Vísir - 22.07.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 22.07.1958, Blaðsíða 8
Ekkert blaS er ódýrara f áskrift en Vísir. LátiS hann fœra yður fréttir og atmað lestrarefnl heim — án fyrirhafnar af yðar hálf m. Sími 1-16-Ci). Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur I Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blað’5 ókeypis til mánaðamóta. Sírni 1-16-60. Þriðjudaginn 22. júlí 195S Þrefalt meira saltað ni A en á sama tíma sl. ár. En heildaraflinn er iminni nú ®n í fyc ra. Saltsíldaraflinn er rösklega' l»refalt me'iri orðinn nú, heldur| «n hann var á sama tíma í fyrra, en bræðslusíldaraflinn aiíur á móti ekki þriðjungur þess aflamagns sem þá var fenginn. Heildaraflinn er því allmiklu minni nú heldur en hann var á sama tíma í fyrra, eða 279.927 mál og tunna nú, í stað 388.776 mála og tunna í fyrra miðað við miðnætti 19. þ. m. Þá hafði verið saltað í 181,- 232 tunnur (57.099 í fyrra), brætt 93.161 mál (325.336 í fyrra) og í frystingu 5534 upp- mældar tunnur (6341 í fyrra). Vitað var að 237 skip höfðu fengið einhvern afla, en 231 á sama tíma í fyrra. Nú voru 190 skip búin að fá 500 mál og tunnur eða meira, en 212 á sama tíma í fyrra. Hæstu þrjú síldveiðiskipin enn sem komið er .eru Víðir II. GK með 4487 mál og tunnur, Grundfirðingur II. með 4134 og Haförn frá Hafnarfirði með 3912 mál og tunnur. í síðustu viku veiddust alls 103.616 mál og tunnur síldar, sem teljast verður allgóð afla- vika þegar miðað er við veiði síðustu 13 ára, sem öll hafa ver- ið aflaleysisár. En með hliðsjón af beztu aflaviku síðasta afla- sumarsins, en það var vikan 20.—26. ág. 1944, er veiði síð- ustu viku ekki sambærileg,því þá öfluðust hér 280 þús. mál og tunnur á aðeins 141 skip með 126 nætur. Þá komu því 2222 mál og tunnur á hverja nót til jafnaðar. Þá var og burðarmagn skipanna miklu minna en það er nú. Síldveiðiskýrslan verður birt á morgun. Úrslil sliidenlaskáknuWsiiis: íslendmgar skipuðu 2. sæti í sínum riðli. - Rússar hrepptu heimsmeistara- titilinn í fjórða sinn. Islands verði ekki virt ynnar biri. Einkaskeyti til Vísis. — Khöfn 1 morgun. Fullírúar útgerðarsamtaka Danmerkur, Belgíu, . Frakk- lands, Vesti'.r-Þýzkalands, Hol- lands og Spánar, er sátu fund í Haag, hafa nú gefið út sam- eiginlega yfirlýsingu. Segir þar að útgerðarmenn- irnir muni virða að engu nýja fiskveiðilandhelgi íslands og' skip þeirra muni halda áfram Hér sest runuuuui _____, .... efni með brúnum röndum. Eina skrautið er brún ræma öðrum megin. „Höfundur“ er Poggio í Tórínó. í síðustu tunferð keppti ís- lenzka skáksveitin við Albani og bar í þeirri viðureign hærri lilut, lilaut 2 /i vinning gegn l'/2. Friðrik vann Pustina, Ingvar gerði jafntefli við Duraki, Frey- steinn vann Omari og Stefán tapaði fyrir Siligi. Keppni annarra þjóða í sama 1-iðli lyktaði þannig, að Rúmen- ar unnu Svía 3:1 og Mongólar íra 314en Hollendingar og Pólverjar skildu jafnir 2:2. — Þá hafa einnig borizt fregnir af sigri Freysteins í báðum bið- skákunum úr fyrri umferðum. I A-riðli urðu úrslit þau í um- ferðinni, að Ungverjar og Tékk- ar gerðu jafntefli 2:2, Búlgarar Robert Donat látinn. Nýlega er látinn brezki leik- arinn Bobert Donat, 55 ára að aldri. í kvikmyndinni „The Inn of Sixth Happiness“ lék hann móti Ingrid Bergman (í apríl og maí), en lagðist skömmu síðar í sjúkrahús. í kvikmynd- inni, sem var fullgerð, er hann lagðist, leikur hann kínversk- an mandarín. Frægasta hlutverk Donats var skólastjórinn í kvikmynd- xnni „Verið þér sælir herra Chips“, sem hann var heiðrað- ur fyrir 1938. unnu Austur-Þjóðverja 3:1, Júgóslavar Argentínumenn 2%: 114 og Rússar Bandaríkjamenn 214:114. Urslit mótsins. Þessu V. Heimsmeistaramóti stúdenta í skák hefur því, eins og þrem þeim síðustu, lokið með sigri Sovétríkjanna, en skákmenn þeirra hlutu að þessu sinni 1914 vinning (af 28 mögulegum). — Önnur ríki náðu eftirfarandi ár- angri í A-riðli aðalkeppninnar: 2 Tékkar 17 v 3-5 Búlaría 14 V 3-5 Júgóslavia 14 v 3-5 Ungverjaland . 14 v 6 Bandaríkin 1214 v 7 Argentina 1114 v 8 A-Þýzkaland 914 v Vinningafjöldi og röð einstakra ríkja í B-riðli varð sem hér seg- fr: Tvfmentiingskeiipni í bridge annaé kvöld. Bridgesamband íslands gengst fyrir tvímenningskeppni n. k. miðvikudagskvöld í Tjarnar- lcaffi, niðri. 1 Rúmenía 19 v 2 Island 1714 v 3 Holland 17 v 4 Pólland 1614 v 5-6 Mongólía 13 v 5-6 Svíþjóð 13 v 7 Albanía 10% v 8 Irland 514 v ! Þátttakendur íslands í Ev- rópumótinu í sumar verða meðal þátttakenda. en allur á- jgóði af keppninni rennur í ut- anfararsjóðinn, Keppni þessi verður með sama sniði og keppnin, sem Færeyingarnir tóku þátt í ný- lega. Fyrstu verðlaun verða 500 kr., en auk þess verða verðlaun í hverjum riðli, og verða afhent strax að keppn- inni lokinni. Keppnisgjald er 50 kr. fyrir parið. Þátttökutil- kyningar þurfa að berast sem fyrst til Ólafs Þorsteinssonar, sími 15898, eða Júlíusar Guð- mundssonar, sími 22577. Þess má að lokum geta til fróð leiks og samanburðar, að i fyrra tóku 14 þjóðir þátt í heimsmeist- aramóti stúdenta hér og varð röð þeirra þessi Ckeppt í einum riðli): 1. Sovétríkin 4314 vinn- ing (af 52 mögulegum), 2. Búlg- aría 37 v., 3. Tékkóslóvakía 36 v., 4. Ungverjaland 3414 v., 5. Banda rikin 31 v., 6. Rúmenía 29 v., 7. A-Þýzkaland 28 v., 8. ísland 27 v., 9. England 2314 v:, 10. Dan- mörk 19 v., 11. Svíþjóð 16 v., 12. Ecuador 1514 v., 13. Mohgólia 1414 v. og 14. Finnland 914 vinn- ing: Þrír bifreiða- árekstrar. Síðdegis í gær slasaðist mað- ur við það að forða barni frá slysi. Þetta skeði með þeim hætti að telpubarn á hjóli hafði hjól- að í veg' fyrir umferðina á Hafnarfjarðarveginum. Mann bar að í bíl í sömu andrá og gat hann ekki forðað slysi með öðrum hætti en snai’beygja út af veginum. Þar lenti hann á símastaur í höi’ðum áreksti’i. Maðurinn hlaut heilahristing, en bíllinn skemmdist talsvert. í gærkveldi varð bifreiða- árekstur á mótum Laugavegar og Klapparstígs. Grunur lék á að annar bílstjórinn hafi verið ölvaður. Skemmdir urðu tals- verðar á bílnum sem hann’ók. í morgun um níuleytið var harður árekstur á Háteigsvegi, Þrjár bifreiðir skullu þar sam- an og skemmdust mikið, en slys urðu ekki á mönnum. mi stiÞiið. í fyrrinótt var Skodabifreið- inni R-2802 stolið frá Skeggja- götu 12, en fannst illa leikin og mannlaus austur á Mosfells- heiði í gær. Höfðu orðið talsverðar skemmdir á bifreiðinni og bið- ur rannsóknarlögreglan þá sem gætu gefið einhverjar upplýs- ingar að láta hana vita. veiðum allt að hinni fjögurra mílna landhelgi eins og gerb hafi verið fram að þessu. j Norðmenn eru sagðir þeir einu sem hafi í hyggju að virða hina nýju landhelgi íslands og hefur fulltrúi norskra fiski- j skipaeigenda látið hafa eftir sér uramæli í þá átt. Norðmemx ' tóku ekki þátt í Haag ráðstefn- unni eins og kunnugt er. j Danska fiskimannasamband- ið liefur ekki gefið yfirlýsingu um málið en hennar mun samt að vænta við heimkomu fuli- trúa Dana á ráðstefnunni í Haag. Brezk blöð hafa látið málið til sín taka, og Daily Telegraph segir að á Haag ráðstefnunni hafi m. a. verið tekin ákvörðun um að stofna „lögreglu“ sem gæta eigi hagsmuna útgerðar- manna hinna 6 landa við strendur íslands. Munu það vera Bx'etland, Vestur-Þýzka- land, Spánn og Belgía sem koma til með að standa strauni af kostnaðinum við slíka lög- reglu sem muni hafa yfir að ráða flugvélum og skipum. Dragnétabátar dæmdir. Varðskipið María Júlía tók tvo báta að dragnótaveiðum í laiúlhelgi fyrir siðustu helgi, Á föstudaginn kom varðskipið að vb. Erni VE 321 við veiðar tæplega 11 sjómílur innan land- helgislínunnar norður af Þrí- dröngum við Vestmannaeyjar. — Þegar skipið hafði farið með bátinn til Vestmannaeyja og var á leið út aftur, stóð það vb. Brynjar VE 220 að veiðum tæp- lega 8 sjómilur innan landhelgis- linu austur af Þrídröngum. Báðir bátarnir í-eyndust hafa verið að ólöglegum veiðum með dragnót og dæmdi bæjarfóget- inn í Vestmannaeyjum þá í 3.700 króna sekt hvorn og gerði afla og veiðarfæri upptækt. Margir með aðgerðum ■ Jórdaníu og Libanosi Helmmgi flelri en þeir, sem samþykktu rSuez-ævintýrii' í/j //* „GalIup“-skoðaxiakönnun, er óhjákvæmilega og réttlætan- brezka blaðið News Chronicle lega, eru helmingi fleiri en lét gera um liðflutninga Banda þeir, sem eru þeim andvígir. ríkjamanna til Libanons og Um það bil % þeirra Verka- Breta til Jórdaníu hefir leitt í Ijós, að viðhorf manna nú er annað en þegar „Súez-ævintýr- ið“ var á döfinni. Skoðanakönnunin sýnir að þeir, sem telja liðflutningana lýðsflokksmanna ,sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, eru í hópi hinna fyrrnefndu. Niðurstöðurnar vekja all- mikla athygli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.