Vísir - 08.04.1958, Side 7

Vísir - 08.04.1958, Side 7
Þriðjudaginn 8. apríl 1958 VtSIR 'Jtatik tfetbif: Fagradal. 56 Nei, sagði Bruce. — Það er engin leið, Ted. Eg get bara tekið einn núna, og Pepe er vinur minn. Hann stóð og horfði niður. Þá kom upp í honum þetta sem hann hafði alltaf haft, en sem prédikarinn hafði fært upp á yfirborðið. Það var þessi mikli sálarfriður sem var of mikill fyrir reiði, hatur eða hefnd. — Bíddu, sagði hann og lagði Pepe niður aftur. Hann fór úr loðbryddri kápunni og kastaði henni niður svo Ted gæti teygt sig í hana. — Skýldu þér með þessu, sagði hann. — Strax og eg er búinn að koma Pepe niður og búa um hann í hellinum, skal eg ná í þig. Ted lá þarna og starði á kápuna. Og þar sem menn innst inni lifa og deyja vegna vantrúar sinnar, vegna þess hvað þeir eru, gat hann ekki trúað sínum eigin augum. Hann tók upp skammbyssu sína og miðaði. — Komdu og sæktu mig! hrópaði hann. — Ef þú skilur mig hér eftir, skaltu fara sömu leið og eg. — Vertu ekki fífl Ted, sagði Bruce rólega. — Ef þú drepur mig, er vonlaust með þig. Því næst lyfti hann Pepe á bak sér og lagði af stað niður stiginn. Ted Peterson horfði á eftir þeim. Hann lét Bruce ganga um tuttugu skref niður eftir veginum, áður en reiðin og skelfingin náðu tökum á honum. Hann miðaði á bakið á Bruce og hleypti af. Hann hæfði Bruce í síðuna. Bruce valt um koll og Pepe með honum. Þeir ultu báðir svo langt, að þeir komust úr skotfæri. Þegar Bruce stanzaði, þreifði hann eftir sárinu. Hann fann bæði sárið, þar sem kúlan hafði íarið inn og þar sem hún hafði farið út. En hann komst samt á fætur og kom Pepe á bak sér. Hann vissi, hvað þetta gilti. Hann gekk niður eftir veginum og reikaði eins og drukkinn maður, þangað til hann sá dökkan hellismunnann. Síðustu tuttugu metrana skreið hann og dró Pepe á eftir sér. Hann bjó svo vel um Pepe sem hann gat og lagðist niður hjá eldinum, of þreyttur til að athuga sín eigin sár. Hann sá nú eftir því stolti sínu að hafa ekki sagt bróðir Nate frá fyrirætlun um sínum. En Juana mun segja honum frá því, hugsaði hann. Og hann kemur ásamt Jesús og hinum. Nú get eg ekki meira. Eg get ekki meira.... Og nóttin kom. Þegar Juana kom, var eldurinn kulnaður og mennirnir báðir nær dauða en lífi af kulda. Hún flýtti sér að kveikja upp. Hún sá, að þegar hafði verið bundið um sár Pepes og það blæddi enn þá. En nærpilsið hennar var hreint og það var hægt að nota það í sárabindi. En það vantaði vatn. Þá kom hún auga á fötuna. Hún greip hana, þaut út, fyllti hana af snjó og brá henni yfir eldinn. Þetta hlaut að taka tíma. Snjórinn varð ekki einungis að bráðna, heldur þurfti vatnið einnig að hitna. Þá mundi hún eftir hestunum. Hún fór út og gótti þá. Um leið og hún tók í tauma þeirra, heyrði hún bergmál af skothvelli ofan úr fjöllunum. Hún teymdi hestana inn í hell- inn. Hún hafði ekki hugmynd um að hljóðið, sem hún heyrði LAUSAR STÖDUR Staða vélritara, bókara og fulltrúa hjá landssímanum eru lausar til umsóknar. Laun. samkvæmt launalögum. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 1. maí 1958 Póst- og símamálastjórnin, 1. apríl 1958. a Jörðits Þorláksstaðir í Kjós er laus til ábúðar frá næstu fardögum. Umsóknir sendist skrifstofu bæjarverkfræðings, Skúlatúni 2, fyrir 15. þ.m. i Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 2. apríl 1958. Líijj'_ : . r.K.. . Húseigendur á hitaveitusvæðinu: Nú er farið ao hlýna í veðri: Þið, sem ætlið að láta hreinsa og lagfæra miðstöðvarkerfið i sumar, hafið samband við mig sem fyrst. Ábyrgist góðan árangur. pipulagningameistari. Njálsgötu 29. — Sími 19131. Baldur Kristiansen Gefið börnunum SÓL GRJÓN á hverjum morgni...! Góður skammtur af SÓL GRJÓ- NUM með nasgilegu af mjólk sér neytandanum fyrir '/3 af.dag- legri þörf hans fyrir eggjahvítu- efni og færir líkamanum auk þess gnægð af kalki.járni, fosfór* og B-vítamínum. Þessvegna er neyzla SÓL GRJÓNA leiðin til heil- brigði og þreks fyrij; börn og unglinga. OTA SdL GRIÖN E. R. Burroughs TARZAINi - 2593 kvöldvökunni Mikkel hafði í heilt ár alltaf' gefið betlara eina krónu ál. hverjum morgni. Eitt sin« sagði hann við betlarann: Jæja, þetta er nú í síðastaf skipti sem eg get gefið þén nokkuð. Eg ætla að gifta mig. — Hvað segið þér? Gifta yð- ur fyrir mína peninga? ★ Maður nokkur, þýzkur, fórr til Englands. Er hann kom afturf hitti hann brezkan embætts- mann að máli og fór að talal við hann um ferðina. — Áður, sagði hann, — van eg að undra mig á því, að Bret- ar væru alltaf drekkandi te. Te á morgnana, kvöldin og uffl miðjan daginn. En nú veit eg|: hvers vegna þeir gera það. — Nú, já? svaraði Englend- ingurinn brosandi. — Já, eg smakkaði nefnilegai á kaffinu þar. McCall og McGregor, tveir Bkotar, fóru eitt sinn inn á krá í Aberdeen. Stúlkan við skenk- . inn var unnusta hins eldri, McCall. Eitt sinn er hann fór út til þess að kaupa sér blað, beygði stúlkan sig yfir borðið og sagði blíðlega við hinn unga McGregor: — Nú er tækifærið. Ungi Skotinn leit flóttalega í kringum sig og sagði: — Já, vissulega. Síðan tók hann ölglas félaga síns og drakk úr því. Boðað hefir verið, að þing- kosningar fari fram í S.- Kóreu 2. mai n.k. •jf Kommúnistastjórnin í Kina hefir fest kaup á 45.000. af hveifci í Kanada. ...^ -’-numimi/J1' -' Það var Tawi, sem hjálp- vald Veera náð mér. Þetta frá Veera. Þú slappst, sagði eftir þessúm glóandi augum aði mér að strjúka, en það er allt tilgangslaust, sagði Tarzan. Biggim fór að sem stara á okkur úr myrkr- var skammgóður vermir því Biggims. Það sleppur enginn skjálfa. Kefurðu ekki tekið inu. Við eru dæmdir menn. innan skamms hafði töfra- IQwnkölluPí] DCojiieún^ ,S>tœkkufV GEVAFOTÖJ 'iÆK3ARTORGIi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.