Vísir - 03.05.1956, Blaðsíða 4
é
VÍSIR
-Æirfe:
DAGBLAÐ
Ritsíjóri: Hersteinn Pálsson •
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3
Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur),
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F
Lausasala 1 króna s
Félagsprentsmiðjan h/f
Móðurmáis'
t
■sÆJD
páttur
Tjón af verkföllum.
Kins og venja hefur verið 1.
maí um langt skeið, var dag-
skrá útvarpsins í fyrradag' að
miklu leyti helguð verka-
lýðssamtökunum og baráttu-
degi þeirra. Við það tækifæri
flutti félagsmálaráðherra,
Steingrímur Steinþórsson,
þarfa hugvekju um verkföll
þau, sem hér hafa verið háð
á undanförnum árum. Komst
| hann meðal annars svo að
orði, að hann liti svo á, að
I
verkföll og verkbönn væru
orðin úrelt:. prraeði. rtil r..^ð
köma á breytingum á samn-
ingum milli vinnuveitenda
og verkamanna, og fara yrði
aðrar leiðir til að ná því
marki.
Ráðherrann minnti síðan á
ýmis verkföll, sem efnt hef-
! ur verið til hér á landi ekki
j alls fyrir löngu og rakti gang
j þeirra, svo og hver árang-
I urinn hefði orðið fyrir
verkamenn. Kom þar í Ijós,
að lengd verkfallanna gerði
að verkum, að það hlaut að
taka mjög langan tíma að
vinna upp launatapið. Eftir
sjómannaverkfallið í Vest-
mannaeyjum hlaut það — að
óbreyttum aðstæðum------að
taka verkfallsmenn hálft
þriðja ár að vinna upp þau
laun, sem þeir höfðu orðið
af. —
Fyrir utan hið beina launatap
verkfallsmanna í hyert
skipti, sem er ekkert sniá-
ræði, þegar verkföll standa
kannske sex eða sjö vikur,
er svo hið óbeina tjón, sem
bitnar oft á enn fleiri og
þjóðarheildinni allri. Það
verður oft varla í tölum talið
og jafnvel aldrei bætt til
fullnustu. Það er því rétt hjá
ráðherranum, að vinnu-
stöðvanir sé ekki rétta leið-
in í þessum efnum.
Fleiri Hta svo á.
Þeir eru raunar fleiri, sem
eru sömu skoðunar í þessu
efni, og meðal þeirra má
nefna Fagerholm, einn
j þekktasta stjórnmálamann
Finna, og mun hann þó ekki
teljast sérstaklega hlynntur
vinnuv'eitendum, því að hann
er foringi jafnaðarmanna í
, landi sínu. Hann lét svo um
mælt, þegar lokið var alls-
herjarverkfallinu í Finn-
landi í vetur, að verkföll
; væru orðin úrelt aðferð til
j að koma fram kjarabótum,
enda hafði állsherjarverk-
fallið valdið gífurlegu tjóni
fyrir alla aðila, jafnt verka-
menn, sem þátt tóku í því,
1
og aðra.
Varla verður Fagerholm sakað-
ur um að mæla þetta af
fjandskap við vérkalýðinn,
en sem ábyrgur stjórnmála-
maður gat hann ekki annað.
Þó stóðu flokksmenn hans í
þessu verkfalli, og var þetta
því ádrepa til þeirra, enda
þótt kommúnistar hafi séð
sér færi á að taka stjórn
verkfallsins í sínar hendur
um tíma, og vinna ýmis ó-
þurftarverk, eins og þeirra
var von og vísa. En jafnað-
armenn gáfu þeim að sjálf-
sögðu tækifærið til óþurft-
arverkanna með því að hefja
verkfallið.
Oft eru karlmannsnöfnin
Kristinn, Þráinn, Þórarinn,
Baldur ranglega beygð í þágu-
falli og sagt frá Kristin, frá
Þráin, frá Þórarin, frá Baldur.
Kveður svo ramt að þessu, að
það heyrist jafnvel í útvarpi.
Rétt þágufall þessara orða eru:
Frá Kristni, frá Þráni, frá Þór-
arni, frá Baldri. Dr. Kristni
(ekki Kristin) var boðið til
Vestur-Þýzkalands, Þráni lík-
ar þetta ekki vel, þeir eiga von
á Þórarni á morgun, Páll er að-
stoðarmaður hjá Baldri Jóns-
syni. Þá hefi eg heyrt eignar-
fallið af Baldur haft til Balds,
sem er auðvitað rangt. Hið rétta
eignarfall er til Baldurs, Jón er
sonur Baldurs (ekki Balds).
Sögnin að lána er oft notuð
hér á danska vísu, þ. e. látin
merkja fá eitthvað lánað, en
það er alrangt. Er þá t. d. sagt:
Má eg lána hann Grána þinn
út á bæi, get eg lánað bókina,
í staðinn fyrir: Má eg fá hann
Grána lánaðan, iná eg fá bók-
ina lánaða (lé.ða). Minnumst
þessr að þegar við lánum hluti,
þá látmn við þá a£ Ihendi, en
þegar okkur eru lánaðir hlutir,
þá fáum við þá að láni, en lán-
um þá ekki.
Þess ber að geta, að í málinu
eru til tvær sagnir í þessari
merkingu og víðast hvar not-
aðar jöfnum höndum. Þetta eru
sagnirnar lána og Ijá, þessar
sagnir eru rótskyldar, báðar
skyldar linquo á latínu, sem
merkir „skilja eftir“. Sú fyrri
beygist lána — lánaði — hef
lánað, — en sú síðari: ljá —
léði — hef léð og ljæ, þú ljærð,
hann Ijær, við ljáum p. s. frv.
Ðæmi: Hann ljær honum spón-
jnn, en sleikir sjálfur; ég fékk
hestinn léðan. Er sögnin ljá al-
gengari að fornu, en nú virðist
hin vera að sigra, og er það mið-
ur, því að lána er sízt fallegri.
í föstum orðasamböndum er oft
ekki hægt aS nota lána í stað-
inn fyrir ljá t. d. ekki í orða-
samböndunum ljá einhverjum
einhvers. Hann léði þá Hektorj
sigurs yfir sér (Illionskviða);
Ijá máls á einhverju, þ. e. gefa
tækifæri til að ræða eitthvað;
Ijá fangs á sér, þ. e. gefa högg-
stað á sér o. s. frv.
„Uppsögn Glubb pasha hefur
mikinn eftirleik“ stóð í blaði
fyrir skömmu. Kemur þarna
fram villa, sem víðar hefir orð-
ið vart. Er blandað þarna sam-
an orðunum eftirleikur og eft-
irköst. Orðið eftirleikur merk-
ir þann verknað að leika eitt-j
hvað eftir*, stælingu, sbr. ó-
vandari er eftirleikurinn, hægri
er eftirleikurinn, en það þýðirj:
að vandaminna sé að gera eitt-
hvað, ef annar hefir gert það
áður. Aftur á móti merkir orðið
eftirköst illar afleiðingar, og á
oi'ðtakið hafa eftirköst, þ. e.
háfa illar afleiðingar, draga
d.ilk á eftir sér, — á eflaust ræt-
ur að rekja til teningaleiks.
Skýrir Finnur Jónsson það
þannig. að eftirköst merki síð-
ari köstin, köst þess, er síðar
átti að kasta, og oft gátu orðið
óþægileg þeim, er fyrr kastaði.
Málsgreinin átti því að vera
þannig: Uppsögn Glubb pasha
hefur mikil eftirköst, dregur
dilk á eftir sér.
Skyldu þelr þora það hér?
Það mundu vafalaust teljast
mikil tíðindi, ef einhver ís-
lenzkur krataforingi þyrði
að kveða upp úr með það, að
I verkföll ættu ekki að ei^a
sér stað. Allar líkur eru til
J þess, að enginn þeirra þori að
j komast svo að orði, því að
svo hræddir eru þeir við
kommúnista. Hræðslan við
þá ræður öllum gerð-
um krataforingjanna hér, og
eru þeir að því leyti frá-
bruðnir skoðanabræðrum
sínum erlendis, sem þora að
segja þeim til syndanna og
berjast ötullega gegn þeim,
hvai' sem þess gerist þorf.
Kratar og framsókn ætla meira
að segja að ganga enn lengra
í undirlægjuhættinum, því
að þau ætla að leita til
kommúnista og biðja þá
ásjár, ef þeim tekst ekki að
riá hreinum meirihluta á al-
þingi — sem vitanlega er
er vonlaust. Barátta þeirra
gegn kommúnistum er því
hrein blekking, því að þeir
munu efla kommúnista til
mikilla áhrifa eftir kosning-
arnar, ef almenningur í
landinu kemur ekki í veg
fyrir það með öflugum
stuðningi við Sjálfstæðis-
flokkinn.
Styrkjum fötluð börn
tlB utanfarar.
20 börn fara tll Danmerkur í sumar.
Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra efnir nú til skyndi-
fjársöfnunar til þess að standa
straum af ferðakostnaði 20 fatl
aðra telpna og drengja, sem
héðan fara til sumardvalar í
Danmörku í boði Stig Guld-
bergs.
í fyrra dvöldu sjö drengir í
Danmörku í boði Guldbergs og
létu þeir hið bezta af dvölinni.
Guldberg-sumarbúðirnar eru
stórmerkilegt fyrirtæki sem nýt
ur mikilla vinsælda í Dan-
mörku og víðar á Norðurlönd-
um, enda styrkja einstaklingar
og félög, svo og dagblöðin, þau
verulega, og er það helzta tekju
lind þeirra. Hér í bænum munu
dagblöðin taka við fjárfram-
lögum, svo og skrifstofa Styrkt
arfélagsins, Sjafnargötu 14,
sími 82904.
Pauli Utzen Christensen, full
trúi Guldbergs, er nú staddur
hér til þess að annast fyrir-
greiðslu í sambandi við utan-
förina, en ætlazt er til, að telp-
ur og drengir, sem utan fara,
séu á aldrinum 9—16 ára. 10
börn fara héðan 15. júní og
koma heim aftur 1. ágúst, en
þá fer utan jafnstór hópur og
dvelst ytra til 15. september.
Verður Christensen til viðtaís
í skrifstofu Styrktarfélagsins í
dag kl. 5—7, og geta menn þá
snúið sér til hans í sambandi
við væntanlega utanför barn-
anna.
Islenzku börnin munu dvelja
í sumarbúðum í Nysted, stutt
frá Höfn, ásamt jafnöldrum sín
um frá Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð og fleiri löndum.
Ssl. Bitmyndfr á Ger-
maníufundí í kvöld.
Fyrir tveini árum var hér á
ferð einn fremsti ljósmyndari
Þýzkalands, frú Helga Fietz.
Dvaldi hún hér sumarlangt,
ferðaðist mjög víða um landið,
jafnt með ströndum fram sem
inn um óbyggðir landsins, og
tók mikið af Ijósmyndum, eink-
um litmyndum. Myndir hennar
þáfa birzt víða í tímaritum,
bæði í Vestur-Þýzkalandi og
Sviss, en kunnastar munu
myndir hennar vera hér á
Fimmtudaginn 3. maí 1950
landi af myndabókinni ísland,
er Almenna bókafélagið hafði
á boðstólum fyrir áramótin. Em
í þeirri bók eru margar ein-
staklega fagrar myndir eftir
hana, er sýna einkar vel sér-
kenni íslenzkrar náttúru, og eru:
margar þeirra í litum.
Úrval úr myndum sínum hef-
ur frú Helga Fietz sýnt víða í
Þýzkalandi, alls um 180 lit-
myndir, og jafnframt rætt um
ferðir sínar hér á landi. Hún.
dvelur nú um stundar sakir í
Reykjavík og hefur meðferðis
myndir þær, er hún hefur sýnt
erlendis með fyrirlestrum sín-
um. Um helming þeirra mun
hún sýna á fundi félagsins
Germaniu í kvöld í Tjarnarcafé
uppi, og hefst sýning hennar
um kl. 9,30. Mun marga fýst að
sjá hinar fögru litmyndir frú-
arinnar og miklu istærra úrval
þeirra en hægt var að koma
fyrir í myndabókínni.
Örðugleikar —
Frh. af 1. síðu:
nauðsyn ber til að fp þetta fá-
: ist.
Finnbogi Guðmundsson' í
‘Gerðum ræddi um bátagjald-
eyrinn, og gjaldeyri yfirleitt og
taldi hlut útvegsmanna fyrir
borð borinn. Krafðist hann þess,
að útvegsmenn fengju meiri
umráð yfir gjaldeyri þeim,
sem til fellur.
Sveinn Benediktsson, sem er
formaður nefndár þeirrar, sem
rætt hefir við ríkisstjórn og
banka^ skýrði frá því að vonir
stæðu til, að umbeðið lán feng i
ist. Hefðu útvegsmenn fengið
ádrátt um, að framleiðslusjóði
yrði tryggt þetta fé og væri því
unnt að hefja greiðslur úr hon-
um.
Samþykkt var að fresta fundi
til föstudags, en tvær tillögur
voru samþykktar, sem fólu í
sér áskorun til ríkisstjórnar-
innar um, að greiðslur mættu
hefjast úr framleiðslusjóði og
greiðslur á hálfum vátrygging-i
ariðgjöldum, og í annan stað var
því lýst yfir, að stuðningur sá,
sem útgerðin hefir fengið sam-
kvæmt ákvörðun Alþingis, vegi
ekki á móti auknum tilkostnaði,
og er þess vegna skorað á bank-
anna að auka rekstrarlánin til
sjávarútvegsins.
-----4------
Dag fer skyndi-
ferð til Kairo.
Dag Hammerskjöld fer í dag
enn eina ferðina til Kairo, en
á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna í New York er vænst
bráðabirgðaskýrslu frá honum.
D. H. var önnum kafinn £
gær í viðræðum við ísraelska og
sýrlenska leiðtoga.
Brezka blaðið Daily Tele-
graph segir í morgun, að
Hammarskjöld hafi gert allt,
sem honum var falið að gera,
og allt, sem í hans valdi stóð,
en nú sé eftir að vita, hvort
unnt verði að ná varanlegu
samkomulagi, á þeim grund-
velli, sem lagður hefur verið
með starfi hans.