Vísir


Vísir - 03.06.1958, Qupperneq 1

Vísir - 03.06.1958, Qupperneq 1
WI 48. árg. Þriðjudaginn 3. júní 1958 11S. tbl. Eldhúsumræðurnar í gær: Stjórnin hefur svikið ioforð og ætti því að fara frá Leikhópurinn frá Folketeatret í Kaupmannahöfn sýndi leik- ritið „30 ára frestur“ í Þjóðleikhúsinu í gærkveldi við frábærar móttökur. Að lokinni sýningu færði Þjóðleikhússtjóri leik- endunum lárviðarsveig og mælti nokkur orð. — Myndin hér að ofan er tekin við jiað tækifæri. (Ljósm.: Vignir). Afstaða Sjálfstæðismanna í landhelgismálinu. Yfirlýsing Ólafs Thors í gær. í upphafi eldhúsumræðnanna á Alþingi í gærkveldi las Ólafur Thors upp eftirfarandi yfirlýsingu frá Sjálfstæðis- flokknum: Að gefnu tilefni vill Sjálfstæðisflokkurinn lýsa yfir eftirfarandi: Hinn 21. f.m. kl. 4,30 átti Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, ásamt Gunnari Thoroddsen, borgarstjóra, viðræður við forsætisráðherra og utanríkismálaráðherra í skrifstofu hins síðarnefnda samkvæmt ósk þeirra. Las Ólafur Thprs þá upp nýgerða sambykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins varðandi lausn landhelgismálsins. Er þar mörkuð stefna flokksins í málinu í öllum aðalatriðum, jafnt varðandi efnishlið þess sem málsmeðferðina, sem Sjálfstœðisflokkurinn lagði mikla álierzlu á. Það er nú komið í Ijós, að brem dögum síðar gerðu allir ráðherrarnir með sér samning um málið, jafnt um efnis hlið þess sem málsmeðferðina og var Sjálfstæðisflokkurinn þar ekld til kvaddur. Sjálfstæðisflokkurinn telur deilur þær, er nú hafa risið innan ríkisstjórnarinnar um málið, skaðlegar, og skrif eins stjórnarblaðsins bæði stórvítaverð og þjóðinni hættuleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill engan þátt eiga í þeim gráa hildarleik, en mun strax og hann telur fært, í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar, birta jafnt samþykkt þá, er áður greinir, og skráð er í fundabók flokksins, sem og ýmis önnur gögn málsins. Mun þá glöggt koma í ljós, hversu haldlausar eru þær fullyrðingar, sem riiálgagn sjávarút- vegsmálaráðherra hefur leyft sér að viðhafa um afstöðu, Sjálfstæðisflokksins í þessu mikla máli. Sjö mamis drtikkna vú Texas. Óvenjulegt slys og hörmulegt rarð við smábæinn Bockport i Texas um síðustu helgi. Telpa ein, níu ára gömul, hafði hætt sér nokkuð langt út frá baðströnd, svo að hún neyddist til að kalla á hjálp. Straumar reyndust þá svo stríðir, að alls bar sex menn. er ætluðu að synda eftir telpunni, til hafs og drukknuðu þarna sjö manns. Ráðherrar reyndu að gefa margvís legar skýringar i gær. Fyrri Klögumáfivi ganga á vsxL Öryggisráð Sajneinuðu þjóð- anna hóf í gær tunræðu um Tiinis, en bæði Túnis og Frakk- land hufa sent ráðinu kæru út af árakstriun, sem þar hafa orðið. Fulltrúar Breta og Bandarikja manna hvöttu eindregið til við- ræðna og samkomulags. — Full- trúar Túnis og Frakklarids töluðu og gengu klögumálin á víxl. Fundi var frestað að loknum viðræðum þessum. hluti eldhúsumræon anna í Sameinuðú þingi, sem fram fóru í gærkvöldi ein- kenndust af varnaraðstöðu rík- isstjórnarinnar. Ráðherranir vörðu tíma sín- um til að gefa miklar skýringar á því, sem stjórnin hefir verið að gera undanfarið, og er þó ó- sennilegt, að þær skýringar nægi hlustendum til að sýkna stjórnina af dáðleysi og svik- um á flestum sviðum. Þá deildu ráðherrarnir inn- byrðis, og færðu rétt einu sinni sönnur á það, hversu heilsteypt stjórnin væri og sjálfri sér sam kvæm og einhuga í helztu málum þjóðarinnar, Eru slíkar deilur raunar aðeins framhald af því, sem kornið hefir fram í blöðum stjórnarinnar upp á síðkastið, en þar hefir raun- verulegt ástand innan ríkis- stjórnarinnar komið mjög greinilega í ljós — sérstaklega í skrifum Alþýðublaðsins og Þjóðvilians. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins komu fram Ólafur Thors, Árás á atvinnubifreiðar- stjóra í Keflavík. Amerískur sjóiiði barði hann svo, að hann liggur rúmfastur. í gæzluvarðhaldi þar Síðastliðið laugardagskvöld réðLst útlendingur á leigubíl- stjóra í Kefiavík með jþeiin af- leiðingum að bilstjóriim liggur allþungt lialdinn í sjúkrahúsinu í Keflavik og hefur ekki verið hægt að taka skýrslu af lionum til læssa. Árásarmaðurinn, sem er ame- ríksur sjóliði var handtekinn og Stórkostleg brunabætta í ÞingvallaskógL Þjóðgarðsvörður hvetur fólk til.að fara varlega með eld. Ekki hefur komið dropi úr loft í heUan rnánuð á Þingvöll- um. Gróður aUur er þurr og liálfskrælnaður. Mildl bruna- bætta er meðan svona þurrt er, sagði séra Jóhann á Þingvöllum, er Vísir átti tal við hann í gær- rnorgun. „Ef eldur kæmist í skóginn gæti enginn mannlegur máttur hindrað að skógurinn brynni aU- ur. Hættan er mest að deginum til því þá er alltaf strekkings vindur." í gær kviknaði í mosa ekki langt frá veginum. Fólk, sem var þar á ferð tók eftir að eldur var kominn í mosa. Brá það skjótt við er það sá að hætta var á ferð um og reif upp mosa og lauf til að hindra útbreiðslu eldsins. Einnig tók maðurinn slökkvi- tæki úr bUnum og bjóst til að nota það, en eldurinn var bráð- lega slökktur. „Eg var staddur þar skammt frá með slökkvi- tæki, því í svona þurrkatíð þarf stöðuga geæzlu, þar sem eldur getur komið upp á svipstundu," sagði séra Jóhann. Hér var margt fólk um helg- ina og yfirleitt ágætisfólk, ekk- ert slark eða ólæti. Hinsvegar eru menn ekki nógu varkárir með sígarettur og eldspýtur, og gera sér ekki ljóst hversu eld- fimur gróðurinn er, þegar lang- varandi þurrkar hafa verið, situr nú syðra. Vegna þess að ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af hinum slasaða ,taldi lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli sig ekki geta gefið neinar úpplýsingar um til- efni árásarinnar, að öðru leyti en því að hún hafi orsakast af einhverju missætti milli leigu- bílstjórans og sjóliðans. Eftir því sem þegar hefur ver- ið upplýst í málinu hafði sjólið- inn greitt bílstjóranum þrjú högg og það þung að bilstjórinn féll í götuna. Var hann fluttur i sjúkrahúsið í Keflavík og kom i ljós að hann hafði hlotið heila- hristing og taugaáfall og hafði auk þess nefbrotnað. Lögreglustjóri kvaðst búast vitj að læknar sjúkrahússins leyfðu að tekin yrði skýrsla af bílstjóranum seinna í dag. Verð- ur rannsókn málsins haldið á- fram strax og tök verða á. T£tó, Júgóslavíuforseti, varð 66 ára 25. maí. Friðjón Þórðarson og Sigurður Bjarnáson. Lýstu þeir í ágæt- um ræðum svikáferli ríkis- stjórnarinnar, því áð hún hefir ekki staðið við eitt af þeim lof- orðum, sem hún gaf þegar hún var stofnuð, hvað þá fleiri. Hún hefði unnið sér svo til óhelgi, að hún ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Umræðunum verður haldið áfram í kvöld, og verður röð flokkanna þá þessi: Kommún- istar, Sjálfstæðisflokkur, AI- þýðuflokkur og Framsóknar- flokkur. Verða umferðir þrjár og tala þessir menn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins; Jón Pálmason, Ingólfur Jónsson og Gunnar Thoroddsen. Rætt um fund Mac- míllans og Eisenhowers. Brezk blöð i morgim ræða fund Macmillans og Eisenhow- ers er stendur fyrir dyriun nú i vikunni. Blað jafnaðarmanna, Daily Herald, segir að þeir ættu að hafa efst á dagskrá fund æðstu manna, nú beri að hætta öllu þrefi og bréfaskriftum um þenn- an fund og ákveða stað og stund. Daily Telegraph telur, að þeir ættu að ræða náuðsyn lánsfjár til framkvæmda og viðskipta í frjálsu löndunum, til að vega upp á móti hinni nýju sókn Rússa, sem nú sé háð á „efna- hagsvígstöðvunum“. Selur SAS 27 „á einu bretti"? Frá fréttaritara VisLs» Osló í gær. Að sögn dagblaðanna í Osló hefur flugfélagið S.A.S. gert ráð- stafanir til að selja allar flugvél- ar sínar af gerðununi DC-6 og DC-7 vegna fyrirhugaðra kaupa á þrýstiloftsvélum af gerðinni DC-8 og Cafavelle. Þessar fregnir hafa þó ekki. fengizt staðfestar. Hér er um stærstu flugvélasölu að ræða, sem um getur í sögu S.A.S. Flug vélarnar, sem hér um ræðir eru 27 tals og verðleggjast á mörg hundruð milljónir króna. Er tal- ið að seldar verði fyrst hinar 12 DC-6 vélar, sem félagið á, því þær eru elztar af þeim fjögurra hreyfla vélum sem félagið hefur í notkun.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.