Vísir - 09.08.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 09.08.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR Föstudaginn 9. ágúst 1957 D A G B L A Ð j Tiiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rititjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ligólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. i Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan b.f. Þjóðhöfðingjar á ferð. Þess hefir verið getið í sam- bandi við svonefnt heimsmót, æskunnar, sem staðið hefir að undanförnu austur í Moskvu, að einum þátttak- ' endanna hafi verið alveg nóg boðið, þegar hrifningarvél kommúnista var sett í gang, svo að hann fór heim í fússi. Þetta var Englendingur, sem ; sagði frá þvi, að hann og fé- lagar hans hafi verið komnir til borgarinnar nokkrum : dögum áður en hátíðin átti að hefjast. Þeir voru í lang- ferðabifreið, sem var greini- lega merkt með brezka fán- anum, en fyrstu dagana sinnti enginn maður útlend- ingunum, enda mun það þykja hyggileg ráðstöfun þar eystra, að ræða ekki við út- lendinga að ástæðulausu. En svo var eins og skrúfað væri ,frá krana eða aflmikil véi væri sett í gang. Einn morg- uninn þegar Englendingarn- , ir vöknuðu og héldu út í borgina, komust þeir varia áfram fyrir fagnandi mann- grúa, sem; þusti að þeim úr öllum áttum og kunni sér ekki læti. Það var greini- legt, að merkið hafði verið gefið — það átti að taka eftir útlendingum, sem til borgar- innar komu, því að „sendi- nefndirnar" streymdu að úr öllum áttum og það þurfti að sýna þeim, að andi vináttu og friðar væri ríkjandi í borginni. Sinnuleysið og af- skiptaleysið voru úr sögunni, en svo var hrifningin skipu- lögð, að einum Énglending- anna ofbauð með öllu. Og þetta gerðist víðar en i Moskvu, þvi að hrifningarvél in starfaði á fleiri stöðum. Um það er til dæmis hægt að lesa í Þjóðviljanum nú i vik- unni, því að útsendur frétta- ritari hans — sem vitanlega er ekki titlaður þannig, því *■ að hann fór af þeirri tegund hrifningar, er enga vél þurfti til að knýja — ritar þar Janga grein um ferðina. Seg- ir fréttaritarinn, að hinn „misliti hópur“ — er hann nefnir svo, sennilega ekki að ástæðuiausu — hafi fengið dæmalausar móttökur hvar- vetna, svo að honum kom vist vart svefn á auga eftir að komið var inn i sjálf Sovétrikin. Hrifningin var hvarvetna stór- kostleg, „og skipti íitlu máli, þótt um miðja nótt væri“, eins og greinarhöfundur kemst að orði. Og síðan held- ur hann áfram og segir: ,.Sá, sem þetta ritar, fór til damiis út á brautarpallinn í Minsk, en þangað var komið um hálffimm að morgni laugar- dags. Var þar fyrir stór hóp- ur æskufólks, sem tók á móti þeim fáu íslendingum og Norðmönnum, er voru á fót- um og komu út úr lestinni. Flestir ferðalangarnir voru þá í fasta svefni og höfðu enga hugmynd um, hvað fram fór .. . . “ Og þegar til Moskvu var komið, var gest- unum fagnað á þann hátt, að þeir máttu halda, að þeir væru þjóðhöfðingjar. Það er sannarlega gott til þess að vita, að íslenzku þátttak- endurnir skuli ekki hafa farið að snúa upp á sig yfir fagnaðarlátunum eins og Englendingurinn, sem getið er hér að framan. Það sýnir, að þeir eru að minnsta kosti „þéttir í lund“ og kunna að meta það, þegar aðrir kunna að meta þá. Hvers vegna eiga þeir að vera að fárast yfir því, þótt höndin, sem stjórn- ar hrifningarvélinni í Moskvu þessa daga, hafi einnig stjórnað morðvélinni í Ungverjalandi fyrir níu mán- uðum. Hví að fárast yfir smá munum? „Halldór Halldórsson knattspyrnumaður ársins" Dynamo sigraði úrvalið 7:1 Gamla sagan. íslenzkir knattspyrnumenn eða forvígismenn þeirra liljóta að vera gæddir sérkennilegri náttúru. Þeir vilja einkum eiga við þá, sem „bursta“ þá vendilega. Það er sennilega til að sýna, að þeir sé „good loosers“, eins og það heitir á ensku, að maður minnist ekki á það, hversu lærdómsríkt það er að fá hingað menn, sem hægt er að læra af! Mik- ið er þorgandi fyrir það. Nú hafa íslenzkii'.knattspyrnu- menn verið að fá hingað lið til að læra af árum og jafn- vel áratugum saman, en ár- angurinn lætur þvi miður eitthvað á sér standa. Marka- skiptingin er ennþá nokk- uð misjöfn, og hlutföllin virðast ekki fara batnandi, þótt árin líði og upphæðin vaxi, sem varið er til slíkra kynningarferða eða heim- sókna. Manni verður á að láta sér til hugar koma, að við höfum gleymt svo sem einu Annar leikur rússneska liðs- ins Dynamo hér á landi var háður á Melavellinum í gær. Kepptu þeir við úrvalslið, er Landsliðsnefnd hafði valið, liálfgert tilraunalandslið. Leikn um lauk með sigri Dynamo 7:1. Fyrri Iiálfleikur. Rússarnir náðu fljótt yfir- höndinni og strax á fimmtu mínútu komst einn þeirra frír inn fyrir vörnina og allir bjugg- ust við fyrsta markinu, en hann skaut framhjá. Skömmu síðar komust þrír þeirra inn fyrir vörnina; stangarskot, boltinn hrökk út og aftur skot en bak- vöi'ðurinn, Árni Njálsson varði á linunni. Rússarnir höfðu yfirhöndina mikinn hluta fyrri hálfleiks, en þó sýndi úrvalið mikinn bar- áttuhug. Á þrettándu mínútu fékk úrvalið á sig aukaspyrnu innan vítateigs, en aftur framhjá. Rússarnir voru allan tímann óragir að skjóta, en boltinn fór æði oft framhjá. Fyrsta markið. Á fimmtándu mínútu komst einn Rússanna enn á ný frír inn fyrir og skaut en markmaður- inn varði, m. a. vegna réttrar staðsetningai'. Strax á eftir gerðu Rússai’nir sitt fyrsta mark — boltinn var sendur ut- an frá kanti og síðan skorað við- stöðulaust. Skömmu síðar kom fyrsta verulega tækifæri íslenzka liðs- ins þegar Halldór Sigurbjörns- son komst frír inn fyrir, en boltinn lá illa fyrr, er hann skaut, og það var varið. Þegar tuttugu mínútur voru af leik tók Albert Guðmunds- son stöðu Hauks Jakobssonar, sem fór út af. Haukur hafði ekki átt góðan leik, m. a. tvisv- ar eyðilagt góð upphlaup með því að vera rangstæður. Liðið batnar. Allt annar blær færðist yfir leik liðsins við komu Alberts. Hann lá talsvert aftur og sendi oft skínandi bolta til fram- herjanna, en margir þeirra nýttust litt, þar sem mennirnir voru oftast of seinir að átta sig. Þó komst Halldór Sigur- björnsson frír inn fyrir, er um 30 mínútur voru af leik, en bak- vörðurinn rússneski náði bolt- anum af honum, áður en hon- um gafst tækifæri til að skjóta. Boltinn fór þá fram og skömmu síðar myndaðist mikil hætt.-. við ísl. markið, en mafkmahni rétt tókst að koma boltámim frá. Annað markið fékk úrvalið svo á sig er tíu mínútui voru til hálfleiks. Markmaðurinn varði, en missti boltann ( g kom skólastigi að þessu leyli — við séum að reyna að láta barnaskólabörn fara beint í þáskóla knattspyrnunnar. Væri ekki rétt að hugleiða það lítið eitt og ákveða síðan skólagöng.una — kennaralið- ið — í samræmi við það? Það kostar ekkert að húgsa málið, en hugsunarleysi kost- ar oft drjúgan skilding. þá Rússi til skjalanna og sendi boltann í netið. Tvö mörk önn- ur gerðu Rússarnir á sama hátt. Það var alltaf staðsettur mað- ur rétt hjá markmanni, er hann varði (nema er skotið var af löngu færi), enda bar slíkt ríku- legan ávöxt. Nokkru fyrir hálf- leik skaut svo Albert föstu skoti, en af of löngu færi. Síðari hálfleikur. Fljótt í upphafi síðari hálf- leik gerðu Rússarnir upphlaup og var skotið að markinu, markmaður varði, en missti boltann og þá var ekki að sök- um að spyrja, þar var Rússi til staðar til að skjóta, en enn var Árni Njálsson viðbúinn og bjargaði á línunni. Og aftur hófst mikil sókn og rússneska framlínan komst inn fyrir og það var hiklaust skot- ið, en framhjá. Halldór rangstæður. Atíundu minútu átti ísl. fram línan gott upphlaup og Albert sendi góðan bolta til Halldórs Sigurbjörnssonar, en hann var rangstæður. Á 17. mínútu varði Björgvin vel en hann var ekki fyrr bú- inn að verja, að skotið var á ný og Rússarnir gerðu sitt þriðja mark. Tveim mínútum síðar var aftur skotið, fjórða markið, sem mátti skrifa á reikning markvarðar. Helgí £ mark. Strax á eftir tók Helgi Daní- elsson stöðu Björgvins í mark- inu og Helgi Jónsson tók stöðu Guðmundar Guðmundssonar bakvarðar. Fimrn mínútum eft- ir þessar breytingar urðu mis- tök á milli Halldórs Halldórs- sonar og Helga markmanns og boltinn lenti í netinu. Aðeins einni mínútu siðar eigi Rúss- arnir glæsilegt, hratt samspil upp miðjuna og skotið var ó- verjandi — 6:0. Á 35. mín. komst Halldór Sigurbjörnsson enn inn fyrir, en var rangstæður. En strax á eftir varði Helgi úr einu upp- hlaupi Rússanna, missti bolt- ann og þá var skotiö — 7:0. Islcnzka markið. Það var ekki fyrr en tvær mínútur voru til leiksloka, að Gunnar Gunnarsson komst upp með boltann í einni sóknarlotu úrvalsins, framlínan fylgdi vel með og Gunnar sendi góðan bolta fyrir, Albert var nærri og skallaði í mark. Leiknum lauk skömmu síðar með 7:1. Liðin. Úrvalið mátti yel una þess- um leikslokum. Það sýndi ekki það samspil að þeir ættu fleiri mörk skilið en þetta eina. Hins vegar börðust þeir allt til leiks- loka og létu lítt á sjá fyrr en á síðustu minútunum, er nokk- urrar þreytu var farið að gæta. Þetta lið var hiklaust miklu sterkara en það, er lék s.l. þriðjudag og segir sig sjálft, að það þarf ekki alltaf að sækja 10—15 manns upp á Skaga til að koma 'héí sainan slarkfæru liði, því að það voru aðeins tveir Akurnesingar í þessu liði (auk Helga Dan.). Halldór Sig- urbjörnsson átti ekki góðan leik, en Guðjón Teitsson, sem var fyrirliði liðsins, átti hins vegar betri leik. Annars var Halldór Halldórsson, Val, einn allra bezti maður liðsins, og er hann án efa bezti knattspyrnu- maður ársins. Hann var styrk- ur í vörn og gaf alltaf rétta bolta til framlínunnar. Árni Njálsson er mjög duglegur. — Gunnar Gunnarsson var á sin- um tíma mesta efni yngri knatt spyrnumanna. Rússneska liðið átti ekki eins góðan leik á malarvellinum og í Laugardalnum og virðist gras ið hæfa því betur. Þó hafði það að sjálfsögðu yfirhöndina svo til allan leikinn og varla við öðru að búast. Dómari í þessum leik var Guðbjörn Jónsson og hafa aðr- ir ísl. dómarar ekki dæmt bet- ur í langa tíð. — essg. Slysavarnafélagið var vel á verði fyrir og um verzlunar- mannahelgina og lét útvarpa títt tilkynningum vmiskonar, er allar hnigu svo sem að líkum lætur í þá átt, að menn fari gæti- | lega og forðist slysin. Birtist hér framhald af bréfi „Ferðalangs“, 1 er birt var í blaðinu fyrr í vik- unni. I Varist slysin. | „En ég vildi einnig nota tæki- færið, og láta í ljós ánægju mína I yfir skiltunum stóru, sem komið hefur verið upp hér í nágrenni bæjarins, með fáorðri áskorun ; um að aka varlega og forðast slysin. Skiltin eru stór og litir bjartir, letur greinilegt. Hér hjálpast allt til, að vegfarand- inn festi sér þarfa leiðbeiningu í minni. Ekki vgi(;ir af, að minna. menn á, að aka gætilega. I * t' Mega ekki missa marks. Eg minnist sérstaklega á að- Vörunarorðin á umræddum skilt- um, vegna þess að þar eru menn með fáum orðum minntir á, að aka gætilega og forðast slysin. I Það er áréiðanlega mikilvægt, að slíkar hvatningar séu orðaðar þannig, að þær missi ekki marks. Eg er hálfsmeykur um, að sum- ar aðvörunar-tilkynningarnar, sem lesnar hafa verið í útvarp, séu ekki sem heppilegastar, sum- , ar missa marks, eru helzt til : langar, og festast þá síður í I minni. En hér eru menn á réttri braut með tiðar aðyaranir — en þær.eiga að vera sluttorðar og gagnorðar og skynsamlegar — þær eiga að festast í minni. Misskilinn metnaður. Eg held að það sé af misskild- um metnaði hjá mörgum, að - leggja kapp á að komast fram úr sem flestum bílum. Sá, sem á undan er, ekur ef til vill með hóflegum hraða, en verður oft fyrir þeirri reynslu, þótt hann haldi sama hraða, að hann nær síðar ,,í skottið" á þeim, sem flautaði sem ákafast áður, til þess að komast fram fyrir hann. Og ekki er verið að hugsa um það, að hvimleitt er, og töf af því, að verða að víkja út á veg- arbrún fyrir svona ökuþórum. Ferðalangur“ Gestir í dýragarði í Mich- igan-fylki í Bandarikjunum gerðu hað sér til dundurs í sl. viku að stela þaðan 3 ' krókódílaungtun!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.