Vísir - 14.03.1958, Page 7

Vísir - 14.03.1958, Page 7
Föstudaginn 14. marz 1958 VtSIR Hafmærin íslenzka stóð í haliargarðinum í Flórens En bráðlega must foún verðo fll skraufs b Reykjavik. Htabbaii r/ð IVttset Sttísstsendsaa sat agst tih éétjeýwterts. Nína Sæmundson hefir verið hér heima undanfarið, en haft |iljótt um sig. Vísir náði tali af henni nýlega. Það hefur verið hlutskipti margra ágætustu íslenzkra listamanna að dvelja lang- <fvölum erlendis og koma heim til fósturjarðarinnar, sem gestir. Þótt þeir hafi dvalið í útlöndum og aðeins staðið í tengslum við land sitt og þjóð með stopulum bréíaskiptum við ættingja og ■vini, hefir listsköpun þeirra verið þjóðleg og á það sérstak- lega við um listamenn hins tal- .aða orðs. Saga íslenzkrar höggmynda- listar er ekki löng og hópur ís- lenzkra myndhöggvara er heldur ekki stór, en nokkrir 'listamenn í þeim hópi hafa .getið sér frægð bæði hér heima •og' meðal framandi þjóða. Nina Sæmundson, er ein af þessum hópi. Hún hefur dvalið erlendis um nærri 30 ára skeið og er meðal þekktustu lista- manna íslenzkra. Á þessu tímabili hefir listakonan nokkr- um sinnum heimsótt ísland og er nú stödd í Reykjavík. Vísir átti nýlega stutt samtal við hana á heimili Gunnars Stef- ánssonar, stórkaupmanns, þar sem hún dvelur. Hafnar í hallargarði. — Eg kom frá Ítalíu um jólaleytið og var eg búin að vera þar mikið lengur en eg ætlaði í fyrstu, sagði lista- konan. — Er þá búið að steypa „Hafmeyna"? — Já, nú er hún tilbúin. Þegar eg fór frá Flórens á Þorláksmessu stóð hún í hall- argarðinum á Palazzo Stozzi. Hún átti ekki að vera þar til, sýnis nema í þrjá daga, en þeir vildu endilega hafa hana þar lengur. — Hvernig stóð á því að myndasyttan var sett á Pal- azzo Stozzi? — Það var gert fyrir atbeina prófessor Alessandro Taccinis. . Hann er forseti félagsskapar, sem hefur að markmiði að jkynna list frá ýmsum löndum. i Höggmyndin fékk góða dóma í Jitölsku blöðunum og svo þykir það mikill heiður að fá að sýna i verk sín í þessari fögru „ren- aissance" höll. I Varð að gera myndina aftur. — Var það upphaflega ætl- unin að láta steypa myndina á Ítalíu? j — Það var fyrir tveimur ár- um að Reykjavíkurbær ákvað að kaupa höggmyndina og láta gera afsteypu í branze. Eg leit- ■ aði fyrst fyrir mér um tilboð í Danmörku en fékk svo miklu lægra tilboð frá Florens. Frummyndin var síðan send þangað en þegar hún kom, var hún mikið skemmd, hafði brotnað i flutningnum. Eg sá að það borgaði sig ekki fyrir mig að vera að gera við form- in, heldur ákvað að gera myndina að nýju. Eg er ánægð að hafa tekið þá ákvörðun og Nina Sæmundsson myndhöggvari. sé ekki eftir því ári, sem verkið tók. — Er nokkur munur á hinni upprunalegu höggmynd og þeirri sem þér gerðuð í Florens? — Frummyndin var gerð fyrir 10 árum. Eg var þá í Los Angeles. Já, hún er nokkuð breytt. Þessi er einfaldari að formi og jafnframt sterkari. Eg hneigist meir og meir að ein- földum línum í formi. Það verður ávallt sterkara ef vel tekst. „Ein sit eg úti á steini . . . .“ — Hvenær kemur „Haf- mærin“ okkar Reykvíkinga heim? | — Eg bjóst við því að það yrði nú í vetur og sennilega verður það. Það er ekki búið að velja henni stað svo eg viti, ^ en mér finnst hún þurfi að vera við sjóinn eða Tjörnina, já, einrversstaðar nærri vatni. |,,Hafmærin“ er i hálfri annarri jlikamsstærð og situr á steini úr gráum marmara. — Þegar „Hafmærin“ er komin, þá verða tvær högg- myndir eftir yður í Reykjavík, „Móðurást“ í Mæðragarðinum, sem einu sinni var og svo „Haf- mærin“. Eru þær nokkuð lík- ar? — Nei, þegar eg bjó til „Móðurást" hafði eg nýlokið námi. Hún er ein af fyrstu höggmyndunum minum. Eg hefi tileinkað mér annað form, eins og eg sagði áðan. — Þér hafið líka búið til brjóstmynd af Þorsteini Er- lingssyni? — Eg mótaði hana fyrir tveimur árum. Eg fékk að hafa vinnustofu í Sjómannaskólan- um og þar bjó eg hana til. Myndin er erlendis, en er væntanleg til Islands nú í marz og verður hún sett upp undir Drífanda hjá Hlíðarendakoti, sennilega í sumar. Allt undir einu þaki. — Eruð þér kannski komnar heim fyrir fullt og allt? — Eg veit það satt að segja ekki, eg hefði gjarnan viljað vera hér, að minnsta kosti um hríð, en mig vantar tilfinnan- lega studio. Mér finnst það nauðsynlegt að hafa íbúð og studio undir sama þaki. Það er svo þægilegt. að geta gripið til vinnunnar þegar maður fær einhverja hugmynd sem maður vill festa í efni. Ef eg þarf að hlaupa á milli húsa, eða jafnvel fara í annan bæjarhluta er eg kannski búin að gleyma öllu á leiðinni. — Þér voruð á þriðja áratug í Hollywood og hafið kvnnst einhverjum af hinum þekktu kvikmyndaleikurum? — Hollywood er vinalegur bær, já, svo eitthvað sé nefnt þá gerði eg brjóstmynd af Gretu Garbo, og hún er sannarlega eins ómannblendin og sagt er. Svo gerði eg aðra af Hedy La- marr, en hún vildi fá hana úr svörtum steini, en eg gat ekki fengið hann. Það var á striðs- árunum. So eg á þá mynd enn. Það er óþarfi að kynna lista- Orðsending tii stóreignaskattsgreiðenda Með því að Skattstofan í Reykjavík og Fjármálaráðuneytið hafa neitað að sýna skrá yfir stóreignaskattsgreiðendur, fara undirrituð félagasambönd þess á leit við meðlimi sína, að þeir gefi trúnaðarmanni samtakanna upplýsingar, um stóreignaskatt, sem á þá er lagður. Óskað er eftir að sent sé nákvæmt afrit (helzt ljósprentað)' af tilkynningu, er þeir hafa fengið um greiðslu skattsina frá Skattstjóranum í Reykjavík. Þeir, sem senda inn frum- rit af tilkynningunni, munu fá þau endursend um hæl, eftir að afrit hefur verið tekið af þeim. Farið verður með upplýsingar þessar sem algert trúnaðar- mál. Opinberlega mun þó verða skýrt frá, hvernig skatt- urinn skiptist á verzlun, iðnað og aðrar atvinnugreinar. Samtökin hvetja meðlimi sína til þess að bregðast vel við þessari málaleitan, þar sem upplýsingar um þessi mál erui mjög þýðingarmiklar, m. a. í sambandi við væntanleg; málaferli út af álagningu skattsins. Samtökin fara þess ennfremur á leit við þá stóreignaskattgreiðendur, sem ekkí eru meðlimir í undirrituðum félagasamtökum, að þeir sendi upplýsingar á sama hátt um þann stóreignaskatt, sem á þá er lagður. Tilkynningar eða afrit af þeim skulu sendar til hr. Svavars Pálssonar, lögg. endurskoðanda, Tjarnargötui 4, Reykjavík, eigi síðar en n.k. mánudag. Félag íslenzkra iðnrekenda Félag íslenzkra stórkaupmanna Húseigendafélag Reykjavíkur Landssamband iðnaðarmanna Samband smásöluverzlana Verzlunarráð íslands Vinnuveitendasamband íslands. 20-25% þjóðarteknanna ekki talin fram. Afnám tekjuskatts rætt á Sameinuðu þingi. Tillaga þingmanna Alþýðu- flokksins um afnám tekju- skatts var til umræðu í Sam- einuðu þingi í fyrradag. Emil Jónsson hafði fram- sögu fyrir tillögunni. Rakti hann sögu núverandi kerfis, sem upp var tekið 1921. Var þá farið að leggja á menn skatta eftir þeirra eigin framtölum. jAðalrökin, sem sett hefðu verið fyrir þessu kerfi, hefðu verið þau, að skatturinn kæmi rétt- : látar niður, að hann væri tek- inn af öllum tekjum og, að feril Ninu Sæmundsson fyrir íslenzkum lesendum. Hún hélt sýningu á málverkum, högg- myndum, tréskurðarmyndum og teikningum í bogasal Þjóð- minjasafnsins í október 1955. Sýningin sem mörgum er enn minnisstæð bar vott um fjöl- hæfni listakonunnar og frjóa sköpunargáfu. Að þeirri sýn- ingu lokinni keypti rikið högg- myndina ,,Á hverfanda hveli“, sem komið hefur verið fyrir í Listasafni ríkisins. Það væri óskandi að Nina Sæmundsson dveldi hér framvegis, því litir íslenzlcrar náttúru hafa fangað huga henn- ar og eins og hún sjálf segir: „ísland hefir svo mikið upp á að bjóða“. hann mundi verða miklu öfl- ugri tekjustofn ríkissjóði en áður var. Reynslan hefði hins- vegar sýnt að þetta hefði brugðdzt og væru það veiga- mikil rök gegn honum. Hitt væri þó alvarlegra, að framtöl- in væru stórlega fölsuð af öll- um sem það gætu. Einnig væri algengt að mönnum með sæmi- legar tekjur þætti ekki borga sig að vinna allt árið og hættu því vinnu nokkurn tíma á ári. Næstur tók til máls Bern- harð Stefánsson og spurði hvaðan ætti að taka það fé, sem þannig færi forgörðum. Nú. vantaði bæði í ríkiskassann og í útflutningssjóð, líklega um 200 milljónir. Jón Pálmason var hlynntur tillögunni. Kvað hann fram- kvæmd skattalöggjafarinnar eitt af vandamálum þjóðfélags okkar. Minnti hann og á það að í árslok 1956 hefðu verið eftir að innheimta 37 millj. af tekju- skattinum auk 7 millj. sem felldar hefðu verið niður, svo hann væri ekki svo stór liður. Ólafur Björnsson kvað merku máli hreyft. Væru margir og miklir ágallar á tekjuskattinum. Meginatriði væri, að mikið af tekjum væri ekki talið fram. Taldi þingmað- urinn að 20-25% af þjóðartekj-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.