Vísir - 02.08.1958, Blaðsíða 12

Vísir - 02.08.1958, Blaðsíða 12
Kkkert bla8 er ódýrara ( áskrift en Víslr. LátiS hann fœra yður fréttir eg annað ieitrarefni heim — án fyrirhafnar xf yðar hálfa. Sími 1-16-60. i VÍSIR Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Visis eftír 10. hvers mánaðar, fá blaSiS okeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Laugardaginn 2. ágúst 1958 Skátamót í Þjórsárdal helgina 9.-10. ágúst. Ileykjavikurdeild skáta sér uni ntótið, e:i þar verða m.a. 100 erleadir gestir. Fyrir höndum er nú mikið s!'.átamót, er Reykjavíkurdeild sxáía gengst fyrir í næstu viku við Skr/iðufellsskóg i myimi t>jársárdals. Hefst mótið 7. ág. in.'k. og mun standa fram til 17. }>. m., þótt aðalþáttur mótsins farl fram á áðurnefndum stað thelgina 9.—10. ágúst. • Meðal gesta á mótinu eru 100 ■erlendir skátar frá Englandi,1 Bandaríkjunum og Þýzkalandi.' Hinir þýzku gestir, sem eru 10 ^ talsins, komu hingað til lands^ s.l. miðvikudag. Er það í fyrsta skipti sem skátar frá Þýzka- Jandi koma hingað í þeim er- Forsetaheimsókn um helgina. Forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson, og forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir fara í opinbcra heimsókn í Norður-ísafjarðar- sýslu nú um helgina. Munu þau koma að Reykja- nesi við ísafjarðardjúp sunnu-' daginn 3. ágúst og verður þar opinber móttaka klukkan 4 e. h., en í Bolungavík verður mót- taka á mánudag. í fylgd með forsetahjónunum á þessu ferðalagi verður for- setaritari, Haraldur Kröyer. Reykjavík, 1. ágúst 1958. (Frá skrifstofu forseta íslands). indum að vera viðstaddir skáta mót. Eru hinir þýzku skátar allir frá V.-Þýzkalandi, en eins og mörgum er kunnugt er hreyf ingin bönnuð í A.-Þýzkalandi. Hinir bandarísku þátttakendur munu og vera komnir til lands- ins. Ensku þáttakendurnir koma hingað að morgni hins 7. ágúst, en þann dag hefst mótið og munu þeir halda rakleitt austur við komu sína hingað. Þátttakendur mótsins munu taka þátt í ýmsum skátaæfing- um og leikjum meðan á mót- inu stendur, s. s. æfingum í rat vísi, hjálp í viðlögum, og er lögð áherzla á, að þátttakendur fái hagnýta reynslu í þeim bók- legu fræðum sem þeir nema að vetrarlagi. Farið verður í fjall- göngur og gönguferðir og m. a. verður gengið á Dímon ogHest- fjallahnjúk. Þá verður og farið í sólarhrings gönguferð að Hjálp í Þjórsárdal, gengið á Búrfell, skoðað Tröllkonuhlaup og Þjófafoss í Þflórsá o. fl. Kom ið verður við á Stöng í Þjórsár- dal. í þessari ferð verða allir að bera farangur sinn og nesti. Eins og áður er getið fer að- alhluti mótsins fram 9. og 1.0. ágúst og verður þá m. a. úti- guðsþjónusta, og mun séra Hannes Guðmundsson prédika. Síðdegis á sunnudag verða ýms- ar sýningar. Munu hinir erlendu gestir sýna kunnáttu sína í ýmsum listum. Farið verður í þriggja daga ferð á Kjöl, að Hvítárvatni og Hveravöllum. Lagt verður af stað á skáta- mótið n.k. miðvikudag, og verða farmiðar seldir í Skáta- búðinni við Snorrabraut, og eru allar frekari upplýsingar varð- andi ferðina gefnar þar. inn 60 cif ' e <s- I þessari viku, sem nú er að líða hefur aðeins komið einn sæmilegur veiðidagur lijá síldveiðiflotanum. Viku- aflinn er því vart meira en 30 þúsund mál og tunnur. Að því meðtöldu lætur nærri að heildarverðniæti síldarinnar -fyrir norðan og austan sé nú crðið um 60 milljónir króna og er þá átt við það verð, sem grcitt er til sjómanna. Síid við bryggj- ur á Eskifirði. Frá fréttaritara Vísis.1 Eskifirði í gær. i Mikil síld er á Reyðarfirði og Eskifirði og hafa bátarnir verið að kasta rétt fyrir utan bfyggjurnar meðan norðanátt- in heldur öllum skipum í höfn. Nokkrir erfiðleikar eru á að ná síldinni því víða gengur hún upp á grunn og er þá hætta á, að næturnar rifni í botni. Jón Kjartansson náði 500 málum af síld við Hólmanesið og i margir aðrir hafa fengið smá- slatta. Sumt af síldinni er sölt- unarhæft og var saltað hér í 600 tunnur í fyrradag. Til vandræða horfir með síldar- móttöku vegna þess að ekki eru til tunnur undir lýsi. Við verð- um að láta allt lýsi á tunnur, en það er miklum vandkvæðum bundið að útvega þær. •Jc Bretland hefir formlega farið fram á, að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kvatt saman til fundar liinn 12. ágúst. — Macmillan og Eisenhovver liafa báðir lýst sig fúsa til þess að sitja fund inn. Bretland hefir viðurkennt stjórnina í Irak. Líbanons- stjórn söniuleiðis. Þessi bátur, sem knúinn er tveim utanborðsmótorum, sigldi fyrir'skömmi’. frá Kaupmannahöfn til Nevv York á 10 dögum 16 klst. og 18 mínútum. Var hetta fyrsta sigling með utanborðs- mótor yfir Atlantshaf. Gekk ferðin ágætlega, nema hvað báts- verjar urðu tvisvar að lúta í lægra haldi fyrir stórsjóum og láta draga bátinn um borð í sænskt vöruflutningaskip, sem fylgdist með ferðum þeirra. Stjórnandi bátsins var Daninn Ole Botved, en með honum voru Sven Orjamgaard frá Svíþjóð og Jim Wynne frá Miami á Florida. Abnenningur gaf Eyjóifi 70 þús. til Ermarsundsfarar. Pantanir á 2ja miilj. iesta skipastóli afturkallaðar. Japanir smíðu<ðn stœrsfa skipa- stól a sl. ari. Meðal erlendra skemmtikrafta í Tivólí um helgina er japanski glímumaðurinn Matsoha Saw- amura, sem sýnt hefur fjöl- foragða glímu, jiu-jitsu og aikido, hvortveggja þjóðaríþrótt I japan og auk þess sýnir hann judo, sem er leikfimikerfi í glímuformi. Á myndinni sézt Sawamura fella andstæðing sinn. Pantanir í nýjum skipum liafa verið miklu minni á und- anförnum sex mánuðum, en á sama tíma á síðasta ári, segir í fregnum frá Tokyo. Er nú svo komið, að japansk- ar skipasmíðastöðvar hafa næstum fullgert öll skip, sem pöntuð höfðu verið, og hefur það ekki átt sér stað um all- langt skeið, að þær hefðu ekki nokkurra ára vinnu framundan. Fyrir tveim mánuðum áttu 24 stærstu skipasmíðastöðvarn- ar eftir að smíða 378,000 lestir skipa upp í pantanir, en ári áður höfðu þær verið 370,000 lestum meiri. . Þegar afturkippurinn kom í viðskiptalíf margra þjóða á síðasta vetri, hafði það þau áhrif, að skipafélög afturköll- uðu pantanir, sem námu tveim milljónum lesta, og voru aftur- kallanir þessar framkvæmdar á sex mánuðum. Þrátt fyrir þetta er Japan mesta skipasmíðaland í heimi, því að á s.l. ári nam stærð nýrra skipa 2,4 millj. lesta, en það var milljón lesta meira en Breta, helztu keppinautarnir, hleyptu af stokkunum. ^ Morðum linnir ekki á Kýp- ur. Tyrki var skotinn til Kano j ^iithidilnta laiulclnc og Grikki á götu í Nikosíu. Söfnun þeirri sem efnt var til vegna væntanlegrar þátttöku Eyjólfs Jónssonar í sundkeppn- inni yfir Ermarsund nú síðar í mánuðinum, er lokið. Ekki hafa öll framlög til sundferðarinnar enn borizt, en heildarupphæðin sem safnaðist mun vera komin yfir 70 þús. Síld í reknet á Vestfjörðum. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í morgun. V.b. Auðbjörg frá Skaga- strönd liefur stundað rekneta- veiðar héðan að undanförnu. Fékk báturinn 60 tunnur í fyrra dag og 35 tunnur í gær af feitri síld. Er talið að hér sé um nýja síldargöngu að ræða. Engin reknetaveiði hefur ver ið norðanlarids síðustu viku og hafa reknetabátar frá Skaga- strönd og öðrum Norðurlands- höfnum leitað til Vestfjarða á reknetaveiðar. íþróttafélag ísfirðinga gengst fyrir Vestfirðingavöku um verzlunarmannahelgina. Keppt verður í handknattleik og fleiri íþróttum og skemmt sér við söng og dans. Þátttakendur verða frá Patreksfirði, Súganda firði og ísafirði. Knattspyrnufélagið Vestri sér um vökuna. Undanfarin ár hefur Vestfirðingavakan verið fjölsótt og gera má ráð fyrir að svo verði einnig nú. Mikil flóð í Austurriki hafa valdið manutjóai og eigna. í tveimur þorpum og ná- grenni þeirra drukknuðu 16 manns, sem höfðu slegið upp tjöldum £ sfnu. krónur. Margir hafa verið greið viknir með framlög og hafa mörg félög og fyrirtæki lagt fram 1000 kr. eða meira. Þá stóð hinn gamalkunni sund- maður Pétur Einarsson fyrir söfnun meðal fyrirtækja og einkaaðila og það framlag sem hann þannig náði saman mun vera rúmar 29 þús. krónur. Þá gaf ÍSÍ 4000 kr. Ókomið var framlag íþróttabandalagsins, en það mun vera allverulegt. Þá gaf Flugfélag íslands ferðir fram og til baka. Gefjun og Álafoss gáfu værðarvoðir og svo má lengi telja. Síðar, er öll kurl eru komin til grafar, munu þeir félagar Eyjólfs sem hjálpað hafa hon- um við undirbúning keppninn- ar birta lista yfir þá sem hafa lagt fram fé og annað til farar- innar. Hungurvofan í Líbanon. Frgnir frá Genf herma, að Alþjóða kirkjuráðið skori á menn að leggja fram fé til hjálpar nauðstöddu fólki í Lib- anon. Beðið er um 25.000 dollara þegar til brýnustu þarfa 11.000 fjölskyldna. Þrettán kirkjuleg- ar stofnanir og aðrar stofnanir munu annast hjálparstarfsem- ina. Fólk þetta á við bágindi að stríða af völdum borgar- styrjajdarinnar. Hjálparstöðv- um hefur verið komið upp víða um landið. Af tilkynningum, sem ráðinu hafa borizt úr ýms- um landshlutum í Libanon, má glöggt sjá, að vofur hungurs og veikinda vafra nú um híbýli margra manna í Libanon.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.