Vísir - 09.04.1956, Side 10
10
VÍSIR
Mánudaginn 9. apríl 1956
30
áAtarinnar
Hún ók mjög greiðlega og hnyklaði brúnirnar. Hún var und-
arlegt sambland barnaskapar og slægvizku, hugsaði ég. Af eðlis-
ávísun hafði hún gizkað á áhuga minn fyrir Mark, og það gerði
henniórótt innan brjósts. Sennilega sagði hún við .sjálfa sig,
að hún ætti ekki að ímynda sér neitt, en kvíðinn vildi ekki
hverfa. Karlmenn geta gert gys að eðlisávísun kvenfólksins, en
þó getur hún verið ótrúlga nákvæm og skörp. Án nokkurra
raka og nokkurrar ástæðu, sem hún gæti nefnt nafni, hafði hún
skilið, að ég gæti orðið áformum hennar hættuleg.
Litli bíllinn ók upp langa, bratta brekku, og allt í einu greip
ég andann á lofti. Þarna var sjórinn grænblár og hvítir báru-
faldar — alveg eins og hann stóð mér fyrir hugskotssjónum.
Ég horfði niður í mjóa víkina og óreglulega þyrping grásteins-
kofann, sá glæsilegt smíðajárnshliðið við ,,Kastalann“, og skóg-
inn þar sem við Mark höfðum leikið okkur sem börn og elsk-
endur átt stefnumót. Til hægri bylgjaðist heiðin grágræn út að
sjónhring, — aðeins rofin af Treyarnion-námunni í fjarska.
Við þutum niður bratta brekkuna til þorpsins og á ný fannst
mér ég vera afturganga. Ekkert hafði breytzt. Þess vegna gátu
sex undanfarin ár aldrei verið til. Ekkert? Ein breyting var
þar á. Með samanherptum augum starði ég á kofann, þar sem
ég hafði átt heima með pabba. Það var komið nýtt þak á hann
og veggirnir voru hvítkalkaðir. Þar sem við pabbi höfðum erfið-
að við ræktun kartaflna og rósakáls og salats til torgsölu, var
búið að gera fagran blómagarð. Nú Ijómuðu þar litglaðir túli-
panar, gleym-mér-ei-ar og fleiri fögur blóm.
„Hver á heima þarna?“
„Hvar?“
„í kofanum með fallega garðinum."
„Ó, þarna.“ Hún roðnaði. „Þetta er eitt af undarlegum uppá-
tækjum Marks. Kofinn tilheyrði andstyggilegum gömlum
manni, alræmdum ættingja Treyarnion-anna. Þegar hann dó
keypti Mark hann. Enginn býr þar, en Mark fer oft þangað um
helgar, þegar hann hefur lent í rifrildi við Lewis frænda.
Blómin eru einn þáttur í áformum Marks til þess að bæta kjör
námamannanna.“
„Nú?"
„Sumar stúlkurnar og eiginkonurnar vinna j garðinum, og
blómin eru svo send til Covent Garden. Ég held, að þetta sé
arðbært fyrirtæki, en Mark skiptir ágóðanum. Hann fær fjarska
undariegar hugmyndir,“ mælti hún í hæðnislegum tón. „Þá
sér Lewis frændi auðvitað rautt. Hann er nízkur að eðlisfari, og
honum finnst Mark óskapleg eyðslukló. Þeir rífast sýknt og
heilagt um endurbætur þær, sem Mark ætlar að koma í fram-
kvæmd ‘og kofa námamannanna."
„Þér talið, eins og þér væruð sammála herra Treyarnion.“
„Já, Kvaða vit er í að græða fé á námu til þess að henda því
í baðherbergi og rafmagnsljós lianda fólki, sem aldrei hefur
vahizt slik‘u?“
„Það rnynduð þér ekki segja, ef þér hefðuð einhvern tíma átt
heima í-býsi með olíulömpum og án baðherbergis og salernis.“
„Eh það gegnir þó öðru máli um okkur!“ sagði hún af steigur-
læti, án þess að gera sér það ljóst. „Okkur myndi líða hræðilega
við frumstæð skilyrði, en þetta fólk hefur aldrei kynnzt neinu
£ R SumuqkA
betra. Og það er ekki til þakklæti hjá því. Það gerir ekki annað
en efna til uppsteits.“
Aftur gladdist ég yfir því, að gríma mín kom ekki upp um
hugsanir mínar. Fyrirlitningin í rödd hennar, þegar hún sagði
„þetta fólk“, hafði sært mig djúpt, Faðir Marks hafði litið á
mig sem lítilmótlega persónu, eins og „þetta fólk“. Það var það,
ekki síður en ættarstríðið milli hans og föður míns, sem hafði
knúið hann til æðislegrar mótspyrnu gegn því, að Mark fengi
að kvænast mér.
„Það er kjánalegt að espa Mark til þess að bjóða föður sínum
byrginn," sagði Iris í sjálfsvörn, eins og hún hefði skilið þögla
gagnrýni mína. „Mark hefur ekki hundsvit á peningum.“
„En það hafið þér?“
„Auðvitað. Hafa konur ekki alltaf vit á peningum? Þær
verða blátt áfram að hafa það,“ svaraði hún með þessum verald-
arvana svip, sem fór svo illa við barnalegt útlit hennar.
„Felicity frænka hefði áreiðanlega ekki gifzt Lewis frænda, ef
hann hefði ekki verið ríkur. Mér þykir afskaplega vænt um
Mark, en ég er ekki sá hræsnari að segja, að hálmþakinn kofi
myndi vera mér að skapi. Þess vegna reyni ég að miðla málum
milli Marks og Lewis frænda.“
„Ég skil,“ sagði ég rólgea.
Hvað vissi hún um ást? hugsaði ég með fyrirlitningu. Höfð-
um við Mark verið að velta fyrir okkur, hvernig og hvar við
ættum að draga fram lífið þegar við flýðum endur fyrir löngu?
Okkur höfðu ekki dottið peningar í hug. Það eina, sem máli
skipti fyrir okkur var þráin eftir því að geta verið saman.
Við höfðum verið sannfærð um, að saman gætum við tekið
hverju sem að höndum bæri.
„Jæja, þá erum við komin! Húsið er hræðilegt að utan, en það
er mjög vistlegt inni. Móðir Marks var mjög smekkvís, og
sumt af húsmununum er mjög verðmætt," sagði Iris ánægð.
Hún nam staðar fyrir framan marmaraþrep, sem lágu upp að
fögrum súlnagöngum. Ég sté hálf-íerkuð út úr bílnum og fannst
eins og mig væri að dreyma. Það var svo undarlegt, eftir öll
þessi ár, að vera komin inn fyrir hliðið og á hið forboðna
svæði. Aldrei hafði ég komizt svo nálægt „Kastalanum“. Þegar
ég hafði horft á hann frá þjóðveginum fyrir utan hliðið, hafði
mér fundizt hann svo gífurlega stór. Og þegar ég var barn hafði
hann í vitund minni verið höllin í öllum ævintýrunum. Mér
til mikillar undrunar fannst mér hann enn jafn-stórkostlegur.
Stíllinn var fortízkulegur, ótrúlegur og sérlega smekklaus, en
á þeim fjörtíu árum, sem liðin voru frá byggingu hans, hafði
tíminn léð honum vii'ðuleik. Nú fannst manni einhvernveginn,
að þarna hlyti hann að hafa staðið á ásnum kynslóð eftir kyn-
slóð og ríkt yfir þorpinu. Turnar voru á hornum hússins, sem
minntu á miðaldir, alls ekki óviðfelldnir. Vínviður og vafnings-
rósir höfðu klifrað upp eftir veggjunum og með fram brautinni
upp að húsinu voru alparósir.
„Glæsilegt?“ spurði Iris og brosti kankvíslega. „Jú, ég sé,
að þér eruð það. En þér skuluð ekki verða dolfallin yfir þessu!
Þetta er allt hálfgerð gerfi-glæsimennska.“
Hreimurinn í rödd hennar fór aítur í taugarnar á mér. Ef
hún skoðaði ,,Kastalann“ sem framtíðarheimili sitt, ætti hún
ekki að setja sig upp á háan hest út af því?
Ég gekk á eftir henni upp breið þrepin, og mér var ljóst, að
þrátt fyrir eðlilega fegurð hennar og viðmót, myndi mér aldrei
geðjast að Iris Kilnean. Hún gekk á undan mér inn í stóran,
háreftan sal, og þar var nærri skuggsýnt inni eftir sólskinið úti
fyrir.
Þá var eins og ég fengi sting fyrir hjartað, því að hún hrópaði,
og nú var nýr hreimur í röddinni: „Mark. Þarna ertu þá. Hvar
hefur þú verið?"
11. KAFLI.
Sem snöggvast var allt eins og í þoku fyrir mér. Hjartað
barðist í brjósti mér, eins og það ætlaði að springa, og gólfið
virtist ætla að opnast undir fótum mér.
Þá kom hann fram ur skuggunum innst í forsalnum og ég sá
4
ktötdtökumi
Tvær ungar og laglegar
Kaupmannahafnarstúlkur, með
smekk fyrir vísindi og listir,
voru staddar á ferðalagi í
Aþenu. Þær stóðu uppi á Akro-
polis og voru að dást að um-
hverfi Aþenu, þegar þær
heyrðu kvenmannsrödd segja á
dönsku niðri á stígnum, sem
liggur upp á Akropolis:
— Nei, eg er búin að ségja
þér að eg steiki aldrei í öðru
en smjörlíki. Það er og verðuri
alltaf bezt.
Edwin Árnason,
Lindargötu 25.
Sími 3743.
Gangadreglar
nýkomnir, Verð frá kr.
90.00.
m* wm /p#i 'Cá&k
Æ ••• r •
Fisch’rsundi.
EEZT AÐ AUGLf5 ! VÍSI
' SkemmtikK tar
Féíög, starfshóparl
Otvega skemmti rafta
á árshátíðir og sam-
komur. UppL í síiaa
6248.
Pétur Pétuissoa.
TARZAN
2337
Það var farið að rökkva, er þeir
félagar allt í einu sáu undarlega sjón
fram undan.
Þeir sáu furðulegar hallir, sveip-
aðai' rökkri, og var þetta að sjá eins
og ævintýraborg.
— Þarna er það, hrópaði Steve frá
sér numinn. — En við skulum bíða
dögunar að fara þangað.
Nú gengu menn til náða, en Tarzaia
hélt vörð og hugleiddi, hvað ffars»
undan kynni að verða.