Vísir - 20.12.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 20.12.1955, Blaðsíða 6
VISIB Þriðjudaginn 20. desember 1955 ÍBM^IMWAWWWWWWWWVWWVfWWtftfWWWWW^ D A G B L A Ð Ritstjóri: Herstei'nn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. SjíiiánfJMi’ « tiesff. ' jt Utvarp i Þess er minnzt um þessar mundir, að í kvöld er liðinn aldar- fjórðungur frá því að fíkisútvarpið tók til starfa. Menn böfðu fengizt eitthvað við útvarpssendingar áður, en allt var það af vanefnum gert, eins og við er að búast, og ekkert í föstu formi, fyrr en þessi nýja stofnun hins opinbera tók til starfa hálfri viku fyrir jól Alþingishátíðarárið, sem. mörgum er svo jrnínnisstætt. I»að væri að bera í bakkafullan lækinn að tala um það, hver áhrif útvarpið hefur haft á allt líf þjóðarinnar. Það sést raunar bezt, hversú óaðskiljanlegur hluti það er orðið af þjóðlífinu, að menn eru sífellt að tala um útvarpið, finna eitthvað að því eða þá bera á það lof fyrir eitthvað sérstakt efni, sem það hefur flutt. Enginn virðist láta það sér óviðkomandi, því að það mundi koma fram í því, ef rnenn létu sér í réttu rúmi liggja, hvað það bæri á borð fyrír landsmenn, og hvemig það bæri slíkt efni fram. Mikil xunskipti hafa orðið á flestmn sviðum, síðan útvarpið iók til starfa, ekki aðeins hér á landi, heldur og um heim allan. Þó hefur breytingin sennilega orðið meiri hér en í nálægum löndum, enda þótt fjarlægari lönd geti ef til vill sýnt fram á meiri breytingar. Útvarpið hefur fylgzt með þessum breyting- um, Það hefur sagt frá þeim, eins og eðlilegt er, eða þær hafa verið að gerast. hjá því sjálfu, því að það hefur tekið miklum framfömm á þessu tímabili, bætti tækni sína og þjónustu á allan hátt, og gert sér yfirleitt allt far um að fylgjast með tímanum, lenda ekki í kyrrstöðu, er gæti snúizt í uppdráttarsýki. Sé litið án alLrar hlutdrægni á útvarpið og starfsemi þess, verður ekki annað sagt en að hún sé því til sóma. Vitanlega íná sitt hvað að því finna, því að um starfsemi þess gildir hið sama og um öll mannanna verk, að hún er ekki fullkomin. En þegar haft er i huga, hversu sá markaður er þröngur, sem það gtarfar fyrir, enda þótt það sé að heita má allir landsmenn, verður að telja vel unnið. Það hefur ekki ótakmöruð fjárráð, og er raunar alveg undir hælinn lagt, hvort þau mundu nægja tii þess að gera alla ánægða, og þeir eru heldur ekki á hverju Strái, sem geta tekið að sér flutning eða samning verka fyrir útvarpið. Þegar á slíkar aðstæður er litið, verður að teljast vel tmnið og lofsverð er sú viðleitni til að gera meira og betur, sem fram kemur í því,, að útvarpið er alltaf að gera tilraunir með þætti af nýju tagi til að fullnægja hlusteridúm. Starfsemi útvarpsins er nú orðin svo umfangsmikil, að það er algerlega óviðunandi, hversu illa er áð því búið, hvað húsakynni snertir. Er og í ráði að koma upp stórhýsi fyrir starf- semi þess, óg verður að leggja á það áherzlu, að hafizt verði handa um að byggja yfir stofnunina, þegar um hægist og keppn- in um vinnuaflið verður ekki eins óskapleg og nú. En bezta afmælisóskin, sem hægt er að færa útvarpinu á þessum tíma- mótum, er sú, að það haldi áfram að vaxa og dafna og kynna þjóðinni hverskyns menningarstrauma framvegis sem hingað til. Valdastreíta austan tjatds. lP»aS er skoðiui manna víða í lýðræðislöndunum, að vænta megi nokkurra tíðinda frá járntjaldslöndunum á næstunni, því að þar muni á uppsiglingu hatröm barátta æðstu manna um völdin. Þykja ýmis smáatvik benda til þess, að ekki muni allt kyrrt í þeim löndum, og þá fyrst og .fremst í aðallandi þeirra, Sovétríkjunum, enda þótt lítið sjóist á yfirborðinu annað en að eindrægni ríki, því að kommúnistum er það vitpnlega áhffea- mál, að svo. líti út, þar til baráttan héfur vérið til lykta leidd og þeir dæmdir, sern. undir urSu. '■ ■ Ekki er það neiu ný bóla, þótt hrottalegir atburðir gerist í einræðisríki. Þar er enginn maður öruggur um þau völd, sem hann hefur fengið, og engin leið- til að tryggja þau nema með þvi að gera þá höfðinu styttri, sem gætu orðið hættulegir keppi- Bautar. Þannig heíur það ætíð verið í einræðisríkjunum, þar sem völdin eru ekki fengin hjá fólkinu sjálfu og tryggð af því. Ríki kommúnista eru engin undantekning, enda berast sannan- ir um ofsóknir og aftökum í löndum þeiira nær daglega, og þess vegna er ekki ósennilegt, að upp úr sjóði þar innan tíðar. Fylgismenn Beríu hafa áreiðanlega ekki verið teknir af lífi allir enn. \ - ... Sjötugur er í dag S. A. Friid, ritstjóri í Osló, mikill Ísíands- vinur og einn af kunnustu mönnum í norskri blaðanaamia-, stétt. Sigvard Andréas Friid, en.svo heitir hann fullu nafni, er fæddur í Björgvin (hann kann mér víst þegjandi þörfina fyrir að nefna Bergen þessu nafni), hinn 21 desember árið 1885. Hann varð stúdent árið 1905, en fór að fást við blaðamennsku árið 1909; þá við Morgenavisen í Björgvin, og síðan hefir hann alla tíð talizt til þeirrar stétt- ar. Hann er því gamall í hett- unni, en vegna mannkosta sinna, gáfna og dugnaðar hefir ekki hjá því farið, að honum hafa verið falin margvísleg trúnaðarstörf af stéttai'brceðr- nm sínum, eins og síðar mun stuttlega á minnzt. Hann hefir starfað við mörg j blöð, bæði sem fréttaritstjóri og ritstjóri, m. a. við fyrrnefnt blað, Morgenavisen í Björgvin, Haugesunds Dagblad og víðar, en árið 1931 réðist hann til fréttastofunnar Norsk Tele- grambyraa og' var yfirmaður innanríkisdeildar þess á árun- um 1932—40. Árið 1940 urðu þáttaskil í lífi S. A. Friids^ eins og fleiri góðra Norðmanna. Ilann fór úr landi með ríkisstjórninni, tók sér bólfestu í London og var þar fyrst ritstjóri Norsk Tidend, sem Norðmenn þar í borg gáfu út, en síðan tekur við annar og merkilegur kafli í ævi hans, er hann fer til íslands árið 1942 og' er hér til stríðloka blaðafull- trúi norsku stjórnarinnar. Þeg- ar heim kom, eftir að Noregur var aftur frjáls orðinn,' réðst hann til ritstjórnarskrifstofu hægTÍ-blaðanna í Osló (Höyres Pressekontor) ög hefir starfað þar síðan. Ótalin eru trúnaðarstörf þau, sem Friid voni falin af noisk- um blaðamönnum, og, má minna 'á, að hann hefir verið formaður j í Blaðamannafélagi Oslóar og Blaðamannasambandi Noregs, ritstjóri Journalisten, málgagns norskra blaðarnanna, og mörg fleiri trúnaðarstörf hlóðust á hann, er hann rækti af alúð og rÖggsemi. S, A. Friid náði miklum vin- sældum hér heima, meðan hann dvaldi hér hin þungbæru styrj- aldarár. Bæði var það, að við íslenzkir blaðamenn kunnum að meta elju haus og dughað, skarpa dómgreind, samfara víðsýni, en auk þess var hann jafnan hrókur alls fagnaðar, sem jafnan var gott heim að sækja, enda fór ekki hjá því, að gestkvæmt væri á heimili þeirra hjóna, en hann er kvænt- ur ágætiskonu, Astrid Friid. Héðan berast Friid áreiðan- lega góðar óskír um bjarta framtíð með þökk fyrir sam- vistirnar 1942—-45. S. A. Friid er Björgvinjarbúi í húð og hár. Hann er „stemmn- ingarmaður“, eins og það er nefnt, eins og títt er um menn frá þessari yndislegu borg milli fjallanna sjö, listfengur, og ágætur ræðumaður. Tækifæris- ræður Friids eru með þv-í bezta, sem undirritaður hefir hyrt um dag'ana. ; S. A. Friid hefir verið særad- úr ýmsum heiðursmerkjum fyrir störf sin, m. a. Fálkaorð- unni, finnsku orðunni, Hvítu rósinni og Freisisorðu Krist- jáns X. Tiiorolf Smith. Hve mikinn gjaMeyri sparar neyzíuvöruiðnaiurínn? ■_ . . JFÍÍ rill aö það airiöi vwiii rn n n sa h te ii. Stjórn Félags ísl. iðnrekenda hefur skrifað Ingólfi Jónssyni, iðnaðarmáIa;ráðherra eftf.rfar- andi erindi: ,,I ræðu formanns verðlags- ráðs Landssambands ísl. út- vegsmanna, hr. Finnboga Guð- mundssonar, á aðalíundi sam- bandsins hinn 19. nóv. 1955, en ræða þessi birtdst í Morg- unblaðinu hinn 4. þ. m., kernst formaðurinn þannig að orði: „Það lítur því út fyrir, að neyzluvöruiðnaðurinn uppfyili ekki þær vonir, sem við ha.nn eru tengdar um gjaldeyris- sparnað, að minnsta kosti ekki í neinu hlutfalli við þann mikla fólksfj‘lda, sem við hann er bundinn.“ Af þessu tilefni mælist stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda til þess, að sannleiksgildi. þessar- ar fullyrðingar verði rannsak-. að niður í kjölinn að opinberri tiihlutan, t. d. með þvi að felá það sérstakri stjórnskipaðri mefnd, með aðstoð opinberra sfofnana, svo sem Hagstofunn- ar og Iðnaðarmálastofnunar ís- lands. Treystir stjórn F, í. I. á for- gönfju hæstvirts íðnaðarmála- ráðherra I þ-essu ‘ efni, því' að sarinarlega er tími til þéss kominn, að margendurteknar fuilyrðingar um þjóðhagslegt gildi iðnaðarins í landinu leiði til þess jað alþjóð sé látin vita, um gja.ídeyrissparnaðinn, sem skapast! við starfsemi iðnaðar- ins. Niðurstöður slikra upplýs- inga hljóta einnig að vera mik- ils virði fyrr ríkisstjórn og' Al- þingi, vfegná hirnla 'riánu af- Þessa dagana er fólk, eins og eSlilegt er, allmikið á ferðinni, þar-sem nú eru liafin jólainn- kaupin. Allmikiu fleira fólk ferð- ast af þessum sökuin meS stræt- isvögnunum til þess að komast með þeim frá heimilimum niður í bæinn eða á þá staði, þar seni á að verzla. Strretisvagnarnir verða því að flytja fleira fólk staða á milli um þessar mundir en eðlilegt er, og eru oft allmikil þrehgsli í vögnunum. En það væri synd að segja, að fólkið svona yfirleitt gei’i sér mikið far uni að auövekia flutningana sjálft. Standa eins og klettar. Máður nokkur kom til min í skriístofuna í gær og bað mig um að i'æða þetta mái, því það væri rétt að benda fólki á, hvern- ig þægilegast væri fyrir það sjálft að hegða sér í vögnunum, einkum þegar jafn mikið mæðir á þeim og um þessar mundir. Er allalgengt að fólk, sem fyrst lcem- ur inn í vagnana flýtur sig ekki til, þótt í vagnana bætist, en myndar eins konar vegg í miðj- um vagni, helzt þó við útgöngu- dyr, og verða þá oft óeðlileg þrengsli fremst í vagninum, enda þótt nóg rúm sé fyrir aftan eða aftar í honum. Fólk, sem fer með vögnunum, ætti að færa sig sjálf- krafa aftur í vagnana, eftir því sem bætist við og láta ekki vagn- stjórann þurfa að vera að áminna það í hvért skipi, sem vagninn nemur staðar. Það er hvimleitt, auk þess sem það tefur nokkuð fyrir, því tími fer í þa'ð að færa sig til, loks þegar fólkið hefur sig í það. Þeir, sem lengra fara. Éins virðist vera ástæða til þess að benda þvi fólki, sem langt ætlar með vögnunum, að það eigi undantekningarlaust að færa sig aftast í vagnana. Þar er það minnst fyrir, en þess verður oí't vart að fólk stendur eins o'g klettar og vill sig ekki hreyfa, og tefur fyrir fólki, sem þarf út á millistöðvUm, enda þótt það ætli sér kannske á leiðarenda. Þetta sem annað er misjafnt, en skipu legri yrðu allir flutningar með vögnunum, ef allir reyndu að beita skynseminni og hliðra tii fyrir öðrum. Með slikri samvinnu fer álltaf allt betur úr hendi. Annað en gaman. Það er ánnað en gaman að ætla sér að komast út úr vagni, þegar flestir farþeganna standa eins og styttur og vilja sig ekki hreyfa. Sumir komast i þau vandi-æði, að þeir halda stund- um áfram til næsta áfangastað- ar í þeirri von að þar kunni kannske fleiri út og þá immi rýmkast. Það er sérstaklega nauð svnlegt fyrir fólk, sem ferðast j raeð strætisvögnumim þegar mik- ið er á þá lagt, að hafa það Iiug- fast, a ðjafnvél það að ferðast me'ð vögnunum getur verið misjafn- lega þægilegt eftir því hvernig samvinna farþeganna er. — kr. Katla fór sl. surmudag frá K.höfn áleiðis til Reykjavíkur. , Sltrifstofa * Vetiarhjálparinnar er í Thorvaldsensstræti 6 -I húsakynnum Rauða krossirxs. Sími 80785. Opin kl. 10—12 f. h. og kl. 2—6 e. h. Styrkið og styðjið Vetrarhjálpina. skpta í sambandi við afkomu gjaldeyrisaflenda.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.