Vísir - 28.01.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 28.01.1958, Blaðsíða 4
YÍSIR Þriðjudaginn 28. janúar 1958 irisiR D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00- Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. -18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Rauöi tierinn hefur ekki sann- færzt um ágæti kommúnismans Lærdómur kosninganna. Sjálfstæðismenn voru ekki í neinum vafa um, að þeir ; mundu ganga með sigur af hólmi, þegar efnt var til kosninga að þessu sinni. Raunar munu allir flokkar hafa gert ráð fyrir, að Sjálf- ; stæðisflokkurinn einn mundi ganga stærri og styrkari út úr þessari raun. Þessi skoð- un hefir einnig reynzt rétt, því að kosningaúrslitin hafa verið næstum hvarvetna fordæming á ríkisstjórninni fyrir vanefndir hennar og undanfarna átján mánuði færir mönnum heim sanninn um, að kommúnistar skeyta engu gömlum og nýjum lof- orðum sínum, ef nauðsyn- legt er að vera í ríkisstjórn | til að þjóna húsbændunum, sem sitja austur í Moskvu. Hundruðum saman hafa kjósendur snúið baki við kommúnistaflokknum, og enginn vafi leikur á því, að flóttinn heldur áfram, er fleiri öðlast skilning á hlut- verki hans. Ungu hermennirnir dauðþreyttir a stöðugum stjórnmálaáróðri. Frásögu rússnesks eiiidíri*<»riii»jja. sem ílröi vesíu r ívrir tjald. óstjórn, jafnframt því semKratar hafa uppskorið launin Sjálfstæðisflokknum hefir verið vottað traust, bæði sem baráttuflokki í þágu ein- stakra bæjarfélaga og sem andstöðuflokki ríkisstjórn- arinnar. Það var aðeins eitt atriði, sem sjálfstæðismenn gerðu sér ekki grein fyrir, og gátu heldur ekki gert sér grein fyrir. Þeir vissu eðlilega ekki, hversu mikill og glæsilegur sigur þeirra mundi verða. Menn vissu ekki heldur, hversu miklar ófarir annara flokka mundu verða. En nú er það lýðum Ijóst, að þrátt fyrir hvers- konar nafngiftir, sem heiftt úðugir og magnvana and- fyrir að hafa látið misvitra stjórnmálaskúma og tæki- færissinnaða aulabárða hafa „vit“ fyrir sér. Flokkur, sem hefir annað eins fyrirbæri og menntamálaráðherrann að einum æðsta manni sín- um, getur aldrei lifað til • langframa. Ráðherra þessi var pottur og panna — af krata hálfu — í samsulli hræðslubandalagsins, og nú er flokkurinn að uppskera ávöxt iðju hans. Raunar má segja, að flokkur, sem hossar manni eins og menntamála- ráðherranum og treður í æðstu trúnaðarstöður, verð- skuldar fyllilega þau örlög, er bíða nú Alþýðuflokksins. stæðingar gefa Sjálfstæðis-Framsóknarlýðurinn hefir víða flokknum, hefir hann sannað rétt einu sinni enn, að hann gettur það, sem hinum er ó- gerningur — sameinað fólk úr öllum stéttum til mikilla átaka. Kommúnistar töpuðu miklum fjölda atkvæða hér í Reykja- vík. Hvorki meira minna en fimmti hver maður sneri baki við þeim. Það munar um minna og er þó áreiðan- legt, að flóttinn úr þeim her- búðum er aðeins að byrja. Ferill ríkisstjórnarinnar haldið sínu, jafnvel unnið nokkuð á sums staðar. Það er harðsnúið lið, en það er ekki hugsjón, sem heldur því saman — aðeins áhugi fyrir að vera áfram á jötu ríkis og kaupfélaga, því að um annað hugsar slíkt jötu- lið ekki. En það hefir fengið sína ádrepu um leið og vinir þess innan stjórnarinnar, þótt hún komi öðruvísi fram gagnvart framsóknarlýðn- um. Fíokkur í sókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í ör- uggri sókn og vex óðum. Það hafa þessar kosningar fært sönnur á. Þær hafa sýnt, að þegar fylgismenn annarra flokka snúa baki við þeim, láta þeir ekki nægja að sitja heima á kjördegi, heldur ganga í lið með Sjálf- stæðismönnum, sem hafa að vísu verið andstæðingar þeirra áður, en reynast þó eini aðilinn á vettvangi op- inberra mála, sem hægt er að auðsýna traust. Ea þótt mikill sigur hafi unn- izt, er baráttunni ekki lokið, hvorki á sviði bæjarmála né þjóðmála. Sjálfstæðis- flokkurinn verður að vera sívakandi og sístarfandi í þágu þeirra tuga þúsunda, sem hafa tilkynnt honum með atkvæði sínu, að þær vilja hlíta forsjá hans í sem flestum málum. Næsta_ verk- efni Sjálfstæðisflokksins er því að gera það, semi honum hefir verið falið af öllum stuðningsmönnum sínum, og það er í fyrsta lagi að koma núverandi stjórn vol- æðis og vesældar frá völd- um. Brezkur fréttaritari, Kenneth Ames, hefir átt viðtal við rúss- neska undirforingjann Ana- toli Ponomarenko, sem fyrir skömmu flýði vestur fyrir tjald og fékk þar hæli sem póli- tískur flóttamaður. Anatoli kvaðst vera sann- færður um, að margir félagar hans myndu feta í fótspor hans, ef þeir hefðu nokkra von um, að flótti þeirra myndi heppn- ast. „Næstum engir hermenn ó mínum aldri í Rauða hern- um í Þýzkalandi og á öðrum framsvæðum (þ. e. í lönd- unum næst vesturmörkum yfirráðasvæðis Rússa) og í sjálfu Rússlandi, hafa látið sannfærast um kommúnism- ann og ágæti hans, þrátt fyrir ákafan áróður.“ Á þessa leið talaði Anatoli á fundi í London, sem stóð í 3 Vz klst. — og var það í fyrsta skipti á ævi hans, sem hann gat talað eins og honum bjó í brjósti. Hann kvað æskulýð Rússa einhuga gruna Krúsév um græsku og ala grunsemdir um fyrirætlanir hans, og enn vera sem lostinn reiðarslagi yfir meðferðinni á Zhukov, stríðs- hetju Rússa. Yfirleitt hafi menn ætlað, er honum var yikið frá, að Krúsév myndi sópa burt öllum, sem stæði í vegi fyrir honum. Spútnik. Hann kvað það ekki hafa vakið neina hugaræsingu með- al hermannanna, er Spútnik var skotið út í geiminn. „Okk- ur var sagt, að Rússar stæðu nú öllum þjóðum framar, en við bara ypptum öxlum.“ Anatoli kvað siðferðisstyrk rússnesku hermannanna ekki mikinn. Kæmi þar margt til greina: Lélegt fæði, lítil þókn- un — og svo hefði menn nýlega verið sviptir öllum forréttind- um og hert á öllu eftirliti. „Rauða hernum er sagt að vera viðbúnum að mæta tæknilega vel út búnum herjum, — en það, sem hefir lamandi áhrif á hermennina er hinn sífelldi lestur stjórnmálafulltrúanna, sem starfa í hernum." í her- búðunum í Frankfurt við Oder voru fundir haldnir og lesið úr blöðunum „Pravda“ og „Sovét- herinn“ — eða mönnum var fyrirskipað að lesa þau. „Nokkrar spurningar?“ Það var að loknum leynifundi stjórnmálafulltrúa, að öllum hermönnunum var stefnt sam- an. Aðalfulltrúinn las, án þess að láta sér bregða, fréttina um Zukov. Við hlustuðum á, lostn- ir svo mikilli furðu, að við bara störðum og hleyptum brúnum, án þess að geta komið upp orði. Fulltrúirm braút saman blaðið og spurði rólega: „Nokkr ar spurningar?“ Enginn spurði neins og við gengum burt — hugsi. Okkur hafði verið sagt, að herinn væri með óþörf afskipti af stjórn- málum, en ekki veitt því mikla athygli, og hefðum aldrei trú- að, að þetta gæti gerzt. Frávikning Zukovs er enn einn þeirra furðulegu við- burða, sem jafnt foringjar, sem undirmenn í hernxun hafa áhyggjur af, einkutn heir, sem eru fjarri Moskvu. Seinna spurðu margir okkur: Ef Zhukov var svikari, því var lionum ekki vikið frá fyrr. Svarið var, að reynt hefði verið að snúa honum frá villu hans vegar, en það liefði ekki tekizt. Þá var undirforinginn spurði- ur að því, hvað mundi gerast, ef styrjöld brytist út milli aust- urs og vesturs. „Flestir myndu sennilega bíða átekta,“ sagði hann, „þar til í Ijós kæmi hverjum sigurinn félli í skaut. Ef líkur væru fyrir sigri vest- rænu þjóðanna myndu menn gerast liðhlaupar í stórum stíl, — en menn myndu ekki leggja út í neina styrjöld af hrifni eða áhuga. Okkur var iðulega sagt í A.Þ., að við værum þar vegna þess, að ella myndu her- sveitir Breta, Bandaríkjamanna og Frakka vaða austur á bóg- inn og inn í Rússland og hneppa okkur alla í þrældóm, en fæstir trúðu þessu — menn bara hlógu að því. Og eins þegar við vor- um fræddir um hvernig fólk væri hneppt í þrældóm í auð- valdsríkjunum. Eg hefi verið að rifja upp þennan áróður seinustu dagana, er eg hafði horft á fólk fara allra sinna ferða frjálega um Regent Street og Piccadilly.“ Borgarastyrjöld? Anatoli lét í ljós þá skoðun, að engin breyting myndi verða í Rússlandi, nema sem afleiðing styrjaldar. Það væri gersam- lega fyrir það girt, að til borg- arastyrjaldar myndi koma. Ef nokkur grunur vaknaði um slíkt kæmu fjöldahandtökur tiL sögunnar.“ Flóttinn. Anatoli kvaðst hafa lagt af stað í einkennisbúningi sínum án nokkurs flutnings, en klædd ist borgaralegum klæðnaði til ferðarinnar til Austur-Berlín- ar, um 80 km. leið. Um nóttina faldist hann í rústum Austur-Berlínar — þar sem á hverri nóttu er leitað að liðhlaupum og flóttafólki — og komst svo eftir fáförnum stíg. Seinasta spölinn náði taugaæs- ing hans og kvíði hámarki og kveðst hann ekki vilja lifa þá stund aftur. En loks komst hann yfir mörkin og gaf sig vestur- þýzku lögreglunni á vald. Áður en hann flýði hafði hann verið í sama herbergi og þrír aðrir undirforingjar, sem starfa á vegum foringjaráðs, og heyrt sitt af hverju um umheiminn. Og svo lét hann kylfu ráða kasti og flýði. Nú geta kvenskörungar Breta tesid yfir lávörðum. Þar eiga 878 karlar rétt til setu en fáir nota hann. Konur eiga nú aí« fá rétt til setu í Iávarðadeild brezka þingsins — í fyrsta skipti í sög- unni. Lagði stjórnin fram frum- varp þar að lútandi í byrjun þings þess, er sett var 5. nóv. síðastl. Sætti það harðri mótspyrnu hinna afturhaldssamari þing- manna í deildinni, en mót- spyrna þeirra var fyrir gýg. Það eru hvorki fleiri né færri en 878 aðlaðir herrar, sem eiga sæti í lávarðadeildinni nú, en tiltölulega fáir taka þátt í störfum deildarinnar. Réttur- inn gengur í erfðir, að því er flesta varðar, að undanteknum tíu dómurum, 24 biskupum og tveimur erkibiskupum. Kvenréttindakonur — og raun- ar konur almennt — fagna breytingunni, þeirra meðal Nancy, eða markgreifafrú Ast- or, sem var fyrsta konan, er var kosin á þing til setu í neðri málstofunni. Hún er nú 78 ára, fædd í Virginíu í Bandarikjun- um. ... . ........ , Jafnaðarmenn vilja, sem kunnugt er, afnema lávai’ða- deildina. Bang sigraði nafnadeilunm Bang Jensen hefir tilkynnt, að brennt hafi verið nafnalist- anum umdeilda. Bang Jensen, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, hafði sem kunnugt er undir höndum lista með nöfnum ungverskra manna, sem létu í té upplýs- ingar varðandi ástandið í Ung- verjalandi, gegn loforði um, að nöfnin yrðu ekki birt. Var allharðlega um þetta deilt, sem kunnugt er, en Bang hélt því ótrauður fram, að ekki mætti bregðast trausti þessara manna, og neitaði jafnan að láta af hendi listann. — Nú hefir list- inn, sem að ofan segir, verið eyðilagður — og með .. sam- ...: i M.i-i. þykki Hammarskjölds.. að því

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.