Vísir


Vísir - 03.05.1956, Qupperneq 8

Vísir - 03.05.1956, Qupperneq 8
t>eir, lem gerast kaupendur VlSIS eftir 19. hver* mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSia er ódýrasta blaðið Fimmtudaginn 3. maí 1956. Engin sameiiiing án afvnpn- unar, sem neining ríkir ton áfram. Yfirlýsing liefur verið birt í London varðandi viðræður von Brentanos ut anrí k i si’ áðli e r ra Vestur-Þýzkalands og brezku stjórnarinnar. Með viðræðum þessum, segja brezk blöð, hafa verið upprætt- ar allar grunsemdir um, að milli Breta og Rússa hafi kom- ið til orða nokkur lausn, er af leiddi, að Bretar féllust á sam- komulag „á kostnað Vestur- Þýzkalands“. í greinargerðinni er viður- kennt, að horfur séu öllu væn- legri, en ekki megi slaka á vörnum. Sameining Þýzkalands sé höfuðskilyrði og raunveru- legt öryggi fáist ekki, né held- ur samkomulag um afvopnun- armál, fyrr en Þýzkaland sé sameinað. Ekkert samkomulag náðist um, að V.Þ. greiddi áfram kostn að af dvöl brezku hersveitanna þar, en þetta er orðið mikið deilumál. Bráðabirgða sam- komulag varð um að ræða mál- ið frekara. Engin sanngirni. Brezk blöð í morgun minna á það, að V.-Þ. hafi ekki afgreitt herskyldufrumvarpið hvað þá meira, en engin sanngirni sé í, að Bretar beri kostnað við her- sveitir sínar í V.-Þ., méðan Vestur-Þjóðverjar séu ekki til búnir að taka á sig hlutfallslega byrði af sameiginlegum vörn- um, ekki sízt þar sem Bretar verði sjálfir að bera vaxandi skattabyrðar, meðan létt sé sköttum á Vestur-Þjóðverjum. Eina leiðin. Þá er bent á það í blöðum í morgun, að eina leiðin til að ná samkomulagi um Þýzka- land sé afvopnun, en nú er und- irnefnd afvopnunarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem starf að hefur í London, að taka sam an föggur sínar — án þess nokkur árangur hafi náðst. Eft ir er að eins að ganga frá skýrslu til aðalnefndarinnár um árangursleysið. Er því ljóst, að þrátt fyrir margra ára starf, hefir lítið sem ekkert þokast nær markinu. í París, • þar sem ráðsfundur Nato hefst á morgun, ræddust þeir við í gær utanríkisráðherrarn- ir Dulles og Pineau, sem gerðu grein fyrir viðhorfi sínu til til- lagnanna um víðtækara sam- starf N.A. þjóðanna. Ræddi Pineau einkum vænt- anlega aðstoð til landa og lands hluta, sem þurfa efnahagslegr- ar aðstoðar, vegna þess að þar er allt á eftir tímanum. Líklegt þykir, að árangurs- leysið á fundum undirbúnings- nefndarinnar, hafi þau áhrif, að N.A. þjóðirnar sannfærist af nýju um, að hyggilegast sé að treysta ekki að svo stöddu á breytt viðhorf, og muni afleið- ingin því verða, að þær gæti þess að veikja ekki varnirnar — og samtakamátt sinn. 360,000 hafa sjóii" varp \ V.-PýzIcalaBídi. Sjónvarpstækjum fjölgar mjög ört í V.-Þýzkalandi um þessar mundir eða um 30,000 á mánuði. Eru skráðir notendur nú orðnir um 360.000, og sá hópur, sem bætist við á mánuði hverj- um, fer jafnt og þétt ýaxandi. Þó er sjónvarpið að mörgu leyti á byrjunarstigi enn, og standa sendingar aðeins 2—3 klst. á dag. Þó er talið, að fullkomn- asta sendistöð í Evrópu og jafn- vel öllum heimi sé við Ham- borg’. Harding kvaddur fil London. SSrezIi biöð GÍeiIsa bbííi KvptariBiálId. Sir John Harding landstjóri á Kýpur er væntanlegur til London í dag til viðræðna við ríkisstjórnina. Brezk blög greinir á um hvað rétt sé að gera. Sum, einkum frjálslyndu blöðin segja, að ekki tjói að beita valdi og kúg- unum, brezka stjórnin ætti að geta lært af reynslunni, og minnir t. d. News Chronicle á hvernig hörkulegar aðfarir hafi gefist Bretum á írlandi og víð- ar. Réttast sé að hefja viðræður og mætti hugsa sér, að þær væru á þeim grundvelli, að Kýpur væri áfram innan sam- veldisins, en í einhverskonar tengslum við Grikkland. Biaðið Scotsman bendir hins- vegar á, að deilan sé þess eðlis, m. a. vegna kröfunnar um sameiningu við Grikkland og' afstöðu tyrkneska þjóðernis- minnihlutans, að ekkert sam- komulag sé hugsanlegt, sem báðir þessir aðilar telji sig geta sætt sig við. Harding landstjóri er þeirrar skoðUnar, að eins og sakir standa sé gagnslaust að hefja nýjar viðræður um stjórnar- skrá fyrir Kýpur. v Aflabrögð — Frh. af 1. síðu: Afl línubáta var sáratregur bæði í gær og á mánudaginn, bezt 5 lestir á bát. Færabátar eru nú byrjaðir veiðar en hafa aflað vel, allt upp í % lest á mann. Hafnarfjörður. Á mánudaginn lönduðu 7 línubátar 29 lestum í Hafnar- firði, en í gær 5 bátar 17 lest- um. Nú eru 4 línubátar hættir veiðum. í fyrradag komu 5 netabát- ar af veiðum og þeir hæstu með ágætan afla, Hljóðaklettur með 51 lest eftir 5 lagnir og Stjarnan 34 lestir eftir 4 lagnir, hinir með 14—15 lestir hver. Togarinn Ágúst kom í gær- morgun með 100 lestir af salt- fiski og ea. 30 lestir af ísfiski. Hann fór í slipp í morgun. Keflavík. Tregur afli var hjá Keflavík- urbátum bæði í gær og á mánu- daginn, þ. e. a. s. þeim, 'er veiða á línu. Voru flestir með 3—5 lestir. Þó komst Hilmir upp í röskar 9 lestir í gær og tveir bátar feng'u um 6 lestir hvor. Netabátar öfluðu aftur á móti vel. Geir goði, sem land- aði í Sandgerði, fékk fullfermi, eða um 30 lestir, Haukur frá Ólafsfirði 24, Fróði 20 og Ing- ólfur rösklega 14 lestir. Sumt af þessu var eftir 2 lagnir. Flutningaskip hafa lestað hrogn í gær og saltfisk í dag. Sandgerði. Afli Sandgerðisbáta var treg ur. í gær var hann frá 2V2 og upp í 6 lestir en á mánudaginn nokkuru skárri, eða 4—7 lestir á bát. Vestmannaeyjar. Afli einstakra Vestmanna- eyjabáta var mjög misjafn í gær, en þeir sem bezt veiddu fengu mjög’ sæmilega veiði, jafnt á færi sem í net. Telja Vestmannaeyingar að komið sé lokasnið á aflabrögð og vertíð- ina í heild og aðkomufólk byrj að að fara þaðan heim til sín. í dag er austan stormur á miðunum og fáir á sjó; en eín- hverjir þó. Telja sjóménn og útgerðarmenn að stormurinn fari með síðustu veiðivonina á þessari vertíð. Griudavík. í gær réru 6 bátar og var Sæborg hæst með 10 lestir. í fyranag. réru 5 bátar og þá var Hafrenningur hæstur með 17.2 lestir. Um s.i. mánaðamót var Haf- renníngur aflahæstur allra Grindavíkurbáta á vertíðinni með samtals 854%. lest, miðað við slægðan fisk. Isienzk lliagvél fiytur Hanéorg- arójieruna snílli landa. Vélar F.í. fara áááa i'crðir sioriiur iil Tlaiaie í suiaaar. Ilamboigaróperan hefur tek- ið íslenzka flngvél á leigu seint á komandi sumri ti! ]>ess að flytja sig í fjórum ferftum milli Skotlánds og Þýzkalandsi. Hamborgaróperan hefur ver- ið ráðin til þess að flytja óper- ur á næstu Edinborgarhátíð, en hún er í hópi mestu tónlistar- viðburða heims hverju sinni. Edinborgarhátíðin hefst í ágúst mánuði og lýkur í byrjun sept- ember. Þetta er í fyrsta skipti sem Hamborgaróperan flýgur milli landa í hljómlistarerindum og heíur í þessari fyrstu för sinni tekið Skymastervél frá Flug- félag íslands á leigu. Flugvélin fer tvær ferðir hvort skiptið og flytur 120 manns hvora leið, þannig að samtals verða ferðirnar fjórar að tölu. Mun það vafalaust vekja nokkra athygli í Þýzka- landi <að Hamborgaróperan skuli Jiafa valið sér íslenzkan fai’kost til þessa fyrsta utan- landsflugs síns. Leiguflug til Grænlands. Þá hefur Flugfélag íslands samið við danska aðila, sem hafa með höndum byggingar- framkvæmdir fyrir bandaríska herinn norður á Tuleflugstöð- inni í Gænlandi að flytja þang- að danska verkamenn og far- angur þeirra í sumar. Alls verða farnar 8 ferðir í Skymast ervélum frá Khöfn til Thule og verður sú fyrsta þeirra væntan- lega 27. þ. m. Þess má geta að á Thule hef- ur íslenzk flugvél aldrei lent til. þessa, en aftur á móti hefur vél frá Flugfélagi íslands lent all- miklu norðai’, fyrir -3 eða 4 ár- um, eða á 80. breiddargráðu og þá í 20 stiga hita. Flogið til Meistaravíkw. í gærkveldi flaug Gullfaxi, millilandavél F. f. norður til Meistaravíkur á Grænlandi með flutning og farþega á vegum námafélagsins. Flugvélin fór héðan kl. 7.30 í gærkveldi og var væntanleg aftur í nótt. -----♦------ 4000 husvilltir í Japan. Mikill eldur kom upp í smá- borg einni í Japan £ s.1. viku, og urðu Uin 4000 manns hús- villtir. Brunnu um 600 af 2700 hús- um í Awara, sem er rétt hjá Fukui, en smábær þessi er hjá einni helztu baðströnd Japans. Tveir menn fórust í eldinum og 20 slösuðust. Ölvaðir menn finnast í 2 stolnum bílum. llöfðu sáoliH laíiaamaaiaa vétt oðaar. í fyrrinótt skeðu }iau tíðindi að tveim bifreiðuin var stolið hér í bænum en báðar fundust aftur nokkuru síðar og í báð- um bifreiðunum fundust ölv- aðir menn. Klukkan 2.15 um nóttina kom maður á lögregluvarðstof- una og tilkynnti að bifreið sinni hafi verið stolið þar sem hún hafði staðið fyrir utan Sjálf- stæðishúsið. Á fimmta tíman- um um nóttina fanst bifreiðin suður í Hafnarfirði og tveir drukknir menn í henni. Lög- reglan tók mennina fasta og er mál þeirra í athugun. Urn svipað leyti og tilkynrit var um hvarf framangreindrar bifreiðar var lögreglunni skýrt frá hvarfi annarrar bifreiðar, sem stolið hafði verið frá Þjóð- leikhúsinu. Lögreglan fann þessa bifreið litlu síðar í Aust- urstræti og í henni drulckinn mann við stýrið. Hann var handtekinn. Slys. Síðdegis á mánudaginn slas- aðist fjögurra ára gömul telpa, er hún varð fyrir strætisvagni á mótum Skothúsvegar og Frí- kirkjuvegar. Telpa þessi heitir Sigurbjörg Einarsdóttir til heimilis að Bröttugötu 6. Hún mun hafa slasast allmikið á höfði. um í öllum matvöruver rí unum. Heildsölubirgðir: ÞORÐUR SVEINSSON & CO h.'

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.