Vísir - 10.08.1957, Side 10
10
VÍSIR
Laugardaginn 10. ágúst 1957,
ENGIM
VEIT
SÍNA
ÆVIXA
e^tir
3L
KJl
orence
séu þær veikar fyrir — en mér er ekki rótt að vita af þér einni í
húsinu. Það er leitt, að Bridget skuli eiga frí, — hvern get ég
íengið til að vera hjá þér.“
Hann var mjög hugsi og Jane sagði:
„Hafðu engar áhyggjur, ég kemst af ein.“
„Nei, ég hætti ekki á þste. Kannske ég geti fengið Evu Edmond
til þess að vera hjá þér?“
Hann gekk að símanum, áður en henni gæfist tækifæri t.jl að
svara, og hringdi til hennar. Hann talaði í mjög 'núsbóndalegum
tón, er hann bað hana að koma. Hún notaði tækifærið til að
segja:
„Ég hef gert það, sem þú baðst mig um?“
Hann skildi þegar við hvað hún átti: Að hún hafði rekið það
erindi, að sækja farangur Stellu, og væri því allt í bezta lagi
hvað þetta snerti og mundi auðvelda Stellu að fara aftur til
Kanada tafarlaust. Hann bað Evu um að koma í leigubíl eins
fljótt og hún gæti. Sjálfur gat hann ekki verið lengur, þar sem
hans var beðið í sjúkrahúsinu.
Um það bil klukkustundu síðar, þegar Jane vaknaði eftir góðan
blund, leið henni mikið betur, — og hafði nú fengið góða lyst,
og þáði það því með þökkum, er Eva Edmond bauð henni að búa
til tedrykk. Meðan Eva var frammi var dyrabjöllunni hringt, og
fór Eva til dyra.
„Það er kona, sem komin er, frú Taylor að nafni," sagði Eva,
þegar hún kom aftur, „Hún spurði eftir lækninum, en þegar ég
sagði henni að hann væri ekki heima óskaði hún eftir að tala
við yður.“
Jane gat ekki munað eftir neinni konu með þessu nafni. Hún
reis upp af legubekknum og snyrti sig dálítið til fyrir framan
spegilinn, og bað svo Evu að bjóða henni inn,
Inn kom svartklædd, roskin kona, svartklædd, þrátt fyrir hit-
ann. Jane hafði aldrei séð hana fyrr. Hún bað frú Taylor um
að fá sér sæti, settist gegn henni og beið átekta.
„Ég verð nú að biðja yður afsökunar á, að ág ónáða yður á
helgum degi. Ég hafði búizt við, að hitta mann yðar, en ég get
alveg eins afhent yður þetta.“
Jane veitti því.nú athygli, að konan var með skjalatösku, af
svipaðri gerð og algengar voru fyrir 10—15 árum.
„Maðurinn yðar var kvæntur stjúpdóttur minni, Stellu," sagði
konan, „og nú hef ég flutt hingað til þess að búa með systur
minni í Lundúnum. Það er eins ástatt fyrir mér og henni, aö
hún verður að komast af á ellistyrk, og þar sem alit fer hækk-
andi búumst við við að komast betur af, ef við búum saman.
Þegar ég var að búa mig til brottfarar kom ég auga á nokkur
gömul plögg, m. a. nokkur bréf, sem maðurinn yðar skrifaði
Stellu, nokkrar myndir, sem voru teknar þegar hann var orðinn
kandídat, sem hann kannske á ekki, og nokkrir smáhlútir. Ég
er með þetta allt saman hér í töskunni. Ég ætlaði að afhenda
honum það.“
,Hánn er ekki heima," sagði Jane og vissi ekki hvernig hún
ætti aö snúast við þessu. „Eins og þér vitið getur maður aldrei
vitað með vissu um heimkomu lækna — viljið þér annars ekki
fá tesopa?"
„Tja, ef það bakar ekki allt of mikið ómak,“ sagði frú Taylor,
sem fór eins og hjá sér og virtist dálítið feimin.
„Það gleður mig, ef þér drekkið te með okkur,“ sagði Jane vin-
samlega. „Maðurinn minn kann áreiðanlega að meta hugulsemi
yðar. Ég man, að hann hefur tvívegis talað um, að hann hefði
týnt mynd frá kandidatsárinu, — mig minnir, að hún hafi verið
tekin, þegar hann var í þann veginn að ljúka prófi eða kannske
nýbúinn að því.“
Frú Taylor varð nú rólegri vegna vinsamlegrar framkomu Jane
og öll hlédrægni fór af henni.
„Ég hef oft reynt að gera mér í hugarlund hvernig stjúpdótt-
ir yðar var,“ sagði Jane.
„Stella, já, hún var áreiðanlega ólík yður, bæði í útliti — og
framkomu. Mér þótti mjög leitt, að hjónaband þeirra skyldi fara
út um þúfur, en hún var duttlungafull, og hennar einkunnarorð
hefðu getað verið „allt eða ekkert“ og það án tafar. Já, þér kann-
izt við svona kvenfólk, það er ég viss um. Hún var átta ára, þeg-
ar ég giftist föður hennar, og ég segi það eins og það er, að ég
óttaðist alltaf, að eitthvað illt mundi koma fyrir hana. Það var
ekki í hennar eðli, að sætta sig við rólegt líf, en hún var glaðvær,
gat verið aðlaðandi, og það var alltaf líf og fjör í kringum hana.“
Eva Edmond ýtti riú hjólaborði inn og bjóst til að hella í boll-
ana.
„Þetta er úngfrú Eva Edmond, aðstoðarstúlka mannsins míns í
læknastofuni — og frú Taylor, stjúpmóðir fyrri konu mannsins
míns.“
Eva varð allóstyrk í knjáliðunum. Ef Stella hitti stjúpmóður
sína mundi hún eiga á hættu, að allt kæmist upp. Eva bar enga
meðaumkun í brjósti til Stellu, en hún sá hver hætta Allan gat
verið búin af þessu. Hann hafði hjálpað Stellu og hún hafði
búið á heimili hans. Hneyksli gæti komið til sögunnar, sem eyði-
legði mannorð hans.
„Það gleður mig að kynnast yður.
Allan gat komið heim hvenær sem var og hann væri alveg
óviðbúinn komu frú Taylor þessarar. Eins og allt var í pottinn
búið gæti hann ekki fagnað því á nokkurn hátt, að hún skyldi
koma til sögunnar. Það gat ekki boðað annað en nýja erfiðleika.
F.va hugsaði um þetta allt og komst að þeirri niðui'stöðu, að hún
yrði að reyna að aðvara Allan. Kannske væri hann ekki enn far-
inn úr sjúkrahúsinu?
Hún sagðist þurfa að fara fram í eldhús, afsakaði sig og gekk
út. Hún vissi, að það var talsímaáhald í svefnherbergi Allans og
læddist upp stigann, opnaði dyrnar hægt og gekk að náttborð-
inu, þar sem síminn var. Það var eins og hjartað stöðvaðist í
brjósti hennar, er mínúta leið án þess svarað væri. Þá sá hún,
að millisamband var, og að hún þurfti að snúa snerli til að fá
samband, og nú heyrði hún rödd Allans, er hún hringdi. „Nokkuð
að konu minni?“ spurði hann áhyggjufullur.
„Nei,“ svaraði hún. „Henni liður betur, miklu betur, og ég þarf
því ekki að vera hér lengur, en það er annað, Allan ...“
Hún sagði honúm í stuttu máli frá komu frú Taylor og gætti
þess að tala mjög lágt. Þegar hún hafði lokið því leið nokkur
stund áður en Allan svaraði. Hann var að íhuga málið.
„Það er eins og ég hef sagt,“ sagði hann loks. „Því fyrr sem
Stella fer til Kanada því betra. Það er of áhættusamt fyrir hanaj
að vera hér. Ég þakka þér fyrir að hringja og segja mér þetta,
Eva. Mig langar ekkert til að hitta frú Taylor, sem ég ekkert
þekki, að minnsta kosti meðan ég finn til þungrar ábyrgðar
gagnvart Stellu. Nú er kominn nýr vandi til sögunnar, Eva. —1
Larriman hefur laumazt burt úr sjúkrahúsinu. Fyrir um það bil
einni klukkustundu kpm ein hjúkrunarnemanna að rúmi hans
auðu og tilkynnti það yfirhjúkrunarkonu deildarinnar."
l1
k*v*ö*!*d*v*ö«k*u*n*n*í
Það kann að vera tími til að
minna á það, að munninn er
líka hægt að nota til þess að
þegja með honum.
Klukkan var sjö á mánudagsmorgni. Frú Thomas, ræstingar-
konan, sem þvoði gólfið og tók til í læknastofu Allans, var þreytt
og úrill. Það hafði gengið á ýmsu um helgina, börn hennar, sem
öll voru komin á legg, höföu heimsótt hana, og hún var útkeyrð,'
fannst henni, eftir að hafa matbúið handa þeim öllum, og þar
fram eftir götunum.
Hún tók upp lyklakippuna og opnaði dyrnar á biðstofu Allans
Pellmann kom grátandi inn
til mömmu sinnar og sagði henni
að krakkarnir hefðu verið að
stríða sér voðalega mikið:
— Þau segja að höfuðið á
mér sé svo stórt.
— ö, blessaður láttu þér á
sama standa, það er ekkert í
því, svaraði móðirin.
*
— Ég er þeirrar skoðunar, að
skilnaðir eigi rætur að rekja til
mistaka í einni eða annarri
mynd. Ert þú ekki sammála?
— Jú. Maður vei-ður skotinn
í brosi eða hárlokk og svo tek-
ur maður þá örlagaríku ákvörð-
un, að giftast stúlkunni allri
•¥■
Til þess að auka tekjur sínar
hefur útfararstjórinn í þýzka
bænum Neheim-Hiisten sett á
fót fyrirtæki, sem leigir út bif-
hjól. til bæjarbúa.
•
Það var einu sinni greifi, sem
fór í skemmtigöngu út í skóg-
inn sinn. Hann nam staðar við
tjörn eina og kom þar auga á
ljóta pöddu.
— Eg er prinsessa í álögum,
sagði paddan vesæla, — en þú
getur leyst mig úr álögunum
með því að láta mig liggja á
koddanum hjá þér meðan þú
sefur í nótt.
Greifinn hikaði eitt andar-
tak, en tók pödduna síðan upp,
hafði hana með sér heim og
lagði hana á koddann hjá sér
um kvöldið, þegar hann fór að
sofa.
Og viti menn, þegar greif-
inn valcnaði næsta morgun, lá
við hlið hans yndislega fögur
stúlka, með gullna lokka.
Álögin voru á enda.
En getið þér ímyndað yður
— þrátt fyrir það að maður
gengi undir manns hönd reynd-
ist alsendis ómögulegt að fá
eiginkonu greifans til að trúa
sögunni!
£ & SuncuyhA
-TARZAN-
2120
! Nokkrar vikur voru liðnar frá því
■Tarzan hafði séð bátínn sigla inn á
víkina, hann dvaldi í skóginum og
:naut friðarins. Hann var á leið til
svertingjanna, sem bjuggu við vatn-
ið. Þeir voru friðsamlegir pg vin-
gjarnlegir. Allt í einu kom óttasleg-.,
inn svertingi hlaupandi eftir árbakk-
anum. Maðurinn steypti sér í grugg-
uga ána og í sama vetfangi renndi
stór, hungraður krókédíll-sér-í ána.
Hann hafði tekið eftir manninuncL,
sem reynast myndi honum auðveld
bráð í vatninu.