-ítarlegar fregnir &í því, sem gerist á fundunum í Genf, aðeins höfuðatriðin, -virðist greinilegt, að þjóðimar eru að mörgu leyti lengra á veg komnar en ætlað hafði verið. Kjai-norkuofnar eru til í ýmsuir, iöndum, og þeir eru ekki allir eins, þjóðirnar hafa farið anismunandi leiðir að markinu. Þegar þær bera saman bækui' sínar, iæra þær hver af annari, fullkomna tæki sín og trevsta þann grundvöll, sem byggt verður á í framtíðinni, þegar svo verður komið, að maðurinn hefur ekki annað en kjarnor.kuna til að knýja vélarnar, er kolalög verða eydd og olíulindir þurr- ausnar. Það má ætla, að árangurinn af kjamorkuráðstefnunni verði í beinu sambandi. við fund höfuðleiötoganna, sem haldinn var i síðasta mánuði. Hann markaði áreiðanlegt nokkurt spor í .áttina tii samkomulags milii austurs og vesturs, enda þótt allur árangurinn sé ekki kominn í ljós. Eisenhower forseti sagði eftir fundinn, að ávöxturinn mundi ekki verða lýðum Ijós fyrr en mánuðum eftir ráðstefnuna, en menn höfðu talað ssaman af hreinskilni, og það var fyrir mestu á sjálfum fund- inum; Nú er ekki ósennilegt að ætla, að fyrsti árangurinn sé að korna fram í dagsljósið, hann sé einmitt fólginn í því, hvað þjóðimar skiptast á miklum upplýsingum í Genf. Er þá óhætt. að segja, að byrjunin sé góð, og ætti að vera ástæða til bjart sýni, ef áframhaldið verður ekki lakara. Erlená blöð, sem hafa fréttaritara á fundinum, komast svo að orði, að það sé greinilegt, að friðsamleg hagnýting kjarnork- urmar sé orðið eitt af aðaláhugamálum ríkisstjórna þeirra "þjóða, sém hafa aðstöðu til þess. Þau segja einnig, að atom- kjaminn, sem undanfarið hafi verið mesta vandamál verald- arinnar, kunni ef til vill sjálfur að leggja til lausn þessa 'Vandamáls, En það gerir hann að sjálfsögðu því aðeins, að eindrægni verði hin sama hjá stjórnmálamönnunum og vís- :indamönnunum. Mannkynið vonar, að hin góða samvinna á jþessum fundi í Genf sé tákn þess, að stjórnmáíaerjurna'r minnki, því að það eru stjórnmálamennirnir, sem ráða öllu um afstöðu xnargra vísindamanna. „Menning" kommúnista. Ipveir ellefu bandarísku flugmenn, sem kínverskir kommún- **• istar dæmdu á sínum tíma fyrir. njósnir, hafa nú verið látnir lausir. Þeir hafa haft tækifæri til að skýra fr'á méðferð þeirri, sem þeir urðu fyrir, meðan þeir vöru i: höndurri kín- ■verskra kommúnista, og það eru, vægast sagt, ófagrar lýsing- 1 ar, sem þeir hafa.gefið. ■ Almenningur víðast um lönd á bágt *neð að trúa því, að slíkir atburðir geti gerzt á þessuni tínium. Það hefur lengi verið alkunna, að kommúnistar eru ekki ■vandir að meðölum. Mannúð er framandi og fyrirlitlegt hugtak í þeirra augum. Pyndingar eru sjálfsagðar, ef þær þjóna tilgangi þeirra. Þess vegna voru bandarísku flugmennirnir pyndaðir eins o>g þúsunðlr annarra, sem lent hafa í klóm kommúnista víða um heim. Þjóðviijihn aiéfiúr 'ekld þessar pýhdingai1. Hann veit, að allur almennihgur hefur viðbjóð á þeim, en hann er þeim. samt eiamþykkur.. Hann og eiaistakir kommúnistar krefjast þess. að iiér? Úrvats Tvær inrBÍsýnifigar og ein úti- sýning, eff veður ieyffir. Annað kvöld eru væntanleg- ir hingað frá Osló úrvalsfim- leikaflokkar kvenna og karla frá Oslo Turnforening. Kemur flokkurinn hingað í boði í- þróttabandalags Reykjavíkur, Ármanns, Í.R. og K.R. Flokk- hefir hér tvær innisýningar og eina útisýningu, ef veður leyf- ir. Þessir flokkar eru tvimæla- iaust með fremstu fimleika- flokkum á Norðurlöndum nú og er það ætlan margrá, að koma þessara flokka verði ekki síður eftirminnileg en koma finnsku fimleikamann- anna hingað, sem á sínum tíma vakti fádæma hrifni. í báðurn flokkunum eru núverandi og fyrrverandi Noregsmeistarar í mörgum greinum fimleikanna, og flokkarnir hafa verið í stöðugri þjálfun undir kom- una hingað. Oslo Turnforening átti 100 ára afmæli 13. apríl s.l. og hef- ir af því tilefni efnt til margra íþróttasýninga og verður þeim haldið áfram allt fram á haust og keppt í mörgum grein- um. Það er full ástæða til að vekja sérstaka athygli á því, að íslenzku íþróttafélögin. sem hafa sameinast um að bjóða flokkunum hingað, eiga Oslo Turnforening þakkir að gjalda frá liðnum tíma. Eru íslenzku félögin með boði sínu að end- urgjalda félaginu vinahót og gestrisni um margra áratuga skeið í þágu íslenzkra fimleika- manna, karla og kvenna, sem til Noregs hafa farið, og notið þar frábærrar fyrirgreiðslu. Þá er vert að minna á, að hingað kom 1921 karlaflokkur frá fé- laginu, og' vakti hér mikla hrifningu. Meðal Noregsmeistaranna í kvennaflokkinum eru Liv Fin- sen Hagen og Marit Johnsen, en kennari og stjórnandi þessa flokks er frú Helga. Vogt I Wergeland. —• Kennari og stjórnandi karlaflokksins er Torleif Tollefsen. Undirleikari er John Hauge. Með flokknum koma hingað, sérstaklega boð- in, Reali Roback og kona hans, en hann hefir verið fram- kvæmdastjóri félagsins um ára- tugi. Farastjóri er Karl Otter- sen hæstaréttarmálaflutnings- maður, formaður félagsins um mörg undangengin ár. Fiokkurinn kemur hingað méð flugvél Loftleiða. Fyrsta sýning verður í íþróttaskálan- um að Hálogalandi n.k; sunnu- dagskvöld kl. 8,30. Suðurafrískur hermaður trylltist í járnbrautarlest á Malakkaskaga í morgun. Hann var vopnaður vél- byssu og tók til að skjóta á þá, sem voru með honum í vagninum. Drap hann og særði marga menn, m.a. Ghurká-menn. Sjálfur var hann veginn. Erffiðleikar Luffthansa. THraunir til útvegunar yfir 340 milj. kr. til flugvélakðupa og reksturs fiafa ekki horií árangur Blaðið Aftenposten í Osló þýzka samgöngumálaráðuneyt- birtir hinn 8. þ.m. fregn frá ið hafi enn ráðið fram úr þeim Stokkhólmi þess efnis, að þýzka vanda, að útvega þær 150 flugfélagið Lufthansa. sem er nýtekið til starfa aftur, eigi þegar við hina mestu fjárhags- erfiðleika að stríða. í blaðinu er sagt frá þessu samkvæmt skeyti, sem blað í Stokkhólmi birti frá fréttarit- ara sínum í Berlín. Segir þar, að félagið hafi nú aðeins fjór- ar Sup.er-Constellation flugvél- ar, sem hafi kostað 140 millj. kr. (norskar), hafi pantað 4 flugvélar til af sömu gerð og þar að auki 3 Dakota-flugvélar, sem nú eigi einnig að greiða. Hlutafé er 60 milljónir. vest- urmarka, sem svarar til. 105 millj. norskra króna, en til- raunir til að auka hlutaféð haía ékki borjð árángur. .Hvprki stjórii félagsins , tíé vestur- millj. n. kr. (340—350 millj. ísl.). sem þarf til að greiða fyrir hinar nýju fíugvélar og fil r'eKstursins. Sagt er, að bæði bandaríska flugfélagið Pan Americah Air- wavs og British European Air- ways hafi áhuga fyrir að ger- ast hluthafar, en stjórn hins ■þýzka fiugfélags er ekki gin- keypt fyrir slíkum áformum. Það hefir írá upphafi verið gert ráð fyrir, að lim halla- rekstur verði að ræða fyrstu þrjú árin. Vesturþýzka sam- bandsríkið á 85% hlutanna, og tilraunir til þess að vékja ,á- huga yeftturþýzks. iðna.ðar, ,Kafa ekki .bprið árangur, „aú því er fullyrt er. Frá Garðyrkjuráðunaut Rvik- iirb'æjar hefur Bergmáli borizt brél' út af pisli þeim, sem birl- ist héi' í dálkinum í fyrradag um ómenningariega umgcngni við Leifsstyttuna á Skólavörðuhæð. Tekur garðyrkjuráðunautur und ir þá gagnrýni sem þar kemur fram og telur hana fullkomlega réttmæta. " Bréf garðyrkjuráðunauts er svo hljóðandi: Þarf frambúðar skipulag. „Hr. ritstjóri. — í þáttuni Bergmáls, cr 10. þ.m. gert að um- talsefni liið ömurlega ástand Skólavörðuholts og umgengni við Leifsstyttuna. Gagnrýni sú er fram kemur í Bergmálsþætt- inum er réttmæt og eg lief átt yon á slíkri umvöndun i allt sumar. Eg tók við umsjá Skóla- vörðuholts nú s.l. vor ásamt öðrum opnum svæðum og skrúð- görðum Reykjavíkurbæjar. Til viðlialdskostnaðar og ræktunnar þessara svæða liefi eg til ráð- stöfunnar ákveðna fjárupphæð, sem ákveðin er árlega af bæjar- stjörn. Framkvæmdir miðast því við fjárhagsgetu. Nú var það ætlun min í vor að hefja um- bætur á Skólavörðuholti strax á þesu sumri, en þvi miður get- itr ekki af því orðið nema sér- stök fjárveiting komi til og uni það hefur ekki verið rætt ennþá. Eg nntn gera mér far um að þær endurbætur sem gerðar verði á 1 opmim svæðum og skrúðgörðum bæjarins verði til frambúðar, en ekki bráðabirgðalausn á vand- ræðaástandi. Tillögur á döfinni. Endurbætur á Skólávörðuholt- inu þurfa rækilega yfirvegun áður en ráðist verður í fram- kvæmdir, hinsvegar verða til- lögur mínar um þær breytingar, er eg hef hugsað mér á þ.essu svæði tilbúnar innan skamms, en i þeim er gert .ráð fyrir breytingum sem óhjákvæmilegt verðttr að bera undir aðra aðila. Borgararnir verða að vinna nveð. En hvað svo sexn gert verður fyrir Skó 1 avörðtiþo 1 tið er allt til einskis ef borgararnir sjálfir sjá ekki sóma sinn í því að ganga þar um með vlrðingu fyrir staðnum. Um þrifin á Skólavörðuhoitinu nú í sumár er rétt að geta þess að þangað eru sendir menn reglulega þrisvar í viku til að hirða rusl, ,en af' |>ví er ávallt nóg., Um vörzlu á styttunni er tæpast að ræða að svo lcomnu, nema því aðeins að .kornið verði upp skýli , fyrir umsjónarmann. Ef um- gengismenning bæjarbúa verð- ur jafn góð á Skólavörðuholti ög him er orðin í Tjarnargarðinum og á Austuryelli, þá ætti varzla að vera óþörf, og það cr það sent ycrður áð ske, og að þvi ypt'ða allir a’ð'vinna. Itvík, 11. ág. 19öó. Hafliði Jóhsson, garðyrkjuráðunautur. I Bergmál þaklcar bréf garð- í yrkjuráðiinautar, og treystir þvi að tillögur þær, sem hann minn- ■ ist á vcrði til úrbóta og að þeim í verði sem l'yrst komið í fram- , kvæmd, en þær mttnu meðal annars í því fólgnar, að steypt {verði. þró umhverfis styttuná, jsvo að hún verði umilotin vatni, eins og ræft var uin að tiauðsim bæri lil i bréfinu; stéa, 'bLrtist i um þetta efni í iyrradag, — Ik»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.