Vísir - 26.06.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 26.06.1958, Blaðsíða 1
48. árg. Fimmtudagurinn 26. júní 1958. 136. tbl. Vafasamt, aS Genfarfundur kjarn- orkusérfræðinga verði hafdinn. Rússar virðast nú telja tilgangslaust að halda fundinn. Ekki er nú vissa fyrir, að hin fyrirhugaða ráðstefna kjarn- orksérfræðinga, sem samkomu- lag var um, að hefjast skyldi í Genf næstkomandi þriðjudag verði haldin. Hefur borizt orð- sending til Washington frá Sov- étstjórninni, sem er skilin sem hótun um, að taka ekki þátt í henni. Haldið er fram í orðssnding- unni, að Dulles utánríkisráð- herra hafi tekið þá afstöðu, að afleiðingin verði óhjákvæmi- lega, að megintilganginum með ráðstefnunni verði ekki náð, en Rússar vilji ekki vera aðilar að samkomulagsumleitunum sem fyrirfram sé vitað að verði gagnslausar. Undir eins og orðsendingin barst kvaddi Eisenhower Dulles á sinn fund og ræddust þeir við í hálfa klukkustund. Eftir fund- inn var tilkynnt, að Bandaríkja stjórn myndi halda áfram undir búningi sínum að fundinum og að þrír helztu sérfræðingar j Bandaríkjanna, sem valdir voru til þátttöku, muni leggja af stað þegar í dag áleiðis til Genf- ar. Dulles sagði eftir fund hans ’ og Eisenhowers, að hann harm- aði afstöðu Rússa, en það væri ekkert nýtt af nálinni, að þeir lýstu sig hafa mikinn áhuga fyrir samkomulagi um mál, en svo \iæri snúið við blaði á sein- ustu stundu. Dulles endurtók, að Bandaríkja stjórn vildi ekkert gera sem skuldbindi hana til þess að hætta við kjarnorkuvopnatil- raunir, nema það væri tengt al- þjóðasamkomulagi um kjarn- orkuvígbúnað og almenna af- vopnun. Af hálfu brezku stjórnarinn- ar hefur verið lýst yfir, að hún vilji og óski eftir, að Genfar- ráðstefnan verði haldin, og enn íremur sé það einlæg ósk hennar, að samkomulag náist þar. Brezkt þota af Scimitar- gerð hefir flogið frá Lon- don til Möltu (tim 2060 km.) á 2 klst og 12 mínút- um — á 940 km. meðal- hraða. k Miklubraut veröur þreföld akbraut. Sex skip stöðvuð — t»nffíir viðrafður Engir fundir hafa verið haldnir með deiluaðilum í far- mannadeilunni, síðan verkfallið hófst á miðnætti síðastliðinn mánudag. Skipum, sem stöðvast af völdum verkfallsins, fjölgar stöðugt og voru þau orðin sex um hádegi í dag: Esja, Gullfóss, Katla, Hvassafell, Askja og Hamrafell, en Litlafell er vænt- anlegt til Reykjavíkur síðdegis í dag eða á morgun og Skjald- breið á morgun, auk þess sem allmörg skip munu koma í höfn hér um helgina. Gatan verður 38V2 m. breið, þar sem hún verður breiðust. F'ar&mk glgOMBUCÍESF* Farouk jyrrv. konungi var ný- lega stejnt fyrir rétt í Róma- borg og honum gert að greiða 16.700 sterlingspund fyrir 2 vindlingaveski. Málavextir voru þeir, að - á meðan Farouk var enn þá kon- ungur Egytalands, let hann rómverskan gullsmið gera sér tvö vindlingaveski. Er Farouk var sviptur konungdómi og eig- ur hans flestar gerðar upptæk- *ar voru vindlingaveskin þar á meðal. Lögfræðingar Farouks héldu því fram, að hann bæri ekki ábyrgð á greiðslunni, þar sem egypzka ríkið hefði gert eigurnar upptækar. Rétturinn tók tillit til þess og bætti við £600 í málskostnað. Enn mistekst með Vanguard-skeyti. Enn hefur mistekizt vestra að koma gervihnetti út í geiminn. Kviknaði ekki i öðru þrepi Vanguard-eldflaugar og hrap- aði; sem átti áð flytja hann, í sjó niður eftir 18 minútur. — Hnötturinn var búinn rannsókn- artækjum. Verkfall rafvúkja yfirvofandí- | Sáttasemjari átti fund með deiluaðilum í rafvirkjadeilunni í gær, en samkomulag náðist ekki. Fundur hófst kl. 5 síðdegis og var setið á rökstólum nær samfellt til kl. 3 í nótt, að upp úr slitnaði. Frekari samninga- fundir deiluaðila höfðu ekki verið boðaðir skömmu fyrir hádegið. 4 ný verkföEI héfust í nótt. Verkfall bifvélavirkja, blikk- smiða, jórniðnaðamanna og skipasmiða hófst á miðnætti síðastliðnu, þar eð ekki tókst að miðla málum fyrir þann tíma. Sáttasemjari hefur ekki fengið deilu þessa til meðferð- ar, en klukkan 4 síðdegis í gær komu deiluaðilar saman til fundar og stóð hann til kl. 8. Iðnaðarmennirnir héldu síðan fund með sér í gærkvöldi og var þar vísað endanlega á bug tilboði um breytingar, sem samninganefnd þeirra hafði heldur ekki viljað fallast á fyrr urri daginn. Onnið er að því að skipta m jarðveg í götunni. Fyrir nokkrum dögum hófst mikið umrót á Miklubrautinni milli Rauðarárstígs og Stakka- hlíðar, en á þeim kafla er hugmyndin að gera þrefalda akbraut og á að ljúka jarðvegs- skiptum þeirra í sumar. Eins og bæjarbúum mun kunnugt var í fyrrasumar skipt um jarðveg og púkkuð akbraut sunan megin Miklubrautar eða þeirri brautinni, sem næst liggur húsunum. En í sumar verður haldið áfram, sem frá var horfið þá. Hefir verið tekin ákvörðun um fyrirkomulag götunnar að norðanverðu og ákveðið að koma þar upp tveimur akbraut- um til viðbótar. Verða þær aðal umferðarbrautirnar, en sú brautin, sem syðst er, og næst húsunum, er eingöngu ætluð fyrir íbúa húsanna, sem við hana búa. Er þetta fyrst og fremst gert tjl þess, að bægja | frá umferðarhættunni, ekki sízt í sambandi við börn og ; unglinga, sem heima eiga í Miklubrautarhúsunum á þessu svæði. I Fyrir bragðið breikkar gaean allmjög út í Klambratúnið frá því sem nú er og verður þá með gangstéttum og ræmum sam- tals 3814 metri á breidd þar sem hún verður breiðust. í sumar verður unnið að því að moka burt mómoldinni úr báðum akbrautunum að norð- anverðu og aka möl þess í. stað í brautarstæðin. Uppmokstur- inum úr götunum verður ekið út á Klambratún, sennilega að mestu ofan á ofaníburðinum frá því í fyrra. Reynslan hefir sýnt, að hann hefir þjappast mjög saman, enda er um 80% af mómoldinni úr götunni vatn. Þegar hún nær svo að þorna sígur vatnið úr henni og mold- in þjappast saman. Er þetta hin ákjósanlegasta gróðurmold og á að koma væntanlegum skrúðgarði á Klambratúni til góða. Mölin, sem flutt verður í götustæðið, verður sótt a. m. k. að einhverju leyti í Grensásinn, en gera rná ráð fyrir, að eitt- hvað af efni verði þó að sækja lengra. Ætlunin er að Ijúka undir- búningi undir gatnagerð á þessu svæði öllu í sumar, en að sumri er hugmyndin að malbika göt- una, gera kanta og helluleggja gangstéttir beggja vegna göt- ! unar, að svo miklu leyti, sem við verður komið. Að því er verkfræðingar tjáðu Vísi, er nú komið að gatnagerð á tveim stöðum í bænum. Það er annars vegar á Hringbrautinni milli Bræðra- borgarstígs og Framnesvegar, en sá götuhluti var búinn und- ir malbikun í hitteðfyrra og átti að byrja að malbika hann í gær. Hinsvegar er svo unnið að malbikun Borgartúns á milli Skúlatorgs og Skúlatúns, en þar var undirbúningi undir gatnagerð lokið í fyrra. Þrálát kvefsctt í rénun. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í skrifstofu Borgarlæknis í morgun er lieilsufar í bænum sæmilegt og j heldur batnandi, en annars hef- j ur gengið hér mjög þrálát kvefsótt. Hún mun þó ekki hafa haft alvarleg' eftirköst, svo að vitað j sé (lungnabólgu), en valdið hálsbólgu og sem sagt verið þrálát og allútbreidd. Blaðið spurði sérstaklega um heilsufarið nú, vegna þess að það hafði heyrt, að inflúenza kynni að vera að stinga sér hér niður, og fólk fengið háan hita, um 40 stig, en skrifstofa Borg- I arlæknis kveðst ekki hafa nein- ' ar upplýsingar, sem bentu til Þessi mynd er frá Lamartine í Alsír, þar se n serkneskt flók kom saman til þess að votta ag inflúenzufaraldur væri hér Frakkla ídi hollustv,. á uppsiglingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.