Vísir - 08.04.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 08.04.1958, Blaðsíða 8
'~skcrt blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Láiið hann færa yður fréttir og annað Lœttrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að lieir, sem gerast áskrifendur 10. hvers mánaðar, fá blaðið mánaðamóta. Þriðjudaginn 8. apríl 1958 Hörð og tvisýn keppni í skíðalandsmótinu. Marta B. GuðmundsdóttBr varð þrefaidur IsBandsmelstario Skíðalandsmótið fór fram á Heilisheiði og næijiggjandi íjöJIum um páskana, hófst á miðvikudaginn og lauk í gær.| Verðlaunaafhending fór fram í Skátaheimilinu í Reykjavík í gærkveldi. Af einstökum keppendum stóð Marta B. Guðmundsdóttir frá ísafirði sig bezt, varð þre- faldur fslandsmeistari, en tvö- faldir fslandsmeistarar urðu þeir Magnús Guðmundsson, Ak ureyri, Eysteinn Þórðarson, Reykjavík og Jón Kristjánsson Þingeyingur. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: Svig karla. 1. Eysteinn Þórðarson, SKRR, 117,0. 2. Stefán Kristjánsson, SKRR, 125,5. 3. Einar Valur Kristjánsson, Ólfj. 122,7. Marta B. Guðmundsdóttir frá fsafírði, sem varð sigurvegari í þrem greinum á skíðamótinu. Svitakeppni í svigi. 1. Skíðaráð Rvíkur 364,7 2. Skíðaráð ísafjarðar 370,9 Einstakir keppendur. 1.—2. Eysteinn Þórðarson, SKRR 86,1. 1.—2. Magnús Guð mundsson, SRA 86,1. 3. Björn Helgason, SRI, 89,7. Stórsvig karla. 1. Eystemn Þórðarson, SKRR 58,8. 2. Magnús Guðmundsson, SRA, 59,0. 3. Stefán Kristjáns- son, SKRR, 61,1. Stórsvig kvenna. 1. Marta B. Guðmundsdóttir, SRI, 67,4 2. Karólína Guð- mundsdótúr, SKRR, 70,8 3. Hjördís Sigurðardóttir, SKRR, 100,6. 4X10 km. boðganga. íslandsmeistarar sveit ísa- fjarðar (Hreinn Jónsson, Jón Framh. á 4. síðu. Erfitt að leysa Túnisdeiluna. Samningamenn Breta og- Frakka í Túnisdeilunni, þeir Beeley og Murphy komu til Parísar í fyrra- dag. Þeir munu enn ræða við Gaill- ard forsætisráðherra. Þeir komu til Parísar frá Túnisborg, þar sem þeir ræddu við Bourgbiba forseta, utanríkisráðh. Túnis o. fl. ráðherra. Beeley sagði við komuna til Parísar, að torsótt reyndist á að ná samkomulagi, vegna „erfis- leika, sem við væri að etja heima I fyrir í báðum löndunum." Trillubáturinn fannst á reki við Látrabjarg. Sæbjörg dró hann til Flateyrar. Á langardag fyrir páska var Sýst eftir 5 Iesta trUlubáti, sem hafði farið á föstudag frá Stylck- nshóimi áleiðis til Flateyrar í Ön- umdarfirði. Á páskadag fannst svo báturinn á reki undan Látra bjargL Tveir menn voru í bátnum. Lögðu þeir af stað frá Stykkis- hólmi síðdegis á föstudag. Höfðu þeir ráðgert að láta vita af sér slrax og þeir kæmu að landi. Þegar ekkert hafði til mannanna spurzt í heilan sólarhring, var hringt til Slysavarnafélagsins í Reykjavik og beðið um aðstoð. Hafði Slysavarnafélagið sam- band við Sæbjörgu og hóf hún leit að bátnum. Einnig var hringt vestur að Látrum og þess beðist að svipast væri um eftir bátn- um. Þaðan kom svo svarið á páskadag, að trillubát væri að sjá skammt frá Láírabjargi og hefði hann seglbleðil uppi á aft- ursiglu. Sæbjörg komst til trill- unnar um kl. 5 á páskadag. Hafði bél bátsins bilað, en veð- ur var stillt og mennirnir ekki í lífshættu eins og á stóð. Fór Sæbjörg með bátinn til Flateyr- ar. Annar maðurinn á trillubátn- um varð fyrir sams konar ó- heppni fyrr í vetur, en þá var það mildi, að hann skyldi ná landi. — Var hann þá að fara út í Höskuldsey, er vél bátsins bil- aði. Var þá bæði dimmt og vont veður. Sigldi maðurinn allt hvað af tók til Ólafsvíkur og tók bát- urinn á sig sjó. Trillan, sem leit- að var, heitir Auður, en ekki er vitað, hvort það er sami bátur og sá, er maðurinn sigldi á til Ólafsvíkur í vetur. Á myndinni sjást þrír beztu skíðastökksmenn fsands, sem allir eru Siglfirðingar. Þeir eru taldir frá vinstri: Jón Þorsteinsson sem varð 2. á skíðalandsmótinu, sigurvegarinn Skarpliéðinn Guðmundsson og Jónas Ásgeirsson sem varð 3. maður í röðinni. Þeir Jón og Jónas kepptu fyrst fyrir um 20 árum og hafa jafnan verið í röð beztu skíðastökkmanna landsins. Brezkir kratar berjast gegn kjarnorkusprengjum. Forlngjar þeirra ræða við Norstad hers- höfðlngja. Brezki vCrkalýðsflokkurinn er þeirrar skoðunar, að Bret- land eigi ckki að „leggja vetn- issprengjurnar til hliðar“ með einhliða ákvörðun, en hætta beri tilraunum með þær. Nýkominn er út bæklingur, ritaður af Strachy, fyrir her- málaráðherra í kratastjórn, með formál eftir Gaitskell, og segir hann, að þótt hann sé ekki op- inbert flokksplagg, séu í hon- um skýrð sjónarmið þau, sem marki stefnu flokksins. Litið er svo á, að einhliða ákvörðun í ofannefndu efni myndi veikja Bretland, og e. t. v. leiða til harðari átaka milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, og þr með væri friðinum teflt í hættu. Lagt er til: Þormóður go&i kemur á morgun. Þórmóður goði, liinn nýi togari Bæjarútgerðar Reykja- víkur kemur frá Þýzkalandi á morgun. Tögarinn er hinn stærsti og fullkomnasti, sem íslendingar eiga. i 15 nýjar hjúkr- unarkonur. Fimmtán lijúkrunarkomir voru útskrifaðar frá Hjúkrunar- kvemiaskóla íslands í lok marz 1958 og eru þær þessar: Ástríður Þorsteinsdóttir, frá. Húsafelli, Hálsasveit, Bjarney Valgerður Tryggvadóttir, frá Reykjavík, Dagný Sigurgeirs- dóttir, frá Akureyri, Ingveldur Guðrún Valdimarsdóttir, frá Reykjavík, Jónasína Þórey Guðnadóttir, frá ísafirði, Jónína Björg Halldórsdóttir, frá Litla- Hvammi, Svalbarðsströnd, Krist- ín Ólafsdóttir, frá Stakkadal, Rauðasandi, Lilja Vilhelmína Sigurðardóttir, frá Akranesi, Ragnheiður Ragnarsdóttir, frá Hlíð, Álftafirði, Sigríður Kristj- ana Jónsdóttir, frá Kópavogi, Sigurþóra Magnúsdóttir, frá Reykjavík, Svanhildur Gísladótt- ir, frá Skálpagerði, Eyjafirði,. Svava Sveinbjörnsdóttir, frá Reykjavík, Unnur Þörðardóttir, frá Ólafsvík, Valgerður Kristín Kristjánsdóttir, frá Fleteyri. Lýst eftir stolnum munum. Lögregiuna í Reykjavík vant- ar upplýsingar í sambandi við tvo stuldi, sem framdir voru i páskavikunni. í öðru tilfellinu var stolið girð- ingarflekum úr brenni-tunnu- stöfum, sem stolið var í Foss- vogi. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir þessa verknaðar eða séð flekana einhvers staðar eru beðnir um að gera rannsóknar- lögreglunni aðvart. I hinu tilfellinu var skelli- nöðru, R-613 stolið s.l. föstudag frá Hrafnistu. Skellinaðran var af Kreidler-gerð, ljósblá að lit og nýleg. Þeir sem kynnu að hafa orðið hennar varir eru beðnir að gefa rannsóknarlögreglunni upp- lýsingar um það. ____•____ ^ Stjórn tvarps og sjónvarps Breta hefur bannað alla „brandara" varðandi æðtstu menn ríkja, kjamorku- vopn og brezka stjórnmála- menn. Sjóma&ur slasast á Eyjafirði. Vír lenti á handlegg mannsins svo að hann brotnaði. 1. Bannað verði að fljúga með kjarnorkusprengjur yfir Bretlandi. 2. Hætt verði við ðkoma upp eldflaugastöðvum í landinu. 3. Lýst yfir stuðningi við til- lögur Gaítskells um hlutlaust belti á meginlandi Evrópu. Gaitskell, Bevan og George Brown ræddu við Norstad yfir- hershöfðingja Nato í París í gær um þessi efni. Höfuðmark jafnaðarmanna er samt sem áður, að fram- leiðsla kjarnorkuvopna verði bönnum og afvopnun komið á, með alþjóða samkomulagi. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgiui. Á páskadagsmorgun varð slys imi borð í vélskipinu Súlunni á leið skipsins út Eyjafjörð. Súlan kom af veiöum á laug- ardagsmorgun með um 34 lestir fiskjar, sem lagðar voru upp á Akureyri. Á páskadagsmorgun hélt skip- ið aftur út á veiðar, en á sigling- unni út fjörðinn skeðn-það ó- happ, að vár hrökk af spili og slóst með miklu afli á vinstri handlegg eins skipverjans, Harð- ar Magnússomar, með þeim af- leiðingum að fiandleggurinn krotmði illa. Skipið snéri þegar við með hinn slasaða mann, sem lagður var í sjúkrahúsið á Akureyri 1 gær. Súlan hefur stundað togveiðar frá því í marzbyrjun og á þeim tima aflað samanlagt 135 lestir. Aflinn var sæmilegur fyrst fram an af, en hefur verið tregur upp á síðkastið. Togararnir. Togarinn Kaldbakur kom af veiðum í morgum með á að gizka um 200 lestir fiskjar. Annar Akureyrartogari, Harð- bakur, er væntanlegur af veiðum undir vikulokin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.