Vísir - 11.04.1958, Page 1

Vísir - 11.04.1958, Page 1
12 síður 32 sílur «8. árg. Föstudaginn 11. apríl 1958 78. tbl. að mestu í vetur. marziok var aliiim alelns 42,8%> af aflamim '57 og 107 mij. kr. minni al verðmæti. Firá fréttaritara Vísis. — Oslo í fyrradag. Vorsíldarafli Norðmanna var orðinn 1,2 milljónir hektólítra um mánaðamótin. Verðmæti aflans upp úr sjó cr 24,3 mill- jónir n. króna en það er aðeins 43 prósent af aflamagninu á sama tíma í fyrra og ver'ðanæti . vorsíldaraflans er 30 milljónum n. króna minna en í fyrra. Heildaraflinn á vetrar- og vorsíldarveiðum Norðmanna, sem hefjast venjulega í annarri viku af janúar er nú orðinn 3 millj. 625 þúsund hektólítrar og er verðmæti aflans upp úr sjó 79,3 milljónir n. króna. Það er að 42.8 prósent af aflamagn- inu á sama tíma í fyrra og verð- mæti aflans er 107 miiljónum króna minna en í fyrra. Gert var ráð fyrir að síld- yeiði myndi ljúka um páska eins og verið hefur undanfarin ár, en það er sjávarútvegsmála- 1 ráðuneytið sem í samráði við ' sildarútflytjendur ákveður hve nær vertíð skuli lokið. í vetur hafa 23,8 prósent aflans verið flutt út sem fersk- síld, á móti 15 prósentum í fyrra. 30,5 pvósent fóru í salt (í fyrra aðeins 6.8 prósent), 37 prósent fór í bræðslu (74 pró- sent í fyrra) og 2,5 prósent í beitu. Þúsundir verða húsvilltar. Hörmungxun linnir ekki enn á flóðasvæðunum í Kaliforníu í Bandarikj unum. Hafa orðið flóð á þrem svæð- •um, þar sem allt var með kyrr- um kjörum áður, því að úrkom- ur hafa verið geysilegar. Vitað er að næstum 20 manns hafa far- izt í flóðunum, en um 5000 hafa neyðst til að flýja heimili sín. Hersveitir eru látnar aðstoða á ílóðasvæðunum. Vegum lokað í Eyjafirði. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gærmorgun. Ýmsir vegir í Eyjafirði hafa verið lokaðir, eða mun verða lokað á næstunni, fyrir umferð allra stærri farartækja vegna aurbleytu. Þannig er búið að banna öll- um stórum bilum að fara veg- inn út Svalbarðsströndina og út í Höfðahverfi og í ráði' mun vera að loka Dalvíkurveginum og jafnvel fleiri vegum á morg un fyrir öllum þungum farar- tækjum til þess að verja þá skemmdum á meðan vatnsagi er á þeim og frost að fara úr jörð. Unnið er að því þessa dagana að ryðja leiðina inn allan Öxna- dal. Verður staðar numið í Bakkaseh fyrst um sinn og ekki reynt við Öxnadalsheið- ina eins og sakir standa. Eyðisi Spuínik II á morguu? Spútnik II. hefur nálgast svo jörðu, að talið er, að hann muni eyðast fljótlega, ef til vill á morgun. Honum var skotið út í geim- inn fyrir 5 mánuðum og var geimtíkin fræga í honum, og talið, að hún hafi lifað hálfan mánuð. Þotan flaug frá Tokyo til Azor-eyja í einni lotu. Leiðin er 16,365 km. löng. Bandarísk þota, sem flytur öðriun flugvélum eldsneyti, setti met i langflugi í byrjun vikunn- ar. Flaug hún í einum áfanga frá Tokyo austur um Kyrrahaf, þvert yfir Bandarikin og alla leið til Lajes-flugvallar á Azor-eyj- um. Tók flugferðin alls 18 klst. og 47 mínútur, og á þeim tíma flaug þotan 16,365 km. Er það met fyrir þotur, en hinsvegar hefur flugvél með venjulegum skröfuhreyfli flogið lengra, því að bandarlsk flotaflugvél flaug alla leið frá Ástralíu til Ohio í Bandaríkjunum — en það er næstum 18,000 km. leið — í ein- um áfanga árið 1946. Ætlunin hafði verið, að þotan flygi alla leið til Madrid á Spáni í för þessari, en flugstjórinn taldi ekki rétt að halda áfram, þar sem þá var hætta á, að hún yrði eldsneytislaus. á leiðinni flaug flugvélin yfir Washington, og hafði þá verið 19.47 klst. á leiðinni til Tokyo — en það er roettími. Undanfarið hefur verið pylsusýning mikil í Fr inkfurt í V.-Þýzkalandi Þar hafa verið sýndar hvorki meira né minna en 1850 tegundir af pylsum, og sýnir myndin sérfræðinga landbún- aðaráðuneytisins ganga úr skugga um gæði sýningarvaranna, lit, bragð og þess háttar. — iretar og Bandaríkin keppa ákaf- lega á sviði farþegaflugvéla. Þessa dagana eru að hefjast prófanir á tveim flugvélategundum. Þær eiga að keppa á langleíðum. Bretar og Bandarikjamcnn herða nú jafnt og þétt keppni sína á sviði flugvélasmíða. Þessa dagana er verið að byrja að prófa tvær nýjar flug- vélategundir, sem hvor þjóðin um sig gerir sér vonir um að verði helzta trompið í sam- keppninni á sviði sölu flugvéla til farþegaflutninga. Flugvélar bær, sem hér um ræðir cru botur, báðar með fjórum hreyflum, og er annars vegar ný gerð af Comet-vélunvm frá de Havilland-verksmiðjunum. hinsvegar DC-S frá Douglas- verksmiðjunum í Banda- ríkjunum. Betar voru greinilega á und- an Bandaríkjunum, þegar þeir tóku fyrstu gerð Comet-vél- anna í notkun, og fögnuðu því að vonum. Þeim mun meiri urðu vonbrigði þeirra, er hver Domar kveðnir upp í dag. Síðdegis i dag verða kveðnir upp dómar í málum skipstjór- anna á togunmum Neptúnusi frá Beykjavik og Júlí frá Hafnar- firði, vegna meintra landhelgis- brota. Hvorugur skipstjórinn telur skip sitt hafa verið að veiðum innan fiskveiðitakmarkanna. Á- höfn flugvélar Landhelgisgæzl- unnar kveður Júlí hafa verið 3,6 sjómilur innan fiskveiðitakmark anna. Réttarhöldin stóðu yfir til kl. 12 í gærkvöldi hjá Bæjarfó- getanum I Hafnarfirði. flugvélin af annarri af .þessari gerð fórst með válegum hætti. Var það eitt mesta reiðarslag, sem brezkur flugvélaiðnaður hafði nokkru sinni orðið fyrir. Kostaði það nokkura ára töf á framvindunni á þessu sviði, og afleiðing hennar varð sú, að nú eru Bandaríkjamenn og Bretar um það bil jafnir í flugvéla- smíði. Comet-vél sú, sem nú er byrjað að prófa — þó ekki í lofti enn — getur flutt tvöfalt fleiri en fyrsta gerðin, og verð- ur hún afhent BOAC í ágúst- mánuði. Að kalla sömu dagana verður fyrsta flugvélin af gerðinni DC-8 tekin í notkun vestan hafs og notar Pan American hana til Atlantsflugs. De Havilland-verksmiðj- urnar hafa fengið pantanir á 39 Comet-vélum, en þurfa að fá a. m. k. 50 til þess að smíði þeirra beri sig. Hins- vegar hafa Douglas-verk- smiðjurnar fengið pantanir á 138 DC-8. Það er mikill munur, en það er reynslan, þegar til lengdar lætur, sem ræður úrslitum um hvor skjöldinn ber. Frakkar taka brezkt skip. Farmurinn „gamlir rifflar". Frönsk yfirvöld í Bone, AI- sír,. liafa tekið til rannsóknar hluta af farmi brezks skips, „Baltie Exporter“, sem kom þangað í fyrrakvöld á leið frá Sikiley til Hamborgar. Grunai- Frakka, að skipið hafi meðferðis vopn, sem ætluð voru uppreistarmönnum í Alsír í farmi skipsins eru 86 kassar sem skipstjóri segir samkvæmt skipssjölum vera „gamla riffla, er eigi að fara til Þýzkalands“. Þingkosningar eiga fram að fara í Suður-Afríku 16. apríl, en blökkumenn eru þegar farnir að kjósa og verða að velja milli hvíti-a frambjóð- enda. f Port Elisabeth neyttu 50% atkvæðaréttar síns, þótfc leiðtogar þeh-ra hvettu þá tU þess að sitja heima. Flugvéi frá Kefiavík leitar norskra seiveiðlskipa. SÍYimir sér aðsíæður íil Iiiörgimar. Stór flugvél frá Keflavíkur- flugvelli fór í morgun til þess að leita tveggja norskra sel- veiðiskipa, sem eru í hættu. í ísbreiðunni við austurströnd Grænlands og athuga aðstæður til björgunar. Þegar flugvélin kemur aftur verður þegar tekið fyrir hvað unnt verður að gera á næsta stigi tilraunanna til þess að bjarga skipshöfnunum. Skip þessi eru „Mailblomst- en“ og Drott“ og eru skipverjar á þeim báðum 31. Norska stjórnin hefur óskað aðstoðar við björgun skips- hafnanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.