Vísir - 09.04.1956, Qupperneq 4
VtSER
Mátuidaginn 8. apríl 195®
♦ HoHnsta og
Hvers vegna fremja
Lundunabúar sjálfsmorl?
Merkileg skýrsla ensks læknis.
T Enskur læknir, dr. Peter
Sainsbury, hefir samið bækling
sjálfsmorð í London, sem
vakið hefir allmikla athygli.
Þegar þeir raunalegu. atburð-
ir gerast, að einmana kona í
Bloomsbury-hverfi deyr eftir
að hafa tekið of stóran skammt
af svefnlyfjum, eða ung og rík
landeyða í glæsilegri íbúð í
Mayfair fleygir sér út um
glugga, liggja til þess svipuð
rök, segir dr. Sainsbury. Það
eru ekki úrræði þessa fólks til
að losna úr óbærilegum, per-
sónulégum aðstæðum, sem
knýja það til þess að svipta sig
lífi, heldur umhverfið, borgin
sjálf.
Dr. Peter Sainsbury hefir
rannsakað sjálfsmorð í öllum
28, hverfum Lundúnaborgar og
City. Hann hefir rannsakað
þessi mál í Chelsea, þar sem
listamenn hafast einkum við, í
ferðamannahverfinu St. Pan-
■cras, læknahverfinu í St.
Marylebone og innflytjenda-
hverfinu Soho.
„Það er afskiptaleysi og fá-
læti stórborgarinnar og áhrif
hennar í þá átt, að mönnum
finnst þeir vera einstæðingar
og einkis virði^ sem mestan
þátt á í sjálfsmorðunum,“ segh-
hinn enski læknir.
Rannsóknir Sainsburys ná
yfir þrjú tímabil, 1919—23,
1929—33 og 1940—44. Á fyrstu
fimmtán árum ævinnar eru
sjálfsmorð sjaldgæf. Helmingi
fleiri karlar en konur fyrirfara
sér í London. Það vekur nokkra
furðu, að sjálfsmorðatalan i
fátækrahverfunum var miklu
lægri en búizt hafði verið við.
Ekki var unnt að rekja sjálfs-
morð til þeirrar ástæðu,að menn
byggju við ónógan og illan
húsakost, þvert á móti var
sjálfsmorðatalan miklu hærri
hjá þeim, sem voru einbúar.
Dr. Sainsbury þykist sanna,
að „fátækt frá fæðingu og
sjálfsmorð útiloki hvort ann-
að“. Blaðið „Spectator" sagði í
því sambandi heldur þurrlega:
„Eina vonin til þess að lækka
sjálfsmorðatöluna í London er
að losa alla við peningana og
láta þá búa í fátækrahverfum,
og það er þetta sem hvor um
sig hinna stóru stjórnmála-
flokka okkar segir að hinn sé
að gera.“
Óhehnift að taka homhimnu
ur
maiuti?
iJtn þvíiti et' deiít í ítöSsisse/m
hlSSm'nt.
Miklai' deilur hafa blossað
xipp í ítölskum dagblöðum,
hvort afnema beri lagaákvæðið
um, að ekki megi gera neins
konar aðgerðir eða holskurði á
líki eða greftra það innan 24
stunda frá andláíinu.
Lagaákvæði þetta var á sín-
um tíma sett til þess að koma
í veg fyrir, að menn verði
kviksettir. Blaðadeilurnar hóf-
ust eftir að tvö blind börn
höfðu fengið hornhimnur úr
presti, Don Gnocchi að nafni.
Don Gnocchi, sem kallaður
var „Litli dýrlingurinn“, hafði
komið upp og staðið fyrir
heimili fyrir blind börn og aðra,
sem misst höfðu sjónina vegna
handsprengna, sem skildar
höfðu verið eftir í styrjaldar-
lok. Don Gnocchi hafði mælt
svo fyrir í erðaskrá sinni, að
taka skyldi úr sér hornhimnur
augnanna að sér i.átnum og láta
þær í tvo skjólstæðinga sinna.
Þessi skurðaðgerð var gerð
innan 4—5 stunda frá láti hans,
annars verið ónýt, og svo virð-
ist, sem börnin, sem fengu
liimnurnar, fái aftur sjónina.
Nú hefur það komið á daginn,
að svipuð brot gegn „24 stunda
reglunni“ séu næsta tíð á Ítalíu,
og lögreglumenn þeir, sem eiga
að gæta þess að reglan sé ekki
brotin í stóru sjúkrahúsunum,
látast oft ekki sjá þetta, en
læknar kalla þetta þar að
„stela augum“.
í blaðadeilunum kemur það
sjónarmið fram, að ákvæðið sé
úrelt, þar sem læknar geti nú
örugglega gengið úr skugga um,
að ekki leynist líf með þeim,
sem talinn er látinn. í fram-
haldi af því hafa svo komið
fram kröfur um sérstakan
„augnabanka“, svipað og nú er
um „blóðbanka“. Gert er ráð
fyrir, að mál þetta komi fyrir
ítalska þingið innan skamms.
Berklar ekki úr
sögunni í Noregi.
Það er rangt, að berklaveik-
in í Noregi sé úr sögunni, segir
Gudmund Harlem félagsmála-
ráðherra Norðmanna.
Harlern ráðherra skýrði frá
því á Stórþingsfundi fyrir
skemmstu, að enda þótt dánar-
talan af völdum berkla fari
lækkandi, muni ríkisstjórnin
áfram beita sér fyrir byggingu
nýrra rannsóknastöðva, sjúkra-
húsa og hressingarhæla. Sagði
ráð herrann ennfremur, að bú-
ast mætti við að í tíð núlifandi
manna muni baráttunni gegn
berklaveiki verða lokið með
fullum sigri.
Hjartsláttur var hættur
fyrir fimm mínútum.
Samt var sjúklingurinn lífga&isr við.
Fusco yfirlæknii' á Whité
Cross-sjúkrahúsi í Columbus,
Ohio, hefur skýrt frá því, að
sjúklingur þar, frú Susie
Johnson, 24 ára, hafi verið end-
urlífguð um fimm mínútum
eftir að andardráttur hennar
stöðvaðist og hjartslátturinn.
Það, sem gerzt hafði, var, að
bólga hafði hlaupið í hálslíf-
æðina, sem þrútnaði unz hún
varð á stærð við appelsínu.
Þegar konunni var ekið inn í
akurðarstofuna gat hún vart
náð andanum, og rétt á eftir
stöðvaðist andardrátturinn.
Fusco læknir skar gegnum
lífæðina og opnaði þannig fyr-
ir blóðrennslið. í þessum svif-
um hætti hjartað einnig að
slá, og í fimm mínútur gátu
læknarnir ekki orðið varir þess,
að það bærði neitt á sér. Var
nú dælt súrefni í lungu sjúkl-
ingsin^ reynt að koma andar-
drættinum af stað, og samtím-
is var allt blóð sjúklingsins
endurnýjað.
Það var sem kraftaverk
gerðist. Hjartað fór að bæra á
sér og sjúklingurinn fór að
draga andann.
En frú Johnson varð fyrir
nokkurri lömun öðrum megin,
vegna þess að blóðrennslið til
heilans og stöðvaðist, er hálslíf-
æðin var opnuð.
M$mmejhser tis'lntp
LítiH drettpr, sem vari fyrir
slysi, mun sofa afla ævi
f borginni Hamilton í On-
taríó í Kanada hefir 10 ára
drengur Iegið meðvitundarlaus
í rúmi sínu í einu sjúkrahúsi
borgarinnar, síðan er hann varð
fyrir bifreiðarslysi fyrir einu
misseri.
Allar líkur benda til, að hann
muni sofa þannig ævina á enda.
Faðir hans beið bana í slysinu
og móðir hans slasaðist svo illa,
að eigi er nema skammt síðan
hún kom heím úr súkrahúsinu.
Eigi var henni sagt, meðan
hún var þyngst haldin, hversu
horfði um son hennar en er
læknar sögðu henni loks hver
örlög hans myndu að lík-
indum verða verða, að vakna
eigi til meðvitundar aftur, en
sofa ævina á enda, ef til vili
50—60 ár — grét hún lengi og
beisklega sem vonlegt var.
Læknar eru þeirrar skoðunar,
að hann hafi ekkert hugboð um.
það, sem fram fer kringum
hann. Nær aldrei hefir heyrzt
hljóð frá drengnum, Michael
Oates, en þó grætur hann oít.
Hjúkrunarkona hans segir, að
aðeins einu sinni hafi hún heyrt
hljóð frá honum en það var
þegar móðir hans fékk að koma
að rúmi hans íveimur mánuð-
um eftir að slysið varð.
„Hann horfði á hana í nokkr-
ar mínútur og svo fylltust augu.
hans tárum. Hann grét sáran í
um það bil minútu, stundi svo
þungan og rétti fram aðra hönd!
sína til móður sinnar.“ !
A. m. k. þá hefir drengurinn
vitað hvað fram fór í kringuna
hann.
í ensku kirkjunni í Hamilton:
hefir verið beðið fyrir drengn-
um og samskota hefir verið leit-
að meðal borgarbúa til þess að
hjálpa móðurinni.
Mmhim&h é r
kuldaskór kvenna,
margar gerðir.
‘íERZL
Hallgrímar Láðvígsson
lögg. skjalaþýðandi í ensku
og þýEku. — Sími 80184.
Kaupl ísL
frímerk*.
S. ÞOKMAE
Spitalastíg 7
(eit?7 kJL 5)
BEZT AB AUGLYS AIVISI
1» {%
MABGf A SAMjfSTA$
að óska þess nú, að ekki hefði
orðið endurtekningar á því, að
hann kom heim reiður og grát-
•andi og skellti alldri skuldinni á
gamla pabba sinn, segði að ekki
væri hann í sjón eins og aðrir
íeður, sitt útlit færi líka eftir
því. Þessi leiðu orð, er strákarn-
ir höfðu barið inn í hann, ollu
lionum, fulltíða manninum, enn
í dag sársauka.
Eitt sinn svaraði faðir hans
loks þessari óverðskulduðu árás
og þá var rómur hans hastur.
Nikulás hrökk við er hann heyrði
raddbreytinguna. Átti faðir hans
þennan málróm til?
„Því leyfir þú þér að láta
svona, drengur," sagði hann. „At-
hugaðu þinn eigin gang. Brátt
verður þú ábyrgur einstæðing-
lir. Láttu ekki þér minni menn
Arufla dómgreind þína. Ytra
gerfi þeirra er að láni alveg
eins og þitt, svo þeir hafa ekki
af neinu að státa. Reyndu að
nota þér, það sem þér er gefið,
þá muntu sanna að þú átt þína
köllun eins og þeir.“
Þetta hafði faðir hans sagt og
Nikulási fannst það eins og löðr-
ungur, ekki þó gefinn af illum
huga heldur útilátinn til vakn-
ingar á því, sem í honum sjálf-
um bjó. Ævinlega myndi hann
muna það, hvernig hann starði
á föður sinn, þögull með sting
í hjarta yfir sinni eigin fram-
komu. Enn á ný kunni hann vel
við þetta gamalkunna andlit. Sú
eina ást, sem hann átti til var
helguð því.
Og allt í einu fann Nikulás sig
! lausan undan valdi þeirra, sem
höfðu beitt liann særandi orð-
um. Hann sleppti ekki orðum
föður síns úr huganum og smátt
vaknaði hjá honum ró og sjálfs-
traust. Kennarinn gaf honum
góðan vitnisburð, taldi hann ið-
inn og samvizkusaman nemanda.
Um tíma gekk nú allt vel fyr-
ir Nikulási. í öllum sínum frí-
stundum frá skólanum, vann
hann á verkstæðinu með föður
sínum. Orð sti'ákanna reyndi
hann að útiloka úr huga sinum.
Öll þeirra orð voru á þeirra á-
byrgð, tilheyrðu þeim, en ekki
honum. Verst gekk þó Nikulási
að gleyma seinustu kekrksni
þeirra, er þeir létu það dynja á
honum, að ekki óprýddi það þá.
feðgana, þegar hún Þvotta-Sigga
héldi sig hjá þeim.
Að þeim tíma hafði Nikulás
aldrei séð neitt ljótt við Sigríði.
En eftir marg-upptuggið nagg
strákanna, tók hann að athuga
útlit hennar og gera samanburð
á henni og öðrum stúlkum. Nið-
urstaðan var engan vegin þægi-
leg. Við þá athugun fannst hon-
um Sigríður allra kvenna ljót-
ust og engri stúlku lík. Að þessu
athuguðu varð Nikulás óánægð-
ari með sjálfum sér. Þetta var
nýr þáttur í hugsanalífi hans,
aldrei fyrr hafði hann hugsað
þannig um fólk. Fram að þess-
um tima var það sjálfsagt og
eðlilegt, að fólk væri sitt með
hverju móti, menn urðu þó að
þekkjast að. Nikulás stóð þarna
á verkstæði föður síns og velti
þessu fyrir sér. Honum var það
heldur ekki ljóst, hvað langt
var síðan hann fékk þá hug-
mynd, að Þóra í Jaðri væri allra
kvenna fegurst. 1 huga hans var
hún engill og verndari. Aldrei
höfðu strákarnir þorað neitt við
hann, þegar Þóra var nálægt þó
hún væri á aldur við þá, var hún
mikið stærri og þroskaðri en þeir
og hún var björt yfirlitum og
bláeygð. Hún minnti á heiðan
himin og bjartan og hlýjan
sumardag. Nikulás hafði drukk-
ið orð Þóru í sig, er húri tók
svari hans, og strákarnir, þessir
þorparar, tóku tillit til orða
hennar og urðu sneyptir á svip-
inn. — Og án þess að hann gæti
sjálfur við það ráðið, skynbar
hann allt í einu, að Þóra í Jaðri
myndi verða eitthvað fyrir hann
í framtíðinni. Þetta var nýtt fyr-
irbræri, það knúði barnshjarta
hans til að berjast í meiri ákafa
en hann hafði áður vitað dæmi
til. Enn í dag mundi Nikulás
þessa stund. Sennilega mýndi
hún verða honum alla ævi örlít*
Framh. á 9. síðu. ,
I -IttNtf