Vísir - 16.08.1955, Page 4
vtsia
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson-
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skriístofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sírrii 1660 (fimm linur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.JT.
Lausasala 1 króna.
Afvopnim Sovétríkjanna.
Það var tilkynnt í Moskvu á laugardag'inn, að sovétstjórnin
hefði ákveðið að draga úr vígbúnaði, og mundi verða fækk-
að í her landsins um 640,000 manns. Atvinnuvegir iandsins
’verði látnir taka við mönnum þessum, og' muni ekki verða um
neina aukningu í hernum að ræða til að bæta upp að óbreytt-
■um aðstæðum.
Þetta er að sjálfsögðu mikið rætt í blöðum úti um heim, og
finnst mönnum yfirleitt, að þessi tilkynning beri keim af því,
er sövétstjórnin tilkynnir um allskyns breytingar eða aukningu
á framleiðslu hjá sér — við ekkert er að miða, til að gera
sér grein fyrir því, hve breytingin er mikil til eða frá. Það
er eitt af hernaðarleyndarmálum Rússa, hversu mikinn mann-
afla þeir hafa undir vopnum, og er þess vegna ógerningur að
gera sér grein fyrir því, hvort hér er um verulega fækkun
herliðs að ræða eða ekki. Vesturveldin hafa öll fækkað stór-
lega í herjum sínum, síðan styrjöldinni lauk, og þótt um nokk-
•urn vígbúnað hafi síðan verið að ræða, er hann hverfandi móts
við það, sem var á stríðsárunum. Rússar hafa hinsvegar ekki
iækkað neitt í sínum herjum, og leppríkin hafa einnig komið
sér upp miklum herskörum, enda þótt slíkt sé algert brot á
íriðarsamningum, sem við þau hafa verið gerðir, og er því ólíku
saman að jafna austan járntjaldsins og vestan. Víst er að
minnsta kosti, að Sovétríkin munu eftir sem áðu-r verða mesta
herveldi heims, þrátt fyrir þessa ráðstöfun.
Sovétstjórnin leggur nú á það mikla áherzlu, að færa þjóð-
um heims sönnur á það, að hún berjist raunverulega fyrir friði
og bættri sambúð þjóðanna í öllum efnum. Margt er g'ert til
>ess að fá umheiminn til að leggja trúnað á það, að um raun-
verulega hugarfarsbreytingu sé að ræða. Foringjar rússneskra
kommúnista sækja fundi með forvígismönnum lýðræðisþjóðanna
í Genf, mönnum er boðið í heimsókn til Rússlands, og þeim gef-
inn kostur á að ferðast um landið. Ýmsu öðru er ætlað að
sannfæra þjóðirnar um, að engin hætta stafi af kommúnista-
ríkjunum, en þó eru þetta allt smámunir einir miðað við það
sem sovétstjórnin og stjórnir leppríkjanna mundu gera, ef um
raunverulega breytingu væri að ræða á stjórnarfarinu.
Kommúnistarikin eru enn lokuð lönd, útlendingar fá ekki
að ferðast þar um, eins og heimilt er í löndum vestan járn-
ljaldsins, og þegnum þeirra er heldur ekki heimilt að taka sig'
•upp og ferðast til amiarra ríkja. Ferðalög eru forréttindi þeirra,
sem eru traustustu stuðningsmenn ríkisstjórnanna og tryggt
má telja, að komi heim aftur, enda þótt stundum fari öðru
vísi .að því leyti en gert er ráð fyrir. Á þessu hefur engin
hreyting orðið; en þetta er — meðal margs annars — undir-
stöðuatriði, þegar dærnt er um það, hvort einstaklingar þjóða
húa við frelsi eða ekki. Meðan einræðistökin eru óbreytt á
þjóðum þeim, sem kommúnistar ráða, er ekki ástæða til að
ætla, að forsprakkarnir hafi tekið neinum sinnaskiptum, enda
jþótt ýmsar smávægilegar tilslakanir sé gerðar, til að slá ryki
:í augu þeirra, sem athuga ekki, um hvað sé raunverulega að
ræða í þessum efnum. Og takist kommúnistum það hefur þeim
vitanlega lánazt. það að nokkru leyti, sem fyrir þeim v'okir — að
rugla menn í ríminu, svo að þeir átta sig ekki á aðaiatriðum
vegna smámuna.
Kristján A. Þorvarðsson,
Sjikt 15^31 B*.
Einn merkur borgari bæjar- ,
ins er sjötugur í dag. — Það
er Kristjón Á. Þorvarðsson frá
Leikskálum, nú- til heimilis á
Laugaveg 49. Kristjón er Dala-
maður í allar ættir, og á að
baki sér merka menn og dug-
mikla. — Foreldrar hans voru
Þorvarður hreppstjóri Berg-
þórsson á Leikskálum í Hauka-
dal og seinni kona hans, Halla
Jóhannesdóttir. Voru þetta
merk hjón og í miklum metum
í sveit sinni. Þorvarður hrepp-
stjóri var einkar hagsýnn mað-
ur og úrræðagóður, enda vel
metinn búhöldum, vel efnum
búinn þrátt fyrir mikla ómegð,
en frú Halla var einstaklega
glæsileg kona og góð, stjórn-
söm húsmóðir og hjálpsöm.
Kristjón ólst upp meðal
margra fjölhæfra systkina ^
sinna á hinu góða heimili for-
eldra sinna, énda bera öll Leik- I
skálasystkinin þess vott, hversu (
mikil rækt hefur verið lögð vi'ð
uppeldi þeirra. Þessu ber vitni,
háttprýði þeirra og' prúð-
mennska
Þegar eftir ferming'u kom
fram hjá Kristjóni mikil löngun
hans til menntunar og frama,
en þá voru liltir úrkostir um
skólagöngu. Hann fór þá á lýð-
! skóla og var við lærdóm hjá
' Ólafi prófasti Ólafssyni í
Hjarðarholti um tíma. Eftir það
fékkst hann við barnakennslu
um stund, en fór svo að búa á
föðurleifð sinni. — Honum gekk
I búskapurinn svo vel, að bú
j hans varð eitt hið stærsta í
j sveitinni, en þá kom fyrir at-
vik, sem batt enda á búskap
hans, af eðlilegum ástæðum.
VJVWVAVWi.VV.VAWflW
Fegurðarkeppnin.
*|\Tú hefur verið valin fegurðardrottning íslands, og'hefur mik-
” ið verið um keppnina rætt manna á meðaþ síðustu dagana.
Er ætlunin, að sjgúrvegarinn fari síðán til Lúndúna, þar sem
valin verður fegurðardrottning heimsins, og verður vitanlega
mikið tilstand í sambandi við það, enda mun það víða þykja
eftirsóknarvert að komast í slíka keppni og þá„ vitanlega fyrst
og fremst að bera sigur úr býtum.
Almenningur virðist ekki hafa verið í'yllilega ánægður með
Eeppnina að þessu sinni, og hafa heyrzt raddir um, að ekki
Iiafi tekizt að fá eins margar failegar stúlkur til að taka þátt
í keppninni, og hér væri. raunverulega að finna. íslenzkar
stúlkur eru sennilega óframfæmari að þessu l&yti en systur
heirra erlendis. En spurningin er þá, hvort ástæða er til að
•lceppa á erlendum í'ettvangi,, íyrr ?én ,úr nógu yérið að
■veija.
Árið 1919 féll stórkostlegt snjó-
flóð á túnið og fjárhúsin á
Leikskálum, sem gjörði mikinn
usla. Hluti túnsins fór undir
aurskriðu og' fjárhúsin fóru í
rúst. Mikill hluti fénaðarins
stráféll þá líka. ,
Eftir þetta mikla áfall, seldi
Kristjón jörðina, hætti búskap,
enda þá einhleypur maður, og
flutti til Reykjavíkur. Hér
gerðist hann starfsmaður Raf-
magnsveitunnar, og var það í
fulla þrjá áratugi, en varð þá
að hætta þar störfum vegna
vanheilsu.
Við, sem þekkjum Kristjón
þezt, vitum að hann er drengur
góður og traustur, þó að hann
láti lítið yfir sér og sé ávallt
hlédrægari en efni standa
til. Hann er frjálslyndur í skoð-
unum, og engínn veifiskati. Eg
óska honum langlífis, batnandi
heilu og alls velfarnaðar í
framtíðinni.
O. C.
iV.VWkWAViWWWW.'W
UR RIKI NATTURUNNAR : '
Ðúfati bjargaði 1000 maitns.
AWiftmr sögitr uii; tiýr —
o«/ fíi«nn.
Fyrir nokkru tilkynnti her- j unz tekið var eftir undarlegu
málará&'herra Bandaríkjanna. háttalagi hans, og var hinum
að „G. I. Joe“ heí’ði fengið hundunum þá bjargað.
heiðursmerki fyrir hugprði í
styrjöldinni.
,,G. I. Joe“ er ekki manns-
nafn, þótt það sé oft notað sem
gælunafn á bandarískum her-
mönnum, heldur var hér um
dúfu að ræða. Hún vann það sér
til ágætis að bjarga 1000 brezk-
um hermönnum. sem hefðu
í vor andaðist 73ja ára gömul
kona, Josephine Zuzak, í bæn-
um Paterson í New Jersey-
fylki í Bandaríkjunum. Þegar
lík hennar fannst, lá hundur
hennar hjá því, og er talið að
hann-hafi legið þar í 3—4 daga,
áður en að var komið. Þegar
kannske fallið allir í orustu við ^ konan hafði verið greftruð,
Colvi Vecchia á Italíu 18. októ- (hvarf hundurinn um skeið, en
ber 1943, ef Jói hefði ekki flogið fannst á ný. Vildi hann þá
30 km. leið á 20 mínútum með . hvorki eta né drekka og dó loks
hréfmiða, þar sem þeir voru af hungri. Þegar erfðaskrá kon-
varaðir við yfirvofandi skot- ' unnar var athuguð, kom í ljós,
hríð.
Hefir verið samþykkt" að
semja heiðursskjal vegna Jóa,
Sem býr nú í góðu yfirlæti í
herbúðum í New Jersey í
Bandaríkjunum. Jói hafði áður
verið sæmdur Dickens-medalí-
unni, sem Bretar sæma dýr er
vinna hetjudáðir.
★
Nýiega kom það fyrir á
námasvæði skammt frá Mel-
bourne í Ástralíu, að tveir
hundar af „collie“-kyni hröp-
uðu niður í 5 metra djúp námu-
göngl Þriðjí Coihe-.þúndúíinh saman. En kirkjugarðsveggur
færðí þéirh fnát í hökkrá' ctága,' inh’ skildr á mlíli'.
að hún hafði arfléiít hundinn að
1000 dollurum, og átti að ala
hann fyrir það fé.
-k
Nýlega andaðist 77 ára göm-
ul köna í Burnham-on-Sea í
Englandi. Var hún grafin þar
við kirkjugarðsvegginn, en hin-
um megin við hann var hundur
hennar grafinn..Hafði hann ver-
ið eini vínur hennar, en dáið
sex árum áður. Hræið af hund-
inum hafði gamla konan geymt
í kistu heima hjá sér, og mælti
svo fyrir, að þau skyldu grafin
Þriðjudaginn 16. ágúst 1955.
Það er vist óhætt að fullyrða
það, að um ekkert var jafn mikið
talað í gær og fegurðarsam-
keppniná i Tilvoii. Allar aðrar
fréttir íuirfu í skuggarih fyrir
þessari nýju og vinsælu skemmt-
un. Heimsviðburðír urðii að engu
og enginn spurði um síld. Og
enda þótt veðrið hafi ekki verið
sem bezt þyrpiist fólkið suður í
Tivoii í fyrrakvöld svo þar mun
hafa verið fleira samankonrið en
nokkru sinni áður. Það er hel.d-
ur ekki á hverjum degi, sem
mönnum gefst kostur á að sjá
jafn marg'ar fagrar konur keppa
um j>að liver sé fegurst. Og a'ð
þessu sinni var þátttakán i feg-
urðarsamkeppninni mciri en
áðúr.
Fyrir kvenfólkið.
En það skrýtna við það er, að
kvenfólkið er altaf í meirihluta
af áhorfendum, þegar fegurðar-
sámkeþþni kvenna fer fram, en
ætla mætti að slík sýning á fögr-
um konum ætti frekar að laðji
karlmennina. Og að þessu sinni
var kvcnfólkið i yfirgnæfandi
meirihluta, enda þótt margt væri
þar karlmanna líka. Það mun þó
ekki liggja í því, að þær koma
þar frekast til þess að gagnrýna
stallstýstur sínar sem hafa ein-
urð til þess að taka joátt í sak-
lausri en skemmtilegri keppni.
Það er svo ofarlega i fólkinu á
okkar litla landi, og ekki sízt
kvenfólkinu að gagnrýna eða
finna að öllu. Og þessi nýbreytni
Tivolis að halda árlega fegurð-
arsamkeppni hefur átt erfitt upp-
dráttar, jxitt gera megi ráð fyrir
að um síðir líti fólk á hana sem
sjálfsagðan hlut, sem fram eigi
að fara á liverju ári. Óttinn við
gagnrýnina hefur líka haft þau
áhrif að erfitt hefur verið að fá
stúlkur til þátttöku.
Ráðgefandi.
Þó er eitt í sambandi við feg-
urðarsarúkeppnina, sem ýmsuni
finnst misráðið, en það er að
láta áliorfendur dæma. Finnst
þeim, er þannig hugsa, að vel
megi láta áhorfendur vera ráð-
gefandi en úrslitavaldið eigi að
liggja í hendi sérstakrar nefnd-
ar, svipaðrar þeirra og kosin
var að þessu sinni. Nefndin hef-
ur miklu betri skilyrði til þess
að dæma, en t.d. áhorfendur,
sem standa allfjarri. Og fegurð-
arsamkeppnin getur verið jafn
skemtileg fyrir áhorfendur, þótt
þéir hafi þar ekki dómsvald um
hver af þátttakendunum skuli
hljóta fyrstu, önnur eða þriðju
verðlaun o. s. frv. Og eigi að
senda fegurðardrottninguna til
samkeþpni á. erlendum vett-
•varigi, þá kcmur ýmisl'egt til. En
sjálfsagt liefur verið urn þetta
, luigsað og 'á eftir að breylast á
næstu árum.
Lætur standa á sér.
Alinenningi finnst norðaustan
áttin, sem Veðurstofan befur
lofað, láta standa nokkuð á' sér.
1 I fyrrakvöld var ekki annað
skilið af fréttum Veðurstofúnnar
en að norðaustan átt væri örugg
næsta dag, en í stað hennar
fengum við áframhaldandi sunn-
an átt og súld. Það má nú segja
að þetta geri ekki svo voðalega
til hér í bænum, en fyrir bænd-
ur og búalið hafa það verið von-
brigði mikil. Má gera ráð fyrir
að þeir hafi að þessu sinni ekki
verið sem ánægðastir með veð-
urspána og láir þeim engin. —
Öþurrkarnir hafa nú staðið svp
lengi að til hreinna vandræða
J horfir viðast hvar á „fjuður- og
j vesturlandi. En það þýðir ekki