Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Vísir - 23.02.1956, Blaðsíða 4

Vísir - 23.02.1956, Blaðsíða 4
VÍSIR Fimmtudaginn 23. febrúar 1956. VXSXR ’?M n < b í r 1 DiGELAÐ Ritstjóri: Hersteinn Fálsson. Auglýsingastjóri: Kristjón Jónsscm. Skrifstoíur: Ingóifsstræti 3. ! AfgreiSsia: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) . Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.L Veritas&eftírRt? Stúdentafélag Reykjavikur hefur haft þann sið að efna öðru hverju til umræðufunda um ýmis mikilvæg málefni, sem efst eru á baugi hverju sinni. Hafa fundir þessir yfirleitt verið vel sóttir og oft verið til skilningsauka og fróðleiks. Fer vel á því, að stúdentar hafi forgöngu um slíkar umræður, því að á slíkum vettvangi má heita tr.yggt, að málin séu reifuð og rædd af skynsemi og drengskap. S.l. þriðjudag gekkst stjórn S.R. fyrir fundi, þar sem rætt var ynn, hvort unnt væri að halda verðlagi niðri með verðlags- eftirliti. Mál þetta varðar sannarlega allan almenning, enda hafa áður orðið talsverðar umræður um þetta í blöðum og annars staðar á opinberum vettvangi, og mál þetta hefur einnig gefið tilefni til stjórnmáladeilna, eins og alkunna er. Ýmsir hafa orðið til þess að láta það út úr sér opinberlega, að þeir teldu hag almennings bezt borgið með verðlagseftirliti, en þeir eru þó fleiri, sem betur fer, sem líta öðru vísi á það mál. Sanuleikuriim er sá, að „verðlagseftirlit“ er eí rauninni ekki amiað en fallegra orð yfir svartan markað, biðraðir og alls kyns brask, sem almenningur er löngu búinn að fá sig fullsaddan á. Á fundinum í fyrradag urðu ekk.i nema tveir menn til þess að mæla verðlagseftirlitinu bót, og var annar þeirra próf. Gylfi Þ. Gíslason, en hann er nú einn ákveðnasti talsmaður þessarar haftastefnu, eins og kunnugt er, og hefur hann einskis látið ófreistað til þess að vekja á sér athygli í Alþýðublaðinu og víðar um.þetta mál. Má segja, að próf. Gylfi sé of greindur maður og menntaður til þess að halda áfram að berja höfðinu við stein- inn í þessum efnum, en finnist honum það holl dægradvöl, .verður víst að hafa' það. ' Málflutningur próf. Gylfa á stúdentafundinum var prúð- mahnlegur, eins og vera ber um akademískan borgara, en þoku- henndur í meira lagi, og er stórfurða, hve honum er sýnt um að láta einfalda hluti verða erfiða og torskilda, en það er list út af fyrir sig, sem próf. Gylfi er meistari í, og er vafamál, að nokkur hagfræðingur landsins komist í hálfkvisti við hann í þessari iþrótt. Prófessorinn tók það að vísu fram, að hann hygðist ekki ræða málefni fundarins sem „íslenzk dægurmál, heídur fræðilega". og verður ekki annað sagt en að honum hafi tekizt það, því að svo „fræðilegt" var framsöguerindi hans, að hafðgreindir menn urðu að taka á öllu sálarþreki sínu til þess að sofna ekki, þar sem þeir sátu í sætum sínum. , Fyrirlestur próf. Gylfa hefði sjálfsagt þótt góður á fundi í hagfræðingafélagi, þ. e. a. s. ef um það er að tefla að hafa sem óaðgengilegast snið á því, sem fram er sett, en sumir telja slíkt fjarska vísindalegt. En mergurinn málsins hjá próf. Gylfa og þeim, sem aðhyllast kenningar hans, er sá, að „verðlags- .eftirlit sé jafn-eðlilegt og löggæzla og heilsugæzla". Er þetta hréssilega mælt, en fui'ðu óskynsamlegt, þegar þess er gætt, hvér viðhefm- slík ummæli. Próf. Ólafur Björnsson, annar frummælandi stúdentafund- 'ariris, leiddi að því gild rök,.að í skjóli hafta og eftirlits, þró- aoist svartur markaður og grár, biðraðir yrðu daglegur við- burður, og væri þetta ófögnuðúi', sem fáir myndu sækjast eftir. ..Úrræði“ Gylfa prófessors væru því spor aftur á bak, í stað þess að benda á einhverjar nýjar og haldbetri leiðir til þess að ráða fram úr dýrtiðarmálunum, sem vissulega. eru eitt al- varlegast viðfangsefni þjóðfélagsins. , Verðlagseftirlit er stundum nauðsynlegí, en aðeiris á óvenju- Jegum, „ónormölum“ tímum, eins og annar ræðumaður á þessum fundi, Birgir Kjaran hagfræðingur, benti á. Verðlags- eftirlit getur átt rétt á sér, þegar um vöruskort er að ræða, cn þær forsendur eru ekki fyrír hendi á íslandi í dag, og þess vegna væri verðlagseftirlit skaðlegt. Fólk leitar þangað sem varan er ódýrust, og er þetta gamalkunn regla, sem enn er í íullu gildi, og er þá að sjálfsögðu miðað við, að -framboð sé. nægilegt af vörunni. Öll munum við hafta- og verðlagseftirlitstímabilið fram til 3951, þegar biðraðir voru orðnar fastur dráttur í ásjónu bæj- ai'iris. Bakdyraverzlun stóð með miklum blóma, svartamark- aðsbraskarar söfnuðu fé, en allur almenningur varð að súpa af þessu seyðið. Væri „hollráðum" próf. Gylfa Þ. Gíslasonar fylgt, myndi þetta ástand skapast á nýjan leik, en hver óskar Cftii' því? IVióðurmálsþáttur. Ýmsir, einkum unglingar, eru farnir að temja sér að segja, er þeir kveðja: Sjáiunst aftur, sjá- umst eða eg sé þig. Fyrirmynd- in er erlend, kveðjur í líkingu við þessa tíðkast í ýmsum mál- um: pá gensyn á dönsku, auf Wiedersehen á þýzku, au revoir á írönsku, og í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna takast þessi kveðja: I’U see you again eða í’ll be seeing you og merkja öll þessi erlendu kveðjuorð það sama, sjáumst aftur. En þó að margar þjóðir noti slík kveðjuorð, er engin ástæða fyrir okkur að apa það eftir. Þessi kveðjuorð verða lágkúraleg í íslenzku, a. m. k. ef við berum þau saman við okkar gömlu ágætu kveðjuorð, og ber tvímælalaust að hafna þeim. ís- lenzku kveðjuorðin eru hógvær, laus við alla léttúð og um leið allt smjaður og tilfinningasemi, hafa yfir sér misjafnlega kunn- uglegan blæ, en eru öll vingjarn- leg Orðin komdu sæll, vertu sæll, komdu sæll og blessaður, vertu sæll og blessaður eru þann- ig, að óþarft er að fá neitt að láni i staðinn fyrir þau. Eg bið að heilsa l>ér, segja sumir, er þeir kveðja. Það er ekki góður siður, þvi að rangt er farið með sögnina að heilsa ein- hverjum. Við biðjum aðeins að heilsa fjarstöddu fólki. biðjum aðra að heiisa þvi fyrir okkur, ■ bera þvi kveðjur okkar. Jón gamli Mýrdal lét Vigfús á Hala jafnan segja bless, þegar hann kvaddi fólk, og átti það að sýna kjánalegt málfar hans. Nú eiga harla margir Islendingar orðið sammerkt með Vigfúsi á Hala í þessu, og verður þvi sjálf- sagt ekki breytt hér eftir. En ekki sakar, þó að við vitum, hverjum augum íslendingar litu þetta algenga kveðjuorð fyrir hálfri öld. - Danska þakkarorðið takk hef- ur aldrei verið fallegt í xslenzku, þó að margir noti það, bæði vegna þess, hve stutt það er og V ViSUR einnig af gömlum vana. Takk er skroppið af vörum fólks, áður en það veit af. íslénzku þákkai'- orðin eru þessi: Þakka, þakka fyrir, þakka kærlega fjTtr, kær- ar þakkir, þökk, þökk fyrir. Eru þau tvímælalaust íallegri en hið danska takk, fallegra að segja þakka fyrh' en takk fyrlr, og þarf enginn að blygðast sín fyr- ir að nota þessi íslenzku þakkar- orð. Sumir segja þakk fyrir, og er það stytting úr þakka fyrir. Er það eins konar málamiðlun milli takk og sagnarinnar að þakka. Virðist sumum þessi stytting óþörf, en hún er að minnsta kosti meinlaus. Ekki er liægt að gera ráð fyrir, að hinu danska „takki" verði úti'ýmt úr málinu. En þvi íleiri, sem nota íslenzku þakkarorðin, því betra, af þeirri einföldu ástæðu, að þau eru fallegri. Nú virðist það eigi þykja kurt- eisi lengur að tala um, að fólk hafi íataskipti, skipti um föt, heldur er oftast sagt, að það klæði sig um. Þetta er hrein danska, klæde slg om, og þykir á því máli hvorki kurteislegra né ókurteisislegra en það, sem á íslenzku heitir að skipta imi föt, hafa fatasklpti, VirðLst eng- inn fegurðaauki að þessari dönskuslettu hér úti á íslandi og þvá ástæðulaust að halda henni við lýði. fdWVSAOOAAMWVWWVVVkValV BEZT AÐ AUGLÝSAIVISI JCaupt fuif 0gj» Jfur K U N N R Enn verður hafipn nýr þátt- ur hér í blaðinu, sem nefndur verður Vísur vikunnar. Undir þann þátt fjalla þær vísur, eða ljóð, sem ort kuima að vérða um viðbui'ði dagsins, jafnvel rifjuð 'Upþ göniul Ijóð, éf þau éiga við atburði líðandi sturidar, og hafa hvergi heyrzt né birzt áður. Nýlega voru birtar í bíöðun- um greinar og ritgerðir um þýzka skáldið Heinrich Heine, af tilefni hmidrað ára dánár- afmælis hans. Ef til vill væri ekki úr vegi að birta hér, a£ tilefni þessa, Heine-stælingu, sem gerð var fyrir allmörgum árum. Höfundur var staddur uppi í Mývatnssvéit,, skammt' frá Garði, sem hin alkurina Þura er kennd við. Stóð þá svo á, að bóndinn i Garði var, að temja hross úti á túni. Höfund- ur lá á vatxisbakkanum í roða kvöldsólarirxnar. Að öðru leyti þarf Ijóðið ekki skýringar við, en það þætti ef til.vill gott, „ef það hefðí aldur. Jónesar Hall- grímssonar“. I grasinu ligg ég á grúfu gott er á þessum stað. í suðurátt sé ég þufu Sellandafjal! mun bað. í brekkunní bullar spræna, en bleikjan og urriðúan bæra \i5 bakkann græna blikfagra uggann sinn, Og norður £ Námaskarði ber náttsólín rauðleítan glans. Hún brosir að Björgvin í Garði og brúnu merinni hans. KIÍs. Það er einkennilcgt hve göt- urnar í bænura cru einstaklega sóðalegar um þessar mundir. Undir eins og snjóinn tók upp, vegna hlýindanna urðu göturn- ar aurugar og jafnvel imið- bænurn er aurleðja á steinlögð- um gangstéttunum, svo illfært er milli húsa. Hvað þessu veldur er ekki gott að segja, en nú er vist minna borið af sandi á götur í hálku, svo ekki stafar það af því. En af hverju sem aurleðjan stafar, þyrfti að þvo göturnar i miðbænum. Einhver tæki hljóta að vera til, sem sprauta má vatni með á gangstéttirnar, og jafnvel göturnar sjálfar, svo hægt sé a5 ganga á milli húsanna á auðum götum, án þess að hafa sérstak- an fótaútbúnað. Hreinar gangstéttir. Það ér auðvitað aðalatríðið. að gangstéttunum sé haldið hrein- um, en kannske varla tími til þéss nú, þar sem gera má ráð fyrir að bráðlega snjói aftur, og ef til vill varasamt að sprauta á þær vatni, ef svo frysti um nótt- ina. Þetta verður allt að taka með ,i reikninginn. En þegar líður að vori og ætla má að seinustu frostdagarnir á vetrinum séu liðn ir væri þetta athugandi. Það hafði maður nokkur orð á þvi við xnig i gær, að götur og gang- stéttir væru með óþriílegasta inóti þcssa dagana, og svo þcgar ég átti sjálfur leið niður i mið- bæinn gat ég sannreynt að svo var. Varla verður hægt að ætl- ast til að allar götur séu lireins- aðar jafnvandlega, enda til- gangslítið, cn malbikuðum götum miðbæjarins og steinlögðum gangstéttum er hægt að lialda nokkurn veginn hreinum. Nýjar vélar. Nú mun vera i ráði að kaupa til bæjarins nýjar vélar til þess að annast lireinlætið, og ber að fagna því. Aftur á móti, þótt hér sé spjallað uni aurleðjuna sein- ustu daga, skal það metið, sem vel er gert, þvi yfirleitt mun mega segja, að götuhreinsunin hafi verið liér i bezta lagi, þeg- ar miðað er við hvers konar tæki hafa verið til þess höfð. Sjaldan sést hér rusl á götum deginum lengur, að minnsta kosti ekki i miðbænum,, enda menn í förum allan daginn að þrifa til. Allir kannast við mennina með liand- kerrurnar, sem fara eftir götun- um og liirða bréfsnepla ög ann- að rusl, sem fokið getur, En.til þess að ná aurleðjunni af gptun- um þarf að sprauta þær, og sið- ari sópa vatni og aur i göturæs- in. — kr. Bergmúl. 'Vyvwwvwwwwvw\iwvwu, »0 MAfiGt A &AMA8TÁ» Skemmtikraftar Félög, starfshópar! Útvega skemmtíkrafta á árshátíðir og sam- komur. Uppl. í síma 6248. Pétur PéturssoDu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 46. tölublað (23.02.1956)
https://timarit.is/issue/83203

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

46. tölublað (23.02.1956)

Aðgerðir: