Vísir - 04.03.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 04.03.1957, Blaðsíða 10
VÍSIH Mánudaginn 4. marz 1957 10 ■■■■ EDiSOM MARSHALL: ■ ■■■ ■ ■■■ VíkiHýtíMHH 66 — Hvað veit ég um það. Ég kýsi heldur, að hann færi þangað. Ég ætti þá ekki á hættu að hitta hann í Helheimum. Af hverju spyrðu? — Ég hefi verið að velta því fyrir mér hvort sálirnar í Himnaríki glettast sín í milli og segja sögur, eins eg hetjurnar í Valhöll? — Heyrði ég rétt það, að gula seiðkonan minntist á Himna- líki? spurði Aella, — Hún var að velta því fyrir sér, hvort þú mundir fá inn- göngu þar, ef þú féllir. — Líkurnar væru meiri, ef ég gæti sent eftir bróður Godwin. Getur einn manna þinna farið yfir ána með hvít.an fána og beð- ið hann að koma á minn fund? — Já, ef þú óskar þess, en meðan þú bíður, getur þú borðað kvöldverð. Við höfum ekki annað en saltkjöt, og er leitt að geta ekki boðið konungi betra, en konan mun sjóða það og gera lystilegt til átu. Ég legg víkingsheiður minn að veði, að það verður ekki eitrað. — Menningin er ekki komin á svo hátt stig hjá Norðmönn- ura, sagði Alan við Aella svo til skýringar, — að þeir séu farnir að nota eitur. Sannast að segja veit ég ekki dæmi til þess, að þeir hafi beitt svikabrögðum til þess að vega. En þeir munu segja þér, að súrir ávextir séu sætir sem hunang, og bjóða þér að bragða á þeim. — Segðu konunni, að matreiða þetta svo vel sem hún geti, svaraði konungurinn. Ég skildi við hann til þess að neyta matar með Hrólfi og nokkrum fyrirliðum. Þegar þeir fóru að giettast við mig rann mér reiðin og ég varð eins og ég átti að mér. Það hafði gerst hratt svo margt, að ég hafði ekki getað áttað mig fyllilega á því. Nú átti ég erfitt með að skilja hvers vegna ég’ drap ekki Aella þegar í stað. Hvers vegna tók ég ákvörðun um, að heyja einvígi við hann? Hann hafði veitt mér grimmilegt tækifæri til að halda lífinu, er ég var á hans valdi, en valdi sínu á mér náði hann með svik- um, — hinsvegar náði ég valdi á honum, vegna þess að þá var hepnni i orrustu min megin. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að frekari umhugsun mundi ekki verða málinu til skýringar. Mér brann heiftarleg löngun í brjósti að berjast við hann, en e“kki að sjá hann dinglandi og sparkandi í gálga, en þetta var vegna þess að ég var viltur og heiðinn. Ég var því ekki að sýta og lét fljúga af vörum ö31 þau fyndni- orð, sem ég kunni, og skýrði Hrólfi af fullri einlægni frá áform- um um hlutdeild hers okkar í sókninni, gaf þeim leiðbeiningar hversu þeir skyldu haga sér, ef svo skyldi fara, að ég kæmi j ékki aftur til herbúða um kvöldið. — Við gáfum særða varðmanninum líf, eins og þú bauðst okkur, sagði einn fyrirliðanna, — en er hann heyrði, að þú ætl- aðir að berjast við Aella, baðst hann leyfis að mega tala við þig. — Það hlýtur þá að vera talsverður þróttur í honum enn. — Nægilegur, að ég hygg til þess að hann tóri. Þegar maðurinn svaraði svo, skildist mér að það, sem ég hafði raaelt mátti skilja sem spurningu, er óskað var svars við, án þess að Iáta það beint í ljós. Og maðurinn svaraði á þann veg, að ég komast hjá að láta meðaumkun koma fram hjá mér 'gagnvart fanganum. Ég gekk að eldinum, þar sem hann lá og beygði mig yfir hann. Hann mælti til mín hásum rómi: — Ef konungurinn krýpur á kné, eftir að hafa beðið um hlé, til þess að hagræða belti sínu eða binda skóþveng sinn, eða til þess að væta varir sínar víni, farðu þá varlega, veittu hverri hreyfingu hans athygli. Ég þakkaði honum og gekk frá honum. Þegar ég kom aftur að eldinum sváfu þeir Allan, Sendlingur og Kuola. Aella var vafinn 1 ábreiður nálægt eldi fanganna og gættu hans varð- menn. Kitti sat í hnipri við hlóðir og horfði syfjulegum augum beint í augu mér. — Þú hefur fögur augu, þótt norrænn sért, já og gætir jafn- ast á við konung að því leyti. — Það kann svo að fara, að eg reyndist einnig jafningi hans að öðru leyti,“ svaraði eg eftir nokkra umhugsun. Ef til vill hafði allt farið vel fyrir mér til þessa, hvernig sem allt hafði velkst., af því að ég hafði hugleitt það, sem Kitti hafði sagt. — Þú horfir snöggt og hart, hélt hún áfram, — þess vegna er bezt að þú bíðir dögunar til að berjast. — Hvað get ég gert? Ég get ekki sofið. Hún hló skrækum rómi. — Ef ljúflingur minn getur kvorki ét- ið eða sofið, skal ég sjá um að hann njóti svefnhöfga. Komdu og hvíldu höfuð þitt í kjöltu mér, eins og forðum daga. Þegar ég tók aftur til máls varð ég að kæfa geispa í miðri setningu. — Ef ég verð veginn. Kitti, þá skaltu reyna að komast aftur til Lapplands með töfrafiskinn. En þangað komin skaltu binda hann við Svarta steininn og sökkva honum í djúpið. — Hvers vegna? — Til þess að kristnir menn nái honum ekki. — Hví skyldir þú hafa áhyggjur af því meðan ófreskjur rífa hold af beinum þínum í Helheimum? — Ég mun heyra óminn af fótataki þeirra yfir höfði mér. Þeir ríkj.a yfir nærri öllu landinu. Mig langar til þess að heyra kjölinn kljúfa öldur hafsins, og skellina er blöð áranna löngu nema við sjávarflöt — heyra vindinn gnauða í segli og við siglu — all til sönnunar því, að enn séu norrænir menn ráð- andi á höfun’_m. — Sofnaðu, sonur minn, og dreymi þig vel. Þegar ég vaknaði heyrði ég fuglasöng og ég hugsaði um það hversu erfitt það myndi, að lýsa fyrir daufdumbum manni hvernig þessi söngur ómaði og bergmálaði í hjartanu. Það hefði ekki verið auðveldara en að lýsa því fyrir blindum manni, er birtu ber á fjöll og himin í birtingu á heiðríkju degi eða rós- rauðum tjöldum vestursins við sólsetursbil. Ég hafði lifað margt og reynt á þeim tuttugu og fimm árum ævi minnar, sem runnm voru, og ef ég dæi nú, gæti ég sagt ófæddum sálum frá þessum heimi, lýst dásemdum hans og undrum betur en þeir, sem lengur hefðu lifað, mörgu gleymt og mundu að eins það, að Dauðinn bakaði þeim sársauka, af því að þeir hurfu af vettvangi þessa lífs með hug'sanir bundnar við dauðann en ekki lífið. Ég vissi vel, að nú, er ég gengi á hólm biði Dauðinn á næsta leiti og vel mátti hann vita, að ég mundi ekki koma til hans sem rakki flaðrandi upp um hann. Aella kom til móts við mig á þeim stað, sem Hrólfur og Rudolf höfðu valið, og er ég leit í augu Aella, þóttist ég verða þess var, að hann treysti á, að sigri með sama hætti og hann var vanur að sigra, þeim hætti, sem hann átti konungdæmi sitt að þakka. „Vilji annar hvor ykkar hætta við einvígið, til þess að ræð- ast við eða af öðrum orsökum, stingið sverðsoddum yðar í jörðu, sagði Rudolf við okkur. — Ella snertið þið þennan sverðs- odda með sverðsoddum ykkar. Þannig standið þið báðir, unz þið hafið ákveðið að halda áforminu til streitu, og þar til Hi’ólfur kallar: Berjist! Þannig er farið að, er kristnir menn heyja ein- vígi, og er á hvorugan hallað með þéssurn reglurn. í fyrstu var efst í mér að mótmæla hverskonar reglum, sem af leiddi, að andstæðingur minn gæti hagrætt belti sínu eða f 1 k*v*ö*l*il*v*ö*k*o*fl«n«i Hinn kunni gagnrýnandi Michaud í París spurði Gretu Gai-bo að því, hvers vegna hún hefði ekki gifzt. „Einfaldlega af þeirri á- stæðu, að eg vil ekki giftast nema gáfuðum manni,“ svaraði leikkonan. „En það er til urmull af . . .“ Greta greip fram í fyrir hon- um um leið og hún horfði hæðn. Islega á hann: „Það eru aðeins grasasnar og fífl, sem kvænast kvikmyndaleikkonum.“ ★ Bobby greifi og Rudi greifi sitja saman á káffihúsi og í-abba saman. Allt í einu bendir Robby greifi á mann^ sem sat við borð í salnum og segir: „Sjáðu Rudi, þarna situr Andrassy greifi.“ „Hvaða bull,“ sagði Rudi greifi, „það eru þrjú ár liðin. frá því hann dó.“ Bobby greifi horfir án af- láts á manninn. „Ekki satt, ekki satt,“ mót- mælti hann allt í einu, „ein- mitt nú sá eg hann hreyfast.“ ★ Franskur blaðamaður, sem staddur var á járnbrautarstöð í Moskvu heyrði konu nokkra segja „Böi’nunum mínum gengur öllum vel, Guði^é lof. Vladi- mir er verkfræðingur, Sonya er læknir og ívan er békari. Það eina af börnunum mínum, sem. lent hefir á glapstigum, er hann. Pétur ntinn_ hann er í Ameríku og er atvinnulaus. en hann hef- ir nú samt alltaf verið góðhjart- aður, blessunin, og ef hanit hefði ekki sent okkur matar- böggla, væi’um við öll dáin úr hungri fyrir lösgu.“ Sjálfiýsandi • • Orygglsmerki fyrir b3a fást i v. Aí'iiarhól £ £ SuwughA TAIÍZAM 2305 Mikill fögnuður ríkti i virkinu og John Shea naut virðingar og aðdáun- ar allra í herbúðunum. Maxim kall- aði hann fyrir sig og mælti: „John Shea, eg hef aldrei séð aðra eins hreysti og hugrekki og þér sýnduð. Þér verðið sæmdir heiðursmerki herdeildarinnar.“ En Tarzan var að bi-jóta heilann um hvað hefði orðið af Sam og spurði: „Herra minn, þér hafið víst ekki mann hér, sem heitir Pierre Bois?“ Maxim fletti nafnaskánni um stund. Jú, hann var hér, en hefux' verið fluttur. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.