Vísir - 22.10.1956, Síða 12

Vísir - 22.10.1956, Síða 12
Þeir, sem gerast kaupendur VlSIS eftir 19. hvers mánaSar fá blaSiS ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. 1 Wl VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó bað fjöl- breyttasta. — Hiingið í síma 1660 *g gerist áskrifendur. Mánudaghm 22. okíóber 1956 Loftleiðir hafa tekið upp Skotlandsferðir. Þær verSa einii sfnnl í viku um heSgar. S. 1. laugardag hófu Loftleið- ir að nýju áætlunarflug milli Skotlands og íslands. Lenti fyrsta flugvél félagsins á Renfrew-fluggvelli, skammt frá Glasgow laust fýrir kl. 3. í íluggvélinni, sem kom frá Staf- angri, voru stjórn Loítleiða og uokkrir starfsmenn félagsins, en fyrir á flugvellinum voru um hundrað gestir, sem boðið hafði verið af þessu tilefni. Sigurður Helgason, varafor- maður stjórnar Loftleiða, hafði orð fyrir íslendingum, en af hálfu heimamanna töluðu þeir Sir Patrick Dollan og Allan Maclean, borgarstjóri Paisley. Báðir fögnuðu hinum nýju á- ætlunarferðum Loftleiða og töldu einkum þýðingarmikið, að með þeim yrði farþegum gef- inn kostur á ódýrum og hent- tigum ferðum milli Skotlands og New York. . Eftir rúmlega tveggja stunda viðdvöl var haldið til Reykja- víkur, og var hvert sæti skipað í flugvélinni. Fyrsta ferðin héðan til Glas- gow var farni í gær, og eftir- leiðis mun áætlunarierðum haldið uppi á sömu dögum, frá les ler 7*rý-'- Glasgow til Reykjavíkur á laug ardögum, en til Glasgow frá Reykjavík á sunnudögum. Stolinn bíll stór- skemmdur í árekstri. ASfaranótt laugardags var stolið bíl á Hringbrautinni.. Eigándi bifreiðarinnar hafði komið heim til sín um tvöleytið um nóttina og skilið bifrsið sína, sem var vörubifreið, eftir fyrir utan húsið á Hringbraut þar sem hann bjó. Um klukkustundu síðar barst lögreglunni tilkynning um harðan árekstur, ér vörubifreið hafði verið ekið á ljósastaur á horni Ljósvallagötu og' Hring- brautar. Staurinn stóð, en bif- reiðin stórskemmdist, svo að hún var ekki ökufær á eftir og varð að fá kranabíl til að ná henni af staðnum. Ökuþórinn sást taka á sprett út úr bifreið- inni yfir kirkjugarðinn' og' hverfa þar á bak við legsteina. Þrátt fyrir leit lögreglunnar hafðist ekki upp á þjófnum. Daily Mail birtir fregn um það frá New York, að Duiies muni láta ai' störfum sem ut- anríkisráðherra eftir áramótin. Don Idon, fréttaritari blaðs- ins, segir að það sé öllum ljóst, að ef demokratar sigri taki nýr maður við, og demokratar séu staðráðnir í að nota sér ékki á neinn'hátt staffskrafta Dulles- ar, en jafníramt þótt repuþiik- anar sigri, niuni einhver annar taka við embættinu eftir ára- mótin, að áliti ýmissa embætt- ismanna Sameinuðu þjóðanna. Líklegastur eítirmaður Dull- esar er talinn Thomas E. Dew- ey, fyrrv. fyllcisstjóri í New York, en hann hefur tvívegis verið forsetaefni republikana. Honum muni standa embættið tii boða, sigri Eisenhower. — Henry Cabot Lodge, fulltrúi |Bátidaríkianna á vottvangi Sameinuðu þjóðanna, er einnig nefndur í þessu sambandi. — Don Iddon seg'ir, að álit manna á Dulles hér (þ. e. á vettvangi Samein.uðu þjóöanna i New York) hafi fariö hraðminnk- andi. Hafldknattieiksmeistaramót Reykjavíkur hófst í gær. Þrír melstaraflokksleikir í karlaflokkl. Meistaiamót Reykjavíkui' í Ixandknattleik hófst að Háloga- landi í gærkveldi. Gísli Halldórsson, form. Í.B. R., setti mótið með stuttri ræðu. Gat liann þess, að nú væri kom jnn vel á veg undirbúningur að byggingu nýs og veglegs húss og sagði, að nú væri ekki langt í land, þar til íþróttin fengi þau .skilyrði, er henni bæri. Eru þetta langþráðar og góðar frétt ir fyrir unnendur handknatt- ieiksins. Að. lokinni ræðu Gísla hófst mótið með leik í 3. ílokki karla milli K. R. og Þróttar, sem lauk með naumum sigri K.R., 7 : 6. Síðan hófst keppni í m.fl. kaxTa og fóru leikar þar sem hér seg ir: Fram — Ármann 18 : 14. Bæði þessi lið eiga enn eftir að mótast og nokkrir gallar á leik þeirra, bæði j sókn og vörn. Þau ráða hvorugt yfir hraða þeim, er færðist í þennan leik og varð hann því full þvöglulegur og útfærsla leiksins ekki sem bezt. í hálfleik stóðu leikar 8 : 7 fyrir Fram eftir jafn an leik. Lið Fram háfði sterk- ari einstaklingum á að skipa, sem eiga að geta náð meiru út úr leik sínum, ef þeir æfa vel og taka leikinn alvaxTega. í síð- ari hálfleik náði Fraxn betri tök um á leiknum og’ sigi-að örugg- lega. í. R.—Þróttur 16 : 4. í. R. náði strax forystuixái og tókst að skoi-a þiTvegis áður en Þróttur náði marki. Lið í. R. er að mestu skipað ungum og skemmtilegum leikmöixnum senx allix’ eru mjög skotharðir og leiknir. .Þessir drengir ejga eftir að ná langt, er þeir hafa öðlast meiri „taktiska“ reynslu. Lið Þróttar var íxú mun lélegra en í hraðkeppninni og tókst illa að leika í gegn um vöm f. R. í hálfleik stóðu leikar 7 : 1 fyrir í. R. Valur — Víkingur 18 : 5. Víkingur, senx undaixfarin ár hefúr átt eitt skemmlilegaáta lioið, hefur nú misst marga af sínum bez'tu mönnum, ýmist ýfir í önnur félög, eða þeir hætt keppni, hefur nú dregizt nokk- uð aftur úr í bili. Leikir þess- ara félaga hafa oftast vexið jafnir og spennandi, en 1 þetta sinn átti Valur auðveldan sig- ur. f háifleik stóð 9 ; 2 fyrir Val. Kcí'ixxákr, S.l. i'östudag varð það sl.vs, að bíll valt xit af vegimihx við Ellíðavatn. Muriaði minrxstu, að bílstjórinn drukkna'ði. Hér sést, þegar vcrið er að ná bílnum upp úr aftur. Bjöi-gunarféiagið Vaka sá um framkvæmdir. Ljósm. P. Thomsen. Sýning Gu5mundar frá Miftdal: Yfir 20 listaverk seldust um helgina. Hefur gefí5 út myndamöppur af fyrstu llstayerkum sínum. ngifl síM síftan á föstudag. Frá fréitaritara Vísis. Akranesi í morgun. Síldarbátar reru í gær þrátt fyrir haugasjó og storm. Flest-| ir bátanna sneru aííur, en tveir bátar frá Akranesi Ixéldu sig á miðunum í nótt, en munu ekki hafa lagt netin. Engin síld hefur borizt til Akraness síðan á föstudag. Þá komu 16 bátar rriéð 1234 tunn- ur. Aflinn yar jafn og voru flestir bátanna nxeð um Í.00 tunnui’. Mikil aðsókn var að sýmingu Uuðmunáar Eniarssonar frá Miðdal um helgina og yfir 20 listaverk seldust. Sýningin var opnuð kl. 2 e.h. á laugardagiiin og ,þar til £ gær- kveldi höfðu um 500 manns séð hana. Meðal sýnimgargesta var forseti íslands, hr. Ásgeir Á§- geirsson og Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú. Sýningiix er í hinni nýju vinnustofu Guðmundar að Skólavörðustíg 43, en þar eru sýningarskilyrði hin ákjósan- legustu bæði hvað birtu og hús- rými snertir, en sýningarsalur- inn er 6x15 metra stór og njóta listaverkin sín þar mjög vel. Fékk Guðmundur ríkisstyrk á sínuxn tíma til að koma vinnu- stofu þessari upp og hefur hann lokiö við hana að fullu fyrir nokkru. M.b. Böðvar er nú hættur síldarleitinni og hefur lagt amei’íska trollið á land. Til- raunir lxaixs með þessa síldar- vöi’pu hafa ekki borið neinn á- rangur til þessa, enda voru skilyrðin slæm. Báturinn fer nú út með í’eknet. Dettifoss var á Akranesi í gær og lestaði 12 þúsund kassa af frosnum fiski og 125 lestir af karfamjöli. Siiflssambanfj rofnar norftttr Á fyrstu tveim dögum sýn- ingarinnar seldi Guðmundur 21 listaverk, þar af 19 málverk og 2 höggmyndii’, en slíkt má telja óvenju góða sölu, Þá má og geta þess, að nú eru 40 ár liðin frá því að Guö- mundur hóf listamannsferil sinn og í tilefni af því hefur hann gefið út. í litlu upplagi möppur með ljósprentunum af nokkrum fyrstu listaverkum sínum. Eru það raderingar af gömlu lendingai-vörunum hér í Reykjavík og af gömlu torf- bæjunum, sem stóðu enn fyrir 40 árum, þegar hann byrj- aði að teikna. Og að því er Guðmundur hefur tjáð Vísi munu þetta vera fyrstu ra'der- ingarnar, sem gerðar hafa verið hér á landi. Þær eru ljósprent- aðar í Litlxoprent og hefur Guðmundur möppuna til sölu á sýningu sinni.. í gær og í fyrra- dag seldist þriðjungur ein- iakafjöldans. Sýningin verður oþin daglega næsta hálfa”> mánuðinn. KaiTakórinn Svanir á Alcra- nesi er nú að hefja vetrarstarf- semi sína. Ingibjörg Steingríms dóttir frá Akureyri hefur verið ráðin til að sjá um raddþjálfun kórfélaga um mánaðartima. —• Iixgibjörg staríar á vegum karla kórasambandsins. í happdrætti Knattspyrnufé- lags Akraness kom vinningur- Lnn, ný fólksbifreið, á miða nr. 48560. Vinningíim Maut Þ&rfr Karlsson bifvélavirki í Reykja- vík. Síðdegis á laugardaginn varð bilxus. ú jarðsímanum norður og vestur, þannig að sambands- laust varð við allt Vesturland og mjög slæmt við Akureyri. Bilun þessi varð skamrnt norðan við Blikastaði í Mos- fellssveit og varð hennar fyrst vart eftir miðjan. dag á laugar- daginn. Bilunin ágerðist því lengur sem leið á kvöldið og varð sambandslaust með öllu við allt Vesturland og þar með einnig við Borgarnes og Akra- nes. Sambandið við Akureyri rofnaði aldrei með öllu, en lxeyrðist mjög illa þegar líða tók á kvöldið. Unníð var að 'viðgerð á sím- anum alla. aöfaranótt sunnu- dagsins og lauk í gær. Beiielux'fundi í París lokið. Fundum utanríkisráðherra Benelux-Iandanna í París er lokið og mörg vandamálanna, sem rædd voru. eru óútkljáð. Frakkar telja svo ástatt hjá ; sér, að þeir geti ekki að svo ; stöddu aðhylst tillögurnar um | sameiginlegan markað, og | Vestur-Þjóðverjar telja sig ekki Igeta samþykkt tillögurnar um i sameiginleg kaup í sambandi við fyrirhuguð áform um notk- un kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. — Telja þeir sig geta komist að betri kjörum í Banda ríkjunum einir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.