Vísir - 10.08.1957, Síða 9

Vísir - 10.08.1957, Síða 9
VÍSIR ft Xtaugáí/dagmn iO. ’ágúst 1957' - Frh. af 4. síðu. um þunna súpu og hirsi (korn- tegunc’.) og soðna hveitistöngla 2 til 3 i viku. Ég seldi reiðhjólið mitt og tvö úr til þess að kaupa mat. Flesíir sultu heilu hungri. Meðan ég var í Mukden frömdu átta stúdentar sjálfsmorð. og niu aðrir gerðu misheppnaða tilraun til þess. Það var vissulega ekki einvörðungu vegna hungursins og kuldans. sem þeir leiddust út í þetta. Við höfðum komið til Kína fullir vor.a. en ekki uppskorið annað en svik og vonbrigði. Viðræðufundir. Áður en við settumst að hin- um fátæklega morgunverði okk- ar var viðræðustund, þar sem kommúnistiskur uppfræðari las úr morgunblaðinu og gerði grein fyrir stjórnmálalegu mikilvægi fréttanna. Gegnum allar skýr- ingar þeirra runnu tveir megin- þræðir, i fyrsta lagi, að þjóðir heimsins skiptust í tvær íylking- ar, í annari væru stríðsæsinga- þjóðirnar við forystu Banda- ríkjamanná; en í hinni allar frið- elskandi þjóðir heims við for- ystu Rússa, og i öðru lagi, að „enginn friður kæmi til greina fyrr en Formósa hefði verið frelsuð." Oft leiddi þessi fræðsla til snarpra deilna, því að við, stúdentarnir frá öðrum löndum vissum betur og vildum ekki gleypa alla lygina.— Námstím- inn var 12 stundir á dag, „sjálfs- gagnrýni-stundir”, „sjálfboða- liða“, vinna o. fl. Varð að selja utan af mér leppana. Þegar enn kólnaði i veðri varð ég að selja utan af mér leppana til að geta keypt mér mat, þótt ég þyríti hlýrri klæði. Að iok- um kvöld eitt í desember, lædd- ist ég ásamt einum félaga mín- um, Chen, út úr skólanum, og vorum við staðráðnir í að kom- ast til Canton, og taka upp mál okkar við ráðið, sem hafði mál Kinverja erlendis með höndum. Það er auðvelt fyrir kínverska stúdenta frá öðrum löndum að ferðast milli borga ef þeir hafa vegabréf sín eða persónuskír- teini. Okkur tókst að komast í lest til Peiping og var þar margt kínverskra stúdenta frá öðrum löndum, sem ekki var betur ástatt fyrir en okkur, og í stútíentagestaheimili þar sem var margt stúdenta, sem voru hættir námi. Bardagi. Meðan ég var þar lenti í bar- úaga milli þeirra og kínverskra uppfræðara, eftir að stúdent frá Indónesiu hafði afneitað þeim fyrir svik þeirra. Lögreglan var kvödd á vettvang, en þorði ekki að hafast neitt að, því að um 200 reiðum stúdentum var að mæta. Nokkrum dögum síðar voru stúdentar sem kvörtuðu yfir matnum skammaðir, og kom til átaka. „Uppfræðarar" kommúnista þorðu ekki að láta sjá sig í gestaheimilinu næstu daga. — Þar næst kærðu stúd- entar á æðri stöðum, án þess að vita, að slíkar kærur leiddu til þess, að stúdentum er haldið í undirbúningsskólum misserum saman, og að þeirra vegna eru þeir aðskildir frá meginlands- stúdentum. Varð að selja skóna sína. Frá Peiping komumst við Chen að lokum til Canton. Er þangað kom lögðum við leið okkar i skrifstofur nefndarinnar, sem fer með mál Kínverja er- lendis. Við sögðum sögu okkar og kváðumst vilja stunda nám i Suður-Kína. Embættismennirnir brugðust reiðir við og höfnuðu tiimælum okkar. Þá báðum við um aðstoð til þess að fá atvinnu. Við fengum þau svör, að „Nýja Kína væri okki staður fyrir þá, sem leituðu sér atvinnu". Þarna va'r þá svo komið fyrir ckkur, að við áttum eklci. í neitt liús að ' vencia, vorum áuralausir og alls- j lausir. Ég varð jafnvel að selja I skóna mína. Um 500 aðrir stúd- ! entar voru ekkert betur staddir , en við. Við urðum að sofa í skemmtigörðum og betla. í skóla „uppreistar- sinnaðra stúðenta". Þegar svo hafði gengið til í þrjá rnánuði leituðum við af nýju á náðir nefndarinnar. Við endurtókum öll hin gullnu lof- orð, sem okku.r voru gefin áður en við fórum til Kína. Kom til harðrar dejlu, sem lauk með þvi, að við vorum dæmdir til vistar í skóla fyrir „uppreistarsinnaða stúdenta", í Toishan nálægt Canton. En nú gafst Chen upp, •— honum fanst, að meira gæti hann ekki þolað og stal vagni (ricksha'w), af ásettu ráði, en var dæmdur í þriggja ára fanga- búöavist fyrir. 1 skólann, sem að ofan er nefndur, fór ég vorið 1955. Það voru um 6000 stúdentar í þess- ari „fræðslustofnun". Okkur var ekki leyft að i-eykja, eða klippa okkur, né heldur að ganga hreinlega til fara. Haldnir voru fyrirlestrar á fyrirlestra ofan um „and-kapitaliska þjálf- un í hugsun“ og „hlýðni við al- þýðustoínanir" o. s. frv. Fjöldamót. Ei'tt sinn var eínt til fjölda- móts i skólanum mér til „heið- urs“. Uppfræðarar kommúnista höfðu sem sé heyxt mig gagn- rýna skólann. Og nú risu þeir upp hver á fætur öðrum og fluttu iangar ræður og af ákefð en siikt var venja, ef einhver framdi það afbrot, að gagnrýna stofnunina. Þetta var lævíslega skipulagt. Tilgangurinneraðæsa f jöldann upp, skapa í huga hans lieift til afbrotamannsins, þar til 'menn hafa vart- stjórn á sér lengur. „Það ætíi að -drepa liann.“ Það fóru lika brátt að heyrast köll.stúdenta, eins og „Við skul- um lemja hann“, „það ætti að drepa hann“. En ég áfellist þá ekki, eftir allt sem þeir hafa orðið að þola áður en þeir koma í þessa stofnun, mánuðum sam- an. — 1 tvær stundir gekk á þessu, og svo umkringdu upp- fræðarnir og kommúnistiskir stúdentar mig, og ég var iaminn og sparkað í mig. 1 fyrsta skipti á ævinni óttaðist ég um líf mitt. Dæmdur til þrælkunar- vinnu. Nú var ég dæmdur til þriggja ' mánaða þrælkunarvinnu í vinnuflokkum, sem fara stað úr stað, og vinna við ýmsar stór- framkvæmdir. Uppreistarsinnað- Danir ætla að koma unp lijá sér kjarncrkuraf itcð innan skamms, rg sýnir myndin hér a<5 ofan.flutning á stérstök-um geymi, um götur Kaupmannahafnar. ir stúdentar, sem dæmdir eru í slíka vinnuflokka, eiga það vana- lega fyrir höndum, að veröa teknir af lífi. Það voru nokkur þúsund menn í mínum flokki. Flótti. 1 örvæntingu minni gerði ég tilraun til að flýja, ég ferðaðist að næturlagi og komst. loks til þorpsins, þar sem foreldrar niín- ir fæddust. Við áttum þar enn skyldmenni, og föðursystur mín skaut skjólhúsi yfir mig. Hið „nýja Kína“ er land mótsagn- anna og þvi kann endir ævin- týris míns að virðast furðulegur. Við, frænka mín og ég, folsuðum bréf að heiman, og var það þess efnis, að faðir minn lægi fárveikur, og ég yrði að koma heim þegar. Með þetta plagg í höndunum var mér, flóttamanni úr fangabúðum, leyft að sækja um leyfi til að fara úr landi. Mánuðii' Hðu — - mútiu'. Mánuðir liðu, án þess. nokkuð svar kæmi. En þegar það loks kom gerði ég nýja uppgötvun varöandi „Nýja Kína“. Skrifað \'ar, að umsókninni um burtfar- arleyfi yrði að fylgja meðmæli lögreglunnar — og lögreglan beið eftir ;— þóknun. Ættingjar mínir söfnuðu saman fé, er svar- aði til um 500 Bandaríkjadollara, og var það sent lögreglustjóran- um í Canton. Um hæl kom burt- fararleyfis-skírteinið og ég gat faiið yfir landamærin-.til Hong Kong og írelsisins. 40.000 gengn í gildruna. Yfir 40.000 kifivefskir stútíent- ar frá öðrum löndum hafa geng- ið í gildru kommúnista. Af.þeim hafa nokkur hundruð haft heppr.ina með sér og komist þaðan aftur, En hinir, sem þar ^ eru enn, blása af megni að glæð- ■ um . óánægjfjmiar, sem vakin er í „Nýja Kína", og. enn getur, orðið að því báli, sem kommún- istar óttast mest aí öllu. BEZT AÐ AUGLÝSAIVISI AflAL- BÍLASALAA er í Aðalstræti 16. Sími 1-91-81 ezt að augiýsa í Vísi um stöðumæía í Reykjavík. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjavíkur og regl- ,um um stöðumæla frá 1. ágúst, 1957, verða settir upp stöðu- mælar á eftirtöldum stöðum í Reykjavík; Austurstræti, Vallarstræti meðfram Austurvelli, Thor- valdsensstræti, vestanmegin, Hafnarstræti, Lækjargötu, vestanmegin götunnar, svo og austanmegin að Bókhlöðu- stíg, Lóðinni Austurstræti 2, Kirkjutorgi, Tryggvagötu frá Pósthússtræti að Kalkofnsvegi, Bankastræti, Hverfisgötu, Laugavegi, Skólavörðustíg og lóðinni á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis. Samkvæmt 8. gr. reglna um stöðumæla, er skylt- að greiða fyrir afnot stöðumælareits á virkum dögum frá kl. 9—19. A laugardögum er gjaldskyldan þó aðeins frá kl. 9—13. Á götum hefir stöðugjald vcrið ákveðið kr. 1.00 fyrir 15 mínútur og kr. 2.00 fyrir 30 mínútur og er það hámarks- tími. Á Kirkjutorgi og lóðunum nr. 2 við Austurstræti og á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu er gjaldið kr. 1.00 fyrir hverjar 30 mínútur. Skylt er að greiða fyrir afriot af stöðumælareit fyrir hvers konar vélknúin ökutæki. Heimilt er þó án gjaldskyldu að ferma e'ða afferma ökutæki, taka farþega og hleypa þeim út, enda sé það g'ert án tafar og því hraðað eftir föngum. Nökkrir af framangreindum nrælum verða teknir í notk- un 12. ájgúst n.k. Þetta tilkynnist öilum, sem hlut eiga að rnáli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 9. ágúst 1957. Sigurjón Sigurðsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.