Vísir - 11.04.1958, Side 12
. :;eirf b!«A er ódjTara í éskrift en Vísir.
hann færa y8ur fréttir og annao
twwttowíefnt heira — én íyrirhafnar af
yftar hálfu.
Sími 1-18-60.
| Munið, að þeir, sem gerast áskrifcnduz
Vísis efíir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fösíudaginn 11. apríl 1958
Vikulegar ferðir í sumar á
Þórsmörk og Landmannalaugar.
Ferðafélag íslands hefur þeg-
ar efnt til fyrstu langferða
BÍnna á þessu ári, en það eru
tvær páskaferðir, önnur á
Fangjökul og umhverfis Haga-
vaín, hin í Þórsmörk, en alls
cru áætlunarferðir í ár 88 tals-
£ns og þar af 24 ferðir, sem
standa yfir frá tveimur og hálf-
tmt degi og upp í 13 daga.
Heígaferðir eru áætlaðar 64,
etns dags ferðir og upp í tveggja
®g hálfs dags. Ferðadagar sam-
tafs 212.
Af ferðum, sem ekki hafa
■verið á áætlun síðustu ár, má
d. nefna þessar: Ferð til
Drangeyjar, ferð til Grænalóns
í Vatnajökii, ferð á hestum til
K.akagiga og til Arnarfells hms
cnlkia, ferð um Breiðafjarðar-
eyjar (hinar nyrðri) og ferð í
iielíana í Gullborgaríirauni.
Þá er sú nýjung upp tekin,
sS efnt verður til helgarferða
tSl Kerlingarfjalla um h. u. b.
sex vikna tíma í júlí og ágúst,
og mun fólki gefinn kostur á
að dveljast milli ferða í sælu-
liúsum F. í. eftir nánara sam-
Smmulagi við skrifstofu félags-
Sns á sama hátt og í Þórsmörk
©g Landmannalaugum.
Næsta helgarferð Ferðafé-
lagsins er á sunnud. kemur
©g er það skíða- og gönguferð
wm Henglafjöll, en úr því verð-
air efnt til einnar eða fleiri
fferða um hverja einustu helgi
ffram á haust. Síðasta áætlunar-
Æacð er 6. september, en þó er
Fyrsta helgarferð
Ferðafélagsíns.
Ferðafélag íslands efnir til
gfflttgn- og skíðaferðar úr Kjós
yGr til Kárastaða í Þingvalla-
sreít n. k. sunnudag.
Lagt verður af stað á sunnu-
dagsmorgun kl. 9 frá Austur-
■velli og þá ekið að Fossá í Kjós.
í>aðan verður svo gengið upp
Þrándarstaðafj all og yfir svo-
Jkaiiaðan Kjöl niður að Kára-
stöðum. Frá Kárastöðum verð-
mr ekið í bifreið til Reykjavíkur.
Þetta er fyrsta helgarferð
Ferðafélagsins á árinu.
viðbúið að efnt verði til fleiri
ferða en þar eru nefndar ef
véðúr helzt hagstætt.
Hér er ekki unnt að telja upp
einstakar ferðir, en geta má
þess að Ferðafélagið hefur þeg-
ar gefið út áætlun um ferðir á
árinu og er hún fáanleg á skrif
stofu þess í Túngötu 5.
Næstu langferðir Ferðafé-
lagsins eru um hvítasunnuna og
'efnir það þá til þriggja ferða
samtímis, þ. e. vestur á Snæ-
fellsjökul, austur á Þórsmörk
og í Landmannalaugar. Tekur
hver ferð 2% dag.
Fyrstu reglulegu sumarleyf-
| isferðirnar eru 6 daga ferð um
Breiðaf j arðareyj ar, Barðaströnd
og Dali, sem hefst 20. júní og
, daginn eftir, þ. e. 21. júní hefst
4 daga ferð norður til Drang-
jeyjar, um Skagafjörð og Vatns-
nes. Annars eru flestar sumar-
leyfisferðirnar frá því í byrjun
'júlíipápaðar og fram undir
'miðjan ágúst. Lengsta ferðin er
að venju Norður- og Austur-
■ landsferð, sem tekur 13 daga.
Hefst hún 2. júlí n. k. og verða
sóttir heim flestir markverðir
og fagrir staðir á Norður- og
Austurlandi. Verður farið á
ýmsa Austfirði þ. á m. Borgar-
fjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð
og Norðfjörð, um Fljótsdals-
héraðið og víðar.
Eins og undanfarin sumur
verður efnt til vikulegra ferða
í sæluhús félagsins í Land-
mannalaugum og Þórsmörk.
Gert er ráð fyrir að Þórsmerk-
urferðirnar hefjist 24. maí og
að þeim ljúki í ágústmánaðar-
lok. Ferðir í Landmannalaugar
hefjast nokkuru seinna, eða um
miðjan júní og verður haldið
áfram fram undir ágústlok.
Þá verður, eins og að fram-
an greinir sú nýung tekin upp
á þessu sumri að efna til viku-
legra ferða í Kerlingarfjöll og
! Kjalveg og verða þær ferðir á
tímabilinu 19. júlí til 30. ágúst
í sumar. Á öllum framan-
! greindum stöðum gefst fólki
! kostur á að dvelja milli
I ferða, enda á öllum stöðunum
j einstæð náttúrufegurð og margt
iað skoða.
Bæja- og sveftastjóraatkosn-
ingar hafnar á Bretlandi.
Þeim lýkur ekki fyrr en eftir mánuð.
Bæjar- og sveitarstjórnar-
Ikosningsvr hefjast í dag á Bret-
lancli og verður ekki lokið fyrr
en eftir mánuð. Kosið verður
ism 25.000 sæti.
Talið er, að úrslitin gefi
inofckra vísbendingu um hvert
Scrókurinn beygist á vettvangi
stjómmálanna. Það er kunnugt,
S& húsaleigulögin hafa spillt
mjög fyrir íhaldsflokknum
(enda breyting boðuð) og er
hætt við, að óánægja manna
komi nú fram, en minnkandi
fylgi íhaldsflokksins í þessum
kosningum þarf engan veginn
að boða örugglega, að flokkur-
inn bíði ósigur í almennum
þingkosningum, sem enn er
ekki vitað hvenær fram fara.
„Hvað ætlar hann eiginlega að gera við mig?“ Þessi spurning
virðist vera í augum seppa litla, þegar maðurinn kemur með
sprautuna. En eftir andartak verður búið að sprauta hann gegn
hundaæði, og þá tekur hann vafalaust gleði sína aftur.
Castro ekki af
baki dottimi.
Skyndiinnrás var gerð í nótt
í næststærsíu borg Kúbu.
Flokkar úr liði Fideis Cast-
ros uppreistarforingja ruddust
í nótt inn á götur næststærstu
borgarinnar á eynni og skutu
af skammbyssum og vörpuðu
sprengjum að húsakynnuin
fyrirtækja, sem ekki hafa
skeytt boði um verkfall eða
lokun.
Herflokkar stjórnarinnar,
sem voru á verði á húsaþökum
: og víðar, hófu skothríð á inn-
rásarflokkana og hröktu þá
burt.
Til átaka hefir komið á
nokkrum stöðum á eynni, en
ekki stórkostlegum, og talið er
nú, að yfir 30 manns hafi fallið
í bardögum á Havana, höfuð-
borginni.
HammarskjöBd
heiðraðtir.
Dag Hammarskjöld frkvstj.
Sameinuðu þjóðanna hefir ver-
ið gerður aí* heiðursborgara
New York. Hann þakkaði heið-
urinn „í nafni þeirra stofnun-
ar, er hann veitir forstöðu“.
Robert Wagner borgarstjóri
flutti ræðu og sagði, að í raun-
inni ætti Hammarskjöld skilið
að vera heiðraður sem fyrsti
alþjóðaheiðursborgari, og vel
færi á því, að sú borg, sem
væri mest alþjóðaborg allra
borga heims, heiðraði hann. í
New Yqrk, sagði hann, væru
fieiri Gyðingar en í nokkurri
annarri borg heims og New
Yorlc væri írskari en sjálf
Dublin.
McElroy skoðar Kefla-
víkurflugvöll.
H. McEIroy landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna leggur af
stað í dag í viku ferðalag til
Evrópu.
Hann situr fund landvarna-
ráðherra A.-bandalagsins í
París 15.—18. þ. m. Á leiðinni
þangað heimsækir hann Thule-
flugstöðina í Grænlandi og
Keflavjkurflugstöðina Nathan
F. Twining hershöfðingi, for-
maður herforingjaráðs Banda-
ríkjanna, verður með honum í
ferðinni.
Tito prísar Krúsév.
Tito forseti Júgóslavíu hefur
sent Krúsév svarbréf.
Segir hann ákvörðun Rússa
um að hætta tilraunum með
kjarnorkuvopn stórkostlegt
skref til friðar, og þjóðaleið-
tcgar, sem ekki taki þá sér
til fyrirjmyndar í þessu. taki
á sig mikla ábyrgð.
„Sjóhernaður“
á Kýpur.
Mjög hefu.r borið á því sein-
ustu tvo sólarhringa, að
sprengjur fyndist í kemmti-
bátum á Kýpur. Nokkrir bátar
hafa skemmst, en aðrir laskast,
en í nokkrum fundust ó-
sprungnar sprengjur.
Nokkrar óeirðir urðu einnig
m.a. í fangelsum, í sambandi
við sólarhrings allsherjarverk-
fall.
Frá Akureyrar-
togurtinunn.
Akureyri í gærmorgun.
Togarinn Harðbakur kom til
Akureyrar í gær eftir 12 daga
útivist með um 200 lestir fiskj-
ar, seni fer í hraðfrystingu og
herzlu.
Kaldbakur fór á veiðar í gær
og hinir togarar Útgerðarfé-
lagsins, Sléttbakur og Sval-
bakur eru á veiðum.
Togarinn Norðlendingur kom
til Húsavíkur í fyrradag með
um 170—180 lestir af fiski sem
allur fer í hraðfrystihús.
Ovænt met
Tveir brezkir flugmenn
hafa sett nýtt met í fallhlíf-
arstökki — og alveg óvænt.
Þeir urðu að varpa sér út
ur Canberra-herflugvél í
18.600 metra hæð. í flugvél-
inni var útbúnaður, sem
flugmenn grípa til í neyð,
og kastast þeir þá út úr
flugvélinni, og fallhlíf þeirra
breiðist út. Fyrra met var
13.000 metrar.
Franska stjórnln ræðlr
Tunisdeiluna.
Franska stjórnin kemur sam-
an á fund í dag, í framhaldi af
fundi Beeleys og Murphys við
Gaillard nú í vikunni, og að
loknum stjórnarfundi ræða
þeir við Gaillard af nýju.
Skilyrði frönsku stjórnar-
innar fyrir lausn deilunnar eru
óbreytt, þ. e. að hún haldi
Bizerta, alþjóðlegt eftirlit með
flugvöllum, og full vernd til
handa Frökkum í Túnis. Einnig
vill hún alþjóða gæzlulið á.
landamærunum.
V.-Þýzkaland og Sovétríksn ná
vðskiptasamkonuilagl.
Viöshipii nesati 3 sttiílgöt*öusn
tatsarha aí sssestss ess'sssta.
Samningar hafa loks tekist
eftir 9 mánaða samkomulags-
umleitanir, sem hvað eftir ann-
að slitnaði upp úr, milli Vestur-
Þýzkalands og Sovétríkjanna
um viðskipti.
Það var vegna afstöðu sovét-
stjórnarinnar til kröfu vestur-
þýzku stjómarinnar um heim-
sendingu þýzkra manna, sem
samkomulagsumleitanirnar
reyndust svo erfiðar sem
reynd bar vitni. Nú hefur
sovétstjórnin fallist á, að tekn-
ar verði til athugunar kröfur
allra einstaklinga um heim-
sendingu, sem hafa vegabréf
dagsett fyrir 1941.
Samkvæmt hinum nýju
samningum er gert ráð fyi’ir
tvöfalt meiri viðskiptum næstu
2 ár en nú og nemi þau 3
milljörðum marka. Rússar fá
ýmsar iðnaðarvörur o. fl. og
’áta í staðinn olíu, málmgrjót
o. m. fl.