Vísir - 03.06.1958, Side 4
/F* TfSIW
Þriðjudaginn 3. júní 195$
vxsm
I) AGBLAÐ
Tislr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaCsíBur.
Ritatjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritítjómarskrifsíofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kL 8,00—18,00,
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Súm: (11660 (finun línur)
Visir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sparnaður er upphaf auðs.
Alþingi er nú að Ijúka störfum
að þessu sinni. Það þing, sem
nú er um það bil á enda, er
mei’kilegt fyrir margra hluta
sakir, og það er alveg víst,
j að til þess mun oft og lengi
verða vitnað. Það þing, sem
hér er um að ræða, hefir
nefnilega varið meiri tíma
til að gera ekki neitt en
nokkurt annað þing í sögu
þjóðarinnar. Það hefir sóað
fjármunum með aðgerðar-
leysi sínu, og er það raunar
eftir öðru á ferli þeirra, sem
„gefa tóninn“, og svo hefir
það rekið rembihnútinn á
störf sín með því að ákveða
mestu skattaálögur, sem get-
ið er í sögu þjóðarinnar.
Þingið hefir hrundið öllum
fyrri metum í heimtufrekju
og fjárkröfum,’ en eitt hefir
verið algerlega bannað und-
ir forustu þeirrar ríkis-
stjórnar, sem sagt hefir
þinginu fyrir verkum.
Sparnaður virðist það orð,
sem stjórnarflokkunum virð
j ist verst við, og þeir mundu
sennilega vilja uppræta það
úr tungunni. Svo fjarri fer
því, að stjórnin leitist við að
j spara á einu einasta sviði, og
svo fjarri fer því, að hún
geri almenningi kleift að
stunda þá fornu dyggð, ef
einhverjir skyldu vera í
landinu, er vildu hafa hana
í heiðri.
Fornt spakmæli hermir, að
sparnaður sé upphaf auðs.
íslenzka þjóðin gerði sér
grein fyrir þessu áður. Þá
skapaði hún þetta orðtak, af
því að reynslan hafði bent
henni á þau sannindi, sem í
því eru fólgin. En þá var
þjóðin líka fátæk, svo að
hún varð að spara, varð sí-
' fellt að herða sultarólina.
Sóun og ógætileg meðferð
verðmæta gat táknað hungur
Knattsþyma:
Reykjavík tapaði fyrir Akra-
nesi, vann Hafnarfjörð.
og harðrétti. En henni tókst
að skapa verðmæti, þótt
ekki væri af miklu að taka,
og ástæðan var sú, að þá
taldi hver maður það sky.ldu
sína að gæta sparnaðar eft-
ir mætti.
Nú fær þjóðin strit sitt goldið
meira fé en fyrri kynslóðir.
Því hefir henni gleymzt strit
og erfiðleikar fyrri kynslóða,
og því hefir hún gleymt því,
að til er dyggð, sem heitir
sparnaður, og að hún hefir
hvarvetna um allar aldir ver-
ið talin upphaf auðs. Stjórn-
arvöldin ganga bezt fram í
að eyðileggja trú manna á
þessu gamla spakmæli,því að
sparnaðarviðleitni þeirra er
engin. Þau láta ævinlega
undan, þegar flokksmaður
telur sig þurfa á starfi áð
halda fyrir sig eða annan á-
líka tryggan. Árangurinn
sjá menn í ógurlegu skrif-
stofubákni, sem fer óðumj
stækkandi, svo að það er að1
sliga þegnana.
Þjóðin er í miklum vanda
stödd, og það er hætt við
því, að hún komist aldrei úr
honum, fyrr en sparnaður-
inn hefir aftur verið settur
í það hásæti, sem honum var
hrundið úr fyrir hálfum
mannsaldri eða svo. Ef þjóð-
in vill ekki spara, þá mun
efnahagur hennar alltaf
verða bágur, þótt krónurnar
kunni að vera margar, sem
hver einstakur veltir milli
handa sér. Þá mun hún æv-
inlega verða í óvissu um
afkomu næsta dags — eins
og hún hefir verið síðustu]
árin. En sparnaðurinn verð-
ur að byrja á réttum stað —
hjá hinu opinbera. Þegar
það er farið að spara, getur
það krafizt hins sama af
einstaklingunum.
S.l. laugardag voru háðar
tvær bæjarkeppnir í knatt-
spyrnu. B-lið Reykjavíkur
vann Hafnarfjörð 3:1, en Akra-
nes vann A-lið Reykjavíkur
með 4:1.
Hafnarfjörður — Reykjavík.
Reykvíkingar unnu.auðveld-
an sigur í Hafnarfirði, réðu lög-
um og lofum á vellinum og áttu
ótal tækifæri, sem ekki nýttust.
Fyrsta markið skoraði Karl
Bergmann á fyrstu mínútu
leiksins, skömmu síðar bætti
Óskar Sigurðsson öðru við með
góðu skoti frá vítateig, og lauk
hálfleiknum með 2:0 fyrir
Reykjavík.
Hafnfirðingum tókst að ná
góðum sóknarlotum í seinni
hálfleik, og úr einni þeirra
skoraði Ragnar Jónsson fyrir
þá með góðum skalla. Reykvík-
ingar létu það ekki á sig fá og
skömmu síðar skoraði Grétar
Sigurðsson þriðja mark þeirra
mjög laglega úr erfiðri stöðu.
Reykvíska liðið var gott í
þessum leik. Beztu menn þess
voru Hörður Felixson miðfram-
vörður og William Sheriff fram-
vörður, sem átti stórglæsilegt
skot af 25 m. færi, er mark-
vörður Hafnfirðinga fékk
naumlega varið í horn. Óskar
Sigurðsson miðherji er efnileg-
ur. Hann er kornungur en eld-
snöggur og fylginn sér.
Hafnfirðingar komust aldrei
verulega í gang. Albert Guð-
mundsson varð að fara í vörn
til að forða stórtapi, en við það
veiktist framlínan til muna.
Beztu menn þeirra voru Ragn-
ar Jónsson og Einar Sigurðsson
framverðir.
Vinnusvikin.
En í þessu sambandi er rétt að
geta annars atriðis, sem ís-
lendingum er lífsnauðsyn að
taka til athugunar og endur-
bóta. Það eru vinnusvikin,
sem eru að kalla orðin
þjóðaríþrótt. Þau blasa við
svo að segja hvar sem litið
er, og svo er samvizka þjóð-
arinnar orðin sljó, að mönn-
um finnst í rauninni ekkert
tiltökumál, þótt þeir eða aðr-
ir svíkist um „eins og þeim
sé borgað fyrir það“. Slíkt
hlýtur að enda með ófarnaði.
Aðeins tvær stéttir á landinu
eru saklausar að þessu leyti.
Það eru sjómenn og bændur,
því að hvernig væri farið
fyrir þjóðinni, ef þær væru
undir sömu sökina seldar?
Þjóðin lifir á því, að þessar^
stéttir leggja mikið á sig og
telja það ekki eftir sér.
Skera þarf upp herör gegn
vinnusvikunum, skapa svo
sterkt almenningsálit gegn
þeim, að mönnum sé ekki
vært nema þeir vinni fyrir
því kaupi, sem þeir heimta,
að þeim sé refjalaust greitt.
Akranes — Reykjavík.
Reykvíkingar urðu enn einu
sinni að „bíta í grasið“ fyrir Ak
urnesingum. Skagamenn unnu
auðveldan og verðskuldaðan
sigur gegn A-liði Reykjavíkur.
Fyrri hálfleikur var nánast sagt
sýningarleikur af hálfu Akur-
nesinga, þó að þeir ynnu hann
ekki nema með einu marki, sem
Ríkharður skoraði með þrumu-
skoti, en rétt áður hafði Heim-
ir, markvörður Reykvíkinga,
bjargað glæsilega ' skoti frá
Helga Björgvinssyni. Reykvík-
ingum tókst að jafna snemma í
síðari hálfleik .Gerði það Björg-
vin Daníelsson, sem skoraði
með föstu skoti í hliðarnetið, án
þess að Helgi bróðir hans fengi
aðgert. Nokkru síðar skoraði
Ríkharður annað mark Akur-
nesinga með öruggu jarðarskoti
eftir sendingu frá Þórði bróður
sínum- Þórður Þórðarson bætti
Allar ' sendingar eru nú
hættar frá Framverði I,
sem Bandaríkjamenn skutu
á loft 31. janúar.
Rússar segjast hafa fundið
eyju eina um 450 mílum
fyrir sunnan Ástralíu, þar
sem áður var talið 4000 m.
dýpi.
★ Nýlega sendu Bretar nýjan
landstjóra til Gibraltar —
þann 49. í röðinni.
’svo því þriðja við, þegar 5
mínútur voru til leiksloka, og á
síðustu sekúndum leiksins gérðu
Reykvíkingar sjálfsmark.
Lið Akurnesinga var mjög
gott, með Ríkharð Jónsson sem
bezta mann. Hann ber höfuð og
herðar yfir alla íslenzka knatt-
spyrnumenn og er sá möndull,
sem Akranesliðið snýst um.
Það var ekki að ófyrirsynju,
að Svíar kölluðu hann
„íslenzku fallbyssuna“, þegar
hann skaut landslið þeirra í
kaf í landsleiknum 1951. Án
hans er hætt við að Akranes-
liðið væi’i lítils megnugt. Þórð-
ur Þórðarson var einnig góður
í þessum leik, sömuleiðis fram-
verðirnir Guðjón og Sveinn.
Yfirleitt var liðið létt og leik-
andi og hvergi áberandi gat á
því.
| Lið Reykjavíkur var mjög
sundurlaust og féll alls ekki
] saman, þó í því væru 7 menn
úr einu félagi. Liðið skorti al-
1 veg þann eldmóð, sem nauð-
synlegur er, og tilraunin með
1 að láta Hinrik taka Rikharð úr
umferð fór út um þúfur. Vörn
Reykvíkinga var sterkari hluti
liðsins með Heimir markvörð
og Rúnar Guðmannsson sem
beztu menn. Halldór Halldórs-
son verður betri með hverjum
leik, en hann skortir enn æf-
ingu.
Úrvalslið Reykjavíkur hafa
yfirleitt, með örfáum undan-
tekningum, fengið verri útreið
en efni stóðu til, miðáð við
getu hvers einstaklings. Væri
ekki athugandi fyrir K.R.R. að
Jtaka upp aðra aðferð við val
liðsins. Láta t. d. sterkasta lið
Reykjavíkur á hverjum tíma
koma fram sem fulltrúa þeirra
og láta félagið sjálft ráða því,
hvort það styrkir lið sitt eða
ekki. Athugið það næst, góðdr
hálsar.
Ó. H. H.
De Gaulle -
Framli. af 8. síðu.
Alsír um val á mönnum í stjórn
De Gaulle.
750 felldir —
Herstjórnin franska í Alsír
tilkynnir, áð 750 uppreistarmenn
[hafi verið felldir í s.l. viku og
200 teknir höndum.
Átök í Túnis.
Túnisfregnir herma, að enn
hafi franskir og túniskir her-
menn skipzt á skotum. Upptök-
in voru, að franskir hermenn
fóru út af einangrunarsvæði, og
hóf einn skothríð, er þeir voru
stöðvaðir.
Öryggisráðið
hefur hafið umræður' um deilu
Frakklands og Túnis út af á-
rekstrunum. Talsmaður Túnis
kenndi Frökkum um þá, en tals-
maður Frakka kvað meginor-
sök vera, að Túnisstjórn leyfði
uppreistarmönnum frá Alsír not
af landinu gegn Frökkum. Full-
trúar Breta og Bandaríkjamanna
í ráðinu hvöttu báða aðila ein-
dregið til þess að skipfost á
upplýsingum i vinsemdar anda
og ræðast við og mundi þá auðið
að ná samkomulagi.
Eldliætta á í görðuni.
Frá þvi var sagt í Vísi í gær,
að slökkviliðið hefði tvívegis ver-
ið kvatt á Austurvöll um síðast-
liðna helgi, vegna íkv.iknunnar í
blómum og mold, og orsök í-
kviknunarinnar er talið, að kvikn
að hefði í tröllamjöli. Er það
haft eftir slökkviliðinu, að þess
séu dæmi, að áður hafi kviknað
út frá tröllamjöli í görðum. —
Væntanlega taka garðeigendui’,
sem bera tröllámjöl i garða
sína, þetta til greina, læra af
þessu, bera ekki tröllamjöl í
garða, nema tryggt sé að væta
sé yfirvofandi, a. m. fc ekki í
þurrkatíð sem nú. Sjálfsagt er
að bera tröllamjölið á í logni,
það er fíngert og fýkur, ef nokk
ur gola er, og mun geta brennt
gróður, enda nota margir það
til arfaeyðingar. Varúðar þarf
því að gæta í meðferð þess.
Eldur í högum.
Mjög er það álgengt, að kveikt
sé í sinu á vorin, I mýrlendi, og
eru mörg dæmi þess, ef óvar-
lega er farið, að sá eldur getur
orðið lítt viðráðanlegur í þurrka
tíð. Það gerðist eigi alls fyrir
löngu, að kveikt var í sinu x
sveit nokkurri, en skyndilega
hvessti, og varð að safna all-
miklu liði til þess að hindra út-
breiðslu eldsins. Þar sem þurrt
rof, svarðarkennt, er á skurð-
bökkum, sem eldur kemst í, get-
ur svo farið, að logi í rofinu vik-
um saman — engin leið að
slökkva fyrr en bregður til vætu
tíðar. 1 rofinu getur bókstaflega
verið um „falinn eld“ að ræða
dögum og jafnvel vikum saman
og þarf þá stöðugt að hafa gát
á, unz vætan kemur. Rétt er og
að minna á, að óheimilt er að lög-
um að brenna sinu í högum um
varptímann.
Langvinnir þurrkar.
Þurrkasamt hefur nú verið ó-
vanalega lengi hér suðvestan-
lands og víða og heyrst hefur,
að farið sé að bera í því á ýms-
um sveita-bæjum, að vatnsból
séu að þorna eða nær þorrin, og
veldur miklum erfiðleikum, er
sækja verður vatn í næstu á eða
læki, oft langa leið, bæði til mat-
ar og þvotta. — Nú þurfa menn
ekki að kvarta yfir sólarleysinu,
og þótt lengst af væri svalt í maí
eru nú komin hlýindi. Og hinir
langvinnu þurrkar há gróðri,
einkum garðagróðri, og nú bein-
ast óskir manna í þá átt, að
bregði til hæfilegrar útkomu, svo
að allur gróður geti dafnað.
Hiísmæðrafundir
á vegum S.I.S.
í dag, 3. júní, hefjast hús-
mæðrafundir á vegum kaupfé-
, Iaganna og fræðsludeildar S.Í.S.
Á síðastliðnu sumri efndu:
kaupfélögin og fræðsludeild
S.Í.S. til fjölmargra samskonar
funda. Fræðsluflokkur fór um ’
! allt Austurland og nær allt
Norður- og Suðurland og sýndi
tilbúning síldarrétta, notkun
Butterick-sniða og kvikmyndir
um hraðfrystingu matvæla.
Einnig ávörpuðu viðkomandi
kaupfélagsstjórar húsmæð-
urnar og fulltrúi fræðsludeildar
í’æddi við þær um þann þátt
samvinnustarfsins, sem að hús-
móðurinni snýr.
För fræðsluflokksins er í
sumar heitið til kaupfélaganna
við Húnaflóa, Breiðafjörð og á
Vestfjörðum.