Alþýðublaðið - 15.11.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.11.1928, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIB 3 Fundariioll. Höfum til: i T 1 íslenzkar kartöflur. hækkunum á rafma.gnjn)u er fólki smátt og smátt gerö ókleyf önn- ur notkun en til ljósa, og sjálf sagt kemur að pví, erf Elliðaár- stöðin verður látin duga ein, að Ijösaverðið vierði að hækka, svo að menn fari að spara við sig Ijösin. Þá myndi afturháldimu hér i bænum vel hæfa kjörorðið „Meira myrkur‘', enda er pað samræmi við andlegt ástand pess. Ef afturhaldið hér í bænum verður látið ráða því, að bæjar- búum verði ekki séð fyrir nægrii og ódýrri raforku með j)ví að virkja Sogið, verður að hækka og hækka rafmagnsverðið í peim dæmalausa framfaratilgangi að neyða niotendur rafmagms til að minka og minka við sig rafmagns- notkunina. Þessi hringrás vitleysunnar get- ur með sanni kallast svikamylna afturhaldsins. Erlend siifiaskeyti. Khöfn, FB., 14. nóv. Nobelverðlaunin. Frá Stokkhólmi er símað: Bók- mentáverðlaun Nobels fyrir árið 1927 hafa verið veitt Frakkanum Henri Bergson, en fyrir árið 1928 norsku skáldkonunni Sigrid Und- set. •— Efnafræðiverðlaun Nobels fyrir árið 1928 hafa verið veitt Heinrich Wieland, prófessor við íhiaskólanin í Múnchen, fyrir rann- sóknir viðvíkjamdi gallsýrum. Efnafræðiverðlaunin fyrir árið 1927 hafa verið veitt Adolph Windaus, prófessor við háskólann í. Göttingen. Il11' ■ L : I i. ' I 1 'I.1. I ; Gerðadðmur í kaupdeilumáli feldur úr gildi. Frá Berlín er símað til Kaup- manmahafnarblaðsins „Social-De- mokraten'1, að vinnumálarétturinn í Duisburg (borg í Rínarbygðum) hafi lýst gerðardóminn í lauma- (deilunni í járn- og stál-iðnaðinum ógildan vegna formgalla. Búist er við, að verkalýðsfélögin áfrýi dómnum. Þýzbir jafuaðarmenn reyna að koma i veg fyrir herskips- smíði. Frá Berlín er símað: Jafnaðar- menn hafa borið fram tillögu í ríkisþinginu um að stöðva smíði brynvarða beitiskips'ins. „Berlimer Tageblatt“ skýrir frá pví, að Groener hermálaráðheira hafi í hótunum að segja af sér,- ef til- lagan verði samþykt Groener segir, að pantanir hafi þegar verið gerðar til skipsiins fyrir 32 milljónir marka, en 9 milljóni'r hafi pegar verið gneiddar. Bandaríkin og Rússar. Frá Lundúnum er símað: Blaðið „London Daily Newis" skýrir frá! pví, að Newey, ameriskur maður, ,sem er fjá'rmálaráðunautur Pól- lands, faxi bráðlega til Rússlands. Newey þessi er vinur Hoovers, hins nýkosna forseta í Bandarikj- unum. Ætla menn, að Hoover muni hafa í huga að viðurkenna ráðstjórnina rússnesku, og standi Rússlandsferð Neweys í saihbandi við pá ráðagerð. Mannbjargir af „Vestris1*. Frá New-York-borg er símað: Vissa er fengin fyrir pvi, að tveim hundruðum skipbrotsmanna af e/s „Vestriis“ hefir verið bjargað. Samkvæmt sumum fregnunum hefir premur hundruð'um yerið bjargað. Hoover og takmörknn berbún- aðar, Frá Washington er símað til New-York-blaðsins „World“, að pegar Hoover hafi tekið við for- setastörfunum ætli hann að boða til alþjóðafundar tii þess að ræða takmörkun herbúnaðar á sjó og landi, svo framarlega sem Ev- rópuríkin hafi ekki áður gengiist fyrir sams konar fundi. Etnugosið. Frá Rómaborg er símað: Eld- f jallafræðingar búast við, að Etnugosinu sé bráðlega lokið og héruðin í nánd við eldfjallið úr hættu. Verkakvennafélagið „Framsókn14 heldur fund í kvöld kl„ 8V2 í Kaupþingssalnum. Grétar ó. Fells flytur erindi. Félagsmál verða rædd._ Sextugur er í dag Jón Bjarnason, verka- maðuT í Hafnarfirði, góður og gegn Alþýðuflokksmaður. Föstudaginn 16. p. m. kl. 872 síðdegis verður fundur haldinn í Góðtemplarahúsinu í Hafnar- firði til pess að ræða um stofnun sveitar í Slysavarnaifélagi íslands. HaMirðinsar! konur og karlar. Fjölmennið á penna fund og sýnið par með, að pér viljið styðja eitt allra mesta nauðsynjamálið, sem nú er á dag- skrá pjóðarinnar: viðleitnina á pví að koma í veg fyrir sjóslys og druknanir. Máishefjandi verður Jón E. Bergsveinsson. Úr stjórn. Slysavarnafélagsins mæta peir vænt- anlega á fundinum Siffurjón Á. ÖlafSSOU alWnffÍS- maður og Geir Siffurðsson sbipstjóri. um styrk af fé pví, sem ætlað er til r styrktar, skáldum og listamönnum, í fjárlögum fyrir árið 1928, séu komnir í S x- í ,! 'r , ■ - . v , hendur Mentamálaráði (utanáskrift: Skrifstofa Alþingis Reykjavík) fyrir 15. janúar 1929. króiu ð borðið! DOLLAR, bezfa pvoftaefnið, sem til landslns flytz Látið DOLLAR vinna fyrir yður Þetta ágæta, margeftirspurða þvotta- efni er nú komið aftur. DOLLAR-þvottaefni er í raun og sannleika siálfvimaandi, enda uppáhald þeirra, sem reynt hafa. DOLLAR er svo fjarri því að vera skaðlegt, að fötin endast betnr séu þau þvegin að staðaldri ur þessu þvottaefni. Sparið yður útgjöld og erfiði og not- ið DOLLAR, en netið pað sam- kvæmt fyrirsögninni, pví á þann hátt fáið þér beztan árangur. í heildsölu hjá: a11dérI Elrlkssyafil j Hafnarstræti 22. Sími 175. meðan þjer sofið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.