Vísir - 11.10.1956, Blaðsíða 5

Vísir - 11.10.1956, Blaðsíða 5
I Fimmtudaginn 11. október 1956 rtani Enginn árangur af fundi Breta, Frakka og Egypta. Ágreiningur um grunci- vallaratriði. Fulltrúar Breta, Frakka og Egypta, þeir Selwyn Lloyd, Fineau og Fawzi sátu í gær Jþriðja fund sinn um Súezmál- i«. Var fundurinn haldinn að tilhlutun Dag Hammersltjöld, íramkvæmdastjora Sþ. Talið er að grundvöllur þess- ara viðræðna hafi verið tillaga Egypta, en hún er á þá leið, að •skipuð yrði samninganefnd, en Öryggisráðið legði henni starfsr- reglurnar. Ekki fengust nánari fregnir af cfni tillögunnar. A hinn bóginn er það kunnugt, að Selwyn Lloyd telur tillöguna athygliverða Munu Bretar reiðu búnir að fallast á málamiðlun, en hallast helzt að tillögum Indverja. Eru þær á þá leið, að rekstur skurðarins verði í hönd- um Egypta og að alþjóðleg nefnd hafi eftirlit með notkun skurðarins og viðhaldi hans og stækkun. Amerísk blöð héldu því fram í gær, að Bretar hefðu nú al-j veg snúið við blaðinu og teldu sig nú geta fallist á tillögu Egypta. Þessu mótmælti sendi- nefnd Breta hjá SÞ. og sagði að Bretar og Frakkar væru á einu máli um að vinna að því að skurðurinn verði alþjóðleg sigling'aleið undir alþjóðastjórn. Að loknum þriðja fundi Breta, Frakka og Egypta virð- ist svo sem lausn sé enn fjar- lægari en áður. Ekki náðist neinn árangur á fundinum og töldu fulltrúarnir sig ekki geta gef'ið Öryggisráðinu neinar skýrslur um viðræðurnar. — Halda Bretar nú aftur fast við tillögur . 18 þjóða fundarins, sem haldinn var í London í upp hafi deilunnar. Virðist svo sem aðalágrein- ingurinn sé sá, að Egyptar leggja aðaláherzluna á fullveldi sitt og telja öll afskipti alþjóða nefndar af siglingum um skurð inn. skerðingu á fullveldi sínu. Á hinn bóginn vilja Brtar og Frakkar ekki viðurkenna yfir- ráð Egypta yfir skurðinum og leggja aðaláherzluna á það, að skurðurinn sé alþjóðasiglinga- leið, er vera skuli undir alþjóða- eftirliti og alþjóðastjórn. Dregið í 10. fl. HHÍ í gær. Dregið var í 10. flokki Happ- drættis Háskólans í gær. Dregn ar voru 534.000 krónur og komu upp eftirfarandi númer: 50 þús. krónur komu á nr. 669 hálfmiða í umboði Arndís- ar Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10. — 10 þús. kr. komu á nr. 28618, hálfmiða í umboði Jóns Árna- sonar og Guðrúnar Ólafsdóttur, Bankastræti 11. Aðrar 10 þús. kr. komu á nr. 39185. 5 þús. kr. komu á nr. 3796, fjórðungsmiða í umboði Frí- manns Frímannssonar í Hafn- arhúsinu, aðrar 5 þús. kr. komu á nr. 16314, hálfmiða á Sauðár- króki og hjá Frímanni Frí- manni Frímannssyni og þriðju 5 þús. kr. komu á nr. 20209 í Vestmannaeyjum. Eldur í verk- smiðju. 1 imnnishúw eyði- Seytjsi mi' ettli, í gær var slökkviliðið kvatt út þrisvar sinnum. í fyrsta skipti að Hverfisgötu 116, þar sem rimlatjaldagerðin Hansa er til húsa. Var það klukkan 18,35. Þégar slökkviliðið, kom á staðirin var mikill reykur í herberginu og varð áð brjóta ruðu til að hleypá út reyknum. Eldurinn var fljótlega slökktur, en tals- vert tjón mun hafa orðið' á framleiðslunni. Klukkan 19,40 var slökkvi- liðið kvatt að: Grænuhlíð 18, en þar hafði kviknað í vinnuskúr. Þegar • slökkviliðið koyn á vettvang, var skúrinn éitt eld- haf. Tók um klukkutíma að slökkva og eyðilagðist skúrinn. Var skúr þessi úr timbri, járn-j varinn, og var auk þess geymt í honum eitthvað af timbri og1 öðru dóti og skemmdist það. I Klukkan 20,49 var slökkvilið-! ið kvatf að Kamp Knox E-23J Hafði verið þar yfirfylling í olíukyndingu og fólk orðið hrætt. Engai- skemmdir urðu1 þar. Nína Tryggvadóttir opnar sýningu á gier- mosaik. Nína Tryggvadóttir opnar í dag sýningu á málverkum og glermosaik í húsi Landsbóka- safnsins við Hverfisgötu. Er það í fyrsta sinni, sem haldin er sýning á glermosaik hér á landi, en þó er þetta göm- ul listgrein. kunn af skreyting- um á kirkjum á miðöldum, en er nú mjög að ryðja sér til rúms í húsaskreytingum nú- tímans. Nína Tryggvadóttir hefur haldið sýningar á glermosík í Frakklandi og fengið góða dóma í blöðuflum í Parísi Þá hefur hún og selt í tvö söfn í Þýzkalandi, í Köln og Aachen. Sýningin vérður opin dáglega kl. 1—10 næstu tíu daga. Uttsrgabardine frakkar útlendir, Uppmokstur úr grunni geta þeir fengið endurgjaldslaust sem vilja sækja hann Stigahlíð 18. Byggingarfélag verkamanna. NORSK BLÖÐ Ný blöð koma með Gullfossi. BLAÐATURNINN Laugavegi 30 B. Volkswagen'56 keyrður 5 þús. km. til sýnis og sölu í dag. Bílasalan, Hverfisgötu 34, Sími 80338. íbúð — Hitaveita Sólrík íbúð í suðurbænum til leigu nú þegar. 5 herbergi. Sér hitaveita. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Vísis fýrir kl. 12 á hád. laugard. 13. þ.m. merkt: „Góð íbúð — 134.“ Bremsuborðasett í flestar tegundir bifreiða. Einnig Bremsuborðar í rúllum, margar þykktir og breiddir. Kublingsdiskar og lagerar. SMYRILL, Húsi SameinaSa. — Sími 6439. B.S.S.R. B.S.S.R. Til sölu Ágæt 3ja herbergja kjall- araíbúð í nýju húsi. Þeir, sem vilja neyta forkaups- réttar gefi sig fram fyrir n.k. þriðjudag í skrifstofu félagsins Laugav. 24 III., kl. 17;—18,30 virka daga aðra en laugardaga. Stjórnin. Gerist skátar Þeir drengir í Reykjavík sem bafa hug á að gerast skátar geta komið til innritunar í kvöld kl. 8 í Skátaheim- ilið við Snorrabraut. Félagsforingi. BEZT Af) AUGLYSAI VISl Vélabóliliald Vér óskum að ráða sknfstofumann td starfa við vélabókhald. Nauðsynlegt að umsækjendur hafi unnið við vélabókhald úður. Upplýsmgar á sknfstofu vorri. Mjéikurssnamsttlam Endið miðdegismáltíðina á hátíðarétti Sú Bifla vann 4 millj. kr. , Stúlkubarn eitt í Sao Paulo í Brasilíu varð fyrir óvæntu happi nýlega. Þegar stúlkan var 15 daga gömul og enn óskírð, keypti amma hennar miða í veðhlaupa- happdrætti og gaf barninu. Féll vinningur að upphæð 240 þús. dollara —- nærri 4 millj. kr. — á miðann og hefur varla nokk- ur verið , orðinn , svo rikur, 15 daga gamall, sem á annað borð j kom snauður í þennan heim. p Það er sannarlega ómaksins vert að bera á borð eitthvað girnilegt, sem setur veizlu- brag á hversdagslega máltíð. Gtkerbúöingur er rétti hiuturinn!! 0tkers búðingar eru frábærlega bragðgóðir, og það er fljótlegt og kostnaðarlítið að búa þá til. Af þeim eru margar ljúffengar teg- undir. BUÐINGSDUFT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.