Vísir - 16.12.1957, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
VlSIR
Mánudaginn 16. desember 1957
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fyrsta slþjóðaráðstefna á
eldflaugaöld hafln.
DmStr benni koinið hvað
framfíðiii ber í skanfi síno.
Ráðherrafundur Norður-Atlantshafsbandalagsins var settur í
Chaillothöllinni í París árdegis í dag. Aðalræðuna flutti Eisen-
hower Bandaríkjaforseti, en einnig flutti ræðu Gaillard for-
sætisráðherra Frakklands, og flutti liann hana sem forsætis-
ráðherra landsins, þar sem ráð'stefnan er haldin. í heimsblðS-
unum eru helztu fréttir og ritstjórnargreinar um ráðstefuunb,
og er m. a. vakin athygli ó, að þetta sé fyrsta ráðstefna eM-
flaugaaldar og það kunni að vera mest undir ákvörffunjcm
komið, sem hún tekur, hvað framtíðin ber x skauti sínu.
Ráðstefnan er haldin í Chaill-
öt-höllinni, höfuðstöð NA-varn-
arbandalagsins, og hefur þar
verið mikið um undirbúning að
undanförnu. Var loks aðalsalur-
inn tilbúinn í gær og í nótt var
verið að leggja seinustu hönd á
' ýmsan undirbúning í hliðarsöl-
nm.
1300 fréttamenn .
í höllinni hafa og aðalbæki-
* stöð til starfa sinna um 1300
fréttamenn, útvarps og sjón-
varpsmenn, til þess- að' i öllum
löndum heims geti menn fylgzt
með öllu sem gerist með því að
lesa blöð, hlusta á útvarp eða
sitja við sjónvarpstæki, eða þá
gækjafréttir í allar þessar lindir,
eins og margir munu gera, þvi
að segja má að augu allra þjóða
beinist nú til Parísar, en bréfa-
ílóð Bulganins hefur að allra
dómi orðið til þess að færa
mönnum heim sanninn um mik-
ilvægi ráðstefnunnar.
Bæðurnar munu heyr.
ast á mörgum málum.
I höllinni hefur verið komið
fyrir tækjum til þess að frétta-
menn þar geti hlustað á ræðurn-
ar á enn fleiri málum en vana-
lega, en fjöldi túlka flytur ræð-
urnar á ýmsum tungum jafnóð-
um og þær eru fluttar.
Við ko.mu Esenhowers
til Parísar s.l. laugardag var
mikill fjöldi manna viðstaddur I
flugstöðinni og við allar götur,
sem ekið var um inn í miðhluta
Parísar, en það er upp undir
hálfrar klst. akstur í bifreið.
Þetta var í fyrsta skipti, sem
forseti Bandaríkjanna kom til
Parísar frá því er WoodroW
Wilson sat friðarráðstefnuna í
Versölum 1919. 1 flugstöðinni las
Eisenhower 600 orða yfirlýsingu,
og kvað einkunnarorðin í
frönsku stjórnarbyltingunni,
3% áiag vegna hreins-
mm Suez.
Allslierjaroþing Sþ. sam-
þykkti 3% álag á skipagjöld
skipa, sem sigla um Súezskurð.
Hér er um heimild að ræða
til að innheimta gjöldin með
þessu álagi til að greiða fyrir
hreinsun skurðarins. Féð skal
leggjast í sérstakan sjóð til
endurgreiðslu á lánum, sem 11
þjóðir veittu til framkvæmd-
anna.
frelsi, jafnrétti, bræðralag, enn
í dag í fullu gildi og lýstu þau
svo vel marki NA-varnarbanda-
lagsins, að þau gætu verið eink-
unnarorð þess. Nú kæmu leið-
togar hinna frjálsu saman til
þess að treysta samheldni sína
og samstarf, svo að sem bezt
yrði mætt hættum þeim, sem
steðjuðu að hinum frjálsa heimi,
og ákveða hversu það skuli gert
svo örugglega, að tryggt verði
að þjóðirnar geti búið við frelsi,
en verði ekki þrælar í allsherj-
ar lögregluríki.
Aðvörunaroi’ð
Spaaks.
Spaak frkvstj. NA-varnar-
bandalagsins mælti þau aðvör-
unarorð fyrir helgina, að , svo
virðist sem sumir leiðtogar og
sum blöð í NA-löndunum skildu
ekki migilvægi þeirra tíma,
sem nú væru, er allt væri undir
því komið, að hafa til varnar
þau vopn, sem ein myndu duga
— virðist svo sem sumir menn
virtust ætla, að ef árásir væru
gerðar með eldflaugum væri
unnt að verjast með berum
hnefunum.
I fremstu línu.
Það kemur mjög fram í brezk-
um blöðum í morgun, að að-
staða Bandaríkjanna sé nú
breytt frá því sem áður var, er
ýms lönd voru í yztu varnarlínu
Nú — vegna hinna langdrægu
eldflauga — sé öllum löndum
jafnhætt, og aðstaða Bandaríkj-
anna hin sama og annnrra NA-
ríkja nú — þau séu líka komin
í yztu varnarlínu. Öll leggja þau
þó áherzlu á, að ekki dugi að
einblína á varnirnar einar, held-
ur ræða stjórnmál og efnahags-
vandamálin samtímis. Sum ræða
nauðsyn þess, að ná samkomu-
lagi um stjórnmálalega stefnu
bandalagsins út á við í vissum
málum, þótt aldrei geti verið
um sameiginlega stefnu að ræða
í þeim öllum.
Spánn var
einnig aðvaraður.
Það er nú komið í Ijós, að það
voru ekki einungis NA-ríkin, er
aðvöruð voru i bréfum frá Bulg-
anin. Hann skrifaði einnig
spænsku stjórninni ogvaraði við
afleiðingum þess, að Spánn hef-
ur látið Bandaríkin fá herstöðv-
ar. Komi til styrjaldar, segir
Bulganin í bréfi sínu, munu af-
leiðingarnar bitna á íbúunum í
borgum Spánar, þeim, er næstar
eru herstöðvunum.
12. þingi SÞ
lokið.
Rætt um aukafund um
Ungverjajand.
12. allsherjaiþing Samein-
uðu þjóðanna er lokið.
Forseti þess sagði, er hann
sleit þinginu, að ef afvopnun-
armálin hefðu áður verið kom-
in í sjálfheldu, væru þau kom-
in í tvöfalda siálfheldu nú. .Og
hann lét í ljós vonbrigði yfir,
að Wan prinsi hefði ekkert
crðið ágengt í hlutverki sínu,
eins og skýrsla hans um Ung-
verjalandsmálin bæri með sér.
f tilefni af þessum ummælum,
sagði Lodge fulltrúi, að stjórn
hans myndi krefjast aukafund-
ar um Ungverjalandsmálin, ef
ástæða þætti til vegna fram-
komu valdhafanna þar og Sov-
étríkjasambandsins gagnvart
ungversku þjóðinni.
Munið Hall-
grímskirkju.
Góðir Reykvíkingar!
Nú þegar jólin nálgast og
þið farið að hugsa um jólagjaf-
’ir, þá bið ég ykkur að gleyma
ekki Hallgrímskirkju í Reykja-
vík. Gefið henni jólagjöf ár
hvert. Upphæðirnar þurfa ekki
að vera háar. En með elju og
árvekni mun musteri drottins
rísa, þótt hægt gangi. Minning-
um um Hallgrím Pétursson
mun aldrei deyja út með þjóð-
inni. Leggið ykkar skerf til þess
að halda uppi heiðri þess
manns, sem íslenzka þjóðin á
mest að þakka.
Dagblaðið Vísir tekur við
jólagjöfum til kirkjunnar. Eg
þakka þeim mörgu, sem- sent
hafa kirkjunni jólagjafir á und-
anförnum árum. — Gleðileg jól!
Guðrúij Guðlaugsdóttir.
LeBurbEakan úr Eyjum
f æst ekki til ákvörðunar,
Nýlega fannst leðurblaka i
vegg gagnfræðaskólans í Vest-
mannaeyjum.
Voru það nemendur gagn-
fræðaskólans, sem fundu han;
og var hún þá lifandi. En ni
er hún dauð og ætlar gagn
fræðaskólinn í Vestmannaeyj-
um að hafa hana við kennsluna
Ekki er vitað, hvaðan húr
hefur borizt, því að Náttúru-
gripasafnið hefur ekki fengii
hana til ákvörðunar. En vær
þetta t. d. amerísk tegund, sen
borizt hefði fyrir veðrum hing-
að væri það vísindaleg æsifrétt
sem mundi gerbreyta skoðun-
um manna um útbreiðslu henr
ar í heiminuín.
Er þetta önnur leðurblakan
sem finnst hér á landi á þessi
ári. Hin náðist í Selvogi 8. oktc
ber síðastliðinn. Reyndist þac
við ákvörðun vera amerísk teg-
und og er álitið, að hún haf:
borizt hingað fyrir veðrum.
Náttúrugripasafnið hefur
óskað eftir að fá leðurblökun;
frá Vestmannaeyjum til á-
Andf EögregSu en ekSci mennta
ríkír í pólsStum skóium.
Vandi frelsisþrá ungra mennta-
manna vekur beyg forsprakka.
Pólsk stjórnarvöld hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að eitt-
livað verði að gera til þess að
efla á ný kommúnistisk áhrif í
menntaskóhim og' háskólum
iandsins.
Hafin or barátta til þess, að
skólarnir verði „algerlega sosí-
alistiskar stofnanir.".
Kommúnistaforsprakkarnir
líta svo á, að frá því skólastofn-
anirnar fengu meira frjálsræði
„Hvers vegna?"
JVýút latp eftir Siajj-*
fús Malldárss&n.
„Hvers vegna?“ heitir nýtt
lag, sem kemur í hljóðfæraverzl
anir í dag. Er það eftir Sigfús
Halldórsson.
Hundrað eintök verða tölusett
og árituð af höfundi og fást þau
í sýningasalnum við Ingólfs-
stræti.
Textinn er eftir Stefán Jóns-
son, hinn vinsæla barnabóka-
höfund.
Lög Sigfúsar Halldórssonar
eru mjög vinsæl og hafa farið
sigurför um landið, svo sem t.
d. „Litla flugan“. Þarf ekki að
efa, að eins verður með þetta
lag.
Lagið kemur á hljómplötur
eftir áramótin.
Hverníg er
veðrlð?
f morgun var djúp og víð-
áttumikil lægð norður af
Jan Mayen og önnur minni
yfir Suður-Grænlandi á
hreyfingu norðaustur.
Veðurhorfur fyrir Suð-
vesturland og Faxaflóa:
Stinningskaldi vestan og síð
an suðvestan eða sunnan;
skúra og éljaveður.
KI. 8 í morgun var vestan
átt og 5 vindstig í Beykja-
vík; liiti 2 stig. Hiti erlend-
is kl. 5: London -p3, París 0,
New York 4, Hamborg -p9,
K.höfn -p4, Stokkhólmur 1
og Þórshöfn í Færeyjum 5 st.
Stjórnarkreppa
á Möltu.
Mintoff, forsætisráðherra á
Möltu hefir beðizt lausnar.
Leggur hann til, að öðrum
mnni úr flokki sínum, verka-
manpaflokknum, verði veitt
stjórnarforystan. Það er ó-
ánægja verkamanna í skipa-
smíðastöðvum eyjarinnar, sem
veldur, en afkoma almennings
byggist að verulegu leyti á
starfrækslu þeirra. — Óttast
verkamenn, að þær verði lagð-
ar niður eða atvinna þar drag-
ist mjög saman, og munu
óánægðir yfir hvernig Mintoff
hefir lialdið á málunum.
fyrir einu ári, hafi smám sam-
an breyzt svo, að horfurn-
ar séu hinar alvarlegustu — fyr-
ir kommúnista. Aukið frelsi
hefur sem sé fælt menn frá
kommúnismanum.
Á fundi flokksfullttrúa úr
skólunum og fulltrúa miðstjórn-
ar kommúnistaflokksins, var
samþykkt skýrsla, sem innifel-
ur aðvörun um, að aukið mennt
unarfrjálsræði geti orðið til þess
að fæla menn algerlega frá
kommúnisma í stað þess að
hæna menn að honum.
M. a. var komist svo að orði,
að tími væri til kominn að íhuga
hvort hinar nýju starfsreglur í
menntastofnunum, hafi borið
„æskilegan stjórnmáialegan.
árangur, hvort vér liöfuni
eldd blekkt sjálfa oss, er véi*
trúðum því, að breytingarnar
myndu vei’ða til Jxess að
styrkja liina sósíalistisku
stefnu í þessum stofnunum^
og hvort vér þess í stað höf-
um veikt hin sósíalistisku
öfl.“
Þá var rætt um, að áhrif kirkj
unnar, frjálsræðis, þjóðernis-
sinna og borgaralega sinnaðs
fólk smeygðu sér inn um hverja
smugu í þessum stofnunum, und
ir eins og kommúnistar „lina
eitthvað á tökunum."
Og loks var kvartað yfir því
að menn væru farnir að líta á
menntastofnanirnar sem frið-
helga staði — þar sem menn
gætu verið óhultir fyrir „flokks-
lögreglunni". — Nú horfir svo,
að hert verði á tökunum, því að
frjáls menning og kommúnismi
geti ekki átt samleið. Vofir því
yfir, að yfir pólskum mennta-
stofnunum svífi andi flokkslög-
reglunnar yfir vötnunum, en
ekki menntagyðjunnar.
Spennandi kappSeikur
í kvölde
Undirbúningskeppnixmi að
heimsmeistaramótinu í liand-
knattleik Iýkur í kvöld að Há-
logalandi.
Fara þar fram tveir leikir,
sá fyrri milli úrvalsliðanna
beggja, þ. e^Vals og f.R. og úr-
vals II. Seinni leikurinn er milli
F. H. og K. R., sem kunnugt er
hefir sigrað til þessa og vænta
menn mikils af þeim leik og
telja hann tvísýnan í hæsta
máta. Eru bæði liðin í góðri
þjálfun og hafa sýnt betri leik
en önnur handknattleikslið í
haust.
Leikurinn hefst kl. 8 í .kvöld.
Húsmæðrafél. Reykjavíkur:
Konur, munið húsmæðrafé-
lagsfundinn í kvöld kl. 8,30.
Frú Hrönn Hilmarsdóttir
talar um jólaundirbúning og
sýnir jólaborðsskreytingar.
Allar konur velkomnar. —•
Stjórnin. ,