Vísir


Vísir - 05.08.1958, Qupperneq 7

Vísir - 05.08.1958, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 5. ágúst 1958 V f S I R „Ég ér viss um að' ég heyrði hann kalla til mín,“ sagði hún með þráa. Hún var hálfringluð og dösuð, og hana sárverkjaði í annan öklann. „Hvað er að fætinum á mér?“ spurði hún. „Þér hafið snúist um öklann,“. sagði Henry læknir. „Það er ekki alvarlegt, en þér verðið að liggja í rúminu nokkra daga. Að minnsta kosti meðan þér eruð að jafna yður yfir tauga- áfallið. Þér hafið meiðst talsvert á höfði, og mesta furða að þér skylduð ekki fá heilahristing. Já, það hefði getað orðið annað enn verra." „Eigið þér við að ég hefði getað dauðrotast, læknir?“ „Vafalaust. Jafnhál og stigaþrepin eru------og svo myrkrið . . “ „Það hlýtur að hafa verið skammhlaup á leiðslu einhversstaðar, sagði Valentine. „En ég er viss um að einhver hefur bundið snæri eða eitthvað annað þvert yfir stigann, ég fann það um leið og ég datt.“ „Hvaða vitleysa er þetta,“ sagði Valentine og virtist verða bylt við. Og læknirinn hrökk við líka. „Ég kom hlaupandi undir eins og ég heyrði þig detta, og sá ekkert þesskonar.“ „Við skulum ekki þrátta um það,“ muldraði hún og seig niður á koddann aftur. Eflaust var þetta fótakefli horfið núna. Hver var það sem hrópaði? Fred var sofandi? Ef hún hefði beðið bana þarna mundi það hafa litið út sem slys. Hún skildi, hafði bjarg- fasta vissu um að þetta var ekkert slys. Það hafði verið reynt að myrða hana. Læknirinn setti styrktarumbúðir um öklann og lofaði að koma aftur daginn eftir. Valentine fylgdi honum út og kom svo aftur inn til Nancy. „Veslings Nancy, en hvað þetta var sorglegt. Ég get ekki lýst hve leiðinlegt mér finnst þetta.“ „Ætli það verði ekki skárra á morgun,“ muldraði hún. „Þú ert heppin að fá að upplifa daginn á rnorgun," sagði hann. „Ég er líklega eins og kötturinn, sem hefur niu líf,“ sagði hún og hugsaði með sér, að þrjú af þessum lífum hefði hún þegar notað. „Þú veist hve vænt mér þykir um þig, Nancy. Lofaðu mér nú að gleyma ekki að taka svefnmeðalið, sem læknirinn gaf þér. Eða kannske þú viljir fá koníak í staðinn?“ „Nei, þökk fyrir. Ég tek svefnpillurnar ef ég þarf á þeim að halda.“ En hún tók þær ekki. Hún þorði ekki að sofna fast. Ég verð að ná í Clark, hugsaði hún með sér og bylti sér í rúminu — ég verð að ná í Clark, hann veit hvað ég á að gera. Hún vaknaði ekki fyrr en Bertha stóð við rúmið með árbítinn. „Æ, hvað þetta var leiðinlegt, ungfrú — þetta var hræðilegt slys.“ „Ég held ekki að það hafi verið neitt slys, Bertha," sagði Nancy hægt. „Einhver hlýtur að hafa bundið snæri yfir þveran stigann, svo að ég skyldi detta um það, og sá hinn sami hefur rofið rafstrauminn, svo að koldimmt var í húsinu. Þetta var einhver, sem vildi stúta mér, Bertha!“ Ljósblá augun störðu með skelfingu á hana. „Hvað eruð þér að segja, ungfrú! Nei, nei, það er ómögulegt að hann hafi ætlað að drepa yður, sem.... “ Hún tók sig á og greip hendinni fyrir munninn, eins og hún væri hrædd við það, sem hún hafði sagt. „Ég er að minnsta kosti viss um að eitthvað var þarna í stiganum, sem hafði verið komið þar fyrir i ákveðnum tilgangi." „Hvað er -þetta sem mér heyrðist, um snævi yfir stigann?“ sagði Fred, sem hafði komið inn án þess að þær tæki eftir. Hann' var enn í náttfötunum og sloppnum. Bertha muldraði eitthvaðj setti frá sér bakkann og fór. Fred kom að rúrninu. „Ég var aö frétta hvað hefði komið fyrir í nótt,“ sagöi hann. „Mér er óskiljan-! legt hve fast ég hef sofið. Ég var að vakna núna. Hvers vegna fórstu niður um miðja nótt?“ „Ég.gat ekki betur heyrt en að þú værir að kalla á mig. Ein- hver var að hrópa á mig, það er engum vafa bundið." Hann fór og lokaði dyrunum og settist svo á rúmstokkinn hjá henni. Hann vildi vita nákvæmlega hvernig þetta hefði atvikast, og þegar hún hafði sagt honum frá því varð hann áhyggjufullur og á báðum áttum. „Ég skil ekkert í þessu, Nan. Og mér líður svo illa, ég er með höfuðverk og þurr 1 kverkunum. Ég hlýt að hafa sofið of fast. Ætlarðu að bjóða mér sopa .af kaffi? Ég get ekki borðað neinn morgumnat, aðeins svart kaffi, og mér er ómögulegt að fara niður og tala við Val. Hann var svo undarlegur ] fjölhreytt úrval ★ ★ ★ ★ GÍTAR GITAR GÍTAR GÍTAR GÍTAR strengir pokar neglur magnarar HUÓMAR NYKOMIÐ HLJÓÐFÆRAVERZLUN Sigríðar Helgadóttur si. Sími —-11315 — Vesturver E. R. Eurroiígíis TARZAN Líbanon... Frh. af 1. s. Robert Murphy, sérlegur sendi herra Eisenhowers Bandaríkja- forseta, kom um helgina frá Bagdad til Beirut. Hann ræddi við ýmsa ráðherra í Bagdad og gerði þeim grein fyrir skilningi vestrænna stjórnmálamanna á Bagdadbandalaginu. Murphy seg ir, að stjórnin sé staðráðin í að vernda sjálfstæði landsins og ekki taka þátt í neinum stór- veldasamtökum. — Murphy fer frá Beirut til Kairo og ræðir'við Nasser forseta, þar næst til Aþenu og heimleiðis urn London og ræðir þar við Mac- millan forsætisráðherra. Tyrkland fær efnahagsaðstoð. Tyrkland fær nú aukna efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum (að % hlutum), Bretlandi, Vest- ur-Þýzkalandi og Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu (OEEC) og nemur alls 1359 mihj. dollara og gengur til framleiðslu og kaupa á nauðsynjayörum handa almenningi, kaup.um á varahlut- um o. s. frv. Ávörp í útvarpi. 1 fregnum í morgun segir, að Chehab herráðsforingi (hann (hann gegnir því áfram þar til hann tekur við forsetaembætt- inu), hafi flutt útvarpsávarp, og hvatt til þjóðareiningar, án henn ar sé ekki hægt að varðveita sjálfstæði landsins, og hún sé nauðsynleg vegna kröfunnar um brottflutning erlends herliðs úr landinu. — Sami el Solhl for- sætisráðherra flutti einnig á- varp og kvað hættur ekki farn- ar hjá. Kvað hann stjórnina því hafa tekið ákvörðun um að sitja áfram eins og sakir standa. Bannar flug yfir ísnael. Israelsstjórn hefur bannað flug með birgðir yfir ísrael til brezkra liðsins í Jórdaníu, en miklar birgðaflutningar í lofti hafa átt sér stað undangenginn hálfan mánuð, og auk þess hef- ur skip flutt miklar birgðii' til Akraba, en tafsamt kann að verða að koma birgðum ]>aðan til stöðva liðsins vegna flutninga1 skilyrða. Dulles í heimsókn í Brazilíu. John Foster Dulles utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna er kominn til Brazilíu. til viðræðna við Kubichek forssía um al- heimsmál og hætíur þær, seni nú blasa við. Við burtförina var hann. spurður um það atriði yfirlýs- ingar Krúséys og Mao Tse-tung, að efla bæri Suour-Ameríuríkx til sjálfstæðis, og kvað Rússum nær að efla sjálfsíæði landa nær sér. dauðastv skjótar | en ■ . ann sér und- i an . nífuripn gekk í jörð- j x om._ Oj ; vxíxö i af grimmd cg heoti sér á apamanninn til þess að veita honum Nú átti Tarzan leikinn . ian Pomeroy var að reyna að komast á fætur, en Pom- 4ætluKar?b';; piiíEí Parísar c: -„a -kvu. Áæilunarflu, -ríKr eru hafn- I uv ui-illi ParFar a • | Hóíust þ;. .' •ivu.o þv.i, i.ú umi ; helgina, uð <lu,. ;-i frú Ai?} eroy bar af sér hnífalögin France lenti í vu, on T - af hinni mestu leikni og 104, n snesk Hrþegaþota, komst ósár á fætur. í París, daginn cftir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.