Vísir - 09.07.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 09.07.1957, Blaðsíða 4
VlSIB Þriðjudaginn 9. júlí 1957 k 1 WKSIK. r' D A G B L A Ð Yíiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Eitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Hkrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Bitstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18.00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIE H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. I)m 12,000 manns á 1. leik í Laugadalnum. Norðmenn sigruðu að veröðeikum 3:0. Við sama heygarðshornið. Enn heldur Tíminn áfram að kyrja sama sönginn um það, að „íhaldsmenn" sé vondir menn, og alltaf sé ,,íhalds- blöðin“ að hamast gegn Hamrafellinu og kaupum samvinnumanna á því skipi. Þjóðin hafi þó hagnazt mikið á skipkaupunum og hinu lága verðlagi á olíuflutning- um þess. Hefir þetta verið viðkvæðið hjá Tímanum að undanförnu eða síðan Vísir benti á þá staðreyndafölsun, sem fulltrúar á aðalfundi SÍS í Bifröst hefðu verið látnir samþykkja, þegar 1 gerð var ályktun um það, að menn hefðu verið á móti sjálfstæðismenn hefði verið á rnóti kaupunum . Hanira- felli. Nú vita Tímamenn ekki síður en aðrir, að skipinu var fagn- að af öllum blöðúm á land- inu, en þegar upp komst um það, hvernig ætti að nota það til að raka saman milljónum handa framsóknargæðingun- um, þá varð að sjálfsögðu breyting á afstöðu allra heiðarlegra manna. Fram- sóknarmenn voru hinsvegar hinir ánægðustu, og þá brá m. a.- svo við, að Þjóð- viljinn, sem gerði einu sinni veika tilraun til að vefa heiðarlegur með því að skýra frá 10—15 milljóna hagnaðinum, sem framsókn- arforsprakkarnir ætluðu að hafa af skipinu vegna Sú- ezdeilunnar, missti snögg- lega heiðarleikann og skip- aði sér alveg við hlið Tímans. Af sínum alkunna heiðarleika forðast Tíminn alveg að nefna þétta atriði í skrifum sínum undanfarið, og sann- ar þar með, að hann ætlar að standa með okrurunum framvegis sem hingað til. Hinsvegar hamrar hann á því án afláts, að blöð sjáíf- stæðismanna hafi verið á móti skipskaupunum. Er það ekki nýtt, að ósvífnir áróð- urmenn hegði sér þannig, reyni að endurtaka ósann- indin nægilega oft í þeirri von, að einhverjir verði til að trúa þeim. Þetta gerir Tíminn, og vonar um leið, að lesendur hans sjái ekki önnur blöð, þar sem satt. er frá þessu skýrt. En þetta mál verður ekki út- rætt samstundis, þótt Tím- inn reyni af öllum mætti að breiða yfir ávirðingar sinna manna. Eigendur Hamrafells eru nefnilega enn við sama heygarðshornið og í vetur. Enn notfæra þeir sér, að þeir eru í nánum tengslum við ríkisstjórnina, til þess að samninga um flutninga á olíu til landsins fyrir mun hærra verð en gildir yfirleitt á skipamarkaði. Með þessu móti er séð svo um, að eigendur skipsins haldi áfram að safna ofsagróða, langt um fram þarfir til að halda 'skipinu gangandi og greiða- af því öll gjöld. Þannig kemur þjóðhollustan í ljós hjá samvinnumönnum, og þar þykjast þeir víst vera að tryggja sjálfum sér „sannvirði vinnunnar“, eins og það er stundum kallað á þeirra máli, þegar þeir þurfa að fegra stefnu sína. Að endingu skal nú skorað á Tímann að gera einu sinni meira en að segja aðeins hálfa sögu. Þorir hann að segja allan gang olíumálsins frá uppahfi og til þessa dags — án þess að fegra og skreyta eftir þörfum, og draga sitt- hvað undan eins og undan- farið? Treysti hann sér ekki til þess, stendur hann brennimerktur frammi fyrir alþjóð sem málgagn manna, er hafa að verðleikum verið nefndir okrarar. Skattar Reykvíkinga. Fyrir helgi birti Visir fróðleg- ar upplýsingar um þá beinu skatta, sem höfuðstaðarbúar verða að greiða bæjarsjóði og ríkissjóði. Þeir skipta um það bil á milli sín 360 milljónum króna, sem tekn- ar erú af einstaklingum og fyrirtækjum hér í bænum, og þegar aðeins er litið á þær tölur, virðist bærinn ekki eftirbátur ríkisins. - En þessar tölu sýna aðeins aðra hlið málsins, því að hvergi er útreiknað, hversu miklir þeir óbeinu skattar eru, sem Reykvíkingar verða að greiða, og þeir renna óskipt- ir í ríkissjóðinn. í því sam- bandi má gjarnan minnast þess fjórðungs úr milljarði, sem . ríkisstjórnin lagði á ■fyrir síðustu jól, til glaðn- ings -fyrir ajlan almenning, ofan á alla fúlguna, sem áð- ur var tekin með tollum o. þeirra kemúr sennilega ur þeirra kemur senilega úr Fiinmti landsleikur Norð- manna og íslendinga í knatt- spyrnu var háður á nýja leik- vanginum í Laugadal í gær- kvöldi og hófst kl. hálf níu að lokinni stuttri ræðu Jóhanns Hafsteins, alþingismanns, for- manns Laugadalsnefndar. Er þetta fyrsti knattspyrnu- kappleikurinn, sem háður er á þessum nýja, glæsilega íþrótta- leikvangi Reykjavíkurbæjar. — Áhorfendasvæðið var fullskip- að og áhorfendur um 12 þús- und og mun það vera mesti mannfjöldi, sem hér hefur sézt á íþróttamóti. Leiknum lauk með verðskuld uðum sigri Norðmanna, 3 mörk- um gegn engu, og settu þeir 2 mörkin í fyrri hálfleik og eitt í þeim seinni. . Það kom brá'.t í ljós, að Norð- menn höfðu greinilega yfirburði bæði í samleik og staðsetningu, en einmitt í þessu er okkar mönnum helzt ábótavant, þótt snjallir og dugmiklir einstak- lingar myndi liðið. Fyrsta mark ið féll á 5. mínútu fyrri hálf- leiks. Hafði verið dæmd víti- spyrna á íslendinga fyrir ólög- lega hrindingu. Jón Leósson átti í harðri varnarbaráttu við hægri útherjan, Borgen, sem var kominn að endamörkum við íslenzka markið. Ekki gat leikið vafi á réttmæti þessa dóms og skoraði hægri framvörðurinn, Arne Lagernes óverjandi. Ann- að markið féll á 38. mín. fyrri hálfleiks. Var það- vinstri inn- framherjinn, Kjeld Kristiansen, sem skoraði með harðri spyrnu af 15 metra færi. Má segja að mistök í vörninni hafilétthonum fyrirhöfnina, þar sem honum gafst góður tími til að leggja knöttinn fyrir sig. Annars var vörnin sterkari hluti ísl. liðsins og margt vel gert. Norska mark ið komst sjaldan í hættu í fyrri hálfleik. Þó 'munaði mjóu á 38. mín. er Þórður Þórðarson komst upp að endamörkum með knött inn og spyrnti. Knötturinn kom í höfuð markmanns, sem var alls óviðbúinn og bjargaði það markinu. Annars náði Þórður ekki þeim leik, sem af honum mátti vænta, og var mjög ó- stöðugur á fótunum. íslendingar sýndu oft góðar tiltektir á vell- inum, en allt varð það enda- sleppt, er mest reið á, og sér- sétaklega brást samleikurinn, er nærri markinu kom. Ríkarð- ur og Albert gerðu margt vel og sýndu dugnað og leikni, en allt kom það fyrir ekki. Skúli Nielsen skipaði sinn sess ekki síður en aðrir og er það vel, af svo ungum manni og lítt reynd- um í miklum átökum. Seinni hálfleikur var fjörugri og hafði markvörður ísl. liðs- ins, Helgi Daníelsson, ærin verkefni. Má leikur hans telj- ast góður og varla verður hon- um kennt um ósigurinn. Á 25. mín. fengu Norðmenn sér dæmda hornspyrnu, sem Borg- en tók. Hann spyrnti til Kristo- fersen (9), en síðan hljóp Dyb- wad fram og skallaði í mark. Stóð nú leikurinn 3 á móti engu fyrir Norðmenn. Á 37. mín. konist norska markið í bráða hættu, er Þórður Þórðarson komst fram hjá vörn Norð- manna. Þó tókst markmannin- urri að bjarga nauðuglega, en Svensen miðframvörður kom þá að og hratt hættunni frá. Þegar hér var komið sögu, voru vonir íslendinga litlar orðnar, og lauk leiknum eins og áður segir með verðskulduð- um sigri Norðmanna, 3:0. Hávarður. Sttluturnar og biðskýli Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar verður leyft að reisa söluturna og biðskýli á átta stöðum í bæn- um. Umsóknareyðublöð með nánari upplýsingum verða afhent í bæjarsknfstofunum Hafnarstræti 20 (Hótel Heklu). Umsóknum skal skilað þangað eigi síðar en 31. þ.m. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík. 8: júlí 1937. Stúlka til afgreiðslustarfa strax. Upplýsingar í síma 1-63-43 eða 3-37-19, * • Tjöld Tjaldbotnar Svefnpokar Bakpokar Prímusar o. fl. o. fl. áL'STl'RSTRÆTJ II Símanúmerið áður 1-555 Nö 11-555 iíSiA@if7iF buddu Reykvíkinga. Það er ekki að furða, þótt stjórnar- flokkarnir sé í m’iklu áliti meðal Reykvíkinga nú. Föstudaginn 12. júlí. = = Átta daga orlofsferð = um Aivstur- og Norðurland. = = Laugardag 13. júlí.| í Átta daga sumai-== leyfisferð um Snæ-=~= fellsnes, KlofningÉ 1 og Vestfirði. = Þriðjudag 16. júlí. === Tíu daga sumar- E j leyfisferð um hrein- = dýraslóðir. Fjalla- = E bílar frá Guðm. = = Jónassyni. = Sunnudag 14. júlí. = 3 skemmtiferðir: E E 1. Sögústaðir Njálu. = = 2. Hringferð um = Borgarfjörð. 3. Gull = = foss, Geysir, Skál- =—= holt og Þingvellir._=== SJÓN ER SÖGU R! K A Rl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.