Vísir


Vísir - 09.04.1956, Qupperneq 12

Vísir - 09.04.1956, Qupperneq 12
Þeir, sem gerast kaupentlur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðiS ókeypis til mána'ðamóta. — Sími 1680. VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það f jöl- breytasta. — Hringið í sima 1660 og gerist áskrifendur. Mánudagmn 9. apríl 1956 Þeir vilfa leyfa fjöldai ö ar flnei m sp sig« eg iirásév óánæ ferðaáætlunina um- II Búlganin og Krúsév bafa gagnrýnt tilhögunina við komu þeirra til Bretlands í þessum mánuði. Vekur þessi gagnrýni undrun á Bretlandi og er tal- in kunna að hafa truflandi á- hrif. Gagnrýnin er látin koma fram í svörum við fyrirspurnum Tass-fréttástofunnar. Er eink- um kvartað yfir því, að ekki sé séð fyrir því, að þeir geti kynnst alþýðu manna. Þeir segjast telja mjög mikilvægar hinar fyrir- huguðu viðræður um heims- vandamálin, og játa að heim sóknin hafi verið framlengd um tvo daga, til þess að þeim þyrfti ekki að flaustra af, en ekki væri séð fyrir því, að þeir gætu heimsótt Wales og Skotland og fengið tækifæri til þess að kynn ast almenningi. Hefðu ýmsar tillögur brezku stjórnarinnar sjálfrar í því efni verði lagðar til hliðar. Séu þeir því til neyddir að álylcta, að enn séu öfl á Bretlandi, sem vinni g'egn slíkum, auknum kynnum. Gagnrýnin þykir furðuleg. Fregnirnar um þessa gagn- rýni bárust ekki í tæka tíð til þess að um hana væri unnt að fjalla í ritstjórnargreinum ár- degisblaðanna, en í síðustu út- gáfum þeirra segja fréttaritar- ar og stjórnmálafréttaritarar álit sitt. Fréttaritari Daily Tele- graph símar frá Moskvu, að greinargerð Malenkovs um heimsókn hans — en hann hafði vissulega tækifæri til að hitta menn víða um landið og kynn- ast þeim — muni hafa haft þau áhrif, að Búlganin og' Krúsév vilji nú fá tækifæri til þess að koma frám fyrir margmenni sem oftast, eins og á Indiandi. X Daily Mail segir, að erfitt muni reýnast að koma í veg fyrir, að Búlganin og Krúsév fari út fyrir þau vébönd, sem sett eru með heimsóknarregl- um. Daily Herald segir, að gagn rýnin sé eins furðuleg' og' hún sé truflaiídi. Allt hafi verið klapp- að og klárt varðandi tilhögun- ina á viðræðum um heims- vandamálin fyrir nokkrum vik um, og nú komi þeir Búlganin og Krúsév, að kalla á seinustu stundu, og óski breytinga. Daily Mail telur, auk þess sem að ofan var getið, að Eden muni ekki hvika frá þeirri ákvörð- un, að viðræðurnar um vanda- málin fari fram eins og ákveðið hefur verið. Útlagar munu fasta og bera sorgarbönd. Yfir 1000 útlagar frá Rúss- landi í Coventry, seni flýðu of- sóknir þar, hafa ákveðið að fasta hinn 18. apríl, og' bera svört bönd um annan hand- legginn meðan heimsóknin stendur, í mótmælaskyni geg'n henni. Félög útlaga frá Ukrainu og Póllandi taka og þátt í mót- mælum og í þessari viku verð- ur fundur haldinn að tilhlutan útlaga í Coventry og flýtur þar ræðu brezkur blaðamaður, sem hefur verið framarlega í flokki þeirra, sem mótmælt hafa heim sókninni. Trúarlegar ofsóknir. Rómversk-kaþóls'ki kardín- álinn í Westminster, dr. Griffin, hvatti stjórnina til þess í stól- ræðu í gær, að taka upp við hina rússnesku leiötoga, er þeir koma, hinar trúarlegu ofsókn- ir, sem menn eiga við að búa í löndum kommoúnista, og gera tilraun til að koma því til leið- ar, að þeim verði hætt. Utanríkisfliálin ti! Varðarfynd * I sutnur verðtir tn- n pttm snúi. mm í kvöld derður efnt íil íund- ar í landsmálaféiaginu Verði, og verður þar ræti um meðferð íslenzkra utanríkisináia. Framsóknarmenn hafa með aðstoð kommúnista o. fl. komið því svo fyrir, að meðal annars mun verða kosið um utanríkis- málin og öryggismál landsins í sumar, og er þess vegna nauð- synlegt, að menn geri sér grein fyrir því, hvernig um þessi mál hefur verið fjallað að undan- förnu. Þar er um sjálfstæðis- mái landsins að ræða öðrum þræði, og verður því hver mað- ur að taka afstöðu til þeirra, Það er einkennandi fyrir á- standið i heiminum, að ákvörð- um Alþingis um endurskoðun og uppsögn varnarsamningsins vekur hvergi gleði nema meðal kommúnista. Málshefjandi á Varðarfund- inum í kvöld verður Jóhann Hafstein alþingismaður, og hefst fundurinn kl. 8.30. Allir sjálfstæðismenn eru hvattir til að sækja fundinn til þess að kynnast þessum málum sem bezt. i 31! Fjórtán ára gamall pilíur, Oddvar Leira í Steinkeri í Þrændalögum, sem verið hefir lamaður á báðum fót- um frá bernsku, tiykir sýna fádæma þrautseigju. Nýlega tók hann þatt í skíðagöngu skólapilta, og notaði hækjur sínar fyrir skíðastafi. Áður hafði Odd- var unnið sundmerkið úr gulli. Grsínyk© hefír samijð Frá fréttaritara Vísis. Kaupm.höfn í nótt. Andrei Gromyko, aðstoðarut- anríkiaráðherra Sovétríkjanna hélt ræðu í stúdentafélaginu á laugardagskvöld. Viðstaddir voru sex hundruð stúdentar,. Gromyko sagði í ræðu sinni, að hann hefði sam- úð með íslendingum í frelsis- baráttu þeirra gegn samning- um, þar sem þeir standa ekki jafnt að vígi, og væri skerðing á sjálfstæði þeirra. Gromyko sagði enn fremur, að hlutleys- isstefna Svíþjóðar nyti fyllsta skilnings í Sovétríkjunum. efnir fi! 36 daga Ferðaskrifstofa rílsisins efnir til ferðalags til sex landa með viðdvöl í fegurstu og þýðingar- metsu sfcöðum í Ihverju landi. Farið verður með m.s. Gull- fossi til Leith og Kaupmanna- hafnar og' þaðan með langferða- bifreið um Þýzkaland, Sviss, Ítalíu og Frakkland. Frá París verður flogið til Reykjavíkur. Farið evrður um Skotland, Danmörku, Þýzkaland, Sviss, Ítalíu og Frakkland. — Ferðin stendur yfir í 38 daga. Verður lagt af stað héðan 1. maí og komið aftur 5. júní. Listsýningin opnuð a iaogarcMg. Danska listsýningin, sem hér er haldin vegna hehnsókn- ar dönsku . konungshjónanna, var sett með hátíðlegri atböfn á laugardaginn. Meðal fjölda viðstaddra voru forsetahjónin, ráðherrar, sendi- herrar og margir aðrir gestir. Flutti Bjarni Benediktsson menntamál aráðherra ávarp, en áð því búnu bað hairn sendi- herra Dana, frú Bokil Begtrup, að opna sýninguna. Hver vann Voðkswagen? í fyrradag var dregið í Skálatúns-happdrættinu, sem svo er nefnt. Dregið var um bifreið af Volkswagen-gerð, eg kom upp númer 56.769. — Bifreiðarinnar má vitja hjá Jóni Gunnlaugs- syni, fulltrúa í stjórnarráðinu. rg§|a metra djóplr skaffar á í gær ð§ hslauififerð stöðyuð. Frá fréttaritara Vísis Akureyri í morgun. Aftakaveður ger'ði um Eyja- fjörð og Þingeyjarsýslúr síðast- liðið laugardagskvöld með feyki legri fannkynngi og veðurhæð eftir því. Brast á iðulaus stórhrið um kvöldmatarleytið hér á Akur- eyri og úr því herti stöðugt á veðri og fannkomu fram á nótt. Hélzt hríðin fram eftir degi í gær, en tók úr því að slota. — Veðurhæðin mun hafa komizt upp í 10 vindstig. Fannfergi var svo mikið á Akureyri að umferð um göt- ur stöðvaðist með öllu og allt að 2ja metra háir skaflar mynd- uð'ust á g'ötum bæjarins. Urðu snjóýtur að ryðja burt snjóbeðj unum af götunum í gær áður en umferð gæti hafizt að nýju. Akureyringar, sem voru á skemmtun inni í Eyjafirði í gær komust ekki allir til baka sök- um hríðarinnar og' urðu að leita g'isting'ar á ýmsum bæjum með fram veginum. í Grímsey var aftakaveður og gífurlegur sjógangur, en hins vegar ekki mikil fannkoma. Bæði Vaðlaheiði og Fljóts- heiði eru ófærar bílum. Flug- ferðir til Akureyrar féllu riiður bæði í gær og fyrradag sökum hríðar og' veðurhæðar. Frost var ekki mikið, 4 stig í fyrrinótt og 6 stig í nótt. Tjón virðist ekki hafa orðið á mönnum eða skepnum, þar sem frétzt hefur til, enda spáði Veðurstofan fyrir um veðrið og aðvaraði fólk. Þak fýkur af húsi. í norðanve'ðrinu inikla á laugardagskvöidið og aðfara- nótt simnudagsins fauk þak af htisi að Akurgerði hér £ bænum. Lögreglunni var tilkynnt um að járnplötur væru byrjaðar að fjúka af húsinu nokkru eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags- Það undarleg'a skeði þó, að ins. Fóru lögreglumenn á stað- inni í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði festi ekki snjó og' gránaði naumast eða ekki í rót. Aftur á móti var iðulaus stór hríð um Þingeyjarsýslur og töldu sumir hríðina einhverja þá mestu, sem komið.hafi í fjöl- mörg ár og t. d. sagðist Sig- urður á Fosshóli ekki muna eft- ir öðru eins hríðarveðri. inn til aðstoðar, en þá munu flestallar þakplöturnar hafa verið foknar burtu. Um annað tjón hér í bænum er ekki vitað af völdum veðurs- ins nema hvað bátar slitnuðu upp í höfninni og slóust þar við bryggju. Gekk erfiðlega að festa þá aftur sökum hvass- viðris og sjógangs. Mörg helztn Möð Bretlands ræða ean í morgun ófriðarhætt- una í löndumim fyrir botni Miðjafðarhafs, sein þau teija niikla, og segir eitt þeirra, að ekki tjói að loka augunum fyr- ir heinii, eins og Bandaríkin geri. í blöðunum segir, að vegna samkomulagsíeysis milli vest- rænu þjóðanna séu þau sem lömuð, er þau þurfi þess á því að halda, að sameinast til átaka. Þá er þess krafist, að hverri þjóð, sem fyrir árás verður, sé heitið hernaðarlegri aðstoð í samræmi við Þríveldayfirlýs- inguna frá 1951, og enn stungið upp á, að alþjóðaherlið verði sent til gæzlu á landamærum Israels og Arabaríkjanna. — í fyrradag var sagt í einu blað- inu, að ef ófriður brytist út þar eystra myndu Bretar bíða meiri tjón, en ef hálf Lundúnaborg sprengi í loft upp. Víkingasveiíir Egypta í skyndiárásum, Það hefur aúkið mjög ófrið- arhættuna, að Egyptar hafa teikð upp á að senda víkinga- sveitir inn í Israel, stundum til þorpa alllangt innan landamær- anna, og hefur fólk særst í þess- um árásum. Israel hefur kært þetta fyrir vopnahlésnefndinni, sem hefur sent sína menn í þorpin í rannsóknarskyni. — Byms hefur borið fram tilmæli við Egypta, að þeir stöðvi þess- ar árásir. Dag Hanunaiskjöld framkv.stj. Sameinuðu þjóð- anna bað Bryns hershöfðingja, yfirmann vopnahlésnefndar- innar, að hætta við að koma til Rómaborgar, vegna ástandsins á landamærunum. Ðag Hamm- arskjöld heldur áfram ferð sinni austur á bógin í dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.