Vísir - 12.07.1956, Side 1

Vísir - 12.07.1956, Side 1
46. árg. Fimnitudaginn 12. júlí 1956. 159. tfeL Léleg grasspretta aisstaniands, Fraiisítt. Itersltip Iseimsælilr Aiistfirð'i. Frá fréttaritara Vísis. — Ák'ureyri í gær. Á Ausífjörðum virðist gras- spretta vera mee Iclegra móti í sumar og sláttur hófst þar með seinna móti, sumstaðar er hann ekki byrjaður enn. A Jökuldalnum er gras- spretta þó enn verri heldur en utan í héraðinu og þar eru bændur yfirleitt ekki byrjaðir að slá. Stafar grasleysi þetta af miklum og óvenjulegum vor- kuldum þar austur frá. Fyrir hálfum mánði gerði þar kulda- kast með snjókomu svo að jörð varð alhvít niður að Jökulsá. Franskt Sierskip á ferð. í vikunni sem leið kom farnskur tundurspillir til Fá- skrúðsfjarðar, og að því er virtist þeirra erinda að heiðra legstað franskra sjómanna sem jarðsettir þafa verið á Fáskrúðs- íirði fyrir mörgum árum. Fáskrúðsfjörður var ein þöf- uðbækistöð franskra sjómanna á Austfjörðum, þeirra er veiddu við íslandsstrendur. Þangað voru lík franskra sjómanna flutt, þeirra sem stunduðu veiðar á íslandsmiðum og létust á hafi úti. Voru þau jarðsungin á Fá- skrúðsfirði og mun fyrsta líkið -■ bafa verið jarðsett þar 1889 og það síðasta árið 1925. Alls eru þar grafreitir 49 franskra sjómanna. Skipstjóri eða yfirmaður á tundurspillinurn er kom til Fáskrúðsfiarðar á dögunum, flutti ræðu við hinn franska sjómannagrafreit, en sjóliðar stóðu heiðursvörð á meðan. Norðmenn auka bílainnflutning. Qslo í júlí. Norska stjómin. hefir heim- ilað innflutnkng á 2000 farþega- og 1500 vörubífreiðum í sept- ember. Verður þá tala innfluttra bif- reiða á árinu komin upp í 8000, og er það mikil aukning frá því á síðasta ári, þegar Norðmenn fluttu aðeins inn 3600 bifreiðar. Var þá leyft að flytjá inn 1500 fólksbifreíðar, 1000 vörubifreið- ar auk 50,0 ieiguvagna til mann- flutninga, ;,en síðan bættust 600 vÖruskiptábílar við frá EPU- löndum. Verkfalli afstýrt. Yfirvcfajicli verkfalli 14.000 manna í stáliðnaði Bretlands hefur verið frestað um óákveð- inn tíma. Var ákvörðun um frestun tek in, eftir að ákveðið hafði verið að skipa nefnd til þess að f jalla um kröfur verkamanna. MKMP* Nýlega var opnað í Washington vinnuhehnili fyrir sjúklinga og verður þar rúm fyrir im 400 manns. Myndin er tekin við opnunina, þcgar frú Eisenkower tekur við blónivendi frá Iöm- uðum manni, sem vár meðal fyrstu dvalargestanna. Brezkur I Bretlandi eru meiíB rmjjög uggandi um hag brezkra lleið- angursmanna á Suðiuirskaiats- landinu vegna erfiðleííka, sem þeir hafa lent L Hafa þeir í allan vetur orðið að hafast að nokkra leyti við í umbúðakassa utan af dráttar- vél. Þar hafa þeir orðíð' að e'Jda mat sinn og matast en auk þess hefur kassinn verið loft- skeytaklefi þeirra. Þeir höfðu með sér alit efni í gott íbúðarhús, en skip þeirra, Theron, tafðist svo vegna isa, að það komst miklu síðar á á- ætlunarstað en búizt hafði vérið við — náði ekki landi fyrr en í febrúar — og, skömmú síðar urðu veður mjög örðug. Dm Jónsmessuna höfðú þeir 'ékki enn getað komið húsi síira 'uþp, því að aðeins þrír veggjanna voru tilbúnir, og tvívegisf hafði' gert svo mikil hríðarveðuri að „tóftirnar“ fyllti. í síðusiti viku- voru þeir að moka enn einu sinni frá veggjunum, og gerðu þeir ráði fyrir, að um 80 smálest ir af snjó væri innan þeirra. Veðrin hafa.auk þess rifið upp þilborð innan á veggjunum og gert ýmislegt tjón annað. - í leiðangursflokki þessum ííst v!ð meirl afla í dag en sínni áður í sumar. Saltað á hverri höfn frá Langanesi til Sauðárkróks. éru átta menn, og hafa þeir orðið að sofa í tjöldum undan- farið. Þeir lýsa tjöldunum svo, að þýkkur ísglerungur sé utan á þeim, og svefnpokar allir gadd íreðhir, svo að menn verði að þíða þá, áður en farið sé í þá, því ella geti menn ekki hagrætt sér í þeim. En þeir segjast allir vera óhræddir við framtíðina, og þótt matseldin sé oft erfið- leikurn bundin, æðrist þeir ekki, énda fari þeir nú brátt að sjá til sólar. ' Allar líkur benda til þess að í dag berist meiri síld á land, en nokkurn dag annan til þessa um fjölmargra ára skeið. Að því er fréttaritari Vísis á Siglufirði tjáði blaðinu í morg- un hefur gifurleg síldveiði ver- ið í nótt á öllu svæðinu austan frá Langanesi og vestur að Gfímsey. Svo til hvert einasta skip, sem statt hefur verið á þessu svæði og ekki orðið fyrir óhöppum, sprengt eða rifið nætur sínar, fékk meiri eða minni síld í nótt. Sum skipin voru drekkhlaðin orðin er frétt- ir bárúst af þeim í morgun. — Söltun hefur verið pöntuð á hverri einustu höfn, þar sem tunna er til allt austan frá Langanesi og vestur á Sauðár- krók. Var búið að fullpanta söltun 'hjá öllum söltunarstöðv um á þessu svæði, og búizt við að mikið magn yrði að fara í bræðslu. Fyrstu skipin, Ingvar Guðjóns son og Erlingur frá Vestmanna- eyjum komu til Siglufjarðar í nótt með 600—800 tunnur hvort en aðalstraumurinn inn á höfn- ina hófst kl. 8 og fyrstu skipin sem þá komu inn voru Sigurð- ur og Víðir frá Eskifirði með 1200 tunnur hvort. Síldin er sums staðar mjög skammt undan landi, t'. d. ékki nema þrjár mílur undan Langa- nesi. Afbragðsvéður var á öllu veiðisvæðinu í nótt og morgun* logn og blíða en lítið sólskin. Flá Raufarhöfn voru Vísi símaðar áþekkar fréttir og frá Siglufirði. Hvarvetna mjög mik il síld og stór köst, allt upp í 700—800 túnnur í kasti. Töldu sjómenn verulega hættu á a'S næturnar springju því svo stór voru köstin, enda höfðu fregn- ir borizt af sjö skipum á austur- svæðinu í morgun sem sprengt höfðu næturnar og koma þurftu til hafnar til þess að fá gert við þær. Á Raufarhöfn hefur verið stanslaus söltun í alla nótt, frá því kl. 11 í gærkveldi og þar er búizt við að fyrri met í söltun þar á staðnum verði slegin í dag. Tvær stærstu söltunar- stöðvarnar eru hvor um sig búnar að lofa 1500 tunnu söltun í dag og hinar eftir því. Leitarflugvél, sem var á ferli í gærkveldi sá síld á öllu veiði- svæðinu, þó hvað minnst á mið- svæöinu. Frá Húsavík var blaðinu sím að, að í fyrradag hafi heildar- söltun þar á staðnum numið 7621 tunnu. í gær komu þangað tvö skip með síld í sölt- un, Pétur Jónsson með 250 tunnur og Helga RE með 500 tunnur. Af löndunarstöðvunum við Eyjafjörð er það að frétta að í Hrísey voru í gær saltaðar 400 tunnur, sem Sjöstjarnan frá Vestmannaeyjum komi með. Sjöstjarnan var búin að til— kynna komu sína aftur í dag en. ekki vitað um afla. Þá var tog- arinn Jörundur á leiðinni með 1400 tunnur og Atli með 300 tunnur. Það er söltunarstöðin Jörundur, sem tekur við afl- anum. Til Akureyrar var Snæfell væntanlegt í dag með 15—16 hundruð tunnur síldar, sem það Framh. a 5. síðu. Nýja ýsu vilja konúrnar fá i pottinn, en það hefur ekki gengið svo vel undanfarnar vikur. Steingrímur Magnússon skýrði Vísi svo frá í morgun, að mjög lítið veiddist nú af ýsu og væri 'ekki að búast við betri afla... hjá' bátunum fyrr en í 'ágúst, þegar nótf verðurdimm. Reykj avikur.bátar érus- hætt’ir að r.óa: með línu, 'én hpkkrir róa á handfæraveiðar:. og-.afla lítiS. Tvö frystihús eru starfandi á Sauðárkróki. Skapa míkia atvínnu í þorpinu. Frá fréttaritara Vísis. —- Sauðárkróki í gær. 1 var og sumar hefur verið hér talsverí mikil atvinna. Hafa tveir togarar lagt hér upp fisk og eru hér tvö frysti- hús, sem taka á móti fiskinum. Annað frystihúsið eiga kaup- félagið og bærinn í sameiningut en hitt-'er eign Sigurðar Sig- fússonar. Hexur þetta skapað mikla' atvinnu. Hins vegar he.fur eggjatekja í Drangey verið fremur lítil á þessu vori og fuglatekja er al- veg' að leggjast niður. Flóð kom í Héraðsvötnin í voru og skemmdust varplönd mikið á Hellulandi og Sjávar- borg. • Veður hefur verið fremur svalt undanfarið og sólskinslít- ið, en túnaspretta sæmileg og sláttur að byrja.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.