Vísir - 11.06.1956, Side 1
4*. árg,
-j.'.a-ri-Ta
132. tbl.
Mánudaginri 11. júní 1956.
Hrædcla bandalagið hefur
nú gefið út stefnuskrá sína
sérpnentaða. Er hún að sjálf-
sögðu mjög mislit eins og
þeir flokkar sem að henni
standa. Þeir eiga ekkert sam
eiginlegt nema viljann til að
ná völdunum. Einn liðurinn
í yfirlýsingunni er svona:
„Allar vinnustéttir, hvort
sem þær starfa á landi eða
vi'ð sjó, i bæ eða sveit, eiga
sameigplegra hagsmuna að
gæta. Þær eru mikill meiri-
hluti þjóðarinnar. Ef þær
suméinast er það tryggt, að
þjóðmálunum verður stýrt í
þeirra þágu.“
Þa (er ljóst ao Hrædda
bandalagið telur engar
„vinnustéttir“ nema verka-
menn og bændur. Allir hin-
ir eru „afætur“ og „millili-
ir“. En það yrði dálítið fróð-
Jegt að sjá hvernig HB færi
að stýra þjóðmálunum ein-
göngu í þágu þessara stétta.
Alþýðuflokkurinn mundi
krefjasf mikillar kauphækk-
unar fyrir verkalýinn til að
hamla upp á móti dýrtíðinni.
. Auðvitað mundi slík kaup-
hækkun hækka vísitöluna.
Framsókn mundi þá að sjálf-
sögðu kr'efjast verðhækkun-
ar á öllum Iandbúnaðarvör-
um, til þess að bóndinn
standi ekki verr að vígi en
verkamaðurinn. Þetta mundi
enn hækka .vísitöluna. En
• þegar svo væri komið mundu
kratarnir ekki una öðru en
að verkakaupið hækkaði enn
itegna hækkunar á land-
Svona mundi hjólið snúast
til þess að tryggja það, AÐ
ÞJÓÐMÁLUNUM VÆRI
STÝRT í ÞÁGU „VINNU-
STETTANNA*.
Svona mundi verða stjórn-
arferill hrædda bandalags-
ins, sem heldur að hægt sé
að blekkja þjóðina til fylgis
við sig með því, að lofa að
stýra í þágu sérhagsmuna|
tveggja stétta, sem liafa1
gagnstæðra hagsmuna að^
gæta, að öðru leyti en því, að
þeim ér sameiginlega hagur
að því að VITURLEGA sé
stjórnað. En við slíku getur
enginn búizt af foringjum
HB. Það hefur reynsían sýnt.
rra reguroarsamjseppninni i gærkveldi. Her sjást blómarósirn ar fjórtán eftir keppnina, er þeim var haldið svolítið lióf að
Café HöII. Viðstaddir þar voru, auk noltkurra aðstandenda þeirra, dómnefndin, kynnir og forstöðúmenn. Ljósm.: Vignir.
manns á fegurdai'
I kvöfd keppa flmm efstu stúikurnar tíi
úrslita,
siasast
í lívoií.
í gærkveldi datt maður úr
Parísarhjólinu í Tivoli og fót-
1.'.roínaði.
Heitir hann Magnús Jónsson.
Hafði hann dottið úr einum
stólnum og var fallið úm tvær
mannhæðir.
Gífurlegur mannf jöldi flykkt-
ist suður 1 Tivoli í grærkveldi,
en þar skyldi fram fara fegurð-
arsamkeppni í sambandi við
keppni vestur £ Kaliforníu um
titilinn ,,Miss Universe".
Óhætt mun vera að fullyrða,
að þarna hafi veriS saman
komnir um eða yfir 7000
manns, enda var vart þverfótað
fyrir bílum á Njarðargötunni
og Hringbraut rétt fyrir keppn-
ina, svo ört streymdi fólkíð
að.
Veður hafði verið óhagstætt
um morguninn, og leit heldur
óbjörgulega út um keppnina,
en henni hafði verið frestað um
einn dag vegna veðurs. Þegar
leið á daginn gerði fegursta
veður og unt kvöldið var, stillt
veður og bjart.
Fjórtán stúlkur tóku þátt í
keppninni að þessu sinni, flest-
ar úr Reykjavík. Mun það mál
ílestra, að þar hafí verið métra
kvennaval en á nokkurri slíkri
keppni hér í bænum. Var svo
til ætlazt, að áhorfendur og eSa
dómnefnd veldi fimm. stúlkur
úr þessum hópi, sem síðan
skyldu koma fram í kvöld í
Tivoli, og þá á sundfötum, en
þá yrði endanlega kjörinn full-
, trúi íslands á keppninni í Long
! Beach í Kaliforníu. Var það og
gert, en ekki er Vísi kunnugt
urn höfn þeirra fimm, sem
1 kjörnar voru, og verða úrslit
I birt kl. 12 á miðnætti í nótt
suður í Tivoli.
Vel hafði verið vandað til
keppninnar, bæði að því er
snertir þátttöku stúlknanna,
svo og tilhögun álla. Langur
pallur lá frá leiksviði Tilvolis
frarn á áhorfendasviðið, en
, sjálft sviðið lrafði hinn
hollenzki meistari, Anton
Ringelberg, hjá fyrirtækinu
j „Rósin“, skreytt blómum og á
annan hátt. Rin'geiberg þessi
er sá hinn sarni og fór til
Monaco í sambandi við brúð-
kaup Grace KeJiy og Raiuiers
! fursta.
I dómnefnd Reppninnar, voru
■ Sigurður Grímsson lögfr., for-
! maður, Bjarni Konráðsson
. læknir, Haraldur Ólafsson
; forstjóri, Karólína Pétursdótt-
ir bókari, Sig. Magnússon full-
trúi Loftleiða og Þorsteinn E.
1 Jónsson flugstjóri hjá F.í.
I Verðlaunin, sem keppt var
. um, voru óvenju glæsileg: .Far
' vestur til Kaliforniu tvennir
. kjólar og skotsilfur, radíó-
! grammöfónn, ■ dragt, flugfar til
Hafnar og til baka og loks gull- j
úr.
Keppnin fór i alla sxaöi á-
gætlega fram.
! Get.a má þess, að sú nýjung
1 var viðhöf.3 við þessa keppni,
m. a.. að palíúrinn, sem stúlk-
i urnar stóðu á, var upphitaður
imeð gas-geislaútbúnaði (Kos-
.. ■ ■ :
'angasi) sem heildsiölufyrirtækið
Optima hafði lagt til. Reyndist
útbúnaðar þessi mjög vel.
Ma5ur drukknar
vi5 Akranes.
Hörmulegt slys varð við
; Akranes á föstudaginn, er ung-
ur maður drukknaði þar úti
• fyrir.
i Hafði hann verið einn ábáti,
en báthum mun hafa bvolft, og
itóku menn ekki eftir honum,
fyrr en svo var komið. I bátn-
um var ungur Reykvíkingur,
Óskar Guðmundsson prentari,
sem Jætur eftir sig Jronu og
tvö börn.
■ffia
Sjálfstæðisfélögin hér í Reykjavík efna til almenns
kjó'Sendafundar annað kvöld. og hefst hann klukkan 8,30
í Sjjálfstæðishúsimi. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson
dómsmálaráðherra, Sveinn Guðmuntlsson frarakvæmdar-
stjóri, Birgir Kjaran hagfræðingur. Davíð Ólafsson fiski-
málastjóri, Geir Hallgrímsson héraðsdómslögmaður og
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri.
Nú er orðið mjög stutt til kosninganna, og sjálfstæðis?
menn herða róðurinn með’ degí hverjum. Ef vel verður
unnið, eiga sjálfstæðismenn að geta fengið fimm menn
kjiörna í Reykjavík, enda ber kosningaharáíta hinna flokk-
anna og bandalaganna þess Ijóst vitnl, að þeir eiga við
mikla vanmetakennd að síríða, þar sem vopnin snúast jafnt
og þétt gegn þeim. Sjálfstæðismeim eiga að fjölmenna á
fundinu annað kvöld og auka með því enn á hræðslu and-
stæðinganna.