Vísir - 26.06.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1958, Blaðsíða 8
Eikkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. <Látið hann færa yður fréttir og annað testrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar háifu. Sími 1-16-GO. VISIR Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Fimmtudaguriryr 26. júní 1958. Ccmulka hefur ekki hvik- — enn sem komið er. Sé það þetta, sem Krúsév vill verður styrjöld' // // Eftir brezkum bi.öðum að dæma eru horfur varðandi sam- búð Sovétríkjanna og Póllands siöðugt hinar alvarlegustu. Kunnugt er, að starfsmenn pðlska utanríkisráðuneytisins hafa dag og nótt samband við sendiherra Póllands » vestræn- urn löndi’m. Sendiherrunum var sagt að neita því að Gomulka væri í þann veginn að láta af embætti sem framkvæmdastjóri Komm- únistaflokksins pólska. Til mik- itia átaka kann að koma, er mið stjórn flokksins tekur fyrir k.öfu Sovétstjórnarinnar um að Pólland gerist aðili að barátt- unni gegn Júgóslavíu og lýsi velþóknun á aftökunum í Ung- verjalandi. Pólskur sendiherra í vest- rænu ríki sagði í fyrradag: ,,Ma- zur getur komizt til valda að- eins sem farþegi í rússneskum skriðdreka. Ef það er þetta sem Krúsév vill verður styrjöld.“ Til þessa hefur Gomulka stað fastlega neitað að verða við kröfum Rússa. Ekki hefur feng ir.t staðfest, að Gomulka hafi snúið sér beint til Krúsévs og andmælt aftökunum, en hann er sagður hafa sent menn til 17 flokksdeilda út um land í Póllandi og látið þá boða, að Pólland ætti engan þátt í þess- um seinasta glæp Krúsévs, eins og það er orðað. Jórdanía fær 10 þús. lesíir hveitis. Bifvélavirkjar á Selfossi starfa — þrátt fyrir verkfallið Frá fréttaritara Vísis. Seífossi í mórgim. Kaupfélag Arnesinga hefur gamkvæmt samningum «*ngið undanþágu frá verkfalli ^^,.^, hafa verjð fyrir 20 bifvélavirkja, se.m starfa á verkstæði þess hér á Selfossi. Er hér um ótímabundna und- anþágu að ræða, sem veitt hefur verið til þess að forða erfið- leikum við mjólkurflutninga úr sveitum austanfjalls til höfuð- staðarins, en auk þess mundi verkfall bifvélavirkja. hér bitna á fjölmörgum öðrum starfs- mönnum á verkstæði kaupfélags ins. Eins og sakir standa er því gert hér við bifreiðir úr Árnes,- Rangárvalla- og Skaftafellssýsl- ■ um', en engar annars staðar frá. sem milli Bandaríkjanna og’ Jordaníu, fá Jordanínmenn 10.000 lestir hveit is frá Bandarík.junum. Miklir þurrkar hafa valdið erf iðleikum i Jordaníu og verða gerðar sérstakar ráðstafanir til úthlutunar á hveitinu handa þeim, sem þurfandi eru. Þrjár ferðir F.I. um helgina. Ferðafélag Islands efnir til þriggja skemmtiferða um næstu helgi. Farið verður í Þórsmörk, Landmannalaugar og á Heklu. Lagt verður af stað í allar ferðirnar n. k. laugardag. 28. júní, kl. 2 e. h. Nánari upplýsingar og far- miðasala er í skrifstofu Ferða- félagsins í Túngötu 5. Heimdallarferð í Landmannalaugar. Um næstu helgi efnir ferða- deild Heimdallar til ferðar í Landmannalaugar. Lagt verður af stað frá Reykja vík kl. 2 e. h. á laugardaginn og væntanlega komið til baka aftur um tíu-leytið á sunnudagskvöld. Þeir, sem hyggjast taka þátt í ferðinni, eru vinsamlega beðn- ir um að tilkynna þátttöku sína til skrifstofu félagsins í Valhöll við Suðurgötu (sími 17102), milli kl. 5 og 7 e. h. í dag eða á morgun og vitja miða sinna fyr- ir kl. 7 annað kvöld. Nær engin síidveiði í nóít. Hlýnandi og batnandi veð- ur á miðunum. Margrét Bretaprinsessa í opinbera heimsókn Norður-Irlands í haust. Faisal, Irakskonungur þjóðhöfðingi Jórdaníu auki, heimsækir Bretland opinberlega í september. fer til og að Einhver kyrrstaða virðist hafa verið á síldveiðinni í nótt fyrir Norðurlandi, þrátt fyrir gott og lilýnandi veður á miðunum. Allmörg skip hafa komið til lands, aðallega til Siglufjarðar og Óláfsfjarðar í gær og nótt, en þau eru þessi: Hilmir Re 300, tunnur, Steinunn gamla 250, Hugrún 250, Þorsteinn Þorska- bítur 700, Reynir Ve 200, Höfr- ungur 700, Þorbjörn 200, ísleifur II 100, Björn Nk 450, Gunnólfur 400, Gjafar 300, Sæfaxi 200, Kári Sólmundarson 500, Akurey 150, Egill Skallagrímsson 400 (mál), Kristján 200, Víðir II 400, Faxi 500, Kópur Ke 300, Hafrún 250, Bergur Ve 600, Faxaborg 200, Bára Ke 200, Bjarni Ve 300, rSlý saga hcfst í blaðinu næstkomandi laugardag. Hefur komið í Ijós, að saga sú sem ætluð var sem framhaldssaga, hef- ur áður komið út í íslenzkri þýðingu, og hefur því verið valin Önnur saga í hennar stað, og verður nánara til- knnt um það á morgun. Úrkoman sl. sólar- lirlng 44,6 millj. kg- ; Úrkoma sl. sólarhring hef- ur verið með mesta móti. Samkv. upplýsingum veður- stofunnar nemur úrkomu- magnið 22.3 mm. og er það talsvert í meira lagi, sér- staklega cr tillit er til þess tékið að ekki hefur verið um samfellda rigningu að ræða. Mestvar rigningin í gær- dag, en nokkru minni í nótt, <og er búizt við áframhald- andi úrkomu, þó ekki í eins miklum mæli og í gær. — Ef úrkoman sl. sólarhring er mæld í kílóum og miðað við ákveðið landsvæði, t. d. inn- an Hringbrautar, en sá hluti bæjarins muu nærri því að vera 2 ferkílómetrar að flat- armáli, þá vegur það vatns- magn er þar hefur fallið um 44,6 milljónir kílóa, eða með öðrum orðum 44.600 tonn. Af þessu geta menn gert sér i hugarlund hversu mikið magn hér er um að ræða. Svar 16 þjóða m Kóreu veröur birt í dag. Sextán þjóðirnar, seni samein- uðust til að hindra ofbeldi kom- múnista í Kóreu, hafa sameigin- lega svarað seinustu kröfum hins kommúnistiska Kina um að flytja allt erlent herlið frá Kóreu Haldinn var fundur 16 þjóð- anna í bandaríska. utanríkisráðu- neytinu og segir Walker Ro- bertsson aðst.utanríkisi áðh., að samkomulag um svarið hafi náðst á 10 mínútum. Texti svarorðsendingarinnar mun sennilega verða birtur í dag. Mæling geislavirkra efna hafin hér eftir mánuð. Islendingur vinnur að smíði fuilkom- inna tækja á vegum Háskóla Íslands. Helga Re 350, Baldvin Þorvalds- son 150 og Jökul 250. 1 Á Siglufirði voru saltaðar í fyrrinótt samtals 2584 tunnur og var þá heildarsöltunin þar í bæ jorðin 31,345 tunnur frá því sölt- un hófst á dögunum. Við þetta magn bætist svo söltun síðasta sólarhrings. í gær tók síldarverksmiðja rikisins á Siglufirði til starfa og hóf bræðslu á úrgöngum, sem ekki voru söltunarhæfir. Allmikið hefur fjölgað af fólki í bænum síðustu dagana, einkum eru það söltunarstúlkur. Samkvæmt upplýsingum frá síldarleitinni í morgun hefur ekki verið unnt að leita síðustu dægrin sökum brælu og dumb- ungs á miðunum, en nú er taliS að veður fari batnandi og ef birt- ir til í dag eða kvöld mun síld- arleitarflugvélin fljúga norðui yfir miðin í nótt. Frétzt hafði i morgun að að- eins 8 bátar hafi fengið síld á miðunum í nótt, aðallega 90 míl- ur norður í hafi. Veiði þeirra var 100—350 tunnur á bát. Þegar lengra dregur til hafsins fer veð- ur versnandi. Frá Raufarhöfn var Vísi sím- að í morgun að síldarleitarbátur inn Rán væri á leiðinni þangað með síld til efnagreiningar, sem báturinn hafði veitt um 15 míl- ur nna af Kjölsansbauka. Þar hafði báturinn fengið 2 tunnur sílar í 20 r.et, en ekki varð hann var neinna sildartorfa. Rán er væntanleg til Raufarhafnar í dag og verður síldin þá efna- ! greind. Af austursvæðinu hafa ekki borizt aðrar síldarfréttir til Drengur meiðist í gærkveldi meiddist dreng ur, sem hljóp á bíl vestur í Garðastræti. j Þetta var 4 eða 5 ára gamall drengur sem hljóp skyndilega út á götuna án þess að huga að sér og lenti þá á bíl, sem var á ferð. Drengurinn skall í götuna og hlaut meiðsli á höfði og víðar og var fluttur í slsavarðstofuna, en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg.. .... Brookeborough lávarðuf, forsætisráðherra Norður- Irlands varð sjötugur 9. þ. m. Um þessar mundir er unnið að því að koma hér upp tækj- um til mælinga á geislavirk- um efnum og fer sú starfsemi fram á vegum Háskóla Islands. Smíði tækja stendur yfir. Tíðindamað.ur blaðsins hefur átt tal við próf. Þorbjörn Sig- urgeirsson, og .skýrði hann svo frá, að nú stæði yfir smíði og uppsetning geislamælinga- tækja, sem nota á til mælinga á geislavirkum „ísótópum“ hér, |bæði í sjúkrahúsum og eins við ýmsar rannsóknir. Einnig er ; svo áformað að mæla geislavirk efni í lofti. Þau tæki, sem notuð verða, eru flest smíðuð af Páli Theó- dórssyni eðlisfræðángi, en hann hefir undanfarið starfað hjá dönsku kjarn'fræðanefndinni á Risö og má segja að tækin séu árangur af þeirri reynslu, er hann hefir fengið þar. Þau eru, j að sögn próf. Þorbjörns, . að jýmsu leyti betri en önnur tæki, ; sem hsegt er að fá keypt :í dag, auk þess sem smíði þeirra verð- | ur kostnaðarminni. Og kemur , það sér vel, þar sem 100 þúsund króna fjárveiting ríkisins til tækjakaupa er mjög naum og gerir aðeins kleift að aflað sé nauðsynlegasta útbúnaðar. Mælingar geislavirkra efna í lofti. Að því er snertir mælingu geislavirkra efna í lofti má geta þess, að íslenzkir aðilar hafa fram til þessa ekki haft aðstöðu til slíkra mælinga, en lítilshátt- ar mun hafa verið unnið að þeim á Keflavíkurflugvelli með þeim hætti, að safna ryki á límbornar plötur og rannsaka síðan. Þykir sú aðferð ekki sem áreiðanlegust. Þau tæki, sem nú verða tekin í notkun á vegum háskólans, finna geislavirkni loftsins þannig,- að visst loft- magn er sogið gegnum síu og síðan mæit geislamagn þess ryks, sem eftir situr. Á með því móti að vera hægt að segja til um það með vissu. Um tv.ö ár eru liðin síðan farið var að undirbúa ákveðnar tillögur í þeim efnum, er að frarrtan greinir, og er þess vænzt, að unnt verði að hefjast handa um mælingar eftir mán- j aðartíma. þessa. Siáttur hafinn í Eyjafirði. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Um síðustu helgi hófst slátt- ur í Eyjafirði þrátt fyrir ó- venjumikla vorkulda og gras- leysi víða. Þarna var um að ræða slátt á nýrækt á bæjunum Fellshlíð í I Saurbæjarhreppi og Stóra- hamri í Öngulsstaðahreppi, og var spretta þar sæmileg orðin. Annars er ekki gert ráð fyrir að sláttur hefjist almennt í Eyjafirði fyrr en miklu seinna því gróðri hefur farið mjög lít— ið fram sökum þurrviðra og kulda í vor. Til eru þess dæmi á einstöku bæjum í Eyjafjarðarsýslu að jsnjór .lá þar á túnum fram um miðjan þennan mánuð, þannig að naumast sá þar í auða bletti, Kuldanepja hefur verið síð- ustu daga norðanlands og hit- inn aðeins verið í kringum 6 stig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.