Vísir - 11.06.1956, Side 10
10
VÍSIR
Mánudaginn 11. júní .1956.
HAMMOND INNES:
mannratm nwn,
eftir hans höfði. Og nú, fyrir þessa hvalavertíð, gat hann fengið
Bland höfuðsmann til að fallast á, að hann tæki þátt í þessum
leiðangrf sem aðstoðar-leiðangursstjóri. Það var ekki liðinn
nema hálfur mánuðm’ frá því þeir létu úr höfn í Höfðaborg, er
hann fór að síma, að fáðir minn væri að egna skipverjana, sem
eru frá Tönsberg, upp á móti sér. Hann sendi fleiri skéyti og
loks kom eitt svo hljóðandi:
NORDAHL FER EKKI DÚLT MEÐ A.Ð HANN NÁI
FULLU VALDI Á FÉLAGINU BRÁÐLEGA.
Faðir minn mundi aldrei hafa sagt neitt í þessa átt, að
jninnsta kosti ekki í áheyrn undirmanna sinna. Ég þekki hann
betur en svo, að ég láti mér detta í hug, að hann hefði gefið
þeim neitt slíkt í skyn hvað þá meira. Það, sem hér er um að
ræða, er það að verið er að reyna að spilla öllu milli hans og
Blands höfuðsmanns.“
„Nordahl er faðir ýðar?“
„Já. Bernt Nordahl er faðir minn. Hann er afbragðs maður.“
Nú brá fyrst fyrir eins og glampa í augum hennár.
„Nítján vertíðir hefur hann farið suður á bóginn. Hann er
eins harður og—“.
Hún þagnaði skyndilega, eins og hún hefði verið komin að
því að tala af sér.
„Sjáið þér til,,Það er ekki langt siðari Bland fékk aðkenningu
af hjartabilun. Og það horfir svo nú, að hann eigi ekki mörg
ár ólifuð. Það veit hann sjálfur. Það gæti jafnvel orðið styttra.
Þess vegna féllst hann á, að Eiríkur færi nú, — uridir venju-
legum kringumstæðum mundi hann alls ekki hafa fallist á það.
Hann veit, að hann hefur ónóga reynslu, en hann vill að Eiríkur
feti í fótspor sín í félaginu. Það er eðlilegt. Hvaða faðir sem
væri mundi hafa hugsað líkt og hann, en hann þekkir ekki son
isirin, — veit ekki hvað hann á til.“
„En faðir yðar þekkir hann?“
„Já“, sagði hún og kinkaði kolli, hikandi á svip. „Skeytið
sem Bland fékk í gærkvöldi í flughöfninni var frá föður mín-
um. Það var þess efnis, að kveðja yrði Eirík heim, eða hann
léti af störfum."
Ég horfði á hana og reyndi að gera mér grein fyrir hvers
vegna hún hefði gifst Eiríki Bland. Hún var ekki fögur kona.
Hún var full þrekvaxin af jafnungri konu og nefið í þykkara
lagi og til óprýði, en hún bauð af sér góðan þokka, og augljóst
var, þótt hún væri í þungu skapi þessa stundina, að hún bjó
ýfir miklu þreki og lífsfjöri. Hár hennar var Ijóst, eins og títt
er um norskar konur, og hún var fögur á hörund og hraustleg,
<og í mínum augum sönn ímynd norskra kvenna, þótt margar
hefði ég fegurri séð frá þessu fagra fjalla og fjafða landi. Og
arnér virðist hún vera af þeim málmi steypt, að hún væri sem
'borin til að berjast fyrir þeim rétti sínum, að standa við hlið
þess manns, er hún hefði valið sér að lífsförunaut. En það
var mér Ijóst af því, sem ég hafði heyrt í flugvélinni, að hún
riafði valið skakkt.
„Misvirðið ekki, þótt ég spyrji af hverju þéi:. giftust Eiríki
Bland?“
Það brá fyrir glampa í gráu augunum hennar, sem bar því
vitni, að hún var vör um sig, en hún mælti um leið og hún
yppti öxlum:
„Hvers vegna velur ein stúlka þennan, önnur hinn? Það eru
sjálfsagt mörg ólík svör við slíkri spumignu, en þetta gæti
kannske skýrt hvers vegna ég valdi hann: Það var árið 1938.
Eiríkur var aðlaðandi. Hann er hár, ljós .yfirlitum, unglings-
legur, góður skíðamaður, dansar vel og á ljómandi fallegan
skemmtisiglingabát. Öllum fannst ég vera heppin.“
„Og hann hafði annan mann að geyma en þér hugðuð?“
»Já.“
„Henær komust þér að því?“
„Á stríðstímanum. Þau árin voru þroska- og alvöruár — fyr-
ir okkur öll. Þar áður hugsaði ég ekki um arinað en skemmt-
anir. Ég var við nám í Englandi og í París. En það, sem ég
hugsaði mest um voru boð og skíðamót. Þar var hugurinn allur.
Og svo komu Þjóðverjar.“
Það var eins og skugga bæri á andlit hennar.
„Allir piltarnir, sem ég þekkti, hurfu frá Oslo. Þeir fóru
norður á bóginn til að berjast.“
„Nei“, svaraði hún af skyndilegri ákefð. „Sjáið þér til, honum
geðjaðist að Þjóðverjum, að stefnu og háttum nazista. Hann
hreifst með -— ég á erfitt með að lýsa því en það var sem það
fullnægði einhverri þrá hans, til að láta eitthvað til sín taka,
bera á sér, vinna með þeim, sem hann hafði samhug með —
skiljið þér hvað ég á við?“ .
„En var hann ekki háður eftirliti? — Kannske vegna þess,
að hann er brezkur þegn?“
„Hann er Suður-Afríkumaður, af Búa-stofni í föðurætt, en
móðir hans var vitanlega norsk. Lögreglan fylgdist með hónum
við óg við, það Var allt og sumt.“
„Var Bland höfuðsmaður nokkurn tíma í Noregi á stýrjaldar-
tímanum?“
„Nei, en móðir Eiríks hélt kyrru fyrir í Sandefjord. Húh
hafði nóg fé handa milli, svo að Eiríkur þurfti engar. áhyggjur
að hafa,“
„Og svo?“ ____
„Við fórum að deila. Ég neitaði að fara með honum í bbð.
Nazistar voru í ílestum boðum, sem hann fór í. Hann bauð
þeim í skíðaferðir eða út á sjó í bátnum sínum. Hann blátt áfram
gat ekki. skiíið. sj;ónarmið mitt. Svo komst mótspyrnuhreyfing-.
in í gang. Ég nuddaði í honum þar til hann féllst á að ganga
í hana. Við héldum, að það gæti orðið gagnlegt að hafa hann.
með vegna kunningsskapar hans við nazistana. En okkur
gleymdist að taka; það með í reikninginn, að nazistarnir kynnu
áð álykta, að hann gæti orðið þeim gagnlegur sem þátttakandi
í mótspyrnuhreyfingunni. Hann fór upp til fjalla, þar sem varp-
að var niður birgðum úr flugvélum til okkar manna. Viku síð-
ar fór annar flokkur þangað til að sækja birgðir skotfæra og
vopna. Sá flokkur var þurrkaður út. Og engan grunaði neitt.“
ý,Nema yður?“, .sagði ég þegar ég sá, að hún beit á vör sér.
Hún kinkaði kolli hægt.
„Já ég hafði -það u.pp úr honum eitt kvöld, er hann var
drukkinn. Hann hann blátt áfram gortaði af -því. Kvað það
mátulegt, að það kæmi þeim í koll, því að þeir hefðu valið
sér stöðu skökku megin. Ég hafði ekki þrek til að segja þeiriúí
hreyfingunni frá þessu. Hann vissi það og hann—“.
Hún þagnaði skyndilega, leit á mig og sagði:
„Enginn veit um það, sem ég hef sagt yður, svo að ég bið
yður.. ..“
Svo var sem hún teldi óþarft að segja neitt meira um þetta
og hélt áfram beiskri röddu:
„Enginn mundi trúa því. Hann getur verið svo aðlaðandi í
framkomu. Og það er þetta sem er sáldrepandi, að vita hver
hann er og horfa upp á hann njóta þess, að allir líta upp til
hans sem góðs drengs. Faðir hans —“. Huri breiddi allt í einu
út hendurnar eins og hjálparvana og stundi.
„Þér hafið vitanlega aldrei sagt honum ne'itt um mótspyrnu-
hreyfinguna og hvernig Eiríkur hagaði sér?“'
„Nei,-ég mundi ekki; segja rieinum-föður um son hans, néma
ég væri nauðbeygð til þess.“
&
4
f-
knéidOÖkunm
Gárungar austan járnt.jalds
herida mikið gamari að því, að
Rússar eigná sér uppfinninga-
menn flugvéla, útvarps, kvik-
mynda o. s. frv. Saga er sögð
af tveimur Ungverjum sem
voru að ræða um síðustu við-
burði. Annar þeirra gat þess, að
rússneskur vísindamaður hefði
nýlega fundið upp lyf, sem gæti
lengt lífdaga mannsins upp í
300 ár.
Hinn stóð höggdofa augna-
blik, síðan rak hann upp ör-
væntingaróp.
„Hvað er að?“ spurði hinn.
,,Hvað er að!“ sagði sá ör-
væntingai’fulli. „Hugsaðu þér
bara, hversu hræðilegir fang-
elsisdómarnh’ verða hér eftir!“
Sagt er, að forsætisráðherra
Ráðstjórnarríkjanna, Búlganin,
hafi einhverju sinni sagt við
Zukof marskálk: „Félagi, þar
eð allir uppfinningamenn, allir
uppfinningamenn, allir lista-
listamenn og snillingar voru
rússneskir. þá væri líklega bezt
að gera þetta einfaldara t g
benda á það, að Adam og Eva.
hafi bæði verið rúsenesk.“
„Nei, heyrðu nú, er það nú
ekki of langt gengið?“ spurði
Zukof.
„Alls ékki. Það er auðvelí að
sanna þaði Þau höfðu hvorki fðt
til að klæðást né þak ýfir höf-
uðið, og þau sögðust lifa í para-
dís. Það er auðsætt, að þau.
híjóta að hafa verið rússnesk!“.
★
Rússneskur borgari kom í
heimsókn í fæðingarbæ sinn eft-
ir langa fjarveru. Þá tók hann
eftir stórri styttu hjá járn-
brautarstöðinni. Er hann spurðí
nánar um tilkomu styttu þess-
arar, var honum sagt, að húp.
væri af Petrov, manninmn seín
„uppgötvaði“ glóðarlampann,
gauksklukkuna, hjólið o, fL,
o. fl.
Er hann hafði gengið nokkurn
spöl kom hann að annari
styttu.
„Og hvaða stytta er þetta.
nú?“ spurði hann vin sinn.
„Þetta er styttan af Iváriov,
manninum, sem uppgötváði
Petrov,“ svaraði vinur hans.
£ Sunmfké
2101
H ‘A rj-r a VI
Tarzan var alveg undir það búinn
að þagga niður í óvinum sínum ævi-
langt.
En þá kom varðmaðurinn auga á
eitthvað óvenjulegt og hljóp tli
bækistöðvanna.
Pi-estarnir frá Zimba voru að
koma.