Vísir - 29.05.1958, Blaðsíða 5

Vísir - 29.05.1958, Blaðsíða 5
Vl SIR 5 Fimmtudaginn 29. maí 1958 Afgreiðsla bjargráðanna í Nd: ber ábyrgð á 66 ÓfuHnægjandi uppbætur til útvegsins. - Skattlagning bankanna. - Vísrtala og verðíagseftirlit. Frumvarpið um útflutningssjóð var .afgreitt frá neðri tleild á miðvikudag. Fulltrúar Sjólfstæðisflokksins í fjárhagsnefnd nd., Olafur Björnsson og Björn Olafsson, gerðu grein fyrir afstöðu sinni. Hér birtist útdráttur úr ræðu Björns Ólafssonar við 2. tunræðu málsins á þriðjudag. Engin leiðrétting sársaukalaus. „Hversu mjög sem við kunnum að deila um það hverjum hin öra verðbólguþróun síðustu fimm ára sé að kenna — og hversu skiptar skoðanir við höfum um gagnsemi þess frv. sem hér ligg ur fyrir — verður aldrei framhjá þeirri staðreynd gengið, að ein- hverjar ráðstafanir þurfi að gera til að leiðrétía það gífurlega og hættulega misvægi, sem nú er orðið í öllu efnahagskerfi lands- ins. Um þetta eru allir flokkar sammála, þótt þeir hafi mjög mismunandi og misjafnlega raunhæfar skoðanir á því hvern- ig eigi að leysa vandamálið. Öllum er vafalaust Ijóst, hvort sem þeir vilja viðurkenna það eða ekki, að misvægið í efna- hagskerfinu verður aldrei leið- rétt sársaukalaust. Leiðrétting- in felur í sér mikinn sársauka um stundarsakir fyrir mestalla þjóðina. En því lengur sem dregst að gera viðeigandi ráð- stafanir, því meiri verður sárs- aukinn við leiðréttinguna. En að likindum verður mestur sárs- aukinn og mestur skaðinn við það, að leggja þjóðina á skurð- arborðið með brauki og bramli með margra mánaða hávaða- sömum og umdeildum undirbún- ingi og gera svo sársaukakennda aðgerð sem tekur ekki fyrir það að meinið blossi strax upp á ný. Frumvarpið ber svip stjórnarinnar. Við, sem erum fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í fjárhagsnefnd, höfum ekki viljað mæla með frumvarpinu. Til þess eru á því of margir gallar. Frumvarpið og bar með þær ráðstafanir, sem það felur i sér, er eingöngit og ekkert annað en ávöxtnrinn af sambúð stjórnarflökteáriria, það ber svip þeirra, það túlkar grund vallarskoðanir þeirra saineigin- lega, það er mótað í Iiimii póli- físku deiglu stjórnarflokkanna, sem nú setnr mark sitt á niarga þætti þjóðlífsins. Stjórnin vill ein hafa „heiðurinn“. 'Engum var 'ieyft að koraa nærri samningu frv., sem gat haft aðra skoðun. á málinu en rikisstjórnin sameiginlega. Og enginn var jafn vendilega útilok- aður frá að hafa nokkur afskipti af undirbúningi þessa mikla vandamáls — og- Sjálfstæðis- flokkurinn. Hann var útilokaður til siðustu stundar. Siðast af ol!- um fékk stjórnarandstaðan ao vita hvernig átti að leysa mesiá vandamál þjóðarinnar. Það var gert. til þess að ekki væri ha’gt að segja á eftir, að Sjálfstæðis- flokkurinn . ætti nokkurn heiður af þeim bjargráðum, sent áttu að leysa þjóðina úr vandanum. Stjórnin vildi ein liafa heiður- inn og sómann, máttinn og ílýrð- ína. Framkoma hennar gagnvart Sjálfstæðisflokknum sagði raun- verulega þetta: Við óskum, að þið komið hér hvergi nærri. Þessvegna lát- um við ekki í ykkar hendur neinar upplýsingar um málið. Við erum einfærir um að leysa það, enda er þetta okkar mál og ekki vkkar. Móðgnn við heilbrigða 1 skynsenií. Það et' því ekki aðeins frekleg móðgun við dómgreind og vits,- muni þeirra manna í stjórnar- flokkunum, sem enn hafa heil- brigða skynsemi, að heimta af Sjálfstæöisflokknum með nokkra daga fyrirvara. að hann leggi fram heilsteyptai-tillögur í þessu flókna máli. helelnr er það einn- ig sorgleg staðfesting á þeirri barnalegu. skammsýnu og ger- samlega óraunhæfu vinnubrögð- um, sem mótað hafa aðgerðir stjórnarflokkanna í þsssu mesta vandamáli liðandi stundar. | Það má segja, þrátt fyrir galla frv.. að það er byggt upp í ákveðnu kerfi og grundvöllurinn fyrir þvi eru óteljandi skýrslur og útreikningar. þar sem tekjur |Og gjöld eru látin að msstu leyti standast á. Ef einum mikilvæg- iurn lið kérfisins er kippt burtú, I hrynur öll byggingin 'til gruriria. iÞá er kerfið orðið að rúst. Þá get ur spilaborgin ekki staðið. þess, sem ég. áður sagði að hér getur ferðamaðurinn notið full frjálsræðis og verið óþvingaður. Það er t. d. blátt áfram plága að Jerðast með stóru hafskipunum yfir Atlantshaf, þar sem allt er bundið aga og vissum reglum, svo að mönnum finnst alltaf að þéim sé stjórnað af öðrum, jafn- vel verða menn að' klæða sig ‘á stundum eins og fyrirskipað er.“ Þyrfti að gerbreyta kerfinu. Þess\;egna hlýtur þeim, sem kerfið hafa bvggt upp. að vera það allra manna bezt ljóst, að ef Sjálfstæðismenn vilja gera breytingu á frv. þá væri tillög- ur um slikar breytingar aiger- lega rökvana, nema gerð sé ger- bylting á þvi kerfi, sem frv. býggist á. En slík bylting á frv. væri óframkvæmanieg nema með flóknum og tímafrekum útreikn ingum, ef; hún ætti að kofna þjóðinni að gagni. En við fýrstu umræðu máls- ins risu hæstvirtir ráðherrar upþ hver á fætur öðrum, þremur dögum eftir að Sjálfstæðisflokk- uririri fékk að sjá frv. og heimt- uðu að flokkurinn leggj fr-am kerfisbundnar og fullbúnar til- lögur án nokkurs fyrirvara. Ei- ekki þetta sama og aö ganga gersamlega í berhögg við allt skynsamlegt vit? Við, sem af hálfu Sjálfstæðis- flokksins höfum fjallað um frv. í fjárhagsnefnd, höfum því með hliðsjón af þeim rökum, er ég ,nú hef lýst, talið með öllu til- Igangslaust og ekki í samræmi við hugmyndir okkar um á- byrga og skynsamlega meðferð ■'þingmála, að bera fram breyt- ^ingartillögur við einstaka veiga- jmikla liði frumvarpsins, eins og t. d. um þá hækkun á útflutn- ingsbótum fyrir sild og aðrar fiskafurðir sem útflutningsfram- leiðslan telur jafnvel lífsskilr yrði fyrir atvinnuveginn. Slík breyting út af fyrir sig mundi þýða útgjaldahækkun um tugi milljóna króna, án þess.að tekju- liðum væri breytt á móti. Hins vegar er mögulegt að gera breyt- ingar um minniháttar liði, án þess að um sams konar verkanir væri að ræða. • Bíkisstjórnin ber f-in ábyrgðina. Við höfum því tekið þann kostinn að benda á misfellur frumvarpsins, sem geta haft al- varlegar afleiðingar, án þess að bera fram tillögur um breyting- ar á öllu því sem við mundum telja nauðsynlegt. Við lítum svo á, eins og sjálf ríkisstjórnin, að þetta sé hennar afkvæmi og á því eigi hún ein að bera ábyrgð og af því allan veg og vanda hafa. í því birtist mátt- ur hennar og dýrð, sem við höf- um enga hvöt til að taka frá henni. Hitt er svo annað mál, að þessi afstaöa okkar gerir það ekki ó- eðlilegt, að við bendum á ýmsa galla á frv., sem geta orðið ör- lagarikir í framkvæmd þess, eða berum fram minniháttar breyt- ingartillögur." B. O. vék því næst að ýmsum atriðum frumvarpsins og sagði meðal annars: Óraiinhæfur grundvöllur. „Landssamband íslenzkra út- vegsmanr.a hefir skrifað Alþingi og gert þá kröfu, að uppbætur til útvegsins verði hækkaðar á öll- um fiskafurðum upp i 85%. Nú j eru .uppbætur á fiskafurðum i (öðrum en síld) 80%, en á Norð- I urlandssíld 50% og Faxasíld 70%. Hér ber því mikið á milli. Ef staðhæfing Landssambands ins er rétt, að útvegurinn þurfi hærri uppbætur, þá er frv. byggt á svo óraunhæfiini grunrt- velli, að þessar ráðstafanir er nánast liægt að kalla ágizkun. Fiskafucðirnar eru uppistaðan i útílutningi landsmanna og ein- mitt framleiðslu þessara afurða eiga bjargráðin að forða frá stöðvun. En er ekki nokkur vafi á að það thkist með þessu frv.? Framleiðsla, sein gieymdist. Utflutningssjóður á að greiða uppbætur á framleiðsluna til 14. maí, með sérstökum hætti. En svo virðist sem gléymzt hafi að taka til greiria framleiðslukostn- að á saltfiski og skreið eífir 14. maí. Eins og kurinugt er tekur verkun á þessum fiski Iangan tima og mikill framleiðslukostn- aður bætist við yfir sumarmán- uðina. Hvers vegna hefur gleymzt að bæta upp þenna kostnað? Er það ekki enn eitt dæmi um þá galla sem á frv. eru? Rekstursfé atvinnuvegan na. Þegar þessar ráðstafanir taka gildi, má fuilyrða að allir at- vinnuvegir la-ndsmanna hafi of iitið rekstursfé til að geta starf- að óhindrað. Sú gengislækkun, sem nú verður framkvæmd heggur stór skarð í rekstursfé það sem atvinnuvegirnir vinna nú með. Úr þessu verður að bæta á skynsamlegan hátt. Mér er Ijóst, að ekki er hægt að setja á- kvæði i lög um það hversu mik- ið fé hver atvinnugrein hafi til rekstursins. En ef ekki verður leyst úr þessari þörf á viðunandi hátt, mun það hafa áhrif á fram- leiðslu og atvinnu í landinu. Skattlagning' bankanna. Samkvæmt lögum eru bank- arnir skattfrjálsir. Þeir eru eign ríkisins og allur hagnaður af rekstrinum rennur til að byggja upp starfsemi þeirra. Aðalat- vinnuvegurinn, er áhættusamur rekstur. Bankarnir verða að byggja upp og tryggja fjárhags- lega aðstöðu sína ef þeir eiga að geta sinnt hlutverki sínu á1 fullnægjandi hátt. Með frv. er j lagt inn á mjög varhugaverða jbraut með því að skattleggja að- albankastofnanir sjávarútvegs- j ins. En þetta sýnir að enginn er j tryggur gagnvart þeirri lausung sem nú er ríkjandi í opinberum I fjármálum, jafnvel ekki þær j stofnanir, sem vernaðar eru með I sérstökum lögum. • j Öfgar söluskattsins. Söluskatturinn er ein aðaluppi- staðan í tekjuöflun handa út- flutningssjóði. Þessi skattur verkar óeðlilega í starfsemi iðn- aðarmanna. Ákvæðisvinna er nú að falia niður vegna þess að af allri slíkri vinnu þarf verktaki að greiða 9%, sem verkkaupandi getur komist hjá ef hann greið- 'ir kaupið sjálfur og útvegar sér efnið. Svona er um margt í sam- bandi við skattinn. Hversu niikið hækkar vísitalan? Við 1. umræðu gat ég þess, að til væri frá hagstofunni þrjár mismunandi áætlanir um liækkun visitölunnar ef frv. verður að lögum. 1) 14 stig ef álagning er óbreytt að krónutölu. 2) 15,9 stig ef álagning er ó- breytt að krónutölu á állar vör- ur nenia landbúnaðarvörur. 3) 19 stig ef álagningarpró- sentur eru óbreyttar á öllum vörum (einnig landbúnaðarvör- um). Nú væri ástæða til að spyrja: Hverja leiðina er meiningin að fara? Á að lækka enn álagningu í allri verzluninni um 20—30% ? Verðlagseftirlitið. Þetta gefur fulla ástæðu til að spyrja hvort enn eigi að lækka verzlunarálagningu frá þvi sem nú er. Munu þó flestir ætla, að verzlunarálagning i landinu sé nú ákveðin af verðlagseftirlitinu án tillits til eðlilegs reksturs- kostnaðar. Þegar núverandi verðlagseftir- lit tók til starfa, fór það inn á þá braut að lækka alla verzlunar- álagningu án nokkurs tillits til er sá að fyrirtækin geta ekki lengur staðið undir rekstrinum og mestur hluti verzlunarfyrir- tækja, kaupmannaverzlanir og kaupfélög, eru nú rekinn meö tapi, eða reksturinn stendur i járnum. Skainmsýn stefna. Þetta er skammsýn stefna. sem truflar fjárhagskerfið og sviptir hið opinbera skatttekjum. Verðbólgan verður aldrei lækn- uð á svo viðvaningslegan hátt. Kron er nærtækasta dæmið. Þetta kaupfélag seldi vörur fyr- ir 42 millj. kr. árið sem leið og tapaði einni niilljón. Félagið tap- aði 21/2% á hverri krónu. Félags- stjórnin lýsir yfir þvi að þetta stafi af of lágri álagningu. Til þess að reksturinn væri heii- brigður hefði álagningin þurft að vera 5% hærri en hún er nú leyfð. Annað dæmi er kaupfélag Þingeyinga. Það er elsta kaup- félag landsins og talið að vera mjög vel rekið. Heildarvöru- velta þess var 51 millj. kr. Hagnaður var 425 þús. af allri sölu, eða 0,9%. Félagið getur getur ekkert lagt í varasjóð, en lætur tæpan 14% i stofnsjóð og greiðir svipaða fjárhæð í ágóða- hlut til félagsmanna. Þetta er ekki eðliiegur rekstur og ástæð- unnar er að leita í óeðlilegum verðlagsákvæðum. Loftflutningar baimaðir. I Úr því ég er farinn að minn- j ast á verðlagseftirlitið verð ég ao benda á eitt atriði enn. Verðlags- :eftirlitið hefir tekið upp þá ein- stæðu aðferð að banna vöru- sendiiigar með flugvélum, nema með sérstöku leyfi. Slík kvöo mun ekki þekkjast í nokkru landi nema hér að verðlagsyfir- völd banni loftflutninga. Vafa- samt má og telja hvort þessi á- kvörðun hefir stoð í lögum. Ent með þessu er á mjög óviðeig- andi hátt unnið gegn þróun flug- málanna. hér á landi og ætti ráð- herra að sjá sóma sinn í því aö afnema þetta flutningabann, sem gerir okkur að viðundri í augum erlendra manna. Varahlutir í SK0DA\ 440 Stuðarar Luktir Krómlistar Kerti Olíufilter Platínur ö. m. fl. Skoda-verkstæöið við Kringlumýrarveg. Sími 32881. Bezt að auglýsa í Vísv

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.