Vísir - 11.04.1958, Page 10

Vísir - 11.04.1958, Page 10
JUL VÍSIR Föstudaginn 11. apríl 1958 Jj'ank tfertn) ^JJuennaóícia ■— fi. L 59 eg er, — rödd hennar var hörð, — ótrú eiginkona, lostafullur kvenmaður og laus á kostunum. Eg sveik mann minn og emnig Bruce Harkness í huganum og hjartanu, þúsund sinnum löngu áður en eg kom til Kaliforníu. Á skipinu á leiðinni, var eg næst- um búinn að svikja þá likamlega. Allt sem Rufus King gerði var að honum varð ljóst hvað eg var; hvað eg er. Ef eg giftist þér innan árs, eða ef til vill fyrr, mundi eg gera þetta sama. Ekki vegna þess að eg elskaði þig ekki, heldur af forvitni, leiðindum og vegna þessara óflýjanlegu kringumstæðna að vera það sem eg er. — Jo, hættu, sagði Hailey. — Loksins stóð þér ekki á sama. Það er satt. Eg verð allt í einu vör við að eg horfi á ókunna menn og velti fyrir mér hvernig þeir mundu vera i þvi tilliti. Eg býst við að mér hafi aldrei verið ætlað að vera eiginkona. Jo Rogers, hin ei'lífa húsfreyja. Nú mun eg loksins eiga mig sjálf. Eg ætla til Frisco og opna þar spilavíti — heiðarlegt hús. Eg mun skipta mér af þeim mönnum, sem vekja áhuga minn um stundarsakir, aðeins. Þegar einhver þeirra þreytir mig, hendi eg honum á dyr. Og hann mun verða að skilja frá upphafi að þannig átti það að vera. Þess vegna get eg ekki gifzt þér, Hailey. Þú ert of fínn. Þú ætlar að verða eitt- hvað í stjórnmálum og eg mundi verða versta hindrun þín. Hún brosti við honum blíðlega og hlýlega. ' — Það mun taka mig um mánuð að ganga frá inálum mínum, sagði hún. — Rufe lét eftir erfðarskrá þar sem eg er nefnd. Ef þú vilt skal eg búa hjá þér mánuð með það fyrir augum að um lengri tíma verður ekki aö ræða. Munnur Haileys var eins og lína, sem skipti andliti hans. — Nei, sagði hann, hörkulega. — F.kki þannig Jo. — Eg hélt ekki, sagði hún rólega. — Korndu nú, við skulum fara. Hálft ár leið áður en Hailey Burke reið aftur upp í Fagradal. Hann reið upp stíginn apríl dag einn þegar allt var í blóma. Hann vissi nú hvað hann varð að gera, það var bara að gera það. Bruce var hálfur niðri i brunninum, sem hann var að grafa, er Hailey reið inn í hlaðið. Juana gat ekki gengið alla leið í lækinn eftir vatni. Það var ómögulegt nú. Hann vonaði, að barnið mundi verða eins og hún, eins koparbrúnt, eins fagur- limað, fullkomið. Hann heyrði Hailey kalla og rétti sig upp svo að höfuð og herðar stóðu upp úr. — Hail, hrópaði hann. — Þú gamli hrossaþjófssonur. Hvar í fjandanum hefur þú eiginlega haldið þig.... — Eg hef verið önnum kafinn, drengur minn, sagði Hailey alvarlega. — Eg hef verið að búa mig undir að halda á braut. Eg kom hingað til að draga þig með mér til Frisco svo við gæt- um slarkað svolítið saman áður en eg færi. Það er að segja, ef Juana leyfir. — Guö minn góður, sagði hann svo. Það voru slæmar fréttir. Eg hélt ekki að þú ætlaöir að fara frá Kaliforníu. Eg hafði hálft í hvoru treyst því að þú mundlr labba á milli og.... — Svona, svona, eg kem aftur, sagði Hailey. — Aðejns snögg ferö. Eg hef skrifast á við stúlkutetur, sem eg þekkti i Augu.sta. rnmmm Framh. af 3. síðu. — Þvi get ég ekki svarað, seg- ir Halkilaht meistari. En það eru konurnar sjálfar, sem hafa unn- ið að þessu máli. Bæði kvenfé- lögin og svo konurnar, sem sitja á þingi Finna. En þær hafa orðið að vinna að því í 20 ár áður en áætlunin varð að veruleika. En enginn getur sagt um það hvenær þriðju prófessorsstöð- unni verði komið á. Og ekki held ur hver verður settur i þá stöðu. — En þér sjálfar? — Nei, segir hún og hlær. Eg hef ekki haft tima til að vinna vísindalega, hef reyndar verið við nám í næringarfræði við Cornell háskólann í eitt ár. En Blekblefturinn. Á flestum flöskum með ný- tízku bleki stendur: Þvæst af þ.e.ajs. það niá þvo af. Eg vil ráða mönnum til að fjarlægja lindarpennablék á þennan veg. Látið leka á blettinn algengan óþynntan salmiak- spíritus. Ef ull og silki .eiga i hlut blandið þá salmíakið með jafnmiklu vatni. Við þetta verð- ur bletturinn brúnleitur á litinn og hverfur síðan. Ef maður læt- ur þetta svo eiga sig kemur dauf- ur bláíeitur blettur eftir klukku- stund og hann þvær maður svo og þá er bletturinn farinn. (þýtt) a 2J kvöldvökunni meistarar í þessum fögum og vinna visindalega og verða sjálf- sagt „döktorar", áður en langt um líður. Finnland verður áreið- anlega reiðubúið til að koma á stofn þriðju prófessorsstöðunni. þegar peningar verða veittir til hennar. — (Þýtt.) ★ Hriðarveður, rigningar og flóð hafa valdið milljónatjóni I Kaliforníu. A.m.k. 10—20 manns fórust af völdum ill- veðurs og; flóða í grend við San Francisco. Urðu þúsundir manna að flýja lieimili sin. IHilimiIliB!Iiil!ll!IIlIiII8imiiI9ilIiIIS3IIHIIIIIISIE6I!HS8IiIIII!ll8i! Leynilögregluþraut dagsins. Morð eða slys? Guð minn góður. Hann hafði ekki ætlað að myrða Anitu. Og ef hún hefði ekki heimtað svo^ að hann giftist og ógnað hon- um.......Hann opnaði glugg- ann hljóðlega. Prófessorinn leit af hinu brotna, náttfataklædda líki, sem lá um það bil fet frá leigu- íbúðabyggingunni og leit á Horace Bone, mjólkurpóst, sem hafði uppgötvað þennan harm- leik kl. 5.30 um morguninn. — Hvaðan hringduð þér í lögregluna? spurði hann. -— Úr íbúð dyravarðarins. — Síðan hélduð þér áfram að bera út mjólk í bygginguna? — Já. Dyravörðurinn stóð yfir líkinu. Var það ekki allt í lagi? Fordney leit upp á svalirnar á fjórðu hæð á íbúð Anitu Brownley síðan neðar á glugga Cyril Morse á þriðju hæð og sneri sér síðan að honum. — Heimsóttuð þér unnustu yðar í gærkveldi? — Nei, nei. Það gerði eg ekki, svaraði Morse. — Samt voruð þér heima ailt kvöldið. Er það ekki svolítið . . — Eg heimsótti hana ekki, en Anita kom niður til mín svo- litla stund. Hún fór ki. 11. Nei, eg heyrði ekkert í alla nótt. — Var nokkuð hreyft við líkinu? spui’ðLFordney. — Nei, herra. Prófessorinn klifraði út um glugga Anitu út á 4ra feta breiðar svalirnar fyrir utan bakgluggana tvo á eins her- bergis íbúðinni hennar, renndi fingrinum eftir járngrindunum á .svölunum, leit upp á næstu svalir og tautaði: — Einmitt. Hann fór aftur inn í her- bergið. Orðin Vertu sæll, klippt úr blaði voru límd á spegiiinn yfir snyrtiborðinu. Hann vissi að Anita hefði ekki gengið til móts við dauðann úr eigin íbúð og það vissi á inorð. Hvaða atriði var það, sem sagði Fordnéy, Anita hefði! ekki stokkið eða fallið út úr eigin íbúð? Lausn annars stað- ar á blaðinu. Þaö var í réttarhöldum í einkamáli í Friedberg í Hessen, Þýzkalandi, að annar aðilinn hafði sótt frægan lögmann til Frankfurt, sér til varnar. Mót- stöðumaður hans, ungur lög- fræðingur hóf ræðu sína á þessa leið: — HæstvirÚ dómari. Þegar maður verður lítillega lasinn fer maður til lyfsala, ef það er eitthvað verra þá til læknis, en ef sjúklingurinn er dauð- vona, er náð í frægan mann til Frankfurt..... ★ — Tom, sagði unga frúin í miðvesturríkjunum í villta vestrinu, sem var nýstígin upp ur veikindum, — eg skil ekki almennilega að síðan eg lagð- ist hafa engir betlarar komið hingað. Tom hló við, tók konuna við hönd sér og leiddi hana út fyrir dyrnar og sýndi henni hlæjandi skilti sem á stóð: — Eg skýt tíunda hvern betlara. Níu hafa þegar komið hér. ★ A síðustu æfingunni hafði lent í orðaskiptum milli Carm- en og leikstjórans. Nokkrum mínútum fyrir frumsýninguna kom hin stolta spánska mær inn í skrifstofu fórstjórans, rétti honum skjal frá lækni nokkrum og sagði: - Þarna getið þér séð, hvernig þér takið hneyksii. Prófessor Bergmann hefur gefið mér vottorð um að eg geti kki sungið .... - Það vita allir, svaraði for- stórinn, — að hann er góður læknir, en þessi listþekking hans var mér með öllu ókunn. ★ Hinn þekkta filmstjarna hafði gifzt í fimmta sinn. Þegar hún hafði komið sér upp heimili í Hollywood bauð hún heim gestum. Meðal þeirra var list- unnandi frá New York. Hús- móðirin leiddi hann í gegnum stofurnar. - Fagurt, hve yndislega fagurt, góða frú, sagði listunn- andinn og benti á listilega út- skorinn stól. — Frá hvaða tímabili er hann þessi? — Þessi, sagði húsmóðirin, — er forngripur, hann er frá ívrsta manni mínum. Tarzan rakti slóð Biggims og haíði ekki hugboð um f dverginn, sem fylgdist með | ferðum hans. Samt var eins og hann væri ekki grunlaus um að óvinur leyndist ein- hversstaðar í nánd og hann fór að nálgast klettana með meiri gætni, en áður og leit vel í kringum sig. En það var einmitt í bann mund að dvergurinn hljóp á bak strúti sínum og þeysti af stað til félaga sinna að gera þeirn aðvart um komu apamanns- ins. Námsmannaskifti á grund- velli Fulbright-Iaga. Þakka má lögnm, sem sett voru í Bandarikjunum fyru- 12 árum, að 17,829 mcnn hafa á þeim tínia, sem síðan er liðúm, komið til náms við ýmsar stofn- úr í Bandarikjunum. Á sama tima hafa 11.010 Bandarikjamenn farið til náms- dvalar í öðrum löndum. — Þessi námsmr.nnaskipti eiga sér stað á grunúvelli hinna svonefndu Fullbright öldungardeildarbing- Fulbriglit öldungardeildarþlng- maður, sem iögin eru kennd við, var áður rektcr háskólans í Ark- ansas. )C3

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.