Vísir - 14.12.1955, Page 3

Vísir - 14.12.1955, Page 3
Miðvikudaginn 14. desember 1955. V T SIR Bæknr á gáíamarkajlinniii Jón S:gurðsson og ingar — merkibgt rit. Lúðvík Kristjánsson: Vest- lendingar. Síðara bindi, fyrri hluti. Reykjavík. - Hehnskringla. Prentsmiðj- an Hólar h.f. MCMLV. Lúðvík Kristjánsson réðst í mikið verk, þer hann tók sér fyrir hendur að rita héraðssög- una Vestlendinga. Haim hafði í upphafi gert ráð.fyrir, að hann mundi geta komið efninu fyrir í tveim bindum, en það hefir ekki reynzt kleift, því að annað biridið kemur í tveim hlutum. Svo mikill hefir efniviðurinn reynzt. Er það raunar ekki nema eðlilegt, því að fyrri hluti þess allur fjallar um samskipti Vestlendinga og Jóns Sigurðs- sonar, sem þar kom vitanlega mikið við sögu, þótt ekki væri nema vegna þingmennsku sinn- ar fyrir kjördæmi á Vestfjörð- um. í þessum fyrri hluta síðara bindis, sem er 346 blaðsíður, koma við fjölmargir höfðingj- ar bg alþýðumenn, raunar fólk af ollu tagi, afskipti þess af ýms um málum, samband þess irin- byrðis og við foringjann mikla, Hefir Lúðvík lagt mikla vinnu í þetta rit, enda ekki hægt að kasta höndunum til þess, því þá hefði það eitt verið til fyrir miriningu þess, sem er uppi- staðan í verkinu. Hér er merkt verk á ferðinni, sem höf- undur verðskuldar lof fyrir, enda hefir hann þegar uppskor- ið þakkimar 'að nokkru fyrir upphaf þess. J, En hvað það er skrýtið. Páll J. ÁrdaJ: En hvað það var skrýtið. Nýlega er komin á bóka- markaðinn litprentuð útgáfa af hinu alkunna kvæði Páls J. Ár- dals skálds, „En hvað það var skrýtið“, sem orðið hefir fjölda mörgum íslenzkum bömum til óblandinnar ánægju, allt frá því er það fyrst var birt fyrir allmörgum áratugum. M. a. hafa bæði böm og fullomir spreytt sig á því til upplestrar á skemmtunum. Halldpr Pétursson teikna$i myndirnar og hafa þær tekizí ágæta vel enda er Halldór snjall og þaulæfður teiknari, í; þessum teikningum finnst mér rík kýmnigáfa hans hafa notið síri sérstaklega vel. Bókin er tilvalin jólabók handa börnum, einkanlega þó litlum stúlkum, en annars held eg, að hún muni yeita ósvikna gleði bæði foreldrum og börn- um. Gægzt inn í austustu rit- stjórn bæjarins ? Ólafur Jóh. Slgurðsson: Gangvirkið. Ævintýri blaðamanns. Heimskringla, Reykjavík. Prentsmiðjan HÓIar h.f. MCMLV. Framan við bókina eru upp- taldar tólf bæku.r, sem komið hafa frá höfundi á síðustu tutt- ugu árum eða svo, og mun hann því hafa talíð sér fært að leggja til atlögu við hið mikla völundarhús íslenzkrar blaða- mennsku; þar sem hann hefir svo mikla reynslu að baki sér. Hann virðist þó hafa fengið einhverja eftirþanka, þegar handrit var fullgert eða jafnvel komið að burði, prentun, því að síðast gerir hann athugasemd, sem er á þessa leið: „Við samningu bókar þessar-1 ar var ákveðið fólk hvergi haft^ til fyrirmyndar, hvorki karlarl né konur, né heldur embætti, stofnanir eða blöð. Fólkið, semj sagt er frá i bókinni, er hugar-1 smíð höfundar. Sama máli gegnir um embætti þau, stofn- ariir og blöð, sem hér koma við sögu. JafnVel veðrið í bókinni er að nokkru leyti búið til af höfundi. ó. J. S.“ Það hefir oft verið venja höf- unda með öðrum þjóðum, sem nokkurt mark hefir verið tekið á, að þeir hafa gefið, út slíkar yfirlýsingar til að l'irra sig málshöfðun og skaðabótakröf- um, og lítur höfundur vissulega ekki á sig sem spámann af minnsta tagi, er hann fer svo að dæmi þeirra. En hann mun annars einn um það að hafa skapað veðurfar, þótt hann hafi ekki breytt veðráttu íslenzkra bókmennta fram að þessu. En hann er ungur maður, og gerir sér vafalaust vonir um að geta skrifað nokkuð enn, enda virð- ist boðað framhald af ævintýr- um blaðamannsins, sennilega hins sama Páls Jónssonar og sagt er frá í Gangvirkinu. Höfundur þessa pistils er ekki svo vel kunnugur innan veggja blaðanna eða ritstjórna þeirra, að hann treysti sér til að dæma um það, hvort söguþráðurinn er hugarsmíð Ó. J. S. eða ekki, enda er vafasamt, hvort á að leggja honum — Ó. J. S. — það til lasts eða ekki, að hann seg- ist hafa búið þetta allt til sjálf- ur. Þa'ð leikur enginn vafi á því, að hann kann oft vel að segja frá, en yrkisefnið verður heldur lítilfjörlegt í meðferð hans, frásögnin ekki merki- legri en hjá þeim; sem eru inir' um að kalla sig rithöfunda. Þetta er heldúr lítil saga, sem hefir verið teygð á alla kanta af einhverri þörf, hver semhúner. ; í rauninni gæti það verið dá-» lítið umhúgsunarefni fyrip blaðamenn þessa bæjar, hvort þeir, einn eða fleiri, gætu talizt hafa verið eða vera í sporunj hinS hjartahreina unglings Páls Jónssonar, sem Gangvirkið. fjallar um. í því verður vitan- lega hver að svara fyrir sjálfaa sig, en af því að menn hafa fyr- ir satt, að Ó. J. S. muni einna kunnugastur í austustu ritstjóm bæjarins, gæti verið, að hann hafi gert það af skömm sinni, að bregða upp myndum úr dag- legu lífi þar. Það kemur kann- ske fram í næstu sögu. Hún 4 að heita „Glæpurinn“. Scaevola. í Vi/ hák: Vegamót. „Vegamöt“, heitir nýútkomið smásagnahefti eftir Magnús Jó- hannsson frá Hafnarnesi. Fléstar eru sögurnar stuttar. þrjár þeirra eru raunvérulega upphaf að langri skáldsögu, sem höfundúr kveðst eiga í handriti og ætla sér að gefa út síðar, fáí þessi drög góðar viðtökur les- enda. Sufnar sögurnar, er hér korna fram á sjónarsviðið, hafa áðúr birzt i blöðum og tímaritum, en þó með nokkurum lagfæringum og breytingum. . JÓLABÓKIN 1955 Framkvæmdaár Minningar Thars Jensen Skráö hehtr Vnltýr Stefánss&n. ritstjjári FRAMKVÆMDAÁR, siðara bindið af Minningum Thors Jensen er komið út. Allir, sem lásu um síðust-u jól fyrra bindið, Reynsluár, hafa beðið með óþreyju framhaldsins af hinni stórbro’tnu ævisögu þessa umsvifamikla athafnamanns, sem Valtý Stefánssyni hefur tekizt að endursegja af látlausri snilld. FRAMKVÆMDAÁR segja frá Godthaabsverzlun og íslenzkum verzlunarhátt- um um. aldamótin, upphafi togaraútgerðar í landinu, stofnun Eimskipa- félagsins, störfum Milljónafélagsins, atvinnumálum í fyrri heimsstyrjöld, og siðar hinum stórfelldu framkvæmdum Thors Jensen á sjó og á landi. FRAMKVÆMDAÁB er í senn persónusaga og svipmyndabók eins mesta vakningar- og atorkutímabils í sögu íslenzku þjóðarinnar. FRAMKVÆMDAÁB er lifandi saga, þar sem hundruð manna koma við frá- sögnina og lýst er lífsbaráttu kynslóðarinnar, sem lagði grundvöllinn að lífshamingju þeirra, sem nú byggja landið. Á annað hundrað' myndir prýða bókina og þar á meðal margar gamlar og líít kunar myndir af mætum mönnum, horfnum atvinnuháttúm og mann- virkjum og skipum, sem eldri kynslóðin þekkti Vel, en nú eru að gleymast. Nafnaskrá yfir bæði bindin með' um 70’0 nöfnum ér að finria-íiþesaú bindi.; Minningar Thors Jensen er góð bók, sem mun háfá varanlegt gildi og svo glæsileg að ytra frágangi, að á veglegri jólagjöf verður ekki kosið. l".'.V.'.\W.VW/.WVAV//AW//A\V.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.