Vísir - 11.01.1956, Blaðsíða 6

Vísir - 11.01.1956, Blaðsíða 6
risim Miðvikudaginn 11. janúar 1956. fWVWVWVWki Maréfc er DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm Iínur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F, Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Nehru sendir kveðju. Eins og menn muna, var mikið um dýrðir á Indlandi, þegar þeir Buiganin og Krusjev komu þangað í hehnsókn. Fóni^ þeir víða um landið og slógu mjög um sig, smjöðruðu mjög | fyrir Indverjum og reyndu að vingast við þá á allan hátt. Þeir fóru raunar þannig að í fleiri löndum í Ásiu sunnanverðfi í þessari för sinni, en áhrifin og hrifningin fóru fijóxiega aö dofna, því að mönnum ofbauð alveg framkoma kominúnista- ' fóringjanna, sem hegðuðu sér alveg eins og þeir teldu, að áheyrendur sínir væru ævinlega hálfvitar, sem vissu ekkert um fortíð Rússa í sambandi við baráttuna gegn Hitler og nazistum, hvernig það voru Rússar, sem gerðu nazistum kleift að hefja styrjöldina með því að semja við þá um skiptingu Póllands og grið að henni lokinni. Hefðu þessir miklu memi þó átt að vita, að Indverjar voru meðal þeirra, sem farnxr voru að berjast gegn Bazistum löngu áður en kærleikar Hitlers og Stalíns kólnuðu. Kommúnistar á Indlandi hafa síðan reynt að slá keilur á Jieimsókn yfirboðara sinna, svo að Nehru forsætisráðherra hefur talið rétt að senda þeim kveðju. Hefur hann vítt kommúnista- flokk Indlands, en um leið hefur hann vítt kommúnistaflokka’ Jivarvetna og þá um leið gesti þá, sem voru á hans snærum í Indlandi skömmu fyrir jólin. Virðis't af því auðsætt, að hann Siafi að minnsta kosti ekki gengizt upp við fleðulæti þeirra, enda þótt liann vilji eftir sem áður, að Indverjar standi utan Við deilur stórveldanna eða lýðræðis og einræðis í heiminum. Nehru konist svo að orði, að kommúnistar væru heldm- langt á eftir tímanum í kenningum sinum. Þeir ætluðu sér að leysa vandamálin á miðri tuttugustu öld með kenningum, sem samdar hefðu verið á miðri n.ítjándu öld, og væri þetta serin sönnun þess, hversu miklir íhaldsmemi kommúnistar væru. enda þótt þeir vildu telja þjóðurn hejmsins trú um, að engir væri meiri framsóknarmenn en einmitt þeir. Heimurirm hefði tekið svo miklum stakkaskiptum á þeirri öld, sem liðin er, síðan Marx og Engels sömdu kenningar sínar, að þær eiga ekki lengur við. Þrátt fyrir það halda kommúnistaflokkarnir dauða- fcaldi í þær. Á þessaii öld hefur til dæmis gerzt, að hagur verkalýðsins liefur batnað stórlega i nær öllum löndum. Undantekning er þó á þessu í þeim löndum, sem, kommúnistar ráða, því að þar hefur um hreina afturför verið að ræða, að því er snertir hag hinna vinnandi stétta. Þær eru hreint verkfæri stjórnarinnar. og ráða engu um kjör sín, en afleiðingin er vitanlega sú, að hagur þeirra er svo bágborinn, að uppreist er reynd, þegar kostur gefst, eins og til dæmis í Austur-Þýzkalandi laust eftir miðjan júní 1953. Utan alþj-ðulýðveldanna þarf ekki að grípa til slíkra ráða. Þar hefur verkalýðurinn víðast samningarétt um kjör sín, og auk samningsréttarins hefur hann kosningarrétt og kjörgengi, svo að hann getur beitt sér líka á þjóðmálasviðinu. Þessu fer fjarri í ríkjum kommúnista, bví aö vafalaust mundi svo fara, ef verkalýðurinn þar hefði kosningarrétt og kjörgengi mundi hann fljótlega losa sig við núverandi stjórnarherra. Þeir halda aðeins völdunum í krafti þess valds, sem þeir haxa skapað sér með vopnum herja þeirra, sem þeir hafa hvarvetna sett ,á laggir, svo og leynilögreglu og annan-a sveita, er starfa ötullega að kúgun alls almennings, I*að þarf vai-la hagfræðlnga eða vísindamenn til að gera sér 'gtein fyrir því, að kenningar, sem samdar eru -við aðstæður miðrar nítjándu aldar eiga harla illa við í dag. Gildir þar einu, hvort þæi- kenningar fjalla um efnahagsmál eða eitthvað annað •— aðstæður eru svo breyttar, að þær geta ekki átt við lengur. En kommúnistar eru sem bergnumdir af kenningum Marx og Engels, og sjá ekkert fyrir þeim. Þeir eru því sannkallaðir íhaldsmenn, eins og Nehru hefur komizt að orði. Og því lengur, sem þeir halda í kenningarnar, því haldminni verða þær, og því meiri verður íhaldssemm, sem stjórnar gerðum þeirra. Tímarnir breytast og mennirnir með, segir máltækið. — Kommúnistar vilja forðast að gera sér grein fyrir því, að tím-, árnir eru breyttir, og þess vegna er stefna beirra ekki sigur- strangleg, enda þótt þeim hafi tekizt að koma sér upp miklurn herjum og þeir ógni heiminum, frelsi öllu og mannréttindum. An herja í vopnlausum heimi mundi kommúnisminn ekki standa ceginum lengur. i Mér er tjáð að sjónvarp sé talsvert útbreitt í mörgum löndum, og að því er virðist mun vera vaknaður nokkur á- hugi fyrir því, að fá það einnig til íslands. En er sjónvarpið í raun og veru svo sérstaklega eftirsóknarvert? í fyrsta lagi er talið að það muni kosta nokkra tugi milljón króna að koma því upp, sem sennilega yrði að fá lánað á ábyrgð ríkis- sjóðs, og finnst sumum, að eftir atvikuni væri kannske réttara að korna fyrst upp sements- verksmiðjunni og’ einhverjum af hinum fyrirhuguðu raf- magnssíöövum, áður en farið væri úi| i þá ríkisábyrgð. En svo er ánnað. Er ekki hætta á því, að sjónvarpið mundi reyn- ast lymskur vinnuþjófur þegar það er korr.ið í almenna notkuii? Já, ljótt er orðið, satt er þaðV En svo var það kallað í mínu ungdæmi, sem hindraði eðá dró úr fullum vinnuafköstum. — En þeir voru nú líka svo gam- aldags og vinnuharðir í þá daga, að þeir miðuðu allt, jafn- vel manngildi einstaklingsins við vinnuafköst hans, og néldu jafnvel á loft þeirri kenningu einhvers gamals harðjaxls, að þeir, sem ekki vildú vinna, ættu ekki heldur mat að fá. Hvað ætli þeir hefðu sagt um verk- föllin nú á dög’um? En, afsakið, þetta var víst útúrdúr. Eins og kunnugt er, er það algengt, að fólk við allskonar vinnu, hefur útvarpið í gangi sér til skemmtunar, án þess að það hindri á nokjkurn hátt vinnubrögðin. Jafnvel verk- stæði eða verksmiðjur geta notað gjallarhorn frá einhverju fjarlægu viðtæki, án'þess nokk- j urntíma að sjá það. Ekkert slíkt er hægt með sjónvarpið. Það útheimtir að á j það sé stöðugt horft meðan það er í gangi, því án þess nær það ekki tilgangi sínum, en jafn- framt því verða naumast höfð um hönd nein vinnubrögð. Þá krefst sjónvarpið þess einnig, að tækið sé sett á sérstaklega valinn stað, þar sem allir við- staddir geti auðveldlega séð það. Venjulegt útvarpstæki aft- ur á móti kemur að fullum not- um, þó það standi á afskekkt- um stað, þar sem enginn sér það, ef til þéss heyrist. Og loks, mundi sjónvarpið ekki geta orðið óþægilegur keppinautur við kvikmyndahús og leikhús? ViU nú ekki einhver fræði- maður á þessu sviði rita hlut- laust fræðsluerindi fyrir al- menning um þetta mál? Svo sem: Byggingu sjónvarpsstöðva, tilhugun þess, áætlaðan kostn- að, rétta notkun, áætlað verð tækis, og árgjalds notenda o. s. frv. Eg minnisí ekki að hafa heyrt, eða séð, tæmandi upp- lýsingar um þetta mál, eins og hér er farið fram á, en hafi það samt sem áður einhversstaðar , birzt, væri æskilegt að fá að vitá hvar það er að finna. VíðförlL Enn spáð sama veðri. Ófærð á vegom norðanlands — en aðalleiðir opnar hér syðra. Stórhríð hefur verið á NorS- urhuidi frá 'því í fyrradag, exi er nú heldu minni sumstaðar, einkum í innsveitum að því er fréttaritarar blaðsins nyrðra haía tjáð blaðiuu. Aftur á móti telur Veður- stofan ekki neina breytingu fyrirsjáanlega í dag og næsta sólarhring. Norðanáttin helzt um land allt með 5—6 vindstig- um víðasthvar og snjókomu norðan_ og austanlands, en bjartviðri á Suðúrlandi. Frost er vægt, yfirleitt 2—5 stig. Frá Ákureyri var blaðinu símað í morgun, að þar væri veður í við skárra en í gær. All- ir vegir eru að verða ófærir ög mjólkurbílar hafa átt við mikla erfiðleika að etja. f gær barst engin mjólk að austan- verðu úr firðinum, ekki heldur utan úr Svarfaðardal og Laust fyrir hádegið í morgun var enn engin mjólk komin til Akur- eyrar, ekki einu sinni úr nær- sveitunum. Á götum Akureyrar voru víða komnir skaflar og sums staðar orðið þungfært og jafn- vel ófært fyrir bíla, einkum upp á brekkunum. Þar var í morgun 4—5 stiga frost, en veð- ur heldur að lægja og birta. Úr Skagafirði var blaðinu símað, að þar væri énn stórhríð í útsveitum, en byrjað að birta i í innsveitum. Ekki er vitað með jvissu um samgönguleiðir, en þó talið nær fullvíst, að þær hafi lokast víða í hríðinni. Hér á Súðurlandi eru ekki miklir erfiðleikar á samgöng- um, Hellisheiði að vísu ófær, en Krýsuvíkurleið opin. Erfið- leikar voru nokkrir á Selvogs- iheiði sökum fanna í gær, en þeim hefir verið rutt burtu. I Leiðin til Keflavíkur er opin, en í morgun var enn ófært til Grindavíkur. Gert var ráð fyrir, ,að leiðin yrði rudd í dag og opnuö síðdegis. Uilar og grillon á börn ög fullorðna; Vérð ! frá kr. 14,50. V-'"1 v Fischersunr1". beztaðauglysaTvSi íVVWVWWWWVVVWWbVVJ HaMgrímœr Lúðvígs^oo lögg. skjalaþýðandi í ensku og býzku. — Sírai SO’64 Það er eins og við manninn mælt, þegar kominn er 10. jan- úar liefjast útsölurnar og þá. er liægt að gera góð kaup. Það, sem kostaí5i mikinn pening i des- ember, kostar nú aðeins lítinn pening. Og ýmsir naga sig i hand- arbökin að hafa ekki geymt ýmis kaup þangað til allt lækkaði i verði. En þannig er það ár eftir ár og verður áfram. Útsölurnar eru alltaf mjög vinsælar, en þá leggja húsmæðurnar af stað méð stórar innkaupatöskur til þess að gera góð kaup og metast siðan um það, hver hefur gert þau hagkvæmust. Þá er gaman að lifa. Verst er samt þegar kuldinn er svo mikilí, að illmögulegt er að rápa búð úr búð, eins og hann var fyrsta dagihn. Vonandi batn- ar veðrið, svo liægt verði að sjnna þessari skemmtun í tóm- læti janúarmánaðarins. Engir réðrar enn. Ekkert heyrist enn um, að tek- izt hafi að leysa róðrarbannið,. en illt er til þess að vita ef þetta á að verða fastur líður í byrj- un hvers árs. Finnst ýmsum að vel hefði mátt liefja róðra upp á þá skilmála að leiðrétting feng- ist síðar í einhverri mynd. Það eitt er að minnsta kosti víst, að ekki verður við svo búið látið standa fram á sumar að bátar rói ekki. Minna er kannske um þetta rætt, en ástæða væri til vegna þess að enda þótt bátar rói ekki héðan, fæst fiskur keyptur af Suðurnesjum og enginn skort- ur liefur verið á honum enn. En cins og gefur að skilja er nú fiskur meira etinn en aðra mán- uði vegna þess að flestir éru orðnir fullsaddir á kjötátinu. Er gott, til þess að vita, að fiskkaup- menn, sem sjá bæjarbúum fyrir fiski, skuli vera svo forsjálir að treysta ekki á báta hofuðstaðar- ins í þessu efni. Götúr hreinsaðar. Einn lesandi bað mig að koma fyrir sig á framfæri i dálkinum aliugasemd, sem mér finnst ekki ný að vísu. Hánn segir að enn sé sá háttur hafður á, að þegar snjóplógar fari um götur ýti þeir jsnjónum upp í hryggi við gang- stéttir og’ sé t. d. á götuhornum illfært, einkum þar sem strætis- vaguar nema staðar. Þar sem klakahryggir myndast, er auðvelt. að beinbrjóta sig ef ekki er hÖfð öll gát á. Uhdan þessu hefur oft' áðuf verið kvartað, cn líklega er erfitt að koma í veg fyrir þetta, ef réttum aðferðum er beitt. Kem ég svo þessu á framfæri, eins og um var beðið. Heilabrot. Nýr þáttur, heilabrot ér hann nefndur, er hafinn i útvarpinu, Það er alítaf gott að heyrá eitt- livað nýtt og þáttur þessi gæti verið ágætur. I fyrsta skípti var liann léttmeti og í annað skiptið bar-heldur ekki á heinu nýju, þótt höíundur hans kynni að halda. ~ En ékki éf ástæða til þess að gagnrýna þáttinö, heldur þvert á móti. Hugmýndin er á- gæt. Það sein var éinkum að, var að of hratt. var lesið, alltof hratt til þess að luegt væri að skrifa niður. Þetta þarf að laga næst, i Það kostaé sjálfsagt erfiði að hafa I alltaf næga fjölbreythi í þættin- um, én það þarf til þess að hann yerði vinsæll. Ef þættinum er sýnd ræktarseini áf hendi þeirra, 1 er með fara, spái ég-höhúín löng- l um lífdögum, — kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.