Vísir - 18.07.1958, Page 4
4
V 1 S I R
Föstudaginn 18. júlí 1,958
TÍSIR
D A G B L A Ð
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarsfcrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Áfgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,0-0.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hættuástand við Miðjarðarhaf.
Ekki þarf að rekja þá atburði,
sem gerzt hafa við Miðjarð-
arhaf austanvert að undan-
förnu, og ekki verður heldur
sagt, að sú þróun komi
mönnum alveg á óvart. Und-
anfarin ár hefir ókyrrðin
verið svo naikil þar eystra,
að fyrr eða síðar hlaut að
leiða til meiri tíðinda, og
hefir raunar gert það, eins
og Súez-árás Breta og
Frakka sýndi greinilegast.
Ófyrirleitinn aflraunamaður
á sviði stjórnmála, maður,
sem hefir haft þenslu ríkis
síns að aðalmarki, hefir vað-
ið uppi þar eystra og farið
geyst — með fulltingi og al-
gerri aðstoð þeirra, sem
telja, að þeir geti um síðir
grætt á brölti hans.
Það mátti gera ráð fyrir því,
að lýðræðisríkin gripu í
taumana öðru sinni. Þau
gerðu það haustið 1956, þeg-
ar Bretar og Frakkar tóku
Súez en þeir hlupu frá hálf-
unnu verki, því að sá, sem
þeir ætluðu að köma á kné,
situr enn á valdastóli og
heldur áfram að kynda und-
ir í nágrenni sínu — ná-
■ kvæmlega eins og hann gerði
áður. Nú hafa Bretland og
Bandaríkin gengið fram fyr-
ir skjöldu, sent lið til Jór-
daníu og Líbanons, svo að
þau lönd eiga ekki að geta
orðið Nasser eða banda-
mönnum hans að bráð.
Eins og menn muna, snérist
Bandarkjastjórn gegn
bandamönnum sínum, hin-
um brezku og frönsku, þeg-
ar þeir sendu lið til land-
göngu á Súez fyrir rúmlega
hálfu öðru ári. Sennilega
hefir Bandaríkjastjórn tálið,
að beztur árangur mundi
fást gagnvart þjóðum Araba
yfirleitt og Nasser sérstak-
lega með því móti. Þessi
sama stjórn hefir nú feng-'
ið að sjá, að árangurinn varð
ekki sá, sem við var að bú-
ast, því að þá hefði hún
sennilega ekki orðið að sker-
ast í leikinn, eins og hún
hefir gert. Hún er því í lítt
öfundsverðri afstöðu, þar
sem hún hefir tekið við hlut- ^
verki því, er hún vildi ekki,
að Bretar og Frakkar tækju
að sér.
Bandaríkjastjórn hefir oft tek-
izt óhönduglega á síðustu
árum, þegar um utanríkis-
málin hefir verið að ræða,
og hún hefir nú sjálf fært
sönnur á það, að hún hefði
átt að fylgja Bretum og
Frökkum í Súez-málinu,
þótt þar væri um örþrifaráð
að ræða. Er alls ekki ólík-
legt, að þá hefði ekki þurft
að grípa til síðustu ráðstaf-
ana, og það jafnvægi, sem
verið hafði fyrir botni Mið-
jarðarhafs, hefði að öllum
líkindum haldizt nokkurn
veginn fram á þenna dag.
Eins og nú standa sakir er ó-
gerningur að segja fyrir um
það, hveriar verða afleið-
ingarnar af herflutningun-
um. — Blöð kommúnista
hafa fordæmt þá, og kemur
slíkt engum á óvax-t. Næsta
skrefið gæti orðið, að komm-
únistar tilkynntu, að þeir
mundu „leyfa sjálfboðalið-
um“ að fara til landanna við
austanvert Miðjarðarhaf til
að skakka þar leikinn, og
væri þá hafin ný Kói’eu-
styi-jöld, eins og margir ótt-
ast. Hvað sem um það er,
þá er ekki ■ ólíklegt, að ef
Bretar og Frakkar hefðu
fengið að ráða forðum, hefði
ekki komið til síðustu at-
burða austur þar.
Glímt við einræðisherra
Mannkynssagan kann að greina
, frá mörgum einræðisherr-
, um, og glíma frjálsra þjóða
við þá heíir nær alltaf leitt
til hins sama: Þeim verður
, ej^ki velt úr valdastóli nema
, með valdi, og sumum hefir
, ekki verið hægt að velta
nema með styrjöld, eins og
l dæmin sanna. En það er ó-
L kyrrð umhverfis flesta ein-
ræðisherra, hvort sem þeir
teljast litlir eða stórir, og
heimurinn mun þess vegna
,A ævinlega verða að lifa í
■ kvíða, meðan einhverjum
löndum er stjórnað af slík-
um mönnum.
Þess vegna er það mjög eðli-
legt, að svo ókyrrt er fyrir
botni Miðjai’ðarhafs, og eins
eðlilegt, að í’eynt skuli vera
að koma því bi’agði á ein-
ræðisherrana, að heldur
geti verið kyrrara á næst-
unni en undanfarið. En nú
vii’ðast þeir eiga næsta leik-
inn ,og kemur þá væntan-
lega í ljós, hversu langt þeir
teija sér óhætt að ganga.
Foringjar byltingar-
*
innar í Irak.
Hverjir eru þeir menu, sein
standa að baki byltingunni í
Irak, spyrja margir þessa dag-
ana, og skulu beir nú kynntir,
sem þar eru fremstir í flokki.
Rubai.
Hann er höfuðleiðtogi bylt-
ingarmanna. Gekk í liðsfor-
ingjaskólann í Sandhurst, Bret-
landi. Talar ensku reiprenn-
andi.
Fullu nafni heitir hann
Jejab el-Rubai og er Sunni-
Móhammeðstrúarmaður. — í
september s.l. varð hann sendi-
herra Iraks í Saudi-Arabíu. —
Honum hefur verið lýst sem
trúmanni, — og stjórnmála-
manni, sem ekki virði að vett-
ugi rödd samvizku sinnar.
Kubba.
Mohammed Malidi Kubba
mun vera hans „hægri hönd“.
Hann stofnaði og er forseti Ist-
iglal (þjóðernissinnaflokksins),
en var útlægur ger af Nuri es
Said. Kubba hafði samstarf við
„friðarsinna“ og aðra í hinni
þjóðernislegu samfylkingu.
Nakshabandi.
Eins og tveir ofannefndir
menn á hann sæti í Lýðveldis-
'ráðinu. Fullu nafni heitir hann
Khaled al Nakshabandi. Hann
1 er mikilil stuðningsmaður
Nassers og ,,and-heimsveldis-
sinni“. Lýðveldisráð, sem þess-
þrír m'enn skipa, er eins konar
yfirstjórn 14 manna ríkis-
stjórn 14 manna ríkisstjórnar.
Hassim.
Hinn nýi forsætisráðherra
Abdil Karem Hassim, er at-
vinnuhermaður. Hlaut mennt-
un sína í æðri hei’skóla í Bag-
dad, varð yfirmaður vélaher-
fylkis 1953. Hann er talinn við-
sjárverður mjög, atorkusamur,
en sagður hafa litla þekkingu
á heimsmálum. Hann er 44 ára.
Hadid.
Mohammed Hadid fjármála-
ráðherra er 52 ára. Hlaut
menntun í „London School of
Economics“ og átti sæti í stjórn
Nuris 1956 og fór með embætti
birgðamálaráðherra. — Hann
sagði af sér til að mótmæla
stefnu stjórnarinnar um sam-
starf við vestrænu löndin og
gagnrýndi harðlega gömlu
stjórnmálamennina. Hann á
einkahagsmuna að gæta í mörg-
um verzlunar- og iðnfyrir-
tækjum.
Öryggisleysi í þýzkum hér-
uöum, sem Pólland ræður.
Polska fólkið, sem þar býr nú,
hefur ekki fest þar rætur.
Fregnir frá Póllandi herma,
að fólkið, sem sezt hefir að í
sveitahéruðunum, sem áður
voru þýzk, búi stöðugt við þann
ótta, að einhvern tíma komi til
þess, að Þjóðverjar komi aftur,
og muni þá þeim, sem þarna
búa nú, ekki verða hlíft.
Af þessu öryggisleysi hefir
það leitt, að þótt menn hafi
stundað jarðyrkjustörfin af
kappi, hafa menn ekki lagt
neitt fram af sjálfsdáðum til
þess að reisa íveru- og penings-
hús, og hinum gömlu húsum,
sem fyrir voru, hefir vei’ið illa
við haldið,: og eru nefnd til
dæmis þoi’p eins og Ujazd eða
Bischofstaal, eins og Þjóðvei'j-
ar nefndu það. Þar er allt, að
því er byggingar vai’ðar, í örg-
ustu niðurníðslu. Stafar þetta
af öi’yggisleysinu, — óttanum
við, að „sagan endurtaki sig“.
Bandarískur fréttaritari, sem
þai’na hefir ferðast um, segir
að í þessum héruðum hafi
mikið land legið ónotað, en fyr-
ir tveimur árum, er ný stefna
var tekin í landbúnaðarmálum,
svo að bændur fengu meira
frjálsræði, tóku rnenn til við að
rækta jörðina, en byggingarn-
ar láta menn eiga sig.
Hefir fréttai’itarinn eftir
bónda nokkrum, sem hann
ræddi við um þetta:
„Við högnumst sæmilega á
ræktuninni og sölu afurða á
„opnum mai’kaði“. Við viljum
fúslega leggja á okkur mikið
erfiði til þess að erja jörðina.
En hvers vegna ættum við að
leggja fé í íveru- og penings-
hús, sem við eigum ekki, og
kynnum að glata, jafnvel þótt
við ættum þau?“
Það er, segir fréttaritarinn,
nýtt viðhoi’f, að pólsk stjórnar-
völd viðui’kenna, að þetta ör-
yggisleysi sé ríkjandi, en á
Stalíntímanum lokuðu menn
augúnum fyrir þessu.
Bændur hafa þó fengið rétt-
indi til húsakaupa og þeir
bændur, sem hafa ei’jað land í
12 ár, fá eignai-rétt á því. Það
er von stjói’narvaldanna, að
fólkið fari að festa þai’na ræt-
ur, en þess sjást fá merki. Nefn-
ir hann sem dæmi boi'gina
Wi’oclav, fyrrum Breslau, sem
var miðdepill mikils landbún-
aðar- og iðnaðai’héraðs. Hún er
enn í rústum, nema skriður er
kominn á nýbyggingar í út-
hverfunum. í þessari fyrr
þýzku borg býr nú pólskt fólk,
flutt þangað úr öllum lands-
hlutum Póllands, en það er rót-
laust, þekkir ekki sögu borg-
arinnar, er þar sem ókunnugt
fólk, oft haldið heimþrá, og
laust við þann metnað, sem
þarf til viðreisnar.
Því finnst, að það eigi þai’na
ekki heima.
f LINDARGÖTU 25
I SÍMI 13743 I
„Margt skeðui’ á sæ“, er gam-
alt orðtak, en það gerist líka
margt á þjóðvegunum, eins og
eftirfai’andi bréf frá Selfossi
sýnir, en Bei'gmáli barst það í
fyri’adag:
Vegaef fci rlitsmaðu r
á villigötum.
Uni næstsíðustu helgi urðu
mörg umferðarslys iiér austaa
Fjalls, og höfðu sum þeii-ra all-
alvarlegar afleiðingar, þótt elik-
ert (lauðaslys yrði.
Um siðustu helgi varð ekkert
alvarlegt umferðarslys, a.m.k. í
Árnessýslu, en í námunda við
Laugarvatn kom fyrir atvik, sem
telja vei’ður óvenjulegt, þótt ekk-
ert slys hlytist af því og litlar
skemmdir.
Svo bar við s.l. sunnudag að
bandarískui’ maður af Kefla-
víkurflugvelli og koiia hans ís-
lenzk voru að aka í áttina að
Laugarvatni. Mun frúin hafa
ekið og hafa þar til full réttindi.
Bifreið kom á móti þeim, en frú-
in varaði sig ekki á því að stöðva
bifreið sína fyrr en nokkur hluti
hennar var komin fram hjá út-
skotinu á veginum. Bifi’eiðai’-
stjóranum, sem á móti kom,
varð því á að aka örlítið utan í
hægra aurbi’ettið á bifreið frú-
arinnar svo að á því myndaðist
nokkur rispa. Fyrrnefnda bifreið
sakaði ekki.
Nú var stigið út úr bifreiðun-
um og vegsummei’ki athuguð.
Frúin bai’, sem rétt mun hafa
verið, að bifreið þeirra hafi verið
stöðvuð. Mótparturinn fullyrti að
hann hefði verið í fullum rétti,
þar sem bifreið frúarinnar hefði
átt að standa að öllu leyti úti á
útskotinu. Frúin og maður henn-
ar hinn ameríski vildu ekki una
þessu, en þá tók „mótparturinn“
af skarið, hann sagðist „sum sé“
vera bifreiðaeftirlitsmaður og
harla kunnugur þessum málum.
Nú varð frúin að láta í minni
pokann, en spurði samt um nafn
„bifreiðaeftirlitsmannsins“ um
leið og þau hjónin kynntu sig.
Jú, það stóð ekki á nafninu hjá
„eftii’litsmanninum", og þýddi þá
ekki að deila við dómarann.
ICvöddu þau hjónin og óku sem
leið liggur heim að Laugai’vatni.
Nú hefði þessari sögu þar með
verið lokið, ef frúin hefði ekki
frétt það þar á staðnum, að það-
an væri nýfarinn útgerðarmaður
með nafni „eftii’litsmannsins".
Þótti henni það furðuleg tilviljun
með þá nafna og hringdi til bif-
reiðaeftirlitsmannsins á Seifossi,
sem afneitaði kollega sínum
með þessu nafni með öllu....
Lýkur svo að segja frá „bif-
i-eiðaeftirlitsmanninum“ á Laug-
ardalsveginum.
Yeiddu á helgidögum
— fá ekki áhafnir að ári.
Frá fréttaritara Vísis —
Osló í fyrradag.
Allmörg norsk fiskiskip við
V estur-Grœnland hafa rofið
bann það, sem er við veiðum á
helgidögum, að því er hermt er
í Söndmöre Arbeideravis. _
Áhafnir annarra skipa, sem
heim eru komin, hafa kært yfir
þessu til Norska verkalýðsfé-
lagssambandsins. Sambandið
tekur nú þessar kærur til at-
hugunar. Rætt er um að birta
nöfn skipstjóra á þeim skipum,
sem rjúfa bannið, en það getur
leitt til þess, að ekki fáist ráðn-
ar áhafnir á skip þeirra að ári.