Vísir - 01.11.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 01.11.1955, Blaðsíða 4
VÍSIE Þriðjudaginn 1. nóvember 1955. yyygtftftfgWWtfWWWWVWWWWlMftWWWWWWWW ■* D A G B L A Ð Riístjóri: Hersteinn Pélsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skriístofur: Ingólfsstræti 3. AlgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur), Útgefandi: BLAÐATjTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna FélagsprentsmítSjan h.f. Gömlutn kirkjugörðum litill sémi sýndur. Björgvin-Reykjavík. Við jþröngan fjörð í skjóli hárra fjalla stendur fögur borg á vesturströnd Noregs. Það er sem borgin reyni að klífa fjallið, sem næst er, því að upp eftir því teygist byggðin, og svo bratt er þar, að víða eru engar götur, heldur þrep. Norð- menn nefna borg þessa Bergen, — okkur Íslendingum er tam- ara að nefna hana hinu foma nafni sínu, Björgvin. Þessi borg er sennilega kunnnst íslendingum allra norskra foorga, því að þangað lá leið þeirra einatt fyrst að fornu og nýju. Björgvin er þ^nniy í sveit sett, að öldum saman voru greiðari samgöngur við hana af sjó, því að milli hennar og Oslóar, þeirrar borgar, er varð höfuðstaður Noregs, gnæfðu ógreiðfær fjöll, sem buðu öllum samgöngum byrginn. Hinsvegar mátti sigla. með ströndum fram innan skerja í lognsævi norður og suðm-. Frá Björgvm sigldu skipin með erlendan varning norður til Þrándheims og norður með hinni vogskornu strönd iandsins, og einnig suður á bóginn, til Stafangurs, Haugasunds, suður fyrir Líðandisnes, um hina geðþeltku smábæi suður- strandarinnar, inn Víkina til Oslóar. Björgvinjarbúar hafa löngnm verið miklir kaupsýslu- og athafnamenn. Þeir fluttu skreið að norðan suðui’ með ströndinni inn á Voginn, en svo nefnist aðalhluti hinnar skjólsælu hafnar borgarinnar. Með fram Voginum voru svo skemmur kaupmanna, þar sem varan var geymd, unz heimi var afskipað til framandi landa. Enn sjást hinar miklu vöruskemmur beggja vegna Vog- arins, sem heilsa manni eins og gömlum vin, er maður siglir þar inn. En þeir sóttu líka á haf út, „hið bláa, blikandi haf“, •éíris og segir í Þorgeiri í Vík, laðaði, seiddi og dró. Vegur Björgvinjarbúa lá í vestur. Þeir héldu upp sam- göngum við Bretlandseyjar, fyrst á ófullkomnum farkostum, síðan á skrautbúnum skeiðum á borð við „Vega“, „Venus“ og t.Leda“, svo að nokkur þekktustu skip hins gamla skipafélags, Bergenska gufuskipafélagsins, séu nefnd. Um ár«tugi var traust viðskipta- og samgöngubaiid milli Björgvinjar og Reykjavíkur á vegum þessa félags. Hinn 2. júní 1908 lagði eimskipið „Uranus“ úr höfn í fyrstu íslandsferð sína. Það tók land á Austfjörðum, sigldi síðan norður og vestur um og til Reykjavíkur. Síðan hélzt þetta beina samband Björgvinjar- búa og Reykvíkinga í meira en þrjá áratugi, eða til ógæfudágs- ins í aprílmánuði 1940, er helskugginn féll yfir Noreg. Á þessu tímabili máttu Reykvíkingar sjá skip Bergenska félagsins hér við hafnarbakkann, flytjandi hingað síldartumiur hátt upp í siglur, en út fluttu þau ýmsar afurðir íslendinga. Síðan í apríl 1940 hafa ekki verið beinar samgöngur milli Reykjavíkur og Björgvinjar, fyrr en fyrir l'áum dögum, að þráður var knýttur á ný. Að þessu sinni voru það þó ekki skip, sem klufu öldumar í nser fjóra sólarhringa til þess að komast milli þessara vinabæja, heldur silfurfuglar íslenzlcs flugfélags. Gnýr hinna aflmiklu hréyfla „Heklu“, „Sögu“ og „Eddu“ er hijómkviða nútímans, og á traustum vængjum silfurfugla Loft leiða berumst við nú á álíka mörgum klukkustundum og það áður tók daga að komast til borgarinnar milli fjallanna sjö. Þessa dagana eru staddir á meðal vor góðir gestir, frétta- ínenn. frá Björgvin, sem hingað eru komnir í boði Loftleiða til þess að kyunast landi og þjóð. Betri gesti ber vart að garði. Hingað eru þeir komnir af tilefni þess, að á ný eru hafnar beinar samgöngur milli ættborgar þeirra og höfuðstaðar hins íslenzka lýðveldis, en það var kleift, er vígður var Flesland- flugvöllur við Björgvin. Fyrir skemmstu sátu íslenzkir blaðarnenn í fagnaði yfir- valdanna í Björgvin og nutu hinnar alkunnu gestrisni Björgvinj- ar. Þeir fengu að aka um fornfrægar götur hinnar ágætu athafna- og menningarborgar við Voginn, sjá Hákonarhöllma, Bryggjuna, Tröllahaug Griegs, hið risriiikla mirmismerki Michel- sens. Þeim var fagnað á þann hátt, sem vinum er fagnað. Nú sækja þessir frændur vorir oss heira, og vér bjóðum þá velkomna. Vér trúum því, að heimsókn þein’a verði til þess að treysta enn betur hin fomu vínabönd Björgvinjar og Reykja- víkur. Koma þeirra hingað er því áðeins möguleg, að upp hefur verið tekið flugsamband milli þessarra tvéggja borga. Annars væri slíkt ferðalag lítt hugsanlegt. Fulltrúar borgar Hollærgs, Ole Bull og Griegs eru .oss sánn- Ifcallaðir aufúsugestir. Mætti dvöl þeirra hér verða þeim á uægjuleg og ef tirmhmileg. ÍAL- • • - ■ ■ ‘Vö, • vyAÝLþ ★ Því miður eru talsverð brögð að því meðal okkar íslendinga, að við sýnum kirkjugörðum okkar litla rækt, svo margir þeirra eru okkur til lítils sóma. Er að því lítill menn- ingarbragur að láta hinzta hvíhi stað feðra sinna falla í algjöra órækt. Sem dæmi um það má benda á kirkjugarðinn við Aðalstræti og Kirkjustræti, sem fyrir um hunarað árum var einn helgasti reitur Reykjavíkur. Þar er nú ekkert, sem bendir tii þess að þarna hafi nokkrú sinni verið kirkjugarður hvað þá að neitt bendi til þess hverjir þar hvíli. Nú hefur gamall maður, Sigmundur Sveinsson, fyrrum dyravörður við Miðbæjarbarna skólann, barizt fyi’ir því und- anfarin ár að eitthváð verði gert til þess að varðveita gamla, gleymda kirkjugarða hér í þessum bæ og skrifað í því sambandi til bæjarráðs, þar sem hann óskaði aðstoðar þess. Nefndi hann í þessu bréfi aðal- lega tvo kirkjugarða, kirkju- garðinn í Laugarnesi, sem tal- inn er einn elzti kirkjugarð- ur landsins og að sumra áliti á að hafa að geyma jarðneskar leifar Hallgerðar langbrókar, og kirkjugarðinn við Aðalstrætl og Kirkjustræti. Þegar mál þetta dróst á lang- inn, og um sýnilegan árangur var ekki að ræða, sneri Sig- mundur sér til Kvenfélags Laugarríessafnaðar, sem tók málaleitan hans vel og ákváðu að sjá um gróöursetningu trjá- plantna og fegrun garðsins ef hann sæi um að hann yrði girt- Ur. Það varð, og á síðastliðnu vori gróðursettar á þriðja hundr að trjáplöntur af konum safn- aðarins með aðstoð Hafliöa Jónssonar, skrúðgarðaeftirlits- manns. En Sigmundur lét ekki við þetta sitja. Hann hefirnúskrifað þæjarráði af nýju með ósk uin að eitthvað verði gert til þess að hreinsa og fegra kirkjugarð- inn við Aðalstr. og komið verði þar fyrir mimiisvarða, sem minnt geti á forna helgi hans. Væri æskilegt að fífeiri létu til sín taka á þessu sviði og fet- uðu í fótspor hins aldraða manns um fegrun og varðveizlu kirkjugarða um land allt, svo þeir gætu orðið friðsælir griða- staðir, sem veitt geta öllum, sem í þá koma, frið og ró, og jafnframt smekklegir minnis- varðar um þá, sem þar hvíla. Heiga Bárðardéttir JSý skáldsaga eMr Si^iírjón Jónsson, iorglirðingar vilja reisa Agii Skaliagríms- spi minnismerki. Borgfirðingafélagið í Reykja- vík hélt nýlega aðalfund sinn, en þetta v-ar tíiuida starfsár fé- lagsins. | Stöðúgt er haldið áfram við töku kvikmyndarinnar af 'Borgarfjarðarhéraði, og mun bráðlega verða hægt að sýna kvikmyndina, að vísu ekki fullgerða. Á sínum tíma mun félagið afhenda Byggðasafni Borgarfjarðar frumeintak myndai’innar til eignar og varðveizlu, en frumeintakið hefur undanfarið verið erlendis og var verið að taka af því ann- að eintak. Á aðalfundinum bar á góma, að æskilegt væri að félagið gæti í verki sýnt hug sinn til bygg- ingar Hallgrímskirkju í Saur- bæ, og var helzt rætt um það að gefa klukkur í kirkjuna. Ýmis fleiri mál voru rædd m. a. að stuðla að því að reistur verði minnisvarði um Egil Skaljagrímsson að Borg á Mýr- um. Þá kom það fram að um- i ræður hafi farið fram meðal forystumanna í átthagafélög- unum að æskileg væri að félþg- in gætu sameinast um að byggja sameiginlegt félagsheimili. Um 20 átthagafélög munu nú vera í Reykjavík og ætti þeim að vera fært að koma slíkri bygg- ingu upp. Ymis fleiri mál voru rædd á fundinum og ríkti mikill áhugi meðal félagsmanna, sem fjöl- menntu á fundinn. Stjórn fé- íagsins var öll endurkosin. Helga Bárðardóttir, nefnist söguleg skáldsaga 'éftir Sigui - jón Jónsson rithöfund, og cv hún nýlega kömiri í bókabúðir. Bókin er 328 blaðsíður að stærð og frágangur allur hínn vandaðasti, én prentuni-n er unnin í Víkingsprenti. Bók þessi skiptist í 25 kafla, er bera þessar fyrirsagnir: Árla morg- uns, Að Arnarstapa og Laugar- brekku, Maður og trölþ Fár er sér ærinn einn, Harmur og ráðabreytni, Fulltrúi Ása- Þórs, Eulltnii Hvíta-Krists, Helga finnur Grænland, Land- vættir, Fundur í Felli, Og glett- ingar, Góðir dagar, Kveld í Brattahlíð, Búzan les hafið, Kaupmenn og víkingar, Að Hleiðru, Brotizt í haug Hrólfs kraka, Gull og gersemar, í skytningi, Að Ármannsfelli,’ Mikill tímadagur, Sefasorg, Leiíi laufsyeinn, Áð Hjalla í ‘ÖIvusi, , Aufýsugestur, Rauð- feldur. .............. ’ ' Léíur Ásgeirsson fær verðlaun, IDr. Leifi Ásgeirssyni voru í gser veitt verSlaun úr Verð- launasjóði dr. phil. Ólafs Da- víðsvíðssonar og Sigurðar Guð- mundssonar arkitekts, að upp- hæð 20 þúsund krónur. Eins og skýrt hefur verið frá stofnaði Svanhildur Ójafsdótt- ir fyrrv. stjórnarráðsfulltrúi á sínum tíma sjóð, en meðal verk efna sjóðsins er að verðlauna1 íslenzkan stærðfræðing, stjörnu fræðing eða eðlisfræðing, og skal verðlaununum úthlutað án umsóknar. Var þeim nú úthlut- að í fyrsta sihn á 78 ára afmæli dr. Ólafs Davíðssonar og heita „Verðlaun Ólafs Daviðssonar", og mælti fiú Svanhildur Ólafs- dótirt svo fyrir að dr. Leiíur Ásgfeirsson, prófessor sþyldi, ÍdjÓ%'J>au. v újú Nú cru a'ð koma í ljós afleiðing- arnar af óheppilegri fjármála- þróun síðustu mánuði. Bank- arnir takmarka útlánin um 10 af hundraði við alla, þar sem því verður við komi'ð. í kjölfariS sigla takmarkanir á lánum hjá stójrum iSnfyrirtækjum, og bygg- ingarefnakaupmenn, sem lengi liafa veitt húsbyggjendum greiSslufresti takmarka sin lán, svo eitthvaS mun draga úr á því sviði. Allt er þetta auðvitað af- leiðing þeirrar samtvinnuðu svikamylnu, er hér ríkir í eilifum niSurgreiðslum á framleiðslu að- alatvinnuveganna og kaupgjakls- kapplilaupinu. Vandi atvinnuveganna. Jón Pálmason, þingmaður SjálfstæSismanna, hefur nýléga borið fram á þingi frumvarp um verðtryggingasjóð og er í grein- argerðinni fyrir frumvarpinu farið nokkrum orðum um ástand- ið i landinu i dag. Og þau varnar- orð framsett, að nú verði að fara að spyrna við fótum. Leyfi ég mér að birta hér hluta úr grein- argerðinni, því ég tel að gott sé fyrir fleiri en þá, er þingskjöl lcsa, a'ð lieyra þessi orS: „... ÞaS má í sjálfu sér þykja undarlegt, að aðalatvinnuvegir okkar, land- búnaður og sjávarútvegur, skuli hafa lent í slíkum vanda sem orðiS hefur, þegar tekið er til- lit til allra þeirra framfara og bættu aðstöðu, sem fengizt hefur umfram það, sem áður þekktist. En til þess liggja tvær aðalá- stæður. í fyrsta lagi stórkostlega auknar lífskröfur fólksins og um leið hækkuð laun á öllum sviSurn langt umfram það, sem atvinnu- vegirnir eru færir um með því afurðaverði, sem þeir hafa haft við að búa. í öðru lagi háir skatl- ar og gjöld vegna óhóflegrar eyðslu þess opinbera. ÞaS er kunnugt, að laun eru hækkuð ár- lega hjá einhverri sétt, og stund- um á það sér stað oft á ári. Ger- ist þetta ýmist ineð samningum eða lögjöf. Oft fylgja fríðindi á annan hátt, svo sem styttur vinnutími, fleiri fridagar borg- aSir o. fl. Allir frjálshuga menn telja þetta í sjálfu sér æskilegt og gott, og ekki þekki ég neina full- trúa á Alþingi, er ekki kysu að sem lengst sé hægt að ganga á þessu sviði. Hvað er skynsamlegt? En það er tvennt ólikt, hvers menn óska og vilja, og svp hitt, hvaS er skynsamlegt og hvað cr liægt að gera. AfurSir fram- lélSsIunnar _pg geta hennar er sú undirstaða, selh þarf og á að niiðast. við. Það er arðurinn, sem þjóðin liefur til skipta. Þessa hcftir ekki verið gætt. óskir og lífskröfur liafa ráðið meiru en getan og heflbrigt fjármúlavii. Þess vegna liefur framléiðslan komizt í þrot hvað eftir annað. Hefur þá vcrið gripið til þess ráðs að fella gcngi: krónn okkar, fyrst 1939, síðan 1950. Sú-aðferð liefur hjai’gað íjbili, En;stefnan er flóttastefna, svo .sem;reynsla síðu^tu ára heftir sannað að fullu. Gengisfall er hvergi ákveð- ið í öði’um tilgangi cn þeim að leiðrétta óhepilegt hlutfall milli framleiðslu og vinnu, til þess að gera fraiuleiðslunni mögulegt aS sclja afurðir sínar á erléndum markaði fyrir fleiri einingar í erlendum gjaldeyri en fella. Til þess eins er gengislækkun fram- kvæmd. Sú framleiðsla, sem ekkert flytur út til sölu, hefur dþkcrt gagn þeiniþiis n&sengis* fellingii. \,,V ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.