Vísir


Vísir - 20.05.1958, Qupperneq 7

Vísir - 20.05.1958, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 20. maí 1958 VlSIft CATBIEItlftE GASKIiV. LDóttw FÖÐUR S I N S 27 skinið blindaði hana og hún hafði verki í augunum eftir grátinn. Hún leit á klukkuna. Það voru meira en tveir klukku- tímar síðan Johnnie fór frá henni og nú var sólskinið hlýtt. Það var líf og fjör við höfnina umhverfis hana, en hún sat kyrr og starði, án þess að sjá nokkuð. Hún mátti ekki lengur hugsa um Johnnie. Hún varð að byrja lif sitt á nýjan leik. Hún hafði glatað Johnnle. Hún hafði líka glatað Tom. Hún hafði hrundið þeim báðum frá sér, og nú var hún ein eftir. Nú varð hún að lifa einmana. Hún var að kveikja í seinni vindlingnum, þegar hún heyrði einhvern kalla. Hún leit upp og sá ljóshærðan pilt um nítján ára gamlan standa andspænis sér í sjómannabúningi. Hann sagði á bjagaðri ensku. — Eruð þér ungfrúin, sem ætlar til Hanvich? — Já. —Hann sagði ekkert, en hljóp niður þrepin og dró Regn- fuglinn að bryggjunni. — Ameríkumaðurinn sendi mig hingað, sagði hann, um leið og hann steig um borð. Hún áleit, að hann væri Skandínavi og hann talaði betri ensku en sjómenn eru vanir. — Eruð þér tilbúinn að leggja af stað? spurði hann. — Við inegum helzt ekki bíða vegna flóðsins. ' — Já, eg er tilbúin, sagði hún og treysti honum óðar vegna þess að Johnnie hafði valið hann. Stormurinn, sem skall á um leið og þau komu út úr höfninni, tafði þau á Norðursjónum í hálft annað dægur. Þau voru sjó- veik og gerðu árangurslitlar tilraunir til að matbúa handa sér og vemda matarbirgöirnar gegn bleytu. Hendrik var sómapiltur. Mauru var ljóst, að hún hefði ekki komizt einsömul yfir sundið. Þau voru í olíufötum, þegar þaú sigldu inn á höfnina í Harwich morguninn eftir. Himinninn var þungbúinn og rigningarlegur. ÞRIÐJI HLUTI. Fyrsti Jcafli. Maúra ck til Lundúna fyrir klukkan sex morguninn eftir. Það var stytt upp og bjart sólskin var yfir. Harwich, þegar hún ók Kendrik niður áð höfninni. Hann kvaddi hana virðulega og afþakkaði peningana, sem hún bauð honum. — Ameríkumaðurinn borgaði mér nægiiega.'sagði hann. Maura skrifaði heimilisfang sitt og fékk honum. — Geymið þetta og látið mig vita, ef þér þurfið á að halda, sagði hún. — Þakka yður fyrir, verið þér sælar, sagði hann og brosti lítið eitt. Hún setti bílinn í gang og ók í áttina til Colehester. Veður var fagurt og hún sá trén og skýin speglast í vötnum og tjörh- um, og það leit út eins og endumar syntu umhverfis skýin. Hún var aö brjóta heilann um það, hvernig hún ætti að segja Tom frá því, sem gerzt hafði síöustu fimm dagana. Henni var ekki enn orðið ljóst, hvernig hún ætti að koma orðum að því, þegar hún beygði heim að íbúð Toms við Chuster Row. Tom var að borða morgunverð, þegar hann kom. Hann stóð á fætur til að heilsa henni, en hrúga af dagblöðum lá í kring-1 um hann. I — Komdu inn Maura. Komatu beina leið hingað frá kofahum? j Hún kinkaði kolli og settist á stólinn, sem hann ýtti til hennar. — Já, eg lagði mjög snemma af stað. Hann var órakaður og í náttfötum og morgunslopp. Hann bauð henni kaffi, en hún þáði það ekki. Það var hann, sem tók fyrr til máls. Þegar hann var hættur að hræra í kaffibollanum, sagði hann: — Eg hef beðið eftir þér. — Hvers vegna? — Þó fórst svo skyndilega, sagði hann og yppti öxlum. Eg bið ekki um neinar skýringar. Sízt af öllu mundi eg krefja þig skýririga. — Tom, eg.... Hann greip fram í fyrir henni. — Áður en þú segir nokkuð ætla eg að segja þér, að eg veit að Johnnie hefur ekki verið í London síðan hann hringdi til Hanover Terrace á laugardagskvöldið og fékk að vita, að þú hefðir ekið til kofáns. — Hélztu, að það 'stæði i elnhverju sambandi við mig? sþurði hún raddlaust. Eg var nærri þvi sannfærður um, að það stæði í sambandi við þig. Johnnie er ástfanginn af þér. Hún horfði á hann. — Nærri því viss, segir þú. En ekki meir. Hvernig vissirðu, að það var í raun og veru svo? Þú veizt jafnvel og eg, að eg hitti Johnnie aldrei annars staðar en á Hanover Terrace og þar voru altaf fleiri viðstaddir. — Hefur þér aldrei dottið í hug, að hægt sé að verða ást- fanginn, þó að fleiri séu viðstaddir, Maura? sagði hann lágt. — Það er enginn efi á því, að hann elskar þig. — Hvers vegna gerðirðu ekkerf í málinu, fyrst þú varðst var við þetta. Hvers vegna beiðstu, — Eg er enginn krakki, sem verður afbrýðissamur út af hvað litlu sem er. Og í öðru lagi var eg ekki viss um afstöðu þína. Eg vissi, að eitthvað lá í loftinu. En eg vissi ekki, hversu sterk þessi tilfinning var, né 'nversu djúprætt. í allan vetur hef eg verið að velta þessu fyrir mér. IHerkilegt skóiarit. VestaBiaststavsjjœritiib heiar h&BBtið út aani 20 ára sheið. Kristiiin 0. Cuðmundsson hdL Málflutningur — Innheimta — Samningsgerð Hafnarstræti 16. — Sími 13190. í flestar tegundir bifreiða. Ennfremur bremsuborðar í rúllum. Bremsuslöngur í hjól og brcmsugúmmí. SMYRILL, Húsi Sameinaðá — Sírni 1-22-60. Þorsteinn Víglundsson skóla- stjóri í Vestmannaeyjum hefur um nær 20 ára skeið gefið út rit, „Blik“ að r.afni, sem er í senn ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum og uppspretta að söguheimildiun Vestmanna- eyinga fyrr og síðar. Þegar rit þetta hóf göngu sína kom það út í heftum, þrem á ári hverju, en síðan var það nokkurum bréytingum háð eft- ir atvikum hverju sinni og síð- an 1946 hefur það komið út í einu lagi sem ársrit. Nú er 19. ái-gangur þessa rits nýkominn út, 160 bls. að stærð í Skírnis- broti með fjölbreytilegu efni og prýtt fjölda mynda. Ritið hefst á skólaræðu éftir ritstjórann Þorstein Víglunds- son, en eftir hann er einnig löng grein er nefnist Traustir ættliðir, þá skýrsla um Gagn- fræðaskólann í Eyjum veturinn 1956—57, grein um Engilbert Gíslason áttræðan og loks stór- fróðlegt yfirlit um blaðaútgáfu í Vestmannaeyjum frá upphafi, en árið 1917 kom fyrsta blaðið þar út og nefndist Skeggi. Er í yfirliti þessu gerð ítarleg grein fyrir tölublaðafjölda hvers ein- staks blaðs, útkomuára, rit- stjórn og útgefenda. Leggur Byggðasafn Vestmarinaeyja að vonum mikla áherzlu á að eignast þau blöð, sem þar hafa verið gefin út, og væri áeskilegt að þeir sem kynnu að eiga gömul- Vestmannaeyjablöð gæfu safninu kost á að eignast þau. Talsvert af efni „Bliks“ er eftir nemendurna sjáifa og nefnist „Þáttur nemenda", og eru. það vfirleitt stuttar frá- sagnir, sögUr eða hugleiðingar. Af öðru efr.i má nefna grein eftir Ingibjörgu Ólafsdóttur „Á ískýrinni“, Skemmtiferð nemenda eftir Ingólf Hansen, Oft eru kröggur í vetrarferðum eftir Einar Sigurfinnsson, Tyrkjaránið og gröf síra Jóns þíslarvotts eftir síra Jes Á. Gíslason, Gömul skjöl varðandi byggingu Landakirkju 1774, Síðasta seglskipið eftir Jón J. Sigurðsson, Sigling á vélbát frá Danmörku til íslands 1917, frá- sögn sem Hrefna Óskarsdóttir hefur skráð, Jón í Gvendar- húsi, Danskar ambögur, kvæði og gamani'Jgur. Er byggðasögu Vestmanna- eyja, svo o,; öu-.ir.. sem þjóð- legum frc ð! i ■; , sagnfræði unna miki.i ftnjv.r að þessu riti. Nýleg ■ ] skehiiiaðra Mondial-, til sölu í Bíla^ smiðjunni, málningarverk- stæðinu, eítir kl. 4 í dag. f BflLAR 7IL SÖLU Chevrebt '55 Verð kr. 110 þús. ’ Chevrofet '50 Ymis skipti hugsanlcg. | Chevrolet '47 Skipíi á Chevroiet ‘52 eðg( Ford, milligjcf. öpel Record '58 öpef Caravan '55 Skoda Statfon '55 Wiies ieep '47 Opið frá kl. 9 árdegis—lfl( síðdegis. { Bifreiðásalán, Njálsgötu 40. ] Sími 1-14-20. ! TiS söfu i íbúðir í smíðum, einbýlishús á góðum stöðum og byggingarlóðir. Safa 09 Samnmgar Laugavegi 29, sími 16916. (Heima 15843). MÍfR OG tÍGIG USA SMÍAUGIÝSIN VÍSIS De Gauiie... Framh. af 1. síðu. annaðhvort „til hægri eða: vinstri". Blaðið spyr' hvér annar en De Gaulle gætl kippt öllu t lag. Og sannarlega hafi hann; fengið stjórnmálámönnunum umhugsunarefni. Manchester Guardian telur yfirlýsing&r hana ekki munu reynast gagnlegar, og Daily Mail, að þótt De Gaulla telji, að Frakkland þurfi á hon- um að halda, mundi afleiðing þess, að hann tæki vcldín verða! sú, að Frakkland yrði hlekkjað. Daily Mail segir, að De Gaulla hafi ekki talað sem „komandl einræðisherra“. Yfirlýslngin. De Gaulle endurlók á fundin* um yfirlýsingu sína frá fimmtu- degi í fyrri viku, að hann værl reiðubúinn að taka við völdurn, væri hann til þess kvaddur. Iíann. sagði, að það. hefði verið óhjá- kvæmilegt, að hershöfðingjarn- ir komu eins fram og þeir gerðtt, Hann kvað það fjarstæðu, aS hann Iiefði einræðisáform I huga, i'.ann hefði aldrei vefið ein-- ræðissinni, og vrði það vart 67 ára. Hanrí kvaðst hafa endurreist lýðveldið og falið stjórnmála- hefðu ekki verið vandanum vaxa mönnum forsjá þess en þelP ir og komið öllu. í öngþyeiti. Þaff væri harmsaga þjóðarinnar, cp gæti einnig örSið, upphaf endur- reisnar. Ilariri kvrðct engunai skuldbundinn, og bó öllum. Iíana kvað eitt sinh áður háfá svarað kalli jijóðar sinnar og ef hún: óski þess sé hahn reiðubúirin —- að taba að sór r-fjérrr.rícrusttt og vald lýðveidisins. Hann vaí beðinn skýringa.r á þessu og kvaðst ha'ih ekkl mundu gera tilraun tn cð rfúfa lög'lýðveldig- ins, heldur vinna að löglegúm' leiðum að breyttu stjómarkerfi — f lck f ;• derins kvaðst hann fnra til tfirsetiirs síns og bfðá þ.-ir *, sem verða vildi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.