Vísir - 13.02.1956, Qupperneq 1
12
bis.
46. árg.
37. tbl,
¥é!in7fariiist brotin á HoStgvör^tiheíði ©§
í 'gær .varð sviplegt flugslys
á Holtavöiðuheiði. Ungur Ak~
ureyringur, Sveinn Eiríkssen,
19 ára, var á leið suður í lít-
illi ilíigvél, bg spurðist ek-ki til
hans, fyrr en flugvél lians
fannst brotin utan vegarins í
námunda við sæluhúsið. og var
flugmaðurinn látinn, er að
var komið. Er flugvélin fannst
voru margar flugvélar farnar
að leita og margvíslegur við'-
búnaður annar til björgunar
hafinn.
Flugvélin lagði af stað frá
Akureyri kl. 10.32. Flugmað-
urinn, Sveinn Eiríksson, er son
ur Eiríks Guðmundssonar kjöt
iðnaðarmanns á Akureyri. —
Hafði Sveinn verið í Svifflug-
félagi Akureyrar frá unga
aldri, lærði svifflug, og tók
seinna próf í vélflugi. Lærði
hann í flugskólanum Þyt eins
og ýmsir fleiri Akureyringar.
Flugvélin, sem Sveinn flaug
í, er tvíþekja af svonefndri
Fleet Finch gerð, með einum
hreyfii og sæti fyrir tvo. Elds-
neyti hafði hann til þriggja
klukkustunda flugs. Áætlaði
hann að verða 2y2 klst. á leið-
inni til Rvíkur. Hann hafði
loftskeytatæki fyrir mjög
stutta öldulengd, en að því er
virðist hafa tækin bilað, því
að Sveinn hafði ekkert sam-
band við radioflugþjónustuna
á Akureyri, eftir að hann lagði
af stað.
Þegar flugvélin var akki
komin fram á þeim tíma, sem
hennar mátti vænta til Rvík-
IMI.
ur, ef allt væri með felldu, var
hafin athugun á því, hvort hún
hefði lent. á Blönduósi, Sauðár-
króki eða Stóra-Kroppi, en
flugvelli á þessum stöoum
hugðist Sveinn nota sem vara-
flugvélli, ef á þyrfti að haida.
Athugunin leiddi í íjös, að
hann hafði ekki lent á neinum
þessara staða.
Svo skjótt var brugðið við,
að neyðarleit var hafin á þeirri
stund, sem gera mátti ráð fyr-
ir að eldsneyti flugvélarinnar
hefði þorrið. Allar sirnastöðv-
ar voru hafðar opnar og flug-
vélar hófu leit. Símastöðvarn-
ar veittu mikla aðstoð, eihkum
Iirútafjarðarstöðin.
Meim í jeppa
fundu flugvélina.
Það voru menn í jeppa, sem
voru á ferð yfir heiðina, sem
fundu flugvélina, um fjögurra
metra vegarlengd frá veginum,
rétt hjá Sæluhúsinu. Náðu þeir
manninum út úr flugvélmni og
var hann mikið skaddaður og
tekinn að blána. Samkvæmt
úrskui'ði heþ’aðslæknisins á
Kleppjárnsreykjum, er kom
skömmu síðar á staðinn, mun
maðurinn hafa verið örendur,
er hann náðist út úr flugvél-
inni.
Helikopterflugvél fór frá
Keflavík með lækni og leiðsögu
menn súrefnistæki og hjúkr-
unargögn o. fl., en Björn Páls-
son fór í sinni flugvél með
flugbjörgunarmenn og lækni og
F.ramh. á 7. síÖii.
1955 versta árið í sögu um-
ferðarslysa í Bretlandi.
JVtvrri SZ68.00® Muamms hfflius
hana eða ineiddust.
Fleiri menn biðu bana á veg-
um Bretlands árið sem leið en
nokkurn ííma fyrr. Samkvæmt
bráðabigðaskýrslum, sem birt-
ar voru í vikunni sem leið, fór-
ust eða meiddust í umferðar-
slysum 267.903 manns, og ném-
ur aukningin frá 1954 12% af
hundraði.
Af þessum fjölda bið 5517
manns bana, 62.099 meiddust
svo alvarlega, að þeir voru
fluttir í sjúkrahús, en
200.287 meiddust Iítillega.
Þessar tölur eru hærri en fyr-
ir árið 1954, sem kallað er
„Svarta árið“ í sögu umferð-
arslysanna, eri þá fórust eða
meiddust 239.946 manns.
Að einu léyti horfir þó betur
1955 en 1954 — færri létu lífið
af völdum bifreiðarslýsa í fyrra
en hitt eS fyrra.
í desember biðu 721 bana af
völdum bifreiðarslysa, einum
færri en í desember 1954, sem
er enn versti máhuðÚrinn að
því er þetta snertir.
Miklum áhyggjum veldur, að
slysfarir jukust meðal * barna,
sem voru á reiðhjólum.
Loks er vakin athygli á eft-
irfarandi:
Frá því í ágúst 1954 þar til í
ágúst 1955 fjölgaði bifreiðum
á vegum landsins um 600.000.
Árið 1954 voru sett lög um
48 km. hámarkshraða d klst. :'og
gert að skyldu að ganga undir
ökupróf.
í stjórnarskrártillögum Nassers, forsætisráðher ra Egypta, er lagt til, að konur fái kosningar-
rétt og kjörgengi. Myndin hér að ofan er af kvennahópi sem hyllir Nasser fyrir þessar til-
lögur hans.
afli hjá bátuni fyrlr helgi.
Gamaiifeikur frum-
sýndur \ HafnarfirHi.
Leikfélag Hafnarfjarðar frum
sýnir annað kvöld í Bæjarbíó
,,kátbrosIeikinn“ „Stanz, aðal-
braut, stopp.“
Leikrit þetta er eftir ensk-
an höfund, Stafford Dickens,
og hefur verið sýnt áður hér
á landi undir nafninu „Köld
eru kvennaráð.“
Ragnar Jóhannesson skóla-
stjóri á Akranesi, hefur þýtt
leikinn. Leikstjóri er Karl Guð
mundsson.
Leikendur eru sex: Friðleif
ur Guðmundsson, Flosi Ólafs-
son, Elín Ingvarsdóttir, Sverr-
ir Guðmundsson, Kristbjörg
Kjeld og Höskuldur Skagfjörð.
HeBBendingar
verzla mikið.
Utanríkisviðskipti Hollend-
inga voru í algeru hámarki á
síðasta ári.
Útflutningur nam 10,2 mill-
jörðum gyUina, hafði aukizt um
milljarð frá síðasta ári, en
innflutningurinn vai' 12,2 mill-
jjarðar móti 10,9 árið 1954.
jÞrátt fyrir þetta var greiðslu-
i jöfnuður nær í jafnvægi. (Gyll-
ini er ca. 4,40 kr. ).
Allt að þriðjungi meiri afli en um
sama leyti í fyrra.
•fc Dr. Ewatt hefur verið end-
urkjörinn formaður þing-
flokks jafnaðarmanna á
sambandsþingi Ástralíu með
58 atkvæðum og háfði 30
atkv. fleiri en só, er næst
flest hlaut.
Framan af vikunni sem leið
voru ógæftir og' þar afleiðandi
lítil veiði bjá bátaflotanum, en
undir vikulokin batnaði \*eður og
glæddist aflinn þá til muna.
I sumum verstöðvanna er talið
að þessa síðustu daga hafi aflinn
verið allt að þriðjungi meiri en
um sama leyti í fyrra.
Hjá einstökum bátum hefur
aílinn komizt upp í 18 lestir á
bát.
Aki’anes.
Allgóður afli var hæði á föstu-
daginn og laugardaginn. Mun
heildaraflinn hafa verið sem
næst 200 lestir hvorn daginn á
20 báta, eða 10 lesta meðalafli á
bát. Lægsti bátarnir voru með 6
lestir, en þeir hæstu með 12—14
lestir.
Beykjavík.
Róið hefur verið alla síðustú
dagana og allir bátar, sem héðan
verða ^gerðir út í vetur byrjaðir
róðra, en þeir eru 8 eða 9 tals-
ins. í gær fengu þeir frá sex og
upp í þrettán lestir á bát. J-Iafþór
og Arnfirðingur voru með mest-
an afla 12 og 13 lestir. S.l. föstu-
dagskvöld fékk Arnfirðingur 15
lestir og er það mesti afli sem
Reykjavíkurbátur hefur landað
til þessa.
Keflavík.
Á föstudaginn var jöfn og góð
veiði hjá Keflavíkurbátum al-
mennt ög aflinn verið um 400
lestir hjá 40 bátum. BjörgVin var
þá hæstur með 18 lestir. Á laug-
ardaginn var veiðin eitthvað treg
ari. Nokkrir voru með 5—8 lestir
en nokkrir með frá 9 og upp í 14
lestir. Kristján frá Ólafsfirði var
þá hæstur.
Á laugarclagskvöldið var ekki
róið í Keflavík fremur en úr
ýmsum öðrum verstöðvanna, en
í dag eru bátar hvarvetna á sjó.
Sandgerði.
Á föstudaginn og laugardag-
inn var ágætis veiði, frá 7 og
upp í 17 lestir og var Muninn II,
hæstur i fyrradag.
Grindavík.
Á laugardaginn x'éru 18 bátar
og öfluðu 219 lestir, miðað vif
slægðan fisk, og var Guðjón Ein
arsson þá með mesta veiði, 16
lestir.
í gær veiddust 210 lestir á
sama bátafjölda, Gunnar frá Ak-
ui'eyri var þá hæstur með 14.2
lestir, Hrafn Sveinbjarnarson
með 13.5, Víðir 13.4 og Hafrenn-
ingur 13 lestir. ,
manntjón
vegna kuldanna.
Hörkuvetrarveður er enn i
fiestum löndum álfunnar.
Sums staðar er mikil fann-
koma, en í sumum löndum hef
ur heldur dregið úr frostum.
í Júgóslavíu hafa mragir menn
farizt af völdum snjóflóða.
Tala þeirra, sem farist hafa
í vetrarhörkunum, skiptir nú
hundruðum. Á -
Máxiudaginxr l?. febrúar 1956