Vísir - 22.10.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 22.10.1955, Blaðsíða 7
X’-. Laugardaginn 22. október 1955. til þú sofnar. Allt í einu heyrði hann niálróm frú Bowlers: — Hættið að tala við telpuna! Sjáið þér ekki að hún er dáin. 4. Um morguninn sagði hann við lækninn að hann ætlaði að bíða þangað til sjúklingarnir yrðu sóttir. Ungfrú Malcott gæti fengið sitt pláss lögrelguvagninum. Það var betra að koma henni burtu, því að lát telpunnar hafði gert hana órólega og óvíst var nema unga stúlkan dæi líka. Barnið var grafið dag- inn eftir og notuð var eina kistan, sem til var, en hún hafði veiið smiðuð handa stórum manni. í þessu ioftslagi var óheppi- legt að fresta jarðarförinni Scobie var ekki viðstaddur jarðar- förina. Frú Bowles las bæn. Perrotshjónin voru viðstödd, Wilson og fleiri. Læknirinn var önnum kafinn í sjúkraskýlinu. í stað þess að vera við jarðarförina fór Scobie gegnum hrís- akurinn og átti tal við landbúnaðarfulltrúann um landþurrkun. Því næst fór hann inn í vöruskemmuna og settist þar innan um niðursoðið kjöt, kex í baukum, niðursoðna mjólk og niðursoðnar kartöflur. Þama sat hann og beið eftir Wilson. En Wilson kom ekki. Ef til vill hafði jarðarförin tekið of mikið á þau og þau farið heim í húsið og fengið sér glas. Scobie fór niður að bryggjunni og horfði á seglbátana sigla niður ána í áttina. Hann sagði við sjálfan sig upphátt: — Hvers vegna var hún ekki látin. drukkna. Sendill gaut til hans augunum, um leið og hann gekk upp hæðina. Frú Bowles stóð fyrir utan sjúkraskýlið og var að fá sér ferskt loft. Það vár eins ög læknislyf fyrir hana. Hún tók það í skömmtun, ef svo mætti segja. Hún stóð þarna með opinn munninn og gleypti loftið. Hún sagði kuldalega: Góðan dag- inn! Þér voruð ekki við jarðarförina, major. — Nei. Við Bcv/les getum sjaldan verið við jarðarför saman. Raunar ekki nema þegar við erum í orlofi. — Haldið þér að það verði fleiri jarðarfarir? — Ein enn, býst ég við. Hinir jafna sig smám saman býst eg víð. — Hver er að deyja? —- Gamla konan. Henni hraðversnaði í nótt. Honum létti stórum og sagði: — Líður drehgstum vél? — Já. ' — En frú Rolt? — Hún er ekki úr hættu, en eg vona að hún hafi það af. Hún er með ráði og rænu. — Veit hún, að maður hennar er dáinn? — Já. Frú Bowles tók að sveifla handléggjunum. Þvi næst tyllti hún sér á tá. — Eg vildi, að eg gæti gert eítthvað til gagns sagði Scobie. Getið þér lesið upphátt? spurði frú Bowles og tyllti sér á tá. — Ég er hrædd um að drengnum leiðist. — Eg geri ráð fyrir því að drengum léiðist. — Hvar fæ eg bók? —: Það er nóg af bókum á trúboðsstöðinni. Margár hillur. Alít er betra en að gera ekki neitt. Hann gekk upp að trú- boðsstöðinni, og fann þar nóg af bókum, eins og frú Bowles haíði sagt. Harm var ekki mikill bókamaður, en þó sá hann, að þama var ekki mikið af bókum, sem hægt var að lesa fyrir börn. Hann tók bók úr skápnum, án þess 'áð hugsa, hvaða bók þetta væri, og fór aftur til sjúkraskýlisins. Frú Bowles var í eldhúsinu að blanda meðul. - — Funduð þér nokkuð? — Já. — Allar bækurnar eru góðar, sagði frú Bowles. — Þær voru athugaðar, áður en þær voru sendar hingað. Stundum reyna menn að senda hingað óviðeigandi bækur. Við kennum ekki börnunum að lesa hér til þess eins að þau lesi skáldsögur. Hann leit á titilblaðið. Hann hafði ekki athugað það fyrr: Hún hét Biskup meðal Bantúmanna. — Þetta hlýtur að vera skemmtileg bók, sagði frú Bowles. Hann var á báðum áttum, en samþykkti það þó. — Þér vitið hvar hann er. Þér megið lesa fyrir hann í stund- arfjórðung ekki lengur. Drengurinn hafði verið fluttur inn í herbergið, eftir að telp- an d.ó. Frú Rolt lá í rúminu og sneri sér til veggja. Hún lá með lokuð augu. Loks hafði heppnast, að ná frímerkjaalbúminu úr hendi hennar og nú lá það á stól við rúmið. Snáðinn horfði á Scobie koma inn. Hann var með hitaveikisglampa í augunum. — Eg heiti Scobie. Hvað heitir þú. *— Fisher. — Scobie fór ofurlítið hjá sér um leið og hann sagði: — Frú Bowles bað mig að lesa fjrrir þig. — Hver ert þú? Hermaður? — Nei, lögreglumaður. — Er það morðsaga? — Nei, það held eg nú ekki. Hann opnaði bókina, þar sem hann kom niður, og þar var mynd af biskupnum, sitjandi á stóli fyrir aftan kirkjuna. Umhverfis hann voru Bantúmenn og hlóu út undir eyru framan í Ijósmyndavélina. — Mér þykir gaman að morðsögum. Hafið þér nokkurn tíma haft. með‘morðmál að gera? — Nei, ekki þess háttar morð, sem þú átt við, væni minn. — Hvers konar morð þá? — Já, menn eru stundum stungnir til bana i bardaga. Hann talaði lágt til þess að ónáða ekki frú Rolt. Hún lá með kreppta hnefa, en hnefai’nir voi'u ekki stæn'i en tennisknöttur. — Hvað heitir bókin, sem þú lcomst með? Ef til vill er eg búinn að lesa hana. Eg hef lesið Gulleyjuna. Hvað heitir bókin? Scobie sagði: — Hún heitir: Biskup meðal Bantúmanna. — Hvað þýðii’ það? — Scobie hugsaði sig vel um. — Söguhetjan er biskup, sem heitir Arthur. Allt í einu varð hann þess var að frú Rolt var vakandi. Hún stai'ði á vegginn og hlustaði. — Aðalsöguhetjux-nar eru nú reyndar Bantúmennirnir. — Hverjir voru Bantúmenn. — Þeir voru sérstaklega grimmir sjóræningjai', sem hjuggu tíðum sti'andhögg á Vestur-Indíum og í’éðust oft á skip á vestan- verð Atlantshafi. — Ræðst Arthur biskup á þá? — Já, það er eins konar leynilögreglusaga, því að hann er leynilegur sendimaður stjórnarimiar. Hann dulbýr sig sem venjulegur sjómaður og fer með kaupskipi í því skyni, að hann falli í hendur sjóræningjunum. Á þann hátt kemst hann að öllum leyndarmálum þeirra í því skyni að geta svikið þá, þegar tækifæri gefst. — Hami hefur verið vondur maður, sagði dx'engurinn. — Já, og auk þess verður hann ástfanginn af dóttur foringja Bantúmanna. Svo verður bardagi og manndráp. —• Við skulum þá byrja á sögunni. — Frú Bowles sagði .mér, að ég mætti ekki vera nema stutta stund hjá þér í einu. Nú hef eg sagt þér efni bókarinnar og við byi'jum á henni á morgun. — Það er ekki víst þú vei'ðir hér á moi'gun. Það getur verið framið morð, og þá þarftu að fara og rannsaka morðmálið. — Bókin verður að minnsta kosti eftir. Ég skil hana eftir hjá frú Bowles. Hún á bókina. Hún hljóðar ef til vill ofurlítið öðruvísi, þegar hún les hana. — Lofaðu nxér aðeins að heyra byrjunina, bað drengurinn. — Já, lesið byrjunina, var sagt lágum rómi í hinu rúminu. — Ég les illa, sagoi Scobie. — Lestu! sagði drengurinn óþolinmóðlega. — Allir geta lesið upphátt. Á kvötdvökunni. Hann kom mjög hamingju- samur í skrifstofuna daginn eftir að hann hafði verið úti að: skemmta sér fram eftir nóttu og sagði við starfsbræður sína: — Það er hreinasta þjóðsaga. að eiginkonur séu afundnar og súrai', þó maður fari einn út að skemmta sér. Þegar eg kom heim í nótt kyssti könan mig, og í morgun matreiddi hún fyrir mig ágætasta árbít, og henni. datt ekki til hugar að biðja mig að hjálpa sér við uppvaskið. — Svo, sögðu starfsbræðurn- ir, •— en hvernig líst þér á nýja kjólinn hennar? ® Maður nokkur kom til dýra- læknis og spurði hann hvort hann gæti skorið rófuna af hundinum sínum. — Já, auðvitað, svaraði. dýralækninn, — en því í ó- sköpunum viljið þér að hund- urnn verði rófulaus? — Þannig er mál með vexti. svaraði maðurinn, — að tengda- móðir mín kemur í heimsókn í næstu viku, og eg vil elcki að* neinn verði til þess að gefa henni í skyn að hún sé velkom- in. • Skozkur bóndi einn í ná- grenni Aberdeen. MacPherson að nafni, kom akandi á hest- vagni sínum eftir þjóðveginum og var háfei'mi á vagninum. Þegar hann mætti einum af ná- grönnum sínum, Jock, kallaði. Jock til hans: — Halló. MacPherson. - hvað ertu með á vagninum, undir ábreiðunni? — Hafi'á. hvíslaði MacPher- son svo lágt að heyrðist varla. — Af hverju ertu svona Ieýndardómsfullur yfir því? forvitinn, spurði Jock. — Uss, hafðu ekki hátt, svar- aði MacPherson. —• Eg' verð að gæta þess að hestarnir heyri. það ekki. • Heimilisfaðirinn hafði gengið lengi umhverfis hús sitt og það vár miðnætti. Lögregluþjónn sem var þama á gangi veitti honum eftirtekt, og þótti hátt- erni hans skrýtið og spurði hvers vegna hann færi ekki. inn. — Eg gleymdi húslyklunum, og vii helzt komast hjá að vekja konuhá mína, en börnin hljóta að lcoma heim, og þá kemst eg inn með þeim, svaraði maður- inn. C & Bwmutké 1333 Aapamaðurinn og hæfði Núma. skaut ör snárlega Því næst rák hann upp öskur og Númi Mjöp íram, áðúr en Ijóníð 'gæti áttað ist 'állúr. sig. — bræði og engd- ih-ífír En han.r. gat eklti losað sig heljargi'eipum apamannsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.