Vísir - 24.05.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 24.05.1958, Blaðsíða 4
vtsir Laugardaginn 24. maí 1958 , 1TKSIR. DAGBLAÖ Tlilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eSa 12 blaðsiSur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálssonu Skrifstofur bláðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 0,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm linur) Vísir kosrar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Þrengslin á Lækjartorgi. Undanfarin ár hefir oft verið um það rætt, að bæta yrði úr þrengslunum á Lækjar- torgi og í grennd við það. Um skeið voru þrjár bif- reiðastöðvar staðsettar um- hverfis sjálft torgið, auk þess sem strætisvagnar höfðu þar bækistöð sína. —• Þrengslin voru mikil, svo að ekki var um annað að ræða en að gera bifreiðastöðv- arnar útlægar þaðan, og var það gert fyrir nokkrum ár- KiRKJA DG TRUMAL: HVÍTASIINIMA. Þú heyrir hljóma frá híjóð- færi. Þeir snerta þig, vekja þér djúþar kenndir. Hvað veldur þvi, að þessi tegund hávaða veitir þér tæra svölun? Það er vegna þess, að andi þinn les í mál tón- anna, túlkar það, sem að eyrum þínum berst og kemur þér í snertingu við innblástur þess manns, sem skóp listaverkið. Þú rennir augum yfir línur í bók eða blaði. Það, sem þú sérð, er annað en strik og punktar fyr- ir sjónum þínum vegna þess að andi þinn les úr táknunum og finnur hugsun í þeim, tjáningu mannlegs anda. veg af torginu - þar verði Þvi &eta menn blandað geði að minnsta kosti ekki enda-'og skilið hverir aðra’ að þeu' hafa anda, sem er sams konar, huga., sem er á svipaðri byigju- lengd, hugsun, sem er skyld og lýtur sömu lögum. Aþdi mannsins er gjöf Guðs, stöð þeirra, heldur verði hún flutt í úthverfin, þar sem hver leið hafi sína endastöð, en allar aki þær um torgið eftir sem áður. Einnig hefir verið leitast við að beina sú sem 8eWr manninn annari umferð eftir mætti frá torginu og miðbænum, en stöðug fjölgun bifreið- anna gerir að verkum, að vandamálið er mun erfiðara viðfangs en ella. um, en auk þess hefir sitt- Nú hefir verið gripið til þess, hvað annað verið gert til þes að draga úr erfiðleikum umferðarinnar, götuvitar verið settir upp og sumir • strætisvagnar verið fluttir af torginu. Ekki hefir þetta þó verið nægj- anlegt til að umferðin verði eins greið og æskilegt væri. Þess vegna hafa oft heyrzt um það kröfur, að strætis- vagnarnir verði fluttir al- að hraðferðavagnar og aðrir verða fluttir norður fyrir I torgið, að sérstöku svæði við, Kalkofnsveg, sem þar hefir j verið útbúið. Það er lausn hvað torgið snertir, en eng- in lausn á umferðarvanda miðbæjar og hafnarhverfis í heild. Hér verður því að gera betur, ef það á að koma að gagni. Gerum tilraun. Sennilega væri rétt að gera menningur gæti slöggvað sig tilraun til að láta vagna á á hinu nýja fyrirkomulagi. einni eða tveim leiðum aka Það kann að reynast erfitt að með öðrum hætti en áður. Þeir hefðu þá endasíöðvar í úthverfum, en áætlun þeirra væri á þá leið, að þeir ættu að koma á viðkomu- staði — annað hvort alla eða annan hvern — á til- teknum ’tíma, sem gæti hlaupið á 2—3 mínútum. Við hverja viðkomustöð ýrði þá að vera tafla eða upplýs- ingar um fyrirkomulag á akstri vagnanna, svo að al- hrinda þessu í framkvæmd í fyrstu, og á vissum tíma dagsins kann að vera erfitt að halda áætlun vegna þrengsla, en það er einnig erfitt nú, svo að þetta er engin frágangssök. Það er sjálfsagt að reyna þetta, því að hætt er við, að slíka breytingu verði að gera á akstri strætisvagnanna fyrr eða síðar. Umferðarmiðstöi. Fyrir all-löngu var farið að tala um það, að koma þyrfti upp umferðarmiðstöð fyrir utan miðbæinn. Flestar á- ætlunarbifreiðir sérleyfis- hafa verða að fara um mið- bæinn að meira eða minna leyti, og gefur að skilja, að breiða götu„ sem er í senn aðalæð milli austurhverfa bæjarins og vesturhluta hans og er um leið önnur að- alleiðin, þegar menn fara út úr bænum eða koma í hann, og verður endurbætt til muna á komandi árum. það eru ekki síður þrengsli Erfitt er um það að segja, eins af þeirra völdum en öðrurn stórum bifreiðum. Þessurn bifreiðum fjölgar jafnt og þétt eins og öðrum tegund- um, og ekki fara þær minnk- andi, svo að vandamálið' verður æ erfiðara úrlausnar af þeim sökum. Komið mun hafa til orða, að umferðarmiðstöð yrði stað- sett á svæði því við Hring- brautina, sem kallað hefir verið Aldamótagarðar. Væri . sá kostur við það, að hennf yrðu þá komið fyrir við og nú stendur, hvenær um- ferðarmiðstöðin verður kom- in upp, en mönnum bland- ast ekki hugur um, að nauð- synlegt er, að hún geti sem fyrst létt af miðbænum. Er það margra hagur, að á- ætlunarbifreiðarnar geti vikið sem fyrst úr þrengslum miðbæjarins, en fyrst og fremst ættu bæjaryfirvöldin og eigendur bifreiðanna, sér- leyfishafar, að kosta kapps um að miðstöðinni verði komið upp. mennskan, greinir hann frá dýr unum. Vegna þeirrar gjafar er maðurinn hugsandi vera, spýrj- andi, leitandi. Andi mannsins les i mál hins ytra veruleiks og fær vit og merkingu út úr því, sem fyrir skynjun hans ber. Hann fær ráðið í lögmál og eðli um- hverfis síns að nokkru leyti, gerð þess heims, sem er gefinn hon- um til tímanlegs bústaðar. Því er menning möguleg, skynsam- leg hugsun um þessa heims efni og þær hugsýnir fegurðar, góð- leiks og sannleiks, sem listrænn, siðrænn og vitsmunalegur inn- blástur birtir. En hvítasunnan er hátíð lieil- ags anda. Og kirkjan, sem fædd- ist á fyrstu hvítasunnu, játar trú á heilagan andá. Hvað merk- ir það? Heilagur andi er ekki manns- andinn eða neitt annað, sem Guð hefur skapað. Heilagur andi er Guð sjálfur, eins og hann starf- ar hið innra með mönnunum og vekur þeim skilning á því eina nauðsynlega, opinberar þeim sannleikann um eilift hjálpræði sitt, gefur þeim Krist og lífið í honum. Andi Guðs hefur starfað frá öndverðu. Hann sveif í upphafi yfir tóminu og bjó í því orði, sem mótaði heimana, skapaði ljósið, kallaði fram lífið. Hann talaði fyrir munn þeirra spá- manna, sem birtu vilja og mark mið Guðs. En í fylingu timans sendi Guð son sinn, ímynd veru sinnar, smurðan guðdómsanda sínum. Þá urðu aldahvörf. Ný saga hófst, ríki Krists reis af grunni. Jesús Kristur ruddi Guðs anda nýjan farveg inn i þennan heim. Þegar Kristur hafði fullnað verk sitt, opnuð- ust nýjar lindir. Það gerðist hinn fyrsta hvitasunnudag með eftir- minniiegum atvikum. Það var líkt og þegar stífla brestur og straumurinn fossar fram. Post- ulasagan líkir því við sterkviðri af himni. Það var likt og ör og öflug vorleysing. En innra borð þess átburðar, sem hvítasunnan er helguð, var það, að Guð lauk upp huga manna fyrir því, sem hann hafði gjört í Kristi. Það var líkt og þegar tónverk lýkst upp, bygg- ing þess og fegurð opinberast og gagntekur. Það-var hliðstætt því, er augu opnast fyrir merk- ingu máls eða tákns og þú skilur til fulls, hvað fyrir þeim vakir, sem tjáði hug sinn í þessu máli, tákni eða afferli. Hvitasunnan brá birtu yfir persónu og vefk Krists, túlkaði erindi hans og gildi. Menri skildu; hver Kristur er, og sáu sjálfa sig í ljósi hans. Þetta er verk heilags anda. „Enginn getur sagt: Jesús er Drottinn, iiema af heilögum anda“ (1. Kor. 12,3). Að sjá Krist sem konung sinn og lúta honum er gjöf Guðs anda. „Enginn hef- ur komizt að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi. En vér höfum ekki hlotið anda heimsins, heldur andann, sem er frá Guði, til þess að vér skuium vita, hvað oss er af Guði gefið“. (1. Kor. 2,11—13). Starfsemi heilags anda er innri snerting, sem veitir nýja skynj- un. Þeir, sem lieyrðu hina fyrstu hvitasunnuprédikun, „stungust í hjörtun". Þeim datt nokkuð í hug, sem þeim hafði aldrei til hugar komið áður. Og þeir spurðu: Hvað eigum vér að Igjöra? Og svarið var: Gjörið iðrun, látið frelsast. Hvernig? Vitið það með vissu, að Jesús, sem var krossfestur, er Kristur, frelsarinn, hinn eini Drottinn. Þannig starfar andi Guðs. Hann vekur til umhugsunar: Hvar er ég staddur? Eg þarf á björgun að halda, hjálp. Og hann bendir um leið: Þú átt hjálpina, lausnara úr fjötrum þínurn, lækni við meinum þinum, Krist Jesúm hinn krossfesta. Þetta er vitnisburður heilags Ýflisar nau&synjar á þrotum. Smjörlíkislaust er nú orð- ið í höfuðstaðnum, en hrá- efnið liggur á hafnarbakk- anum og fæst ekki tollaf- greitt fyrr en afgreiðslu „bjargráðanna“ er lokið. Samkvæint áreiðanlegum upplýsingum, er blaðið afl- aði sér í gærdag mun sama ástand ýmist yfirvofandi eða þegar skollið á að því er ýmsar fleiri snauðsynjavörur almennings snertir. Það er líka naumast að undra, þar sem eiigar vör- ur hafa fengizt tollafgreidd- ar, síðan „bjargráða“-frum- varp stjórnarinnar var lagt fram fyrir 10 dögum. anda í kirkju hans frá kynslóð til kynslóðar. Tæki hans er orð hinnar heilögu bókar og sú boð-t un, sem byggist á henni. Mark- mið hans er að gera Krist að konungi mannshjartans. Ávext- ir hans eru: Kærleiki, gleði, frið- ur, langlyndi, gæzka, góðvild, trúmennska, hógværð, bindindi. Hvort boðskapur kristinnar kirkju er þér sannleikur og lif eða aðeins annarlegur ómur, fer eftir því, hvort þú hefur gefið heilögum anda Guðs færi á þvi að snerta anda þinn þannig, að þú skynjir, hvað þig skortir og sjáir, hvað þér er af Guði gefið þar sem Kristur er og eilíft hjálpræði hans. Gleðileg hátið heilags anda. Se5labankínn endur- kaupí iðnaðarvíxla. Sveinn Guðmundsson al- þingismaður hefur lagt fram á Alþingi svohljóðandi þing- ályktunartillögu um endur- kaup Seðlabankans á fram- leiðslu- og hráefnavíxlum iðn- aðarins: Alþingi ályktar að fela ríl^is- stjórninni að hlutast til um, að Seðlabankinn endurkaupi fram leiðslu- og hráefnavíxla iðn- aðarfyrirtækja eftir ákveðnum reglum, er settar verði með svipuðu sniði og reglur þær, er nú gilda um endurkaup fram- leiðsluvíxla sjávarútvegs og landbúnaöar. í greinargerð þingályktunar- tillögunnar segir m. a. svo: Það er gild regla Seðlabank- ans að endurkaupa afurðavíxla sjávarútvegs og landbúnaðar að % áætlaðs söluverðs til a. m. k. 6 mánaða. Slík regla mun einnig hafa verið tekin upp um framleiðslu Áburðarverksmiðj - unnar. Nauðsyn ber til að aðr- ar framleiðslugreinar njóti sama réttar, m . a. sements- verksmiðjan, þegar hún tekur til starfa, svo og iðnaðurinn al- mennt. Með breyttri gengisskrán- ingu og sérstaklega ef sameig- inlegur Evrópumarkaður yrði að veruleika, má ganga út frá, að útflutningur iðnaðarvarn- ings geti hafizt. Iðnaður er nú orðinn einn af þremur aðalatvinnuvegum þjóðarinnar, og er eðlilegt, að hann sitji við sama borð sem landbúnaður og sjávarútvegur í þessu efni, enda fullvíst, að hann verði þjóðinni giftudrjúg- ur til bættrar lifsafkomu. Mörg kappmót á Akureyri um helgina. Yíðavangshlaup Meistaramóts Islands háð þar á 2. í hvítasunnu. Akureyri í gær. Um hvítasuimuna eru ákveð- in ýmis mót og kappleikir á Akureyri. 1». á m. þrjár íþrótta- keppnir og auk þess veðreiðar.. Fyrsta keppnin verður á morg'un, en það er körfuknatt- leikskeppnin milli íþróttafélags Reykjavíkur og úrvals úr Ak- ureyrarfélögunum og fer sú keppni fram í íþróttahúsinu. Á annan í hvítasunnu keppir sameinað lið úr Akureyrarfé- lögunum við Ármann frá Reykjavík í handknattleik. Sama dag kl. 4 síðdegis fer fram víðavangshlaup meistara- fer fram bæði á Akureyri og taka þátt í þvi ýmsir beztu þol- hlauparar landsins. Keppnin fer fram bæði á Akureyro og nágrenni og endaði á' íþrótta- vellinum. Á annan hvítasunnudag efn- ir hestamannafélagið Léttir til kappreiða og góðhestasýningar fyrir hesta í Eyjafjarðarsýslu ög Akureyri, Veðreiðarnar fara fram á skeiðvellinum, sem er í námunda við flugvöllinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.