Vísir - 15.07.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 15.07.1957, Blaðsíða 4
4 VtSIB Mánudaginn 15. júlí 1957 ti % WlSlR DAGBLAÐ Tl*lr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritítjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. | j Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausásölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Engin svör Fyrir viku spurði Vísir um það hvernig ætlunin væri að greiða skip þau, sem samið hefur verið um að kaupa í Austur-Þýzkalandi. Var á bent, að í tilkynningu um þetta hefði verið skýrt greinilega frá öllu, er snerti stærð þessavra skipa, og ýmsum öðrum- atriðum, sem útgerðarmönnum og sjó- mönnum — eða öðrum væntanlegum kaupendum — kæmi vel að vita, þegar þeir ákvæðu skipakaupin. Þó vantaði það á, sem marg- ir mundu telja einkar heppi- legt að vita — nefnileg'a upplýsingar um verð á skipunum, sem hvergi mun hafa verið nefnt eínu orði. Þegar ríkisstiórnin æskti eftir heimild til lántöku vegna skipakaupanna, meðan þing sat í vetur, og var smám saman að hækka heimildina, var getið um alla upphæð- ina, sem vegna skipakaup- anna þyrfti, en ekki var á það minnzt, hvernig mönn- um væri ætlað að greiða skipin, sem ríkisstjórn- in hafði í hyggju að kaupa. Þetta atriði sveif því í lausu lofti, og því miður svífur það enn í lausu lofti. Hljóta þó allir að sjá, að það er býsna mikilvægt atriði, hvernig endurgreiða á lán vegna slíkra kaupa, en þó virðist sú skoðun ekki ríkja hvar- vetna. Það ætti að vera alveg óþarft að minnast á þessi atriði hvað eftir annað. Manni skilst, að sjávarútvegsmála- ráðherrann hafi eitthvað verið bendlaður við útgerð, svo að hann ætti að vita eins og flestir, að það þarf að borga hlutina, og að gott getur verið að vita fyrir- fram, hvernig á að haga greiðslu. En auk þess á al- menningur heimtingu á að vita, hverskonar ráðstafanir eru gerðar með fjármuni hans, þegar lán eru tekin. Það atriði ætti ekki að vega minna en ýmis önnur, þegar menn alþýðunnar eru ann- ars vegar — menn eins og sjávarútvegsmálaráðherra — en samt hefur honum ekki fundizt ástæða til að svara spurningu Vísis. Er það af því, að það sé eitthvað „dul- arfullt“ við skipakaupin og lánin? Títuprjónar. Ekki er einleikið með það, hvað Tíminn getur stundum verið vondur við kommúnista í ríkisstjórninni. Það er rétt eins og blaðamenn og rit- stjórar Timans geri sér ekki grein fyrir því, að kommún- istar eru í stjórn með fram- sóknarmönnum, eða skilji að minnsta kosti ekki, að fram- sóknarmenn hefðu ekki komizt í stjórn, ef kommún- istar hefðu ekki séð aumur á þeim. Þá ajttu drengirnir við Tímann að minnast kommúnista hlýlega sér- staklega vegna þess, að ef þeir hefðu ekki verið vika- liprir og farið í stjórnina. þá er ekki að vita nema framsókn hefðu verið búin þau hroðalegu örlög að þurfa að biðja „íhaldið“ ásjáar — rétt einu sinni. En það er fjarri því, að Tíma- drengir sé þakklátir, því að þeir virðast nota hvert hugs- anlegt tækifæri til að lauma títuprjónum í kommúnista. Fyrir rúmlega viku ljóstaði Tíminn því til dærnis upp, að annar kommúnistinn í ríkisstjórninni, sjávarút- vegsmálaráðherrann, léti tugi báta skafa landhelgina umhverfis Vestmannaeyjum undir því yfirskini, að þeir væru að veiða humar. Það væri þó á allra vitorði, sagði Tíminn, að það væri flatfisk- ur, sem væri verkaður, þeg- ar bátar þessir kæmu að landi, ef þeir væru þá ekki með fullfermi af bolfiski. En Tímanum var þetta ber- sýnilega ekki nóg, því að hann sagði um líkt leyti, að kommúnistar væru leppar fyrir erlent váld. Það gerðist hann svo ósvífinn að taka nokkurn veginn eins til orða og Vísir, og verður víst ekki dýpra sokkið. Þjóðviljinn var heldur ekki lengi að benda Tímanum á þetta, og svo hefur brugðið við, að ,,pörupilturinn“ hefur þagað síðan. En áhrifanna gætir þó enn af gerðum Tímans, því að hann hefur gefið öðrum blöðum kærkomið tilefni til að benda á sofandahátt sam- starfsmannsins„er lætur það við gangast að landhelgin sé skafin eins og áður fyrr, þegar dragnótaveiði var öllum heimil. þrátt fyrir ýfingar á yfir- Enginn fiskur fæst nú á handfæri nærri Eyjunt. Afleiðing 99humarveiðanna66. Það er ófögur lýsing, sem blaðið Framsókn — en það er gefið út í Vestmannaeyjum — gefur á afleiðingunum af „hum- arveiðunum“ svonefndu við Eyjar. í síðustu viku birti blaðið eft- irfarandi klausur um þessar veiðar: ,,Nú hefur brugðið svo við að enginn fiskur veiðist á hand- færi í nágrenni Vestmannaevja á nálægum fiskislóðum síðan hin skefjalausa botnvörpu- og dragnótaveiði hófst. Vegna hins mikla landburðar af kola og öðrum fiski frá tog- veiði- og dragnótabátum hefur ekki orðið komið við að flaka nema sáralítinn hluta aflans, mestallur kolinn er heilfrystur sem kallað er, þ. e. frystur eins og hann kemur úr sjónum. Frystihúsin eru nú að verða búin að fylla allar frystigeymsl ur sínar vegna þess hve heil- frysti kolinn tekur mikið rúm og getur komið til stöðvunar haldi flutningaverkfallið á- fram hjá kaupskípaflotanum. Brot af því aflamagni af flat fiski, sem borizt hefur á land í Vestmannaeyjum undanfarið hefði getað skapað jafn mikla atvinnu og nú er ef hægt hefði verið að koma við flökun á fisk- inu í stað heilfrystingar, og útflutningsverðmætið orðið sízt minna vegna verðmunar á flök- um og heilfrystum kola. Heita má að togveiði- og drag nótabátarnir séu búnir að ger- sópa heimamiðin við Vest- mannaeyjar þannig að þar er að taka fyrir alla veiði. Aftur er sami landburðurinn af fjarlæg- ari fiskislóðum meðan þær eru ósærðar en þó virðist fiskurinn gersamlega tæmast af hverju veiðisvæðinu eftir öðru eftir því sem véiðiálag er aukið á hverj- um stað. Humarveiðibátamir hafa feng ið uppg'ripaafla af flatfiski, en færri munu þeir bátar, sem nokkurn humar hafa veitt, enda ekki sótt á þær veiðislóðir þar sem humars er von. Tíðar barnadrukknanir í Noregi. Frá fráttaritara Vísis. Osló, í júlí. Dauðsföll af völdum drukkn- ana eru ískyggilega tíð í Nor- egi og hafa nú verið sett ströng lög um að allir brunnar séu byrgðir og varðar fangelsis- dómi, ef fyrirmælunum er ekki jhlýtt. Á árunum 1952 til 1955 drukknuðu 839 manns í Noregi, þar af 363 börn innan níu ára aldurs, en á sama tírna létust í bílslysum 206 börn í sama aldursflokki. Þykir þetta mjög há tala dauðsfalla, þegar gerður er samanburður á Hollandi, með sitt víðáttumikla skurðakerfi og umferðinni um það, en þar drukknuðu á sama tíma 2 börn af hverjum 100.000, en dauðs- fallahlutfall af drukknun var i Noregi 2.5 af 100.000. Miðlunartillagan var felld. Sáttafundur liefur ekki verið boðaður að nýju í farmannadeil unni síðan báðir aðilar felldu miðlunartillögu þá, er greitt var atkvæði um á fimmtudag og föstudag s.l. Atkvæðagreiðslan fór þannig að skipstjórar felldu hana með 18 atkv. gegn 1, vélstjórar með 99 samhljóða atkv., stýrimenn með 67 atkv. gegn 1 og' loft- skeytamenn með 15 atkv. gegn 1. Skipaeigendur felldu tillög- una samhljóða. borðinu, mun ástin þó vera heit undir niðri, svo að ekki mun ástæða til að ætla, að skilnaður verði á næstunni. Völdin eru of sæt til þess, og væntanlega verður hún heitári eftir hverja rimmu. Hinar svokölluðu humarveið ar hafa bjargað atvinnu í Eyj- um undanfarið. Ef ekki hefðu verið stundaðar flatfiskveiðarn ar hefði fólk það, sem atvinnu stundar í frystihúsunum, verið atvinnulaus vegna skammsýni þeirra. sem seldu togarana burt úr bænum á sínum tíma. Það er vítavert tómlæti, að fiskifræðingar skuli ekki fylgj- ast með aflabrögðum hinna svo- kölluðu humarveiðibáta er leggja upp afla í Eyjum. Slik rannsókn gæti haft hagnýta þýðingu. Farmanna- deilan. Vegna fullyrðinga í grein í Þjóðviljanum á laugardag, 13. þ. m. og enda svipaðs sjónar- miðs í Tímanum sunnud. 13. þ. m. í sambandi við farmanna- deiluna, er rétt að taka fram eftirfarandi: Deila þessi er að þeirra dómi, er gerzt þekkja málavöxtu, sprottin af nauðsyn, en er ekki pólitískt skemmtiatriði fyrir einn eða neinn. Þeir telja sig hafa verð hrakta frá þeim launa hlutföllum, er þeim ber sam- anborið við aðrar stéttir þjóð- félagsins, og vilja ekki við það una, og hefðu þeir helzt kosið að leysa þessa deilu með sam- komulagi, án verkfalls. En hins vegar má um leið upplýsa, að skipstjórarnir eru eki í verk-J íalli og deilan því ekki óleysan-, leg þeirra vegna. Það er- fá-| sinna að halda því fram, að verkfallið sé á nokkurn hátt háð af pólitískum orsökum, eða í sambandi við nokkurn stjórn- málaflokk. Hvert félag fyrir, sig tók ákvörðun sina, án í-1 hlutunar annarra. Vitað er, að, í samtökunum eru menn úr öll-! Frá Borgara hefur borist eftir- farandi bréf: Rykið á götunum. „Þegar þurrviðri eru á sumr- in dögum og jafnvel vikum sam- an, t-ins og nú, er að sjálfsögðu brýnni þörf á því en ella, að vÖKva göturnar. Ég efa ekki, að bifreiðar þær, sem til þess eru ætlaðar, séu í notkun daglega, en þótt svo,sé skortirmjögmikio á, að göturnar séu vökvaðar nægilega oft, og mér er nær ao halda, að heil hverfi verði alveg útundan. Nú langar mig til að hreyfa því í dálki Bergmáls, hvort ekkí sé hægt að bæta hér úr. Sé ekki nægur bílakostur íyrir hendi — sem líklegt má þykja — mundi verða að því mikil bót, að þeir vatnsbílar sem til eru séu í notkun dag og nótt. Ekki þarf að fjölvrða um bá óhollustu, sem af rykinu stafar, og hversu hvimleitt það er, þegar rvkmökkurinn frá bifreið- unum þyrlast yfir garða og á húshliðar og spillir garðagróðri. gluggatjöld verða mórauð af óhreinir.dum og ryklag leggst á I allt innanhúss. I-anglundargeð húsmæðra. Langlundargeð húsmæðra, sem við siíkt eiga að bua, og kvarta ekki, er sannarlega að- dáunarvert. Þær láta kannske orð íaila um þetta í sínum heimaranni, blessaðar, sem von- legt er, en gjarnan mættu heyr- ast raddir úr þeirra hópi í blöð- unum, til þess að taka undir kröfu um úrbætur, I þvi efni, sem hér um ræðir. I langvinnum þurrkum þarf að vökva göturnar oft á dag og sé ekki nægur bíla- Kostur fyrir hendi, þarf að út- vega hann hið bráðasta, eðs. smíða fleiri vatnsgeyma hentuga til þess að setja á vörubíla. Bjarth’ íitir. Fyrst ég er með penna i hönd á annað borð vildi ég oæta dá- litlu við um annað efni. — Við I-Iverfisgötu hefur risið nýtt og mikið stórhýsi og er búið að mála framhlið þess, að undan- tekinni grunnhæðs í ljósum lit. Það er ólíkt að sjá þetta en kald- an, gráan steininn. Mikið væri bjaitara yfir bænum og allt hlý- legra, ef að ómáluð steinhúsin væru máluð — í fallegum litum. Borgari“. um stjórm-iálaílokkum. Virðast rithöfundar þeir, er hér eiga hlut að máli, hafa erlendar fvr- irmyndir í huga, þegar þeir brigzla mönnum um slíkt. Saga þessara samtaka sannar það, að þeim er ekki áhugamál að standa í verkföllum, en svo má brýna deigt járn að bíti. Það er rétt að laun skipstjóra eru nokkuð há, en öll laun eru nokkuð há í okkar landi. En ég mun ekki fara að biðja afsök- unar fyrir hönd skipstjóranna. Þeir eiga. að vera háttlaunaðir og hæst launaðir um borð í skip unum. Það tíðkast með öllum menningarþjóðum. Persónulegt nart í mig leiði ég hjá mér og bið þessa vini mína vel’ að lifa. Ásg. Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.