Vísir - 11.12.1956, Qupperneq 4
.ín
VfSIR
Þriðjudaginn 11. desember 1S56„
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálssom
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
'j.T AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur)
jjfft Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hví svfiTð fiöií ekki?
Það eru engin ný sannindi, að
sök bíti sekan, og þeim, er
hafa slæma samvizku, vefj-
] ist tunga um tönn, þegar fyr-
■ ir þá eru lagðar einföldustu
spurningar um gerðir þeirra.
Þannig fór einnig fyrir ráð-
j herrum „umbótaflokkanna“
á þingi í síðustu viku, þegar
j rætt var um hið nýja sam-
komulag, sem hún hefir gert
1 við stjórn Bandaríkjanna í
FWédurmáls
varnarmálunum. Ráðherrarn
ir voru spurðir um mjög ein-
föld atriði, en þeim vafðist
tunga um tönn, þeir urðu
; margsaga innbyrðis, en upp-
lýstu þó í rauninni miklu
meira en þeir ætluðu sér
með undanfærslum sínum
og þögn.
Eitt af því. sem ríkisstjórnin
var spurð um, var það^ hvort
7. grein samningsins frá
1951 væri enn í gildi, hvort
íslandi bæri skylda til að
leita umsagnar Atlantshafs-
bandalagsráðsins á ný, ef ís-
] lendingar vildu gera . ein-
• hverjar breytingar á stöðu
varnarliðsins. Utanríkisráð-
herrann hvað svo vera, en
hann var ekki eina vitnið,
; því að annar ráðherra kom-
j múnista. Hannibal Valdi-
• marsson, tók einnig til
j máls. Hann skýrði við-
• - horf kommúnistá, sem
! er á þá leið að þeir Iíta
] svo á, að ekki þurfi að hafa
] neitt samráð við ráð banda-
] lagsins eftir þetta, það hafi
; verið gert á síðasta sumri,
] þegar leitað var umsagnar
; þess um friðarhorfur í heim-
inum — eftir að búið var að
samþykkja hina dæmalausu
ályktun 28. marz.
Það var ekki nema eðlilegt, að
kommúnistinn svaraði þann-
ig. Hann og aðrir af því
sauðahúsi eru svarnir fjand-
] menn Atlantshafsbandalags-
] ins og samvinnu frjálsra
1 þjóða til að sporna við hætt-
unni af kommúnimanum.
Þeir vilja, að íslendingar hafi
sem minnst saman við aðrar
] lýðræðisþjóðir að sælda, og
/ þess vegna þurfti enginn að
1 undrast yfir þessari afstöðu.
f En menn undrast hitt, að yf-
j irlýstir bandalagsvinir(!)
eins og forsætisráðherrann
j og utanríkisráðherrann skuli
í ,'kki hafa talið ástæðu til ao
• svara fyrir sig eða ómerkja
orð kommúnistans. Það gef-
j ur ótvírætt í skyn, að þéir
f hafi ekki alveg hreina sam-
J vizku, þeir hafi ekki. sagt
’ allan sannieikann í þessu
máli_ . þótt s jálfsagt væri. ,
Pá ,fengú,.nienn--aíl hfiýxa.jþað
hjá utanríkisráðherranum,
að ekki hefði verið minnzt á
neinar framkvæmdir á veg-
um varnarliðsins. Sá hinn
sami hafði þó lofað mikilli
og vaxandi atvinnu, þegar
varnarliðið væri farið af
landi brott. Er sennilegt að
sá maður, sem það sagði, hafi
ekki reynt að grennslast
eitthvað eftir því, hvort um
efndir á því kosningaloforði
hans mundi verða að ræða,
þó að varnarliðið færi ekki?
En þótt þessi ráðherra segði
þetta, kom annar til skjal-
anna, og sagði^ að vinna
mætti við framkvæmdir sam
kvæmt gömlum leyfum.
Og þegar spurt var um það,
sem kommúnistar höfðu
fullyrt, hvort leitað hefði
verið fjárhagslegrar aðstoðar
Bandaríkjanna í sambandi
við umræðurnar um varnar-
málin, svaraði forsætisráð-
herra út í hött, að alltaf væri
verið að leita lána fyrir ís-
lands hönd. Er svarið ekki
fólgið í þeirri staðreynd, að
forsætisráðherrann treysti
sér ekki til að neita afdrátt-
arlaust?
Hlutur stjórnarflokkanna er ill-
ur eftir þær umræður, sem
fram fóru á Alþingi í síðustu
viku. Við umræðurnar í marz
um endurskoðunartillögur
framsóknarm., bentu sjálf-
• stæðismenn á, að þótt kyrrt
væri á yfirborðinu, logaði
enn undir niðri. Það töldu
kratar og framsókn — og
að sjálfsögðu kommúnistar
líka — fásinnu eina. og vildu ,
ekki heyra á slíkt minnzt. Nú
er það komið á daginn, að
þetta var rétt, ólgan hefir
brotizt út, og enn er óvíst, j
hverjar afleiðingarnar verða.
Hinir alvitru hafa þess vegna
orðið að kannast við, að þeir
höfðu rangt fyrir sér, og þeir
hafa beðið Bandaríkin um
að láta ekki her sinn fara, j
þótt þau tjáðu sig reiðubúin
til þess. Stefnan, sem varl
undirstaða stjórnarslita og
kosninga á síðasta vori, hefir
því beðið algert skipbrot.
Sjálfstæðisflokkurinn hefj vax-
ið við þau málalok, sem hér
hafa orðið. Landsmenn ættu
af þeim að læra, að fullyrð-
ingum tækifærissinna er ekki
treystandi, og sízt á hættu-
tímum.
LÁUGAVEQ 10 _ StMl.3S«T
Nafnlaus bréfritari amast við
orðinu Akurnesingur og vill láta
nefna íbúa Akraneskaupstaðar
Akranesinga eða Skagamenn.
Um Skagamenn er það að segja,
að enda þótt skaginn sé nefndur
Skipaskagi eða Skagi, heitir
kaupstaðurinn Akranes, og vírð-
ist mér þá fátt sjálfsagðara en
kenná íbúa hans við það nafn,
enda er Akranes síður en svo
nýtt nafn á þessum skaga, eins
og bréfritari virðist þó álíta. í
Landnámu segir: „Bræður tveir
námu Akranes allt á milli
Kalmsár og Urriðaár; hét annar
Þormóður; hann átti land fyrir
sunnan Reyni og bjó að Hóli...
Ketill átti Akranes fyrir vestan
og fyrir norðan Akrafell til
Urriðaár." Hvorki er minnst á
Skaga né Skipaskaga í Land-
námu.
Þá er það misskilningur, að
Akurnesingur sé ekki alveg einsj
rétt og Akranesingur, hið fyrrj
nefnda meira að segja fremur
í samræmi við íslenzkar venjur
um slík orð en hið síðara. 1
þessu sambandi þarf að minnast
á stofn orða, en svo er nefndur
sá hluti þeirra, sem helzt í allri
beygingunni. Beygingarending
heitir það, sem bætist við stofn-
inn i beygingunni. Þannig er
stofn orðsins hestur hest, því
að sá hluti orðsins helzt i öllum
föllum. Beygingarending nefni-
falls er ur, (hestur), þolfalls
engin (um hest), þágufalls i
(frá hesti), eignarfalls -s (til
hests). Mjög álgengt er það S
islenzkum naforðum, að þolfallið
hafi enga beygingarendingu, og
er þá það fall .stofn orðsins.
Þannig er stofn orðsins drengur
dreng (þolfall: um dreng), stofn
orðsins bátur bát ( um bát). Nú
er það venja í íslenzku, að draga
ekki heiti íbúa kaupstaða eða
héraða af kaupstaðar- eða hér-
aðsheitinu óbreyttu, heldur
breytist fyrri hluti staðarheitis-
ins oftast þannig, að stofn hans
er aðeins notaður í heiti íbú-
anna. Þannig eru íbúar Isafjarð-
ar ekki nefndir Isafirðingar,
heldur Isfirðingar, en stofn fyrri
hlutans er ís (um ís). íbúar
Húnavatnssýslu heita ekki
Húnavetningar, heldur Húnvetn-
ingar, en stofn orðsins húnn er
einmitt liún (um hún). íbúar
Reykjavíkur heita ekki Reykja-
víkuringar, heldur Reykvíking-
ar, stofn orðsins reykur er reyk,
og þannig mætti lengi telja.
Samkvæmt þessari reglu væri
óeðlilegt að nefna íbúa Akra-
ness Akranesinga, þeir hafa að
fornu veríð nefndir Akrnesingar,
því að stofn fyrri hlutans var
akr, en hefur nú breytzt í akur,
u hefur verið skotið inn á undan
r—i i enda orðs, eins og kunn-
ugt er, drengr orðið dreng.ur,
salr orðið salur o.s.frv. Akur-
nesingar er því hið rétta heiti
á íbúum þessa kaupstaðar.
Nú er mjög nctað orðasam-
bandið klæða sig um í staðinn
fyrir hafa fataskipti, skipta um
föt. Ekki veit ég vegna hvers,
finnst sumum það ef til vill
fínna? En það er þá á misskiln-
ingi byggt. Klæða sig um er
hrein danska, klæde sig om, og
eru málskemmdir að því hér
hjá okkur. Sklpta um föt, hafa
fataskipti, á að segja, sbr. skipta
um jakka, hafa kjólaskipti
o.s.frv.
Likt er að segja um sögnina
að upplifa. Hún er til komin úr
dönsku, opleve, og fellur illa inn
í málið. Ef hún væri íslenzka
virðist mér hún ætti að merkja
lifa upp aftur, endurlifa, en svo
er þó eigi. Fólk upplifir hitt og
þetta, skemmtanir, daga, reyn-
slu, jafnvel verk. Ávallt er hægt
að nota íslenzka sögn þar sem
upplifa er notuð, svo sem lifa,
reyna, þola, eiga vinna o.s.frv.
Þetta er sú bezta skemmtun,
sem ég hef upplifað, — í stað
þess ætti að segja: ... bezta
skemmtun, sem ég hef lifað,
verið á, átt. Þetta er sá kaldasti
dagui’, sem ég hef upplifað, —
þar ætti að segja: ... .kaldasti
dagur, sem ég hef lifað. Strang-
asta reynsla, sem ég hef upplif-
að, — í stað þess:... strangasta
reynsla, sem ég hef þolað. Mestu
þjáningar, sem ég hef upplifað,
—- i stað þess: .. .mestu þjáning-
ar, sem ég hef reynt, þolað
O.S.fl’V.
Wunganippboi)
sem auglýst var í 90., 92. og 93. tbl. Lögbirtingablaðsins
1956, á hluta í Barmahlíð 32, hér í bænum, efri hæð og
hluta af rishææð m. m.? eígn Ólafs Ólafssonar, fer fram
eftir kÖrfu Magnúsár Ámasonar hdl og Guömundar Pét-
ursson hdl:, á eigninni sjálfri laugardaginn 15. desember
1956, kl. 2 síðdegis.
Borgarfógctinö i Reykjavík.
■Bergmáli liefur borizt alliangt
bréf um . strætisvagnana, en
vegna þess hve langt það ei*,
vefður að skipta því, og birtist
fyrri hlutinn i dag.
„Það atvikaðist svo fyrir stuttu,
að ég, sem þessar línur rita, fékk
nokkra reynslu af strætisvagna-
ferðalögunx hér í bænum, en ég
hef sjaldan i strætisv-agni ekið um
nokkurra ára skeið, þar sem ég
á bifreið, en liún var í viðgerð
þá daga, sem hér um ræðir. —
Reynsla min af sti’ætisvagnaferð-
unum var í stuttu máli sú, að
augu mín opnuðust fyrir, að hér
væri íuikilla umbóta þörf. Eg er
sannast að segja furðu lostinn yí'-
ir langlundargeði hinna mörgu,
sem strætisvagnana nota, að láta
ekki oftar til sín heyra um um-
bótakröfur. Og til þess gríp ég
pennann, ef það mætti stuðía að
því, að hraða umbótum á þessu
sviði.
Óviðráðanlegir erfiðleikar?
Eg efast ekki um, að þeir, sem
með þessi mál fara, vilji gei’a
það, sem í þeirra valdi stendur,
til umbóta. Vafalaust vill stjórn
Strætisvagna Reykjavikur og
bæjaryfirvöldin verða við ölltxin
sanngjörnum kröfum notenda.
Væri æskilegt, að þessir aðilar
gerðu sem oftast grein fyrir þess-
um erfiðleikum, og hvað reynt
vei’ðiir til að sigrast á þeim. En
fram lijá því verður ekki gengið,
að ástandið er gersamlega óvið-
unandi exns og það er, á þeim
tímuni t. d., sem fólk er að fara
heim úr vinnu.
Lágmarkskrafa.
Það hlýtur að vera lágmai’ks-
krafa vinnandi fólks, að þvi sé
séð fyrir nægum vögnuni, þeg-
ar það þarf að komast i vinnu og
heim úr vinnu. Hvernig er á-
standið í þessum efnum? Stund-
um þannig, að menn missa a£
einni og jafnvel tveimur ferðum,
að lokinni vinnu, og verða þá að
standa i misjöfnum veðrum á göt-
um úti og bíða. Það er það, sem
mörgum er boðið upp á nú, i því
notalega tíðarf-ari sem nú er, að
verða að liínxa á gangstéttum,
Ixar sem ekkert skýli ei’, ef til
vill allt að þvi þrjá stundarfjórð-
unga.
Dæmi til sönnunar.
Eg vil nefna sem dæmi, að
einn daginn síðdegis, er flestir
eru að fara heim, ætlaði ég að
fara með liraðferðinni i Voga-
hverfi, og bcið hjá Gasstöðinni.
Þegar bifreiðin kom, á eftir á-
ætlun, voru 6—8 manns eftix-,
sem ekki komust inn i vagninn.
Nú segir einn i hópnum: Ef við
förum niður á Skúlagöíu strax,
náum við í vagn þar. Allir fóru
þangað. Biðin varð ekki löng, en
þegar vagninn kom nam hann
ekki staðar heldur brunaði áfram,
vafalaust af því, að hann var
fullskipaður. Svo var lagt af steð
aftur upp á Hverfisgötu — og
enn beðið. — í fyrri biðinni var
ég vitni að því, að svo var troð-
ið í Bústað-aliverfisvagn, að einn
maður varð eftir. Það var sem sé
engin leið að koma þessum eina
manni inn i vagninn. — Hvað
mega þeir segja, sem eiga við
eitthvað svipað þessu að búa dag
lega? Og liyernig er það með skýl
in, til dæmis þarna á Hverfis-
götunni? Átti það ekki að vera
kömið fyrir mörgum mánuðum?‘t
Meira verður ekki birt I dag,
en siðari hluti bréfsins kexntír á;
morgun.