Vísir - 11.04.1958, Qupperneq 2
Z-
VÍSIR
Föstudaginn 11. apríl 195S
^iwwwwwwwwvw
ÆæjiZ^fféttÍr
wwwvw
Útvarpið í kvöld:
18.30 Börnin fara í heimsókn
til merkra manna (Leiðsögu
maður> Guðmundur M. Þor-
láksson kennari). 19.10 Þing
fréttir. 19.30 Tónleikar: Létt
lög (plötur). 20.30 Daglegt
mál (Árni Böðvarsson cand.
mag.). 20.35 Ferðaþáttur:
Frá Fremri-Kotum til Kák-
asus (Hallgrímur Jónasson
kennari). 21.00 íslenzk tón-
listarkynning: Lög eftir
Ástu Sveinsdóttur, Stefán
Ágúst Kristjánsson, Jón
Stefánsson, Björgvin Fili-
pusson og Baldur Andrésson.
Söngvarar: Kristinn Halls-
• son og Guðmundur Jónsson.
— Fritz Weisshappel leikur
undir og býr dagskrárliðinn
til flutnings. 21.20 Útvarps-
sagan: „Sólon íslandus“ eft-
ir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi; XXI. (Þorsteinn
Ö. Stephensen). 22.00 Frétt-
ir og veðurfregnir. 22.10 Er-
indi: Um bókasöfnun
(Gunnar Hall). 22.30 Sin-
fónískir tónleikar: Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur.
Stjórnandi: Vaclav Smetacek
(Hljóðr. á tónl. í Þjóðleik-
húsinu 18. f. m.). a) Lítil
svíta eftir W. Lutoslawski.
b) Sinfónía í D-dúr eftir Jan
Vorisek — til 23.10.
Eimskipafélag íslands:
Dettifoss fór frá Reykjavík
í gær til Akraness og Kefla-
víkur. Fjallfoss kom til
Bremen 6. þ. m., fer þaðan
til Hamborgar, Rotterdam,
Antwerpen, Hull og Reykja-
víkur. Goðafoss fór frá New
York í gær til Reykjavíkur.
Gullfoss fer frá Kaupmanna
höfn á morgun til Leith og
Reykjavíkur. Lagarfoss kom
til London 5. þ. m., fer það-
an til Ventspils, Hamborgar
og Reykjavíkur. Reykjafoss
fór frá Reykjavík í gær-
kvöldi til Patreksfjarðar,
Þingeyrar, Flateyrar, Súg-
andafjarðar, ísafjarðar.
Siglufjarðar, Hjalteyrar, Ak
ureyrar, Húsavíkur, Raufar-
hafnar, Norðfjarðar, Reyðar-
fjarðar og Reykjavíkur.
Tröllafoss fór frá Reykjavík
1. þ. m. til New York.
Tungufoss fór frá Hamborg
í gær til Reykjavíkur.
Eimskipafclag Reykjavíkur:
Katla fór gær frá Gibraltar
áleiðis til Póllands. Askja
1 fer í dag frá Reykjavík vest-
ur og norður að lesta fiski-
mjöl til Þýzkalands.
Loftleiðir:
Edda, millilandaflugvél
Loftleiða, er væntanleg til
Reykjavíkur kl. 8 í fyrra-
málið frá New York. Fer til
Oslo, Khafnar og Hamborg-
ar kl. 9.30. Hekla er vænt-
anleg kl. 19,30 í dag frá
Khöfn, Gautaborg og Staf
angri. Fer til New York kl.
21.00.
Sorpritamótmæli.
Á fundi, sem haldinn var í
Mæðrafélaginu 31. f. m. var
eftirfarandi tillaga sam-
þykkt: „Fundur í Mæðra-
félaginu haldinn 31. marz
1958, beinir þeirri áskorun
til lögreglustjórans í Reykja
vk, að hann geri allt, sem í
hans valdi stendur til að
hindra útgáfu og sölu sorp-
rita þeirra, sem bersýnilega
eru skaðleg til lesturs börn-
um og unglingum, en fjöldi
slíkra rita eru nú til sölu í
veitingakrám og sælgætis-
sölum bæjarins“.
Upplýsingav um skósmíðanám.
Skósmiðafélag Reykjavíkur
hefur gefið út baelding sem
í eru upplýsingar um skó-
smíðanám og er ætlað að
vekja áhuga manna á þess-
ari iðngrein.
Aðalfundur
Byggingafélags alþýðu,
Reykjavík, var haldinn 30. f.
mán. Formaður félagsins Er-
lendur Vilhjálmsson gaf
skýrslu um starf félags-
stjórnar síðastl. ár, las reikn-
inga félagsins og gerði grein
fyrir einstökum liðum þeirra.
Eftirfarandi tillögur voru
samþykktar: Að leggja tíu
þúsund krónur til Barna-
spítalans í Reykjavík. Að
lýsa óánægju sinni yfir því
hve lítill hluti lána til íbúða-
bygginga, sérstaklega að því
er varðar framlög til verka-
mannabústaða, fari til
Reykjavíkur, og að mælast
til þess að tafarlaust verði
látin fara fram endurskoðun
á lögum um verkamannabú-
staði, og þá athuguð fengin
reynsla á nærri þrjátíu ár-
um. Stjórn félagsins skipa
nú: Erlendur Vilhjálmsson
formaður, Gunnlaugur Magn
ússon ritari og Guðgeir Jóns-
son gjaldkeri.
^KROSSGATA NR. 3473:
Lárétt: 1 raular, 6 fæddi, 7
barnamál, 8 reið, 10 bær, 11
umbrot, 12 rusl, 14 skóli, 15
lærdómur, 17 verkfæri.
Lóðrétt: 1 eftir eld, 2 drykk-
ur, 3 umbrot, 4 eggjárn, 5
nagdýrið, 8 árhlutana, 9 auðn,
10 snemma, 12 . .stofn, 13 lé-
leg vinna, 16 ósamstæðir.
Lausn á krossgátu nr. 3472.
Lárétt: 1 Finnana, 6 ör, 7 ef,
8 áfall, 10 út, 11 rór, 12 brum,
14 na, 15 nón, 17 barna.
Lóðrétt: 1 föt, 2 ÍR, 3 nef, 4
afar, 5 allrar, 8 átuna, 9 Lón, 10
úr, 12 bæ, 13 mó, 16 NN.
Prentarar.
Félagsvist í H.f.P. í kvöld
kl. 8.30.
Veðrið í morgun.
Grunn lægð við Suður-
Grænland á hreyfingu suð-
austur eftir. —• Veðurhofur,
Faxaflói: Sunnan gola og
skýjað í dag, en suðaustan
kaldi og dálítil rigning í nótt.
— í morgun var SA 2, og 6
stiga hiti í Reykjavík, en í
erlendum borgum var hit-
inn: London 3, París 1, New
York 3, K.höfn 0, Hamborg
0, Stykkishólmur h-5 og
Þórshöfn í Færeyjum 5.
Fermíngargjafir
tilvaldar fermingargjafir
fyrir drengi.
Svefnpokar
Bakpokar
Tjöld
Vindsængur
Ferðaprímusar
GEYSIR H.F.
Teppa- og dregladeildin.
lii'Jiií'J
iv.ytv/o
Nýreykt hangikjöt, ali-
kálfasteikur og snittur.
Nautakjöt í filet, buff,
gullach og hakk.
Kjötverzlunin Búrfefi
Skjaldborg við Skúlagötu.
Sími 1-9750.
Saltkjöt, baunir, gulrófur*
Kjöi 8i Fiskur
kjörbúð.
Baldvrsgötu, Þórsgötu.
Sími 1-3828.
Til helgarinnar
Nýtt og reykt dilkakjöt. Nautakjöt í buff og gullach.
Agúrkur og hvítkál
Sörlaskjól 9.
Bæjarbúðin, sími 1-5198.
I laugardagsmatinn
Ný ýsa heil og flökuð. — Flakaður þorskur.
Nætursaltaður þorskur og rauðmagi.
Kinnar, skata og saltfiskur.
FISKHÖLLIN
og útsölur hennar. Sími 1-1240.
Húsmæður
Sendum heim fyrir helgt.
Nautakjöt, svínakjöt, hangikjöt, dilkakjöt og trippakjöt.
Pantið í tíma í síma 3-2947.
Kjöt & Álegg
Grensásvegi.
ÍHliMiÚtah atmehHiHyA
WWWUHWWIMMMMHUA
Föstudagur.
101. dagur ársins.
<
"IWWWijVWWWWWWIIVW
Árdegxsliáflæðin
kl. 11,17.
Slökkvistöðin
heíur slma 11100.
Næturvörður
Laugavegsapótek, sími 2-40-47.
Lögregluva rðstofan
hefur slma 11166.
: Slysavai’ðstofa Reykjavíkur
I Heilsuverndarstöðinnl er op-
In allan sólarhringinn. Lækna-
vöröur L. R. (fyrir vitjanir) er á
eama stað kl. 18 tU kl. 8. — Sími
»5030.
Ljósatími
biíreiða og annarra ökutækja
i lögsagnarúmbæml Reykjavík-
ur verður kl. 19—6.
Landsbókasafnið
er opið alla virka daga frá kl.
10—12, 13—19 og 20—22, nema
laugardaga, þá frá kl. 10—12 og
13-19.
Tæknibókasafn I.M.S.I.
I Iðnskólanum er opin frá kl.
1—6 e. h. alla virka daga nema
laugardaga.
Listasafn Einars Jónssonar
er lokað um óákveðinn ttauu
Þjóðmlnjasafnlð
er oplð á þriðjud., Fimmtud. og
laugard. kl. 1—3 e. h. og á sunnu
dögum k£ 1—4 e h.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur,
Þingholtsstræti 29A. Sími 12308
Utlán opið virka daga kl 2—10,
laugardaga 2—7, sunnud. 5—7
Lesstofa opin kl. 10—12 og 1-
10, laugardaga 10—12 og 1—7.
sunnud. 2—7.
Útlbú Hólmgarði 34, opið
mánud. 5—7 (fyrir börn), 5—9
(fyrir fullorðna) þriðjud., mið-
vikudaga, fimmtudaga og
föstud. 5—7. — Hofsvallagötu 16
opið virka daga nema laugard.
kl. 6—7. — Efstasundl 26, opið
mánud., mlðvikud. og föstudaga
kL S—7.
Biblíulestur: Jóh. 21,15—19
Elskar þú mig?
Nýr„pennavinur"
Hermanns.
Ambassador Ráðstjórnar-
ríkjanna, P. K. Ermoshin, hefur
afhent Hermanni Jónassyni
bréf frá Khrushchov, forsætis-
ráðherra Ráðstjórnarríkjanna,
dagsett 4. þ. m.
Bréfið fjallar um nauðsyn
þess, að þegar í stað verði hætt
tilraunum með hinar ýmsu
tegundir kjarna- og vetnis-
vopna. í bréfinu segir m. a.:
„í * bænarskrá þeirri sem
undirrituð var af 9235 vísinda-
mönnum í 44 löndum og af-
hent í janúarmánuði s.l. fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, segir, að sérhver til-
raun með kjarnorkusprengju
auki magn geislavirkra efna,.
sem falla úr loftinu og skaði
þannig heilsu manna um allaii-
heim og stofni í hættu eðlileg-
um þroska komandi kynslóða.
Með tilliti til þessa hefui’
Sovétstjórnin komizt að þeirri
niðurstöðu, að engin frekari
töf megi á því verða að leyst
verði vandamálið um að hætta
tilraunum með kjarnorkuvopn,.
þar eð ekki má láta það líðast
að mönnunum verði bakað c-
bætanlegt heilsutjón“.
Löggilding.
Á fundi bæjarráðs nýlega
var ákveðið að veita tveim
mönnum, Sigurði Steinssyni,
Langholtsvegi 162 og Baldri
Jónssyni, Hofteigi 8, lög-
gildingu til að starfa við lág-
spennuveitur á orkusvæði
rafmagnsveitunnar.
Það tilkynnist hcr með að faðir okkar og tcngdafaðir,
ÞORSTEINN J. JÓHANNSSON,
fyrrv. kaupm.
Bergþórugötu 29, andaðist á Landsspítalanum 10. þ.m. I
Börn og tengdabörn. (
Föðursystir mín og vinkona
SALOME GUÐMUNDSDÓTTIR í
Skoíhúsvegi 15.
verður jarðsungin frá Dórkirkjunni, mánudaginn 14. þ.mv
kl. 10,30.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarðinum.
Þeim, sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á
líknarstofnanir.
Hulda Kristjánsdóttir,
Kristín Sigvaldadóttir.