Vísir - 22.10.1956, Qupperneq 10
10
VÍSIK
Mánuclaginn 22, október 195®
J ÍE N N i F E R AIHES: S
Aílu
amilt .................................................Illlliiil
5. KAP.
Anna át miðdegisverðinn við skipstjóraborðið og það gerði
Morton líka. George Allen og kona hans sátu þar einnig, og
læknir sem hét Halland.
Ungur loftskeytamaður kom inn og rétti Önnu skeyti. Hún
opnaði það meðan verið var að bera fram ábætirinn.
„Maður sem við þekkjum bæði er þér samferða. Farðu var-
lega. Minnstu ekkert á samkomulag okkar.“ Undir skeytinu
stóð „Dick“.
Hún lagði skeytið í töskuna sína. Hún hafði alls ekki lofað
Díck að njósna fyrir hann. Hún roðnaði af gremju. Morton
horfði forvitniaugum á hana. i 1
—- Er einhver að óska yður góðrar ferðar? spurði hann.
— Já, eitthvað í þá átt.
— En var ekki aðvörun í skeytinu líka?
Hvernig vissi hann það? Ekki gat hann hafa lesið gegnum
blaðið.
— Því skyldi það hafa verið aðvörun? spurði hún gröm._
I' — Maður sem við þekkjum bæði hefur eflaust frétt að við-
sjálsgripur sé hér um borð. Hann deplaði augunum framan í
hana.
Halland læknir stakk upp á, að þau drykki kaffi saman inni
í setusalnum. Anna afsakaði sig og fór niður í klefann sinn.
Hún var þreytt og skipið veltist talsvert. Þetta var fyrsta lang-
ferðin hennar á sjó og hún vissi ekki hvernig hún mundi þola
sjógang. Eftir hálftíma fór henni að líða illa. Hún háttaði, en lá
lengi án þess að sofna. Hún var að hugsa um samtal sitt og
Mortons. Hún vildi ógjarna flækjast inn í óþægindi út af mann-
eskju, sem hún hafði aldrei séð. Hvernig vissi Morton hvað stóð
í loftskeytinu? Og hvað hafði hann átt við með því að segja, að
hann og Jacky héldu, að faðir hennar hefði verið myrtur? Það
var of hastarlegt til að geta verið satt. Morð voru fréttir, sem
maður las um í blöðunum, en ekki neitt sem maður var riðinn
við sjálfur Hún vildi heldur trúa því að Jacky væri æst og
veikluð eftir fráfall föður síns, og að hugarórar færu með hana
í gönur. Engum af vinum hennar fannst ástæða til að vera
hræddur, nema Morton einum.
Loksins sofnaði hún, en eftir nokkra tíma vaknaði hún aftur.
Nú var komið foráttuveður. Skipið kastaðist til á öldunum, eins
og fys. Hún kveikti. Hún var sjóveik en henni var ómögulegt
að liggja lengur. Hún fór í morgunkjól og inniskó og settist
skjálfandi í hægindastólinn. Allt í einu drapst Ijósið og hún
hljóðaði. Hún hafði verið hrædd í allt kvöld og nú fór hún að
hugsa um alla skipskaðana sem hún hafði lesið mn. Hvað ætti
hún að gera ef Lipton sykki? Hún hafði litla trú á björgunar-
bátum í þessum sjógangi. Hún þreifaði sig áfram að fataskápn-
um til að ná sér í hlýja kápu, henni mundi ekki veita af. Henni
grammdist við sjálfa sig.
— Þú ert lydda. Vertu róleg. Hvað er að óttast þó að ljósið
slokkni í svona sjógangi?
Nú var drepið á dyrnar. Líklega var þjónninn kominn til að
athuga ljósið? Hún þreifaði fyrir sér fram að dyrunum og opn-
að.i Birtu af vasaljósi lagði inn í klefann.
— Ég heyrði að þér hljóðuðuð, og datt í hug að kannske hefð-
uð þér orðið hrædd. Svo að ég kom með ljós handa- yður, sagði
Morton rólega og blátt áfram.
— Þakka yður innilega fyrir. Hu; var skjálfrödduð.
— Eruð þér hrædcl? Verið þér róleg. Þessi gamla fleyta
flýtur eins og kork. Hún hefur komist í hann k oppari en þetta.
En það er ekki gaman að sitja í myrkri. Ég tók með mér vasa-
ljós handa yður. Á ég ekki að hengja það upp á vegg?
— Þakka yður fyrir, sagði hún einlæglega þakklát.
— Viljið þér halda á luktinni fyrir mig meðan ég hengi upp
vasaljósið yfir snyrtiborðinu. Það er vissast að þér setjist,
annast getið þér misst jafnvægið.
Hún hlýddi. Versta hræðslan var afstaðin, en henni leið illa.
Hún lét birtuna falla á hann meðan hann var að festa Ijósið.
Hann var í slobrokk, sem var í stysta lagi. Líklega var ekki
hlaupið að því fyrir hann að fá nógu síða frakka. Undir
slobrokknum var hann í röndóttum náttfötum og með rauða
inniskó á fótunum. Og hárið flagsandi niður á enni, eins og vant
var.
Skipið lagðist mikið á hliðina, og hún datt afturábak upp í
rekkjuna. Þegar hún reis upp aftur var hann að lesa skeytið
frá Dick, sem hún hafði lagt á snyrtiborðið.
— Lesið þér annara manna bréf? sagði hún reið.
Hann brosti. — Já, því ekki það? Mig grunaði að þér hefðuð
fengið aðvörun. Og skeytið lá þannig að ekki varð komist hjá
að lesa það. Svo að grunur minn reyndist þá réttur. Þér farið
til Bermuda til að njósna um Jacky og mig.
— Nei, það er ósatt. Dick hugsar aðeins um að hjálpa Jacky.
— Og um framtíð sína, bætti hann við þurrum rómi.. — En
nú vil ég vita út á hvað þetta samkomulag ykkar gengur!
— Við höfum ekkert samkomulag gert. Ef þér hefðuð hlustað
á okkur lengur, munduð þér hafa sannfærst um það.
— Ég vildi óska að ég gæti trúað yður. En hann miimist á
samkomulag í skeytinu.
Hún svaraði ekki.
— Þér skiljið að Jacky þarf að eiga vini, virkilcga vini. Það
er ekki gaman að heyra, að hún hafi fengið óvin í viðbót.
— Ég er ekki óvinur hennar, sagði Anna gröm. — Ég þekki
ekki ungfrú Romage, og mig langar ekkert að óvingast við
fóik.
— En ef þér eignuðust trúnað hennar — munduð þér þá
segja Haslett það, sem hún trúir yður fyrir?
— Nei, alls ekki, svaraði hún reið.
— En hann hefur vafalaust béðið yður að gera það. Og
ég er viss um, að það er þess vegna, §em hann hefur sent >ður
til Bermuda.
— Gerið þér það fyrir mig að fara, sagði hún lágt. — Það
var fallega gert að ljá mér vasaljósio, en nú verðið þér að fara.
Hann rétti úr sér. '— Já, mér þykir leitt að hafa sagt þetta
allt. Mig langar svo til að þér verðið á okkar Jacky bandi, ung-
frú Fremlin. Við sjáum nú til þegar þið hittist. Hann færði sig
næf henni. — Reiðið yður ekki á allt það, sem yður hefur verið
sagt áður, en nú skuluð þér hafa augun hjá yður þegar þér
komið til Bermuda. Viljið þér lofa mér því?
— Já, því get ég lofaö yður.
— Þökk fyrir. Hann tók hendinni um öxl hennar og þrýsti
að.
Hún spui ði: — Hvað áttuð þér við með því að segja að ung-
frú Romage og þ ;r væruð sannfærð um að faðir hennar hefði
verið fnyrtur? Ef ástæða er fyrir þeim grun ættuð þér að fara
til lögregluimar.
— En -,-ið höfum engar sannanir. Jacky talaði við föður
sinn áður en haim dó. En þá trúði hún ekki því, sem hann
sagði hen; . Hún hélt að hann væri að tala vitleysu.
— En hvaða ástæðu hafið þér til að halda, að þetta hafi
verið morð?
Hann hikaði. — Ég veit ekki hvort ég á að segja yður það.
Ég vil ekki að óvinir mínir komist á snoðir um það.
— Vitið þér hverjir óvinirnir eru? spurði hún hvasst.
Hann khikaði kolli. — Já, ég held það, en hvorki ég né
Jacky höf; n sannanir. Innfæddur þjónn kom til mín undireins
og Romag.- var dáinn, og bauðst til að selja með upplýsingar
um dánarorsökina.
*
Ein Hollywoodstjarnan hefir
gert sér það að reglu að reyna:
að fremja sjálfsmorð í hvert
sinn sem hún verður fyrir ást-
ai’sorg. Hún er alltaf flutt á
sama sjúkrahúsið og það er allí-
af sami læknirinn sem stundar
hana þegar svona stendur á-
fyrir henni.
Þegar hún kom í þessu á-
standi í fimmta sinn, fannst
lækninum kominn tími til aðl
tala alvarlega við hana og sagði:
„Eg vil benda yður á það, kæra
frú, að ef þessu heidur svona á-
fram, endar það með því, ao
þér bíðið tjón á heilsu yðcur.“
Stórblaðið Observer hugðist
birta ýmsar kýmnisögur um,
kvikmyndaleikara í tilefni af
60 ára afmæli kvikmyndannaí
og snéri sér í því tilefni til
nokkurra frægra kvikmynda-
leikara. Þar á meðal skrifaði
blaðið einum Marxbræðra,
Groucho Marx. Ekki fékk þó
blaðið svar frá Groucho sjálf-
um, heldur frá félaginu Gummo
Marx Enterprises í Los Ange-
les og var það á þessa leið:
„Groucho hefir beðið okkui”
að svara bréfi yðar, þar seni
hann er kvefaður um þessai’
mundir. Hann virðist annars
kunna vel við kvef því hami
er svo oft með það. En svo að
við snúum okkur að bréfi yðar,
þá segist Grucho ekki geta
skrifað 1000 orð fyrir 4000
krónur. Við viljum segja yður,
það alveg afdrttarlaust: Grucho
á 4000 krónur, en hann á ekki
1000 orð. Hann vill svo óska
yður til hamingju með fyrir-
ætlanir yðar.
Þegar hin margumtalaða
Elísabet ekkjudrottning Belgíu-
manna var á Chopin-hátíðinni
í Varsjá, sat hún til borðs með
þekktum kommúnistaleiðtoga.
— Eruð þér kaþólskar, yðar
hátign? spurði kommúnistinn.
— Eg er trúuð, en eg hef það
ekki fyrir atvinnu, svaraði
ekkj udrotningin. — En eruo,
þér kommúnisti?
— Já_ svaraði kommúnistinn,
— eg hef það fyrir atvinnu en.
eg er ekki trúaður.
í 42 SuwuakA
TARZAN
2209
í— I kvöld skulum við dansa og
drekka, sagði Chaka. Á morgun
skulum við drepa.
Því næst drakk Chaka í botn úr
bjórkrukkunni. Það var merki þess
að hátíðahöldin ættu að byrja.
Þegar hér var komið, tók Tarzam,
upp grímuna og glotti háðslega.