Vísir - 03.11.1955, Blaðsíða 1

Vísir - 03.11.1955, Blaðsíða 1
Bardagar brutust út í gær- kveldi miili israelskra her- flokka og egypzkra fyrir sunn- an afvopnaða svæðið nálægt Gaza. Fregnir hafa borizt um, að 50 Egyptar hafi fallið og 40 verið teknir höndum. Áframhald var á bardögum þarna í morgun, og var sagt, að Egyptar flytti liðsafla til bar- dagasvæðisins. Reynist þessar fregnir réttar er hér um að ræða einhver mestu átök um langa hríð þarna á landamær- unum og horfurnar að verða æ ískyggilegri. Leiðtogar hinna arabisku ná- grannaríkja ísraels hafa hafn- að tilboði ísraelsku stjórnar- innar um ráðstefnu, þar sem ísraelskir og arabiskir leiðtog- ar reyndu að ná varanlegu sam- komulagi um ágreiningsefnin, og til vara, að reynt yrði að ná um þau bráðabirgðasamkomu- lagi nú, og yrði það svo síðar samkomulagsgrundvöllur að varanlegu samkomulagi. Sharett, sem er heim kom- inn frá Genf, segir að Rússar hljóti að gera sér Ijóst nú hverj- ir verði að bera ábyrgðina á því, að friðinum í ísrael og Ar- abalöndunum hafi verið teflt í nýja, geigvænlega hættu. Hún stafi af hergagnakaupum E- gypta í Tékkóslóvakíu og af tilboðum Rússa til Egypta og annarra arabiskra þjóða um að selja þeim vopn. Ben Gurion hefir tekið við forsæ jisráðherraembættinu af Sharett sem er áfram utanríkis- ráðherra. Var tilboðið gert í átyllu skyni? Brezk blöð í morgun ræða til boð hinnar endurskipulögðu stjórnar ísraels um ráðstefnu, og koma fram raddir um, að ísraelsstjórn hafi vitað fyrir, að því mundi hafnað — og að hún myndi þar með fá átyllu til að fást við Egypta áður en þeir eflast hernaðarlega vegna Rússar eiga 400 kafbáta. Samkvæmt blaðinu „Jane’s Fighting Ships“ eiga Rússar nú að minnsta kosti 400 kafbáta. Margir - þeirra eru nýlega fullgefðír. — Þá segir blaðið, að Rússar eigi 14 beitiskip af Sverdlov-gerð, og 8 i smíðum. Nýju kafbátárnir geta farið 20.000 mílur án þess að bæta á sig eldsneyti. vopnasendinganna frá Tékk- um. Öll blöðin eru áhyggjufuil út af horfunum þar eystra. og sum virðast hafa ótta af, að Rússar muni reyna að ota sínum tota þar eftir því sem þeir geta. Síðari fregnir. ísraelsstjórn hefur bírt opin- bera tilkynningu um bardagana í gærkveldi. Þeir áttu sér stað á afvopnaða svæðinu. Sótti ísraelskt fótgöngulið þar fram stutt brynvögnum. Voru þetta mestu átök milli ísraelsmann og Egypta í 7 ár. Fyrri fregn um manntjón Egypta eru stai festar. Af ísraelsmönnum féi 4 menn en 15 særðust. Áform með árásinni var að hrek, burt lið, sem Egyptar hafa ; undanförnu smám saman laun að inn á afvopnaða svæðið, ui þar var komin heil fótgönguli herdeild. Þrátt fyrir margen< urteknar aðvaranir frá ísra héldu Egyptar þessum liðfluti ingum áfram. — Að hernaða aðgerðum þessum loknum hélc ísraelsmenn til stöðva sinr með allmikið herfang. Itéíiarlsölíl Ssaleiís etag. Olafsvíkurbátavnir, sem aug- lýst var eftir í útvarpinu í gær- guöldijhafa ekki orðið fyrir nemum áföllum. ,: Bátarnir heita Glaður, 22 lestir, og, Bjarni Ólafsson, 38 lestir. Þeir liggja undir Svörtu- loftum í vari, en þar eru fleiri skip eins og stendur. Veður er mjög slæmt á þessum slóðum, og þykir óvit að leita lands eins og er. Meðal skipanna, sem þarna bíða af sér veðrið, er Iv. Sigríður. á líýpur. Ákveðið hefir verið að stofna sérstakan dómstól í Kýpur. Hann á að dæma í málum þeirra, sem sakaðir eru um að trula friðinn i landinu. Með þessu vinnstri tvennt: Létt er á öðrum dómstólum og fyrr hægt að koma lögum yfir þá, sem ó- kyrrð valda. HKL hylltur : fyrramálið. Vísir hefur fregnað að Bamda lag íslenzkra listamanna muni hylla Halldór Kiljan Laxness við komu Gullfoss til Reykja- víkur í fyrramáíið. Hefur stjórn bandalagsins falið formanni þess, Jóni Leifs tónskáldi að ávarpa Nóbelsverð launahafann er skipið leggst (upp að hafnarbakkanum. Verð- ,ur athöfn þessi tekin upp á j segulband og síðar útvarpað. í tilefni þessarar móttöku er þess vænzt að félagar allra deilda Bandalags íslenzkra listamanna fjölmenni á hafnar- bakkann í fyrramálið. Þá hefur Vísir enn fremur fregnað að fleiri aðilar, þ. á m. Alþýðusamband íslands, muni hylla Halldór Kiljan Laxness við komu Gullfoss.á morgun. Þetta undarlega áhald á myndinni er banáarískt, og til þess ætlað að ganga úr skugga um geislavirkni, sem fram kynni að koma í reyk frá reykháfum kjarnorkustöðva framtíðar- innar. AIls hafa fimrn menn sýkst af áfengiseitrun. Ohíi ©r látinn, Sikir taSdir wr hættu. Buicgaiiiiii isoði5 . U Nu forsætisráðherra, sem er í heimsókn í Ráðstjórnar- ríkjunum, hefir boðið Bulgan- 'in og Kruchev til lands síns. Hafa þeir þegið boðið og hýggjast fara í heimsóknina að cjrukkið tréspíritus ásamt Ósk- lokinni fyrírhugaðri Indlands- ferð í nóvember. I gær fékk lögreglan til með- ferðar inál tveggja raanna, er sýltst höfðu af áfengiseitrun til viðbótar þeim tveim mönnum sem áður höfðu sýkst. Áður hafði lögreglan yfir- heyrt þessa menn, því ,hún hafði þá grunaða um að hafa neytt metyl-alkohóls m.eð Ósk- ari heitnum Lárussyni. En menn irnir neituðu og var þá sleppt. En í gærkveldi var lögregl- unni tilkynnt frá ýeitingahúsi einu að 3 menn yæru þar inni sjúkir af áfengiseitrun. Þegar Iögréglan kom á vett- vang var. einn mannanna far- inn, én hina tvo tók lögreglan og játuðu þeir þá að hafa ari heitnum. Farið var með mennina í Landsspítalann, en sökum plássleysis þar, og líka vegna þess að svo langt var lið- ið frá því mennirnir höfðu neytt eitursins, vax* ekki tal- in ástæða til að leggja þá þar inn. Skaut jpgreglan því yfir þá skjólshúsi í nótj: og geymdi þá í fapgahúsinu undir eftir- liti læknis. Var annar rnann- anna þá alhnikið veikur, en hinum leið betur. En í morgun var líðan mannanna orðin góð og taldi læknir þá vera komna úr allrí hættu. Aftur á móti hafa ekki borízt fregnir um mann þann, sem far- ið hafði veikur út úr veitinga- húsinu í gæi'kveldi. Alls hafa þá veikst fimm menn af x/öldum hins stolna áttavit^ispírituss, syo, yitað: rséi og enn þeirra er látinn. itirasat Einkaskeyti til Vísis. —5 Þórsihöfn í gær. Sanitals 30 karlmenn og ein kona hafa vcrið ákærð út af Klakksvíkurmálinu. Þar af eru þrír ákærðir fyrir forystu í uppþotinu og lokun. hafnarinnar 21. aprO í vor, og hafa staðið fyrir óeirðunum 27. september í haust, en það eru þeir Fischer Heinesen hafnar- stjóri, Viggo Joensen, varafor- seti bæjarstjói’narinnar og Jens Christian Simonsen, fiskimats- maður. Heinesen sagði í réttinum I dag m. a.: Gamla sjúkrahús- stjórnin var ólögleg, og þess vegna var ákvörðun hennaf’ 1953 um i'áðningu Eivind Niel- sens læknis ómerk. Samkvæmt lögunum ætti pin sjúkrahús- stjórn að vera fyrir hvert a£ hinum þrem sjúkrahúsum landsins, en þessi ákyæði hefðú ekki verið framkvæmd, þar sem aðeins ein sanieiginleg sjúkrahússtjórn væri. fýrir öll sjúkrahúsin. Viggo Joensen skýrði svo frá, að það sem hefði vakað fyrir sér, hefði.verið að útvega hæfan lækni. Með framkomu sinni hefðu yfirvöldin viðhaldið og aukið æsing bæjarbúa. Ríkis- umboðsmaðurinn hefði full- vissað Klakksvíkinga um, að þeir mj’ndu fá tilkynningu um það þegar yfirvöldin kæmu, en eigi að síður hefðu þau komið eins og þjófur á nöttu þanh 21. apríl. Viggo Joensen segist hafa heyrt Kampmann fjármálaráð- herra spyrja Halvorsen lækni um, hvort hann vildi vera lækn- ir í Klakksvík, og Halvorsen, hefði svarað því játandi. Þá hefði Kampmann sagt, að þeir væru sammála, og væri nú að eins eftir að ganga frá forms- atrfðuA. Síðar hefði fjármála- ráðherrann sagt sér (það er Framh. á 7. síðu. Ætla al si§ia yfir Sahara. Tveir Bandaríkjamenn eru komnir til Tangier, og ætla í næsíu viku'að Ieggja a£ stað suður um Sahara á ó- venjulegum farkosíi. Þeir ætla að sigla suður iira eyði- mörkina, því að iþeir verða á léttum vagni, sem búinn er seglum. Segja þeir, að þetta sé enginn vandi, aðalatriðið sé'að velja þá leið, þar sem .van.duriíui; sé' ekki o£ laus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.